Morgunblaðið - 18.08.1974, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.08.1974, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974 Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson MEÐ VOR ÍSINNI I FYRSTU kvæðabtfk Þórodds Guðmundssonar — Villiflug heitir hún og kom út 1946 — eru meðal annars stökur þær sem hér fara á eftir: Eg fagna röðli, sem rfs úr sævi og rósblómaknapp í vorsins hönd. Er Ijóma demantadaggir grasa, mig dreymir sólstöfuð töfralönd. Eg sakna æsku og æfintýra, álfaborga og fossahljóðs, sem niðar f hugarins næturdjúpum, en — nær eigi tónum söngs né Ijóðs. i stökum þessum lýsir skáldið inn í hugarheim kynslóðar sinnar sem ólst upp í umhverfi sem ætt- jarðarljóð ogsveitasælukvæði síð- rómantfskra og nýrómantískra skálda voru ort um og tileinkuð en hvarf fulltiða til annars og — að hennar mati — mun óskáld- legra umhverfis; lét grænar grundir, en hreppti malbik. I stökunum er einnig tjáður vandi skálda að orða tilfinning sfna í ljóði. Þegar Villiflug kom út hafði Þóroddur tvo um fertugt. 1 dag er hann sjötugur. Ljóðabækur hans eru orðnar sjö talsinsað þýðinga- söfnum meðtöldum, en þar að auki hefur hann sent frá sér smá- sagnasafn og ferðabók að| ógleymdri prýðilegri ævisögu föður síns, Guðmundar Friðjóns- sonar. Sú var tíðin að ekki fór meir fyrir öðrum höfundum ís- lenzkum en Guðmundi skáldi á Sandi. Jafnhliða því að skrifa sögur og yrkja ljóð sendi hann frá sér ótal greinar um mál sem á baugi voru hverju sinni og knepr- aði ekki kynngi móðurmálsins. Þóroddur hefur ekki farið svo geyst, ekki sagt samtíðinni til syndanna að dæmi föður síns, heldur einbeitt sér að ljóðlistinni. Hann ann ljóðadísinni og gengur með lotning á vit skáldskaparins. Að hætti skálda sem ástunda ljóð- ræna innlifun yrkir hann mest um hinar mildari hliðar lífsins: Þðroddur Guðmundsson. Guðfinnu frá Hömrum sem öll voru Þingeyingar. Það væri verðugt rannsóknarefni að bera saman ljóð þessara skálda, grafast fyrir áhrif þau sem þau urðu öll fyrir sameiginlega og rekja áhrif þeirra hvers á annað, og eflaust verður það einhvern tíma gert. Þá hefur Þóroddur ort mörg tækifæriskvæði og er raunar einn sárafárra íslenzkra skálda sem Skálholtsljóð er prentuð í næst- síðustu bók Þórodds, þeirra sem geyma frumsamin ljóð, Sólmán- uði. Meða! annarra kvæða þeirrar bókar vil ég sérstaklega benda á Svani á Másvatni (Másvatn er lítið stöðuvatn á Mývatnsheiði), en það byrjar svona: Mér fyrnist aldrei sú fagra sjón, hún fékk mér svo djúprar gleði og sál minni Ijóma léðí, er leit ég syngjandi svanahjón ásundi um blikandi heiðarlón. Það vakti mér vor f geði. Þetta er fyrsta erindið, en þau eru alls tíu. Hin segja raunar ekki frá hinum eiginlegu svönum á Másvatni, heldur frá annars konar svönum, ljóðasvönum, eða með öðrum orðum skáldum þeim sem Þóroddur hefur haft mætur á og hugsanlega numið af, allt frá höfundi Lilju og Hallgrími Péturssyni til Guðfinnu frá Hömrum. Ég trúi ekki að það sé i tilviljun að Þóroddur byrjar á Steingrími í þeirri upptalning; skáldinu sem klassískast hefur ort um íslenska sveitasælu; kannski er það líka verðugt þar sem hann er sjálfur í og með að yrkja um svanasöng á heiði. Og Hugleiðing á sjötugsafmæli Þórodds Guðmundssonar skálds frá Sandi æskuna með björt fyrirheit, náttúruna eins og hún skartar sínu fegursta, þau bjarmalönd fs- lenzkrar þjóðtrúar sem vekja þægilega kennd f brjósti, álfa- borgir, hulduheima og svo fram- vegis. Allt eru þetta sígild yrkis- efni, en meðal íslenzkra skálda sem slegið hafa á sömu nótur er nærtækast að nefna Sigurjón Friðjónsson, föðurbróður Guð- mundar, Huldu skáldkonu og enn rækja þá grein skáldskap- arins með árangri. Ég minni á Skálholtsljóð hans frá 1956, ljóð- flokk í ellefu köflum, sem er vfða tær og veglegur skáldskapur, til að mynda þetta erindi: Minningar lifa munastrengi bifa, eins þó að tæmist tfmaglas. Sandkornin tala, silfurlindir hjala, þótt hrfmi f jöll og fölni gras. þannig fer Þóroddi oftar þegar hann vitjar æskustöðvanna — hvort heldur hann ferðast þangað í veruleikanum eða bara