Morgunblaðið - 18.08.1974, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1974
Hreggviður Jónsson:
200 mílur á 11 alda afmælinu
„Svo langt sem menn muna, allt
aftur í gráa forneskju, hefur
verið barizt um gæði þessa heims.
Strið hafa verið háð og eru háð
um hagsmuni, sem að sjálfsögðu
eru lífsnauösynlegir þeim er
eigast við.“ (Lao tse).
Þessi orð voru skrifuð fyrir
u.þ.b. 2500 árum austur í Kína og
í dag eru þau jafnsönn og þá. Þau
gætu hæglega verið tileinkuð
baráttu okkar við aðrar þjóðir um
fiskveiðilögsöguna við Island.
Þegar fiskisagan um Is-
landsmiðin flaug
Líklegt er, að fiskveiðar hafi
snemma orðið ríkur þáttur f af-
komu fólks hér á landi jafnvel á
landnámsöld, og útræði stundað
af miklu kappi, enda fiskur sjálf-
sagt nægur. En það er ekki fyrr
en með bættum skipakosti og í
raun byltingu f siglingum, sem
útlendingar hefja hér veiðar, þótt
fiskisagan hafi vafalaust borizt
miklu fyrr til annarra landa.
Talið er, að Englendingar hefji
fiskveiðar á íslandsmiðum 1408
eða 1409. Með fullri vissu er
greint frá ensku fiskiskipi í Lög-
mannsannál 1412. Næsta ár, 1413,
eru hér a.m.k. 30 enskar fiski-
duggur, og enn flýgur fiskisagan.
Þjóðverjar fylgja í kjölfarið og
hefja útræði á opnum bátum
1415—1419. Þar með er hafin nær
látlaus ásókn útlendinga á ts-
landsmið, allt fram á okkar tfma.
Ekki létu enskir sér nægja að
stunda veiðar hér við land eða
verzlun, heldur fóru oft á tíðum
með óspektum. Árið 1420 tóku
Englendingar til að mynda
Hannes Pálsson hirðstjóra hönd-
um og drápu einn manna hans og
særðu marga. Espolín segir enn
fremur um þennan atburð: „Þeir
komu á Skagafjörðu með þremur
skipum, og gengu upp með fylktu
liði til rána, börðu Jón prest Páls-
son ráðsmann, í nærveru biskups,
na dráDU Jón kóngsmann, og
gjörðu mörg illvirki." Ekki létu
íslendingar þennan yfirgang með
öllu afskiptalaust, og má t.a.m.
minna á, þegar Skagfirðingar
börðust við enska fyrir utan
Mannskaðahól á Höfðaströnd
1434 og höfðu sigur. Einnig
verður lengi í minnum höfð fram-
ganga Ólafar, konu Björns ríka
Þorleifssonar hirðstjóra, eftir að
enskir höfðu drepið hann 1467,
höggvið líkama hans í stykki og
sökkt 1 sjó. Eftir Ólöfu eru höfð
þessi fleygu orð, að atburði
þessum loknum: „Eigi skal gráta
Björn bónda, heldur safna liði.“
Gekk Ólöf síðan vasklega fram í
hefndaraðgerðum sínum. Lét hún
drepa enska, hvar sem til þeirra
náðist og urðu enskir lafhræddir,
er þeir fréttu til Ólafar. Lengi
mætti til tína ótal atburði, allt
fram á síðustu misseri, en hér
verður látið staðar numið.
Þegar tslandsmið voru ís-
lendinga
Frá landnámsöld til u.þ.b. 1400
sitja Islendingar einir að fiskveið-
um umhverfis landið, eða í rétt
rúmlega 500 ár. Eftir það sígur
stöðugt á ógæfuhliðina. Fleiri og
fleiri þjóðir leita á tslandsmið til
fanga og skipafjöldinn eykst.
Jafnframt verða skipin betri og
veiðafærin fullkomnari. Rétt
fyrir aldarmótin 1900 byrja tog-
veiðar hér við land, og má þá
segja að algjört neyðarástand
skapist með gegndarlausri rán-
yrkju og eyðileggingu langbeztu
fiskimiðanna.
Landhelgisgæzlan
Fram til ársins 1920 er land-
helgisgæzlan í höndum Dana, sem
ræktu hana afar illa, ef frá eru
taldar örfáar undantekningar, svo
sem þegar kaptein Schack fór
eins og „frelsandi engill“
umhverfis landið, enda sendu
Danir hann fljótlega héðan.
