Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. AGtJST 1974 Stundum |>ykir mér ganian, en stundum Að Hrauni f Grímsnesi hefur undanfarin 6 ár verið starfandi sumardvalarheimili fyrir börn á aldrinum 6—8 <• ’a. Það er Sjó- mannadagsráð, se n rekur heimil- ið og er það starfrækt f 10 vikur á sumri, frá 19. júní til 27. ágúst, og eru þar nú 60 börn, aðallega úr Reykjavfk og Hafnarfirði og svo að segja eingöngu börn sjómanna. Mjög mikil aðsókn hefur verið að heimilinu, en þau börn hafa for- göngu, serti eru munaðarlaus eða búa við erfiðar fjölskylduaðstæð- ur. Hraun er í Hraunkotslandi, sem Sjómannadagsráð keypti fyr- ir rúmlega 10 árum og var þá f eyði að sögn Péturs Sigurðsson.r formanns Sjómannadagsráós Gamla íbúðarhúsið var á sfnum tfma lagfært og stækkað og f kjall- aranum var útbúið baðherbergi og þvottaherbergi. Á fyrstu hæð- inni er matsalur og eldhús og á annarri hæð er svefnloft fyrir hluta starfsfólksins. Þá hafa verið reistir svefnskálar fyrir börnin og innréttuð f þeim vistleg herbergi. Við komum að Hrauni um dag- Guðmundur Rúnar Guð- mundsson. — Ég er hér 1 fyrsta skipti f sumar. £g ætlaði einu sinni að strjúka, en það var bara af þvf að ég var f vondu skapi. Ég var f vondu skapi, af þvf að við urðum óvinir tveir, en nú er allt f lagi. Við erum að smfða kofa, þar sem við getum verið þrfr innf og svo ætlum við að smfða annan kofa — miklu stærri. — Ég heiti Magnea og er köll- Uð Lovfsa og er Magnúsdóttir. Mér þykir stundum gaman, en stundum leiðinlegt. Bragi Kristján Guðmundsson. — Alltaf gaman — mest gam- an að smfða. Stundum eru við með sverð að skylmast, en við stingum bara voða laust. Það eru stundum læti þegar við erum að fara að sofa — þá berjumst við. Aðrir voru ekki alveg eins lystug- ir. inn og þegar við höfðum ekið í hlað, furðuðum við okkur á þvf, að ekki var barn að sjá úti, þó svo að veður væri hið besta. Þá heyrð- um við eitthvert skvaldur bak við hús. Við gengum á hljóðið og sá-^ um hvar krakkarnir stóðu í hnapp við eldhúsinnganginn og biðu eft- ir að komast inn, enda kominn kaffitími og þau orðin svöng eftir útivistina. Þegar krakkarnir voru komnir inn og farnir að gæða sér á kexi og kringlum, náði ég tali af Kristínu Guðmundsdóttur, sem veitir heimilinu forstöðu. Sagði Kristín, að yfirleitt þyrfti ekki að kalla á krakkana á matmálstfm- um, þvf sama væri hve upptekin þau væru af leik, þá fyndu þau alftaf á sér, hvenær þau ættu að koma í mat. „Og þá taka þau svo vel til matar síns, að það liggur við, að þau haldi áfram þar til sagt er: „Verði ykkur að góðu.“ Við heimilið starfa 15 manns og þar af eru 9 fóstrur og einn ráðs- maður, sem reyndar er eini karl- maðurinn á staðnum. „Hér verðum við að sæta lagi eftir veðri og vindum, hvað gert er á daginn," sagði Kristín. „Það er heldur engin föst dagskrá. Þeg- ar veðrið er gott, eins og það hefur reyndar verið í sumar, eru sumir, sem vilja dunda sér við smíðar í búinu, en aðrir vilja vera í fótbolta eða öðrum leikjum. Þá er farið í gönguferðir, þó ekki sé hægt að labba langt, því börnin eru ekki það stór, og einu sinni á sumri förum við f sund niður að Sólheimum og er þá venjulega tekið vel á móti okkur þar. 2—3 sinnum á hverju sumri er farið f Sigfrfður Sigurðardóttir. — Við erum mikið á fótbolta- vellinum f fótbolta við strákana. Það er bara skipt einhvern veginn f lið. Ég man ekki hvað ég er búin að vera lengi, en ég held að ég eigi eftir að vera f 27 daga. Ég hlakka svolftið til að fara heim. Pabbi fór ekki á sjóinn f sumar, en mamma er þerna á MánafossL kirkju að Minni-Borg, en það gild- ir jafnt um kirkjuferðir og sund ferðir, að selflytja þarf börnin, því ekki er nema einn bíll á staðnum og þarf þá að fara 6—7 ferðir. Það hefur þó hjálpað mikið til, að foreldrarnir koma stundum f heimsókn um helgar og hjálpa þeir þá til við að aka börnunum milli staða. Þegar veður leyfir ekki, að verið sé úti, er setið inni og litað með þekjulitum, skreyttar flöskur eða annað, sem fundið er upp á.“ Einu sinni í viku eru kvöldvökur og er þá sungið og leikið. Yfirleitt eru það börnin, sem leika sjálf í leikritum Sumir tóku vel til matar síns ... og eins og einn strákurinn sagði mér, þá eru það aðallega stelpurn- ar. Á kvöldvökunum er sælgætinu skipt milli barnanna, en sá háttur er hafður á, að vilji foreldrar senda börnum sfnum sælgæti verða þeir að senda það mikið, að nægilegt sé handa öllum og er þá sett í sameiginlegan sælgætissjóð. Þá eru líka bíósýningar einu sinni í viku og eru aðalhetjurnar á þeim sýningum Gög og Gokke og Abott og Costello. Varðandi spurningu um heimþrá hjá börnunum sagði Kristín, að ótrú- lega lítið væri um það, jafnvel þó svo, að foreldrarnir kæmu í heim- sókn nokkrum sinnum á tíma-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.