Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULl 1974 33 haft æfingar með unglingunum. | Sagði Höskuldur, að unglingarnir hefðu sýnt lofsverðan áhuga á verkefninu svo og aðstandendur þeirra, sem keyrt hefðu börn sín langar leiðir á æfingar um hverja helgi. Vildi Höskuldur koma á framfæri þakklæti til þeirra allra. Þess má að lokum geta, að Hösk- uldur hefur áður verið með slfkar hópsýningar, sem vakið hafa mikla eftirtekt. Elddans Sfðasta atriði íþrótta- dagskráinnar var leikfimisýning 12 stúlkna úr Iþróttafélagi Reykjavíkur undir stjórn Olgu B. Magnúsdóttur. Sýndi flokkurinn elddans við tónlist Carl Billich en þvf miður nutu menn ekki þess atriðis sem skyldi, vegna þess, hve vindur var mikill. Stúlk- urnar, sem eru á aldrinum 12—18 ára, hafa æft mjög vel að undan- förnu, að sögn stjórnandans Olgu B. Magnúsdóttur. Þær eru ný- komnar úr sýningarferðalagi til Falun í Svíþjóð og Tönsberg í Noregi, þar sem þær gerðu mikla lukku. Sögðu blöð ytra, að fslenzk leikfimi væri ekki á flæðiskeri stödd með slíkar leikfimiskonur. Þá gat Olga þess, að stúlkurnar væru alveg sérlega áhugasamar og góður andi og samheldni ríkjandi í þeirra hópi. Fánakveðja Þá er aðeins ógetið eins íþrótta- manns, sem kom frá á þjóðhátfð- inni, Guðmundar Freys Halldórs- sonar. Hann var fánaberi og sá um fánakveðju bæði f upphafi þjóðargöngunnar og lok hátíðar- innar. Leysti hann það verkefni á glæsilegan hátt. Stúlkur úr Iþróttakennaraskóla Islands sýna leikfimi. Ljósm. Mbl. R.Ax. Pétur tekur bragð á Hjálmi, en f þetta skipti kom Hjálmur vörnum vfð. Fánakveðja f lok hátfðarinnar. Fánaberi er Guðmundur Freyr Halldórsson. Við hlið hans stendur Þorsteinn Einarsson fþróttafulltrúi rfkisins. Þátttakendur stilla sér upp f lokaatriðinu. Frá lokaatriði sýningarflokksins. Fyrir framan flokkinn eru sýningarstúlkurnar úr IR. Fremst á myndinni sitja forsetahjónin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.