Morgunblaðið - 18.08.1974, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.08.1974, Qupperneq 2
_2______________ Heimsókn norrænna atvinnu- ljósmyndara 1 DAG, sunnud. 18. ágúst, kemur til landsins 100 manna hópur á vegum NORDISK FOTOGRAF- FORBUND: Hópurinn dvelst hér í viku og opnar ljósmynda- sýningu og heldur nám- skeið í Norræna húsinu í samvinnu við LJÓS- MYNDARAFÉLAG ÍS- LANDS: Fyrirlesarar á námskeið- unum verða feðgarnir A1 og Michael Gilbert frá Kanada í portrettljósmynd un og hjónin Friedel og Magda Bollen frá Þýzka- landi í tækniljósmyndun. Heimsókninni lýkur með 20 ára afmælishófi NORDISK FOTOGRAF- FORBUND laugardags- kvöldið 24. ágúst og verð- ur haldið að Hótel Loftleið- um. Sunnudaginn 25. ágúst fara þátttakendur heim á leið. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974 11hakM^ W mnjnmm wL 9U&Í i LANDSLEIKUR við Finna á morgun tslenzka landsliðið f knattspyrnu leikur landsleik við Finna á Laugardalsvellinum á morgun og hefst leik- urinn klukkan 19.00. Er þetta fyrsti knattspyrnu- landsleikurinn, sem hér fer fram í sumar, en f júlf sl. var leikið gegn Færeyingum í Þórshöfn og vannst sá leikur 3:2. Finnska liðið kom til landsins á föstudaginn og fer heim að nýju á þriðjudaginn. Finnarnir hafa skemmtilegu liði á að skipa, sem f sumar hefur gert jafntefli við Dani og unnið Norð- menn. Á föstudags- kvöldið hélt fslenzka landsliðið austur á Laugarvatn, þar sem það verður f æfingabúðum þangað til f kvöld. RAX tók þessa mynd áður en landsliðsmennirnir héldu til Laugarvatns frá íþróttamiðstöðinni f Laugardal. Glæsileg landkynn- ingarbók um ísland komin út hjá Almenna bókafélaginu ALMENNA bókafélagið hefur f tilefni 1100 ára afmælis tsiands- byggðar sent frá sér mikla land- kynningarbók og sérlega vand- aða. Bókin kemur hér á markað f samvinnu við þekkt svissneskt út- gáfurfyrirtæki — f tveimur útgáf- um, þýzkri og enskri. Einnig er von á bókinni f franskri útgáfu og verið er að vinna að samningum um að bókin komi út á sænsku. Allar þessar útgáfur bera nafn Islands og er þar f jallað um land- ið, náttúru þes og þjóðlff að fornu og nýju. Bókin er eðlilega fyrst og fremst ætluð útlendingum. Alls er bókin 224 bls. að stærð í stóru broti, þar af eru auk upp- drátta og landabréfa 100 heilsíður með litmyndum. Það eru tveir Þjóðverjar — Franz-Karl von Linden og Hallfried Weyer — sem lagt hafa til myndirnar í bæk- urnar, en báðir hafa þeir dvalizt hér um langan eða skamman tíma. Von Linden starfaði um tíma hjá Landmælingum ríkisins en Weyer kom hingað fyrst stutt- an tíma, heillaðist þá svo af land- inu að hann sneri aftur árið 1973 og ferðaðist þá um landið þvert og endilangt í þrjá mánuði. Hann notar gjarnan sérstaka ljós- myndatækni, þe. tvær samtengd- ar ljósmyndavélar til töku á hverri mynd. Auk myndanna hefur bókin að geyma 9 ritgerðir um ísland eftir átta sérfróða höfunda. Þar af eru tveir íslenzkir — forseti Islands dr. Kristján Eldjárn og Gylfi Þ. Gíslason. Kristján skrifar um sögu Islands og þjóðháttu að fornu en Gylfi um íslenzku þjóð- ina og vandamál hennar í heimi nútímans. Aðrir greinarhöfundar eru þýzkir. G. Oberbeck skrifar um náttúrufar íslands og menn- ingarsnið, M. Schwarzbach um landfræðilega byggingu