Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLl 1974 I ÍÞIiliTIAIFIETTIIi MOUBIABSIIIS Jafntefli í Keflavík 1:1 í STUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild. Keflavíkurvöllur 27. júlí URSLIT: IBK — IA 1:1 (0:0) Mark IBK: Grétar Magnússon á 72. mín. Mark ÍA: Teitur Þórðarsson á 67. mín. Dómari: Valur Benediktsson, — dæmdi hann erfiðan leik mjög vel og naut til þess góðrar aðstoðar línuvarðanna Magnúsar V. Péturssonar og Einars Hjartar- sonar. Sú ráðstöfun Vals að leyfa þjálfurunum ekki að fara inn á til þess að athuga meidda leikmenn var þó vafasöm. Ahorfendur: 3347 — næstum tvö- falt fleiri en verið hafa á þeim leikjum deildarinnar, sem bezt hafa verið sóttir til þessa. Hingað og ekki lengra. Þorsteinn ólafsson hinn snjalli markvörður fBK bjargar á sfðustu stundu, Hörður er aðeins of seinn. ó § breytt staða s i toppn Lum ÞAÐ var sannkölluð úrslita- stemming I Keflavfk, er leikur heimamanna við Akurnesinga 11. deildar keppni Islandsmótsins f knattspyrnu hófst þar á laugar- daginn. Áhorfendur fylltu áhorf- endastæðin, léttklæddir f veður- blfðunni, tilbúnir til þess að hvetja sfna menn f þessum mik ilvæga leik — leik, sem gat ráð ið úrslitum f keppninni. Sigruðu Skagamenn í leiknum, mátti teljast nokkuð öruggt, að tslands- bikarinn hafnaði uppi á Skaga f ár, en sigruðu heimamenn, stóðu leikar jafnir milli þeirra og Skagamanna. Augljós merki taugaspennu mátti sjá á forráðamönnum liðanna, sem gengu um gólf í vallarhúsinu, meðan beðið var þess, að leikmennirnir yrðu kall- aðir út á leikvanginn. Og það mátti einnig greina merki taugaspennu á leikmönn- unuin í upphafi leiks. Fyrir leikinn sagði Ríkharður jónsson, formaður Iþróttabandalags Akra- ness, við undirritaðan, að það væri aðalatriði, að Skagamenn næðu frumkvæði í leiknum strax f upphafi — það hefðu þeir gert 1970, er þeir tryggðu sér Islands- meistaratitilinn í leik sínum í Keflavík. Svo virtist einnig sem Skagamenn hefðu gengið með þessu hugarfari út á völlinn, þar sem þeir hófu strax sókn, en Keflavíkurvörnin var vel á verði og tókst að bæja hættunni frá, og fljótlega færðist jafnvægi í leikinn. Skagamenn voru þó jafnan ívið sterkari aðilinn. Aðgerðir þeirra voru betur skipu- lagðar — knötturinn látinn ganga betur. Þeir komust þó lítt áleiðis. Guðni Kjartansson stjórnaði Keflavíkirvörninni eins og her- foringi og reyndi að byggja upp fyrir framlínumenn liðsins, þar sem Ölafur Júlíusson var einna hættulegastur. Fá opin marktæki- færi komu í fyrri hálfleik — knötturinn var að mestu á vallar- miðjunni. Bezta tækifærið fékk Grétar Magnússon, er hann komst nærri marki Skagamanna, oæhindraður, en aðstaða hans var ekki góð og skotið geigaði. Ekkert mark hafði verið skorað í hálfleik. — Það losnar um þetta þegar leikmenn fara að þreytast, var sagt í hálfleik, og menn ræddu óspart um, hvort liðið væri betra og sýndist það sitt hverjum. Áður en Skagamenn komu inn á völlinn til seinni hálfleiks, mátti heyra þá reka upp mikið heróp í búningsklefa sínum. Hvort sem það var því að þakka eða ein- hverju öðru, þá byrjuðu þeir seinni hálfleikinn af miklum krafti, og strax á 2. mínútu skallaði Jón Alfreðsson knöttinn f þverslá Keflavíkurmarksins, eftir að Haraldur Sturlaugsson hafði gefið knöttinn vel fyrir eftir aukaspyrnu. Þarna skall hurð nærri hælum. En Keflvíkingarnir svöruðu fyrir sig. Á 10. mínútu hálf- leiksins átti Gunnar Jónsson, bak- vörður liðsins, mjög fallegt skot að marki Akurnesinga, en mark- Texti: Steinar J. Lúðvfksson Myndir: Ragnar Axelsson vörðurinn, Davíð Kristjánsson, var vel á verði og varði skot þetta fallega. Á 12. mínútu virtist svo fyrsta mark þessa leiks blasa við. Matt- hías komst inn fyrir vörn