Morgunblaðið - 18.08.1974, Side 11

Morgunblaðið - 18.08.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974 11 bilinu. Þá væru börnin mjög góð fyrstu og erfiðustu kvöldin og hjálpaði það mikið til, að meiri hluti barnanna hefði verið áður á heimilinu og gerði það að verk- um, að auðveldara væri fyrir börn, sem koma í fyrsta skipti að aðlagast. Kristín sagði einnig, að mikill munur væri á börnunum, þegar þau kæmu fyrst á heimilið. Sum kynnu ekki að klæða sig eða hátta, en þau lærðu það fljótt og ætti þetta að sjálfsögðu aðallega við minnstu börnin. Þegar hér var komið við sögu var matsalurinn að tæmast og krakkarnir á hlaup- um niður á fótboltavöll og var strax byrjað að skipta liði. Þau, sem ekki höfðu áhuga á fótbolta, fóru í leiki með fóstrunum, ýmist „Fram, fram fylking“, „Sá er okkar síðastur", „Skjóta fugla“ eða aðra leiki, sem gjarnan voru heimatilbúnir. Það var mikill leikur í krökkunum og þó svo að mikil harka væri I fótboltaleikn- um, þá voru sumir, sem ekki hikuðu við að hlaupa af vellinum, ef þeim sýndist eitthvað skemmti- legra vera á seyði annars staðar. Flestir krakkarnir voru sammála um, að fótboltinn og kvöld- vökurnar væri það skemmti- legasta og voru ákveðin í því að reyna að fá að koma aftur næsta sumar. Það var ekki aó sjá að nokkrum leiddist eða hefði heim- þrá, þó svo að sjálfsagt hafi verið með flesta eins og Lovísu, sem fannst stundum gaman, en stund- um Ieiðinlegt. — s.th. mm Mjólk, kex og kringlur og rætt um atburði dagsins. Helgi Sævar Hreinsson. — Ég veit ekki hvað ég er búinn að vera hérna lengi núna. Ég var hér lfka f hitteðfyrra sumar. Mér finnst mest gaman f fótbolta. Þeg- ar við erum inni, erum við strák- arnir f bflaleik eða að lita, en stelpurnar eru f mömmuleik — ég er Ifka stundum með f mömmuleik. Pabbi minn er bú- inn að selja litla bátinn og keypti nýjan bát, sem ég veit ekki hvað heitir og ég hef ekki séð hann ennþá. Kristfn Guðmundsdóttir, forstöðukona sumarheimiiisins að Hrauni. Myndir ljósm. Mbl. Br.H. Margrét Pétursdóttir. Til hægri á myndinni. — Ég er búin að vera hérna öll sumrin, sem heimifið hefur starfað, en mér finnst yfirleitt mest gaman, þegar ég er komin heim. Ég er stundum að passa litla strákinn, hann Sölva, og finnst það voða gaman. Mér finnst lfka gaman að leika á kvöldvökum. Eitt leikritið, sem við lékum, heitir „Ping-pong“. Það er af þvf að þá sló læknirinn á höndina á sjúkiingnum og sagði: ping-pang-pong og þá dó hann. Komið við á sumardvalarheimili bama að Hraimi í Grímsnesi Það var beðið eftir að komast inn eldhúsdyramegin, enda kominn kaffitfmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.