Morgunblaðið - 18.08.1974, Side 7

Morgunblaðið - 18.08.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. AGÚST 1974 7 Kvi K3 Eftír Bjö tiyndir j^^ígní Sígurpálsson S Ú var tíð, að ýmsir kvik- myndaframleiðendur i Hollywood voru kóngar í ríki sinu Þá blómstruðu menn eins og Gold- wyn og Mayer, De Mille, Zanuck og Zukor, svo að einhverjir séu nefndir. En eftir því sem árin liðu, fór að halla undan fæti í Holly- wood, kvikmyndaveldið gekk úr greipum jöfranna i samræmi við versnandi fjárhagsstöðu þeirra og kvikmyndafélögin urðu flest hver risafyrirtækjum að bráð. Þessum framleiðendum, sem höfðu alla þræði i höndum sér, fór fækkandi. og nú er Holtywood ekki nema svipur hjá sjón I þessu tilliti. Fram- leiðendur Hollywood nú á dögum eru engir seðlabankastjórar lengur — riki I ríkinu — heldur eins og hverjir aðrir framkvæmdastjórar —r á mála hjá risafyrirtækjunum. I þessum hópi er þó einn kyn- legur kvistur, sem þegar hefur lát- ið talsvert að sér kveða og á sennilega eftir að gera það I rikara mæli I framtíðinni. Robert Evans heitir sá og er einn af fram- kvæmdastjórum Paramount um leið og hann er með athafna- samari framleiðendum Hollywood- borgar. Hann á ekki svo Iftinn þátt I umtalsverðri velgengni Para- mount á sfðustu árum, auk þess sem hann var sjálfur framleiðandi að segja sér meira, en Towne sagði: „Það er allt og sumt — Chinatown". Evans sagði: „Það er bara eitt orð." Svo lét hann Towne hafa 25 þúsund dollara og sagði honum að skrifa handrit að mynd, er héti Chinatown. Towne skrifaði sögu um einkaspæjara á fjórða áratugnum, sem fæst við skilnaðarmál mestmegnis, en lendir svo allt I einu I máli, sem er töluvert viðameira en skitnaðar- mál. Sagan gerist ekki einu sinni I Chinatown. Samt kalla þeir Bob Towne núna Cina Towne. Þetta er fyrsta handritið sem hann fær skráð á sig I Hollywood og hefur hann þó áður komið mikið við sögu ýmissa handrita sem siðar urðu að fræg- um myndum. Hann átti drjúgan þátt I handritinu að Bonny and Clyde og slðar að handritinu að Codfather. Hans var þó hvergi get- ið. f þetta sinn vann hann sam- fleytt I 1 8 mánuði að Chinatown. Þá sendi hann uppkastið til Evans, sem lá flatur fyrir þvl, eftir að hafa lesið það einu sinni yfir. Hann sendi það áfram tii Jack Nichol- son, helzta kvikmyndaleikara Bandarlkjanna um þessar mundir, og hann féll fyrir þvi á augabragði. Þeir sendu handritið svo áfram til og höfuðpaurinn bak við annálað- ar peningamyndir, svo sem Love Story, Godfather, The Great Gatsby og nú siðast Chinatown. Innan skamms er svo von á Got- father tvö. Þær tvær fyrstnefndu hafa slegið öll aðsóknar- og gróða- met kvikmyndanna, tvlsýnna er um Gatsby, en Chinatown stefnir hraðbyri á tindinn. R obert Evans hefur reynt sitt af hverju um ævina og er flestum hnútum kunnugur I skemmti- iðnaðinum. Barn að aldri lék hann I útvarpsleikritum, 17 ára lék hann í framhaldsmyndaflokki fyrir sjónvarp, á Miami varð hann yngsti plötusnúður, sem sögur fara af, og á Kúbu var hann settur til að stjórna fjárhættuspilum I spilavlti. Norma Shearer kom hon- um inn í kvikmyndaheiminn — sá hann vappa á sundlaugarbarmi ungan og