Frændur okkar Færeyingar gáfu
þessum Dönum nafnið „heima-
lingarnir", sem svo var tekið upp
hér. 26. marz 1920 kom varðskipið
Þór til Vestmannaeyja, keypt af
björgunarfélagi Vestmannaeyja,
skipherra var Jóhann P. Jónsson.
Var landhelgisgæzlan loksins
komin i hendur tslendinga sjálfra
og urðu góð umskipti, eins og
alþjóð veit. Hefur landhelgis-
gæzlan síðan rækt störf sln af
stakri prýði, eftir því sem skipa-
kostur og önnur tæki hafa gefið
tilefni til. Ekki verður gengið
fram hjá þeirri staðreynd, að án
landhelgisgæzlunnar væri öll út-
færsla fiskveiðilögsögunnar
aðeins orðin tóm. Það er þvi mjög
mikilvægt að landhelgisgæzlan
verði efld til samræmingar því
aukna álagi, sem á hana er lagt.
Árið 1929 voru hér þrjú íslenzk
varðskip, Þór (1920), Óðinn
(1926) og Ægir (1929). Ef mið
væri tekið af þessum skipastól
1929 og tækjakosti landhelgis-
gæzlunnar I dag er samanburður
inn vafalítið mjög I óhag. Ef þjóð-
in gat átt þrjú skip 1929, getur
hún I dag, þegar tillit er tekið til
aukinna þjóðartekna og
velmegunnar, átt tveim til þrem
skipum fleira og jafnvel einni
flugvél meira en til umráða eru
fyrir landhelgisgæzluna. Við
verðum, hvort sem okkur likar
betur eða verr, að tryggja land-
helgisgæzlunni þann tækjakost,
sem hún þarf hverju sinni.
Landhelgi
og hernaðarlögsaga.
Nú liggur frammi tillaga I
Caracas, sem m.a. Island flytur,
um 12 milna landhelgi. Tillaga
þessi er ekki byggð á framsýni. Ef
landhelgin yrði færð út 112 mílur,
er það gott, eins langt og það nær,
en við verðum að horfa fram I
tímann. Island greiddi atkvæði
gegn samþykkt 12 mllna fiskveiði-
lögsögu á hafréttarráðstefnunni I
Genf 1960, til þess að sú lögsaga
yrði ekki bundin sem alþjóðalög
og frekari útfærsla fiskveiðilög-
sögunnar við Island væri mögu-
leg. Nú ríður á, að við bindum
ekki hendur okkar I þessu máli.
Hafa verður opinn möguleika á
frekari útfærslu hernaðarlögsögu
Islands I 200 mllur og síðar að
miðlínu næstu landa, sem sagt
Islandshafsvæðið allt. Þetta verð-
ur að setja á oddinn I framtíðinni.
Islendingar einir hafa siðferði-
legan og sögulegan rétt til að fara
með hertæki innan þessa svæðis, I
lofti og á sjó. Það er framtíðar
krafa, að aðrar þjóðir haldi slnum
hernaðartækjum burt af svæðum,
sem tilheyra þeim ekki.
Hver þjóð á og verður I framtíð-
inni að láta sér nægja það svæði,
sem nær að miðllnu næstu landa.
Þetta eru eðlileg hernaðarlanda-
mæri hvers ríkis og engin önnur
þjóð á að geta flutt hernaðartæki
yfir þetta svæði nema með leyfi
viðkomandi lands.
Alþjóðadómstólinn f Haag.
Það atriði, sem var okkur óhag-
stæðast I dómi alþjóðadómstólsins
I Haag, er tvímælalaust sá hluti
dómsins, sem fjallar um, að ensk-
ir eigi sögulega rétt til fiskveiða
við Island. Þetta er alrangt og
hefur dóminum sýnilega ekki ver-
ið kynnt saga fiskveiða erlendra
manna hér við land, enda áttu
aðeins sjónarmið enskra fulltrúa I
Haag. Allir, sem hafa kynnt sér
sögu fiskveiða erlendra manna
hér við land, geta auðveldlega
fært rök fyrir þessu. Fiskveiðar
voru frá upphafi hafnar með of-
beldi, ískjóli vopna,ogeru enn.