Islands og þróun þess, H. Englander um fuglalíf, O. Dreyer-Eimbecke um efnahagsmál. Von Linden um til urð Surtseyjar og G. H. Schwabe um landnám lífs á eynni. Enn- Framhald á bls. 31 „Skjótum skyttunni í skil” Vefnaðarsýning í Hafnarstræti t GÆR var opnuð sýning Félags íslenzkra vefnaðar- kennara í Hafnarstræti 3. Á sýningunni eru verk úr flestum greinum vefnaðar allt frá einföldum ein- skefta vefnaði og upp f það flóknasta í þessari grein listiðnaðar. Félag íslenzkra vefnaðar- kennara var stofnað árið 1972. Er markmið félagsins að vinna að útbreiðslu vefnaðar í skólum og á heimilum, að stuðla að aukinni menntun vefnaðarkennara, að vinna að þvf, að handmennt verði metin til jafns við bóklega mennt í landinu og gæta hagsmuna vefnaðarkennara. Sýningin I Hafnarstræti 3 er liðúr f kynningarstarfsemi félagsins og er þetta í fyrsta skipti, sem félag- ið gengst fyrir sýningu sem þessari. Á sýningunni eru verk víðs vegar að af landinu og eru þau öll unnin af vefnaðarkennurum. Kennir þar margra grasa, þúsund þráða hördúka, grófra brekáns- teppa og ýmislegt þar á milli, m.ö.o. sýnishorn af þvf, sem vefnaðarkennarar læra og kenna. Vefnaðarkennaradeild hefur starfað við Myndlista- og handíða- skóla Islands síðan 1959, en nám- ið tekur fjögur ár, tvö í forskóla og tvö í kennaradeild. Stjórn V. K. í. skipa: Jakobína Guðmunds- dóttir form., Guðlaug Snorradótt- ir og Elínbjört Jónsdóttir. I stjórn sýningarnefndar eru: Hanna Ragnarsdóttir form., Margrét Finnbogadóttir og Stefanía Stefánsdóttir. Kjörorð sýningarinnar er: „Skjótum skyttunni í skil“, og eru þau tekin úr gömlum vikivaka sem nefnist „Vefarinn". Sýningin stendur til 1. septem- ber n.k. og verður hún opin frá kl. 14.00 — 22.00. Stjórn V. K. 1. og sýningarnefndar við vefstól, sem verður í notkun á meðan á sýningunni stendur. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Knútur Þorsteinsson: A Þingvöllum 28. júlí 1974 Angar um lautir, brosa hraun og bali, við bjarmaslæður hamraveggir skarta. Og yfir hvelfist heiði töfrabjarta; hvar mundi veröld bjóða fegri sali? Sviptignir vellir sólar baðast flóði, söngur f lofti, hátfð yfir landi. Og minninganna mildur hjalar andi máli hins liðna f sögn og dýrum óði. Hér brann þitt hjarta heitast fslenzk þjóð, við harm og gieði á lffs þfns mestu stundum, ellefu hartnær alda gengna tfð. Svo megi enn um aldir hingað slóð tslands niðja liggja á gleðifundum, til dýrðar Guði og lands óbornum lýð. Ölvun TÖLUVERÐ ölvun var í borginni í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsing- um miðbæjarlögreglunnar þurfti hún að hafa afskipti af allmörg- um mönnum, sem voru ölvaðir á ferli í miðborginni. Voru 12 flutt- ir f fangageymslur lögreglunnar við Hverfisgötu. Leiðrétting I FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem rætt er við Braga As- geirsson listmálara, stendur á ein- um stað, að menntamálaráðuneyt- ið hafi frómað minningu J. Kjarvals, en á að vera grómað. Rétt er því setningin á þessa leið: „Ég álít persónulega að mennta- málaráðuneytið hafi grómað minningu Jóhannesar Kjarvals, ef það ætlar þetta húsnæði fötluðum börnum í stað heil- brigðri framrás íslenzkra sjón- rnennta." li

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.