vörpulegan og fannst sem hann minnti á eiginmann hennar sáiuga — Irving Thalberg. Darryl Zanuck gerði hann siðan skjólstæðing sinn og samdi við hann. Nokkrar kvikmyndir fylgdu I kjölfarið, en Evans varð ekkert ágengt sem leikara. Hann sagði þá skilið við kvikmyndirnar og hóf störf hjá fjölskyldufyrirtæki sínu, er framleiddi gallabuxur. En árið 1966 bauðst honum staða hjá Paramount, sem hann þáði þrátt fyrir úrtölur gömlu mannanna hjá fyrirtækinu, er staðhæfðu að hann myndi ekki endast þar nema hálft árið. Evans hefur hins vegar stað- ið allt af sér og núna — 44 ára að aldri — hefur hann lengstan starfsaldur að baki af yfirmönnum fyrirtækisins. Evans hitti á óskastundina, þegar hann ákvað að kvikmynda Love Story. Ali McGraw (siðar eiginkona hans, nú fyrrverandi eiginkona) kom honum á sporið. Love Story var handrit, sem lengi hafði legið i fórum þeirra Para- Jack Nicholson F Chinatown mountmanna, en enginn vildi lita við, — nema Ali McGraw. Eric Segal, höfundur handritsins, var þá i þann mund í ganga frá sög- unni i bókarformi og bandariskt bókaforlag hugðist gefa það út í 6 þúsund eintökum. Þetta var ekki nóg til þess að vekja áhuga al- mennings, svo að Evans hét for- laginu 25 þúsund dollurum, ef þeir vildu gefa hana út í 25 þúsund eintökum. Það nægði til þess að vekja áhuga almennings og allir þekkja framvinduna. Siðan kom Godfather og allir vita, hvernig henni vegnaði. Þá var það The Great Gatsby og með aldeilis ægilegri auglýsingaherferð ætlaði Evans að tryggja henni sama sess í kvikmyndasögunni, en eins og nú horfir virðist1 honum ætla að bregðast bogalistin af einhverri ástæðu. 0 hinatown er svo síðasta afsprengi Robert Evans. Að- dragandi hennar er i hæsta máta óvenjulegur, segir Evans sjálfur. Flestar stórmyndir nú til dags eiga rætur sinar i metsölubókum eða leikritum. Chinatown á hins vegar rætur sir ir f einni setningu. Þ annig stóð á, að Evans sat að snæðingi með Bob nokkrum Towne, rithöfundi, í Los Angeles og sagði: „Ég þrái að fá reglulega góða Mann/konu sögu til að mynda". Towne svaraði: „Ég er með svolítið I takinu, sem ég kalla Chinatown." Evans hvatti hann Þessa dagana er verið að frumsýna Chinatown um viða veröld, þar sem áhorfendur jafnt sem gagnrýnendur liggja kylliflatir fyrir henni. Friðfinnur i Háskóla- bió væri svo sem vís með að bregða skjótt við og gefa okkur kost á sama atlæti innan tiðar. Hver veit? Polanski segir, að hér sé á ferð hefðbundin spæjarasaga í nýstárlegum búningi. Hún er i ætt við Möltufálkann hans John Hustons og einnig liggja þræðir til Hitchcock, því að Polanski bregð- ur á leik og birtist sjálfur á einum stað i myndinni, sem gefur auðvit- að Jack Nicholson færi á smellnu tilsvari i myndinni: „Hvar grófstu upp dverginn?" B æði Poianski og Nicholson fá frábæra dóma fyrir framlög sin til myndarinnar, svo og Fay Duna- way. Evans getur þannig horft stoltur um öxl, en framundan biða hans ný verkefni Paramounts: The Gambler undir stjórn Karel Reisz, Day of the Locust undir stjórn John Schlesinger, sem greint var frá hér á dögunum, Litli prinsinn undir stjórn Stanley Donen, að ógleymdum Guðföðurnum númer tvö. Roman