Kefla- víkurvörnina og Þorsteinn Ólafsson, markvörður, var ekki í jafnvægi. A síðustu stundu tókst Guðna Kjartanssyni þó að renna sér fyrir Matthías og pota knett- Teitur Þórðarson smeygir sér fram fyrir Grétar Magnússon og skorar mark Akurnesinga. inum í horn. Vildu sumir meina að þarna ætti að dæma vfta- spyrnu, en svo hefur þó tæpast verið. Skagamenn náðu upp úr þessu allgóðum tökum á leiknum og voru betri aðilinn. Þau upphlaup, sem gengu upp vinstri kantinn, voru sérlega erfið fyrir Keflvík- inga, en þar átti hinn lágvaxni Karl Þorðarson stærstan hlut að máli. Karl er ótrúlega laginn leik- maður og setti varnarmenn Kefl- vfkinga oft f vanda með sendingum sínum. Á 20. mínútu hálfleiksins átti Karl t.d. heiður- inn af mjög góðu tækifæri Skaga- manna, er hann gaf fyrir markið, beint á koll Matthíasar, sem skallaði, en öðru sinni í þessum leik hafnaði knötturinn í þverslá Keflavíkurmarksins. En svo kom að þvf, að Skaga- menn skoruðu. Mikil þvaga myndaðist inni í markteigi Kefl- vikinga. Var ekki gott að sjá hverju þar fram fór, en að lokum heppnaðist þó Teiti Þorðarsyni að senda knöttinn í netið, við gífur- leg fagnaðarlæti hinna fjölmörgu Skagamanna á áhorfenda- svæðinu. Eftir mark þetta lifnaði yfir Keflvíkingum, og þeir tóku a£ sækja meira en þeir höfðu gert fyrr i leiknum. Sókn þeirra bar árangur á 27. mínútu hálfleiksins, er sent var fyrir Skagamarkið frá hægri. Grétar Magnússon var vel settur og áður en vörnum var við komið, hafði hann skallað f markið og jafnað, 1:1. Var vel að þessu marki staðið hjá Keflvfk- ingum. Litlu munaði svo, að þeir bættu öðru marki við skömmu seinna, en þá átti Steinar fallegt skot, sem Davíð náði að bjarga í horn. Upp úr þeirri hornspyrnu barst knötturinn f átt að Kefla- víkurmarkinu og Teitur Þorðar- son komst í gott færi, en skaut síðan framhjá. Þegar skammt var til leiksloka meiddist fyrirliði Keflavikurliðs- ins, Guðni Kjartansson, var studd- ur útaf. Kom greinilega f ljós á þeim mínútum, er eftir voru, hversu mikilvægur maður Guðni er fyrir Keflavíkurliðið, þar sem Akurnesingar náðu að sækja ákaft á þessum mínútum, og lá við að þeir skoruðu á 44. mínútu, en Þorsteinn Ólafsson bjargaði þá með glæsilegum tilþrifum. Eftir atvikum var jafntefli 1:1 ef til vill ekki ósanngjörn úrslit í leiknum. Skagamenn virkuðu sem sterkari aðilinn, en Keflavík- ingar eru komnir upp með mun betra Iið en þeir höfðu í byrjun Islandsmótsins — lið, sem er mjög virkt og berst skemmtilega. Sérstaklega var þáttur þeirra Guðna, Grétars og Karls í þessum leik mikill, en þeir eru allir ódrepandi baráttujaxlar. Fram- lína Keflavíkurliðsins var hins vegar ekki sannfærandi. Helzt var það Ólafur Júlíusson, sem lét þar að sér kveða. Á því er enginn vafi, að Skaga- liðið er nú betra en það hefur verið um árabil, og sennilega er það bezta fslenzka knattspyrnulið- ið eins og er, svo sem staða þess í mótinu segir til um. I liðinu er raunverulega enginn veikur hlekkur. Björn Lárusson átti stór- góðan leik að þessu sinni — sýndi hversu það getur verið mikilvægt, að bakverðir taki virkan þátt í sókninni. Jón Gunnlaugsson var oft konungur vallarmiðjunnar, og virtist þýðingarlaust fyrir Kefl- víkinga að senda háar sendingar fram miðjunar — Jón tók þær allar. Karl Þórðarsson var bezti framlínumaður Akurnesinga í þessum leik — leikmaður, sem landsliðsnefnd hlýtur að gefa gaum að á næstunni. Mikil harka var í þessum leik — stundum óþarflega mikil, og ein- stakir leikmenn gerðu sig á tíðum seka um að hugsa meira um and- stæðinginn en knöttinn. Sjálfsagt er það ekki óeðlilegt í leik sem þessum, að barizt sé hart, en drengskapurinn verður þó að vera í fyrirrúmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.