Islendingar hafa aldrei viður-
kennt rétt þeirra til fiskveiða hér
við land; þeir hafa aðeins orðið að
lúta þessu valdi gegn vilja sínum.
Við viðurkennum því ekki, að
sögulegur réttur geti orðið til með
valdbeitingu.
Lokamarkmiðið.
200 mllurnar eru ekkert loka-
takmark, heldur áfangi I baráttu
Islendinga fyrir fullum og óskor-
uðum yfirráðum alls hafssvæðis-
ins umhverfis landið, að miðlínu
næstu landa. Þetta hafsvæði til-
heyrir tslandi sögulega og sið-
ferðilega. Frá landnámsöld og
fram á þá fimmtándu sátu íslend-
ingar einir að fiskveiðunum við
landið. Fiskveiðar útlendinga,
sem hófust upp úr 1500, voru og
eru enn I óþökk tslendinga. Frá
byrjun sóttu útlendingar á
Islandsmið I skjóli vanmáttar Is-
lendinga til að hrekja þá af
höndum sér. Þessir útlendu menn
beittu ofbeldi og vopnavaldi til að
sækja gull úr tslandsálum. Islend-
ingar gátu aðeins mótmælt, og
lengst af urðu þeir að treysta á
misjafna danakonunga. Sú er
gæfa okkar, að forystumennirnir I
þessar nær sex aldir hafa aldrei
viðurkennt rétt útlendinga til
fiskveiða hér við land og baráttan
fyrir endurheimt Islandsála lýkur
ekki fyrr en fullur sigur hefur
unnizt. Við útfærslu I 200 mílur
erum við aðeins I seilingar fjar-
lægð frá lokatakmarkinu.
Hvað er fram undan?
Það er mikill ábyrgðarhluti að
öðlast einir yfirráð þeirra haf-
svæða, sem tilheyra Islandi. Það
er ekki nægilegt að fá ráðin yfir
þessum auðugu fiskimiðum,
heldur verður einnig að varðveita
þau og bæta. Við verðum að
skipuleggja veiðar allt I kringum
landið I samræmi við stærð fiski-
stofna. Kaup fiskiskipa og endur-
nýjun flotans verður að haldast I
hendur við raunhæfa nýtingu
fiskistofnanna. Sú happa- og
glappaaðferð, sem ráðið hefur
hingað til að mestu leyti verður
að víkja fyrir markvissum vinnu-
brögðum. I dag stöndum við á
timamótum. Dugnaður og elja
Islendinga I sjávarútvegsmálum
hefur skipað þeim I fremstu röð.
En við verðum að horfast I augu
við breytta tíma næstu áratugina
og byggja sjávarútveginn upp
með hliðsjón af þessu. Þegar það
er haft I huga, að fiskistofnarnir
fara mimikandi og sú hætta vofir
yfir, að ófveiði geri útaf við fiski-
sæld hér við land, er ekki vonum
seinna, að tekið verði til óspilltra
málanna og tilraunir hafnar til að
auka fiskistofnana með hjálp
manna. Ef mið er tekið af árangri
við fiskirækt og fiskeldi I fersk-
vatni, er ekki fráleitt að álíta, að
svipaður árangur geti náðst I
framtiðinni i sjónum.
Hvað myndi klak þorskhrogna
þýða, þegar haft er I huga, að
Toghlerar - Togvírar
2500x1 290 mm. 400 kg. stykkið.
31 20x1 780 mm, 1000 kg. stykkið.
3120x1 780 mm. 1 200 kg. stykkið.
Væntanlegar stærðir.
2680x1450 mm. 500 kg. stykkið.
2700x1480 mm. 600 kg. stykkið.
Parið kr. 154.000.00.
Parið kr. 332.000.00.
Parið kr. 386.000.00.
Parið kr. 180.000.00.
Parið kr. 21 6.000.00.
MK. 5. 31 20x1 780 mm. 1 000 kg. kr. 314.000.00.
MK 6. 3 1 20x1 780 mm. 1 200 kr. 336.000.00.
MK. 7. 3455x1930 mm. 1312 kg. kr. 359.000.00.
Togvírar. 2" 2%" 2Vi" 314".
300 fm. 350 fm. 300 fm. 300 fm.
Kr. 90.000 - 107.000,- 129.000 - 240.000 -
SANDVIK HF,
Sími 25741.