Polanski, sem var F Evrópu. Hann neitaði að lesa það. Polanski les ekki handrit, hann vill móta hina bókmenntalegu kveikju eftir eigin höfði. Evans hafði hins vegar gott tak á Polanski frá þvi að þeir unnu saman að Rose- mary's Baby og þó að Evans væri ekki alltof hrifinn af ýmsu þvi, sem Polanski hafði gert siðar, fann hann, að hér var eitthvað við hæfi Pólverjans. Svo að hann sendi Polanski skeyti, bað hann að koma yfir til sín og lesa hand- ritið. Polanski tók næstu flugvél, settist hjá Evans og las handritið. Þar með var hann unninn. Til SÖlu Peugeot Pick-Up árg. 1 972. Vald Poulsen h.f., Suðurlandsbraut 10, simi 38520. Citroen d special 1 971 Til sölu og sýnis hjá umboðinu. Upplýsingar i sima 37279. Timbur til sölu Til sölu er ónotað timbur 2x8 ca. 220 m, 4—6 m langt og 2x4 ca. 350 m, 4 — 6 m langt. Uppl. i sima 28581. Sextugan kall vantar 2ja herbergja ibúð. Upplýsingar í sima 82873. Volkswagen 1300 ' 73 til sölu. Upplýsingar í síma 84734. íbúð til ieigu Til leigu 5 herb. ibúð í fjölbýlis- húsi. Upplýsingar í sima 34973. Klinikstúlka á tannlækningastofu óskast hálfan daginn (eftir hádegi). Eiginhandar- umsókn, er greini aldur og fyrri störf, sendist Mbl. merkt: „1076" fyrir 23/8. íbúð til leigu 1 35 fm sérhæð i tvibýlishúsi efst i Hliðarhverfi til leigu. Tilboð send- ist afgr. Mbl. merkt: „5342". Húsnæði í boði Ókeypis herbergi i Hlíðunum stendur til boða allt skólaárið fyrir barngóða námskonu/stúlku, gegn 2—3 tima barnagæzlu í 3 mán. (1. sept. — 1. des.). Upplýsingar i sima 22793 eftir kl. 21. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 1 7, simi 25891. Cortina 1 300 L árg. '71 til sölu. Bíll í sérflokki. Uppl. i síma 72804. Fyrstadagsumslög Til sölu safn allra fyrstadagsum- slaga, frá stofnun lýðveldis til og með þjóðhátiðarútgáfu 1974. Selst á tækifærisverði. Sími 15548. Atvinna óskast 19 ára skólastúlka óskar eftir lif- legu hálfsdagsstarfi i vetur. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 23. ágúst merkt: „1077". Til sölu mótorhjól. Kawasaki 900 Z1. Ekið 4600 km. Upplýsingar i sima 99- 5640 eftir kl. 7 á kvöldin. Volvo 144 árg. 1972 til sýnis og sölu að Safamýri 93. niðri, sirii 36654. Vél úr Rússajeppa til sölu, tekin úr nýjum bil. Upplýsingar i Málmtækni s.f., sími 36910, 84139. Tannlækningastofan verður opnuð aftur eftir sumarleyfi mánudag 1 9. ágúst. Úlfar Helgason, tannlæknir. Grindavík — íbúð Til leigu stór ibúð i Grindavik. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „962". Málverk Olíumálverk eftir Jóhannes S. Kjarval 50x92 cm til sölu. Uppl. í síma 8101 0 í dag (sunnudag). árg. 1973 Volvo sjálfskiptur. árg. 1973 Volvo árg. 1973 Volvo árg. 1973 Volvo árg. 1972 Volvo 144 Grand Luxe, 142 Grand Luxe. 144 De Luxe. 145 De Luxe. 145 De Luxe með aukasæti. árg. árg. árg. árg. árg. árg. árg. árg. árg. árg. árg. 1972 Volvo 1 44 De Luxe. 1971 Volvo 164. 1971 Volvo 144 De Luxe. 1971 Volvo 1 44 Evrópa. 1971 Volvo 142 Grand Luxe. 1971 Volvo 142 Evrópa. 1970 Volvo 142 Evrópa. 1969 Volvo 144. 1969 Volvo Duett. 1968 Volvo 1 44 S, sjálfskiptur 1967 Volvo 144.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.