f hugan- um — kennileiti þeirra gleðja ekki aðeins auga hans, en verða einnig til að sanna fyrir honum gildi þess skáldskapar sem hann hefur öðrum fremur kjörið sér að leiðarljósi; eða með öðrum orð- um: hann skoðar landið í ljósi þess skáldskapar sem kenndi hon- um að nota það í æsku. Áhrifin frá landinu — þannig séðu — verða honum svo aftur efni í ljóð. Þóroddur hefur, allt frá því að fyrsta bók hans kom út, stefnt að meiri og meiri fágun ljóða sinna og víkkað sjónhringinn með ferðalögum og kynnum við núlifandi og gengna meistara. Meðal annars tók hann sér fyrir hendur að þýða ljóð eftir William Blake. Þegar þær þýðingar komu út 1959 var Blake f skugganum og hvergi mikið les- inn. En það hefur breyst; hann er nú meðal þeirra fyrri tíðar skálda sem ungt fólk i heiminum les um þessar mundir. Ég ætla Þórodd ekki svo forspáan að hafa séð það fyrir; segi þetta heldur sem dæmi hins að maður veit aldrei hver er á undan sinni samtíð né hvenær; auðvitað hefur Þóroddur valið Blake vegna þess að hann hefur fundið andlegan skyldleika með því mæta skáldi og sjálfum sér. Enda þótt Þóroddur hafi mjög svo fært út svið sitt á landabréfi skáldskaparins — í síðustu bók hans, Leikið á langspil, sem kom út í fyrra eru yrkisefni eins og 1 heimsókn hjá Walt Disney, Hippar í Tórontó og Til Öregon, svo dæmi séu nefnd — er hann jafnbundinn átthögum sfnum sem fyrr og nýtur þess eins og áður að skyggna þá úr fjarlægð í ljóðræn- um hillingum, enda samkvæmur sjálfum sér og manna ólíklegastur til að rækja ekki það sem honum er kært. Þeir sem kynnst hafa Þóroddi persónulega vita líka að ljóð hans eru gulltryggð með sannfæring og manndómi. Og slikra skáldverk verða ekki fyrst til að fyrnast. Ég óska vini mfnum Þóroddi og fjölskyldu hans árnaðar á afmælinu. Sjötugur í dag: Þóroddur Guðmundsson frá Sandi ÞÖRODDUR Guðmundsson skáld frá Sandi verður sjötugur í dag, sunnudaginn 18. ágúst, löngu þjóðkunnur maður. Mætti raunar segja, að ekki þyrfti fleiri orðum um að fara svo kunnan mann á afmælisdegi, en í annan stað eru störf hans og maðurinn sjálfur ærið efni f langa ritgerð. Verður hér fátt eitt rifjað upp. Þóroddur er fæddur á Sandi i Aðaldal 18. ágúst 1904, þriðja af tólf börnum Guðmundar Frið- jónssonar skálds og Guðrúnar Oddsdóttur konu hans. Hefur Þóroddur lýst æskuheimili sínu í bókinni Faðir minn. En um föður sinn kemst hann þannig að orði í ljóði: Því sannari maður til orðs og æðis er ekki fæddur á heilli öld. Og móður sinnar minnist hann þannig: Mér varstu söm og sólin blómi, er sindrar í dögg um morgunstund. Sandsheimilið var menningar- heimili, sem stóð mörgum öðrum framar, og var þó heimilismenn- ing mikil í Þingeyjar'sýslu um þær mundir. Þóroddur var einn vetur við nám f unglingaskóla á Breiðumýri og síðareinn veturí Laugaskóla, en Arnór frændi hans Sigurjónsson veitti þeim skólum báðum for- stöðu. Hann stundaði búfræðinám í landbúnaðarskólanum á Aust- told f Noregi og lauk þar prófi 1929. Einn vetur var hann við nám í kennaraháskólanum f Kaupmannahöfn (1931—32) og lagði stund á landafræði, dýra- fræði, grasafræði og jarðfræði. 1 Kennaraskóla íslands var hann veturinn 1934—35 og lauk þar kennaraprófi. Enn má geta þess, að hann notaði orlof, sem hann fékk 1948—49, til námsdvalar á Bretlandseyjum, lengst f Dyflinni á Irlandi, og lagði stund á enskar bókmenntir. Ferðasagan Ur Vest- urvegi segir frá ferðum hans í þessum löndum. Auk þessa hefur Þóroddur lesið mikið alla ævi og vfða ve1 heima, einkum í náttúru- fræðum og bókmenntum, því að maðurinn er greindur að eðlis- fari, nákvæmur f öllum vinnu- brögðum og fhugull. Þóroddur var kennari við Laugaskóla 1929—31 og veitti þá m.a. jarðræktarnámskeiði for- stöðu. Við héraðsskólann á Reykj- um kenndi hann 1932—34, einnig við sundnámskeið þar á vorin. Þá var hann kennari við Eiðaskóla 1935—44, er hann varð skólastjóri héraðsskólans í Reykjanesi, en 1948 var hann skipaður kennari við Flensborgarskóla f Hafnar- firði og kenndi við þann skóla þar til fyrir tveim árum. Lagði hann jafnan alúð við þessi störf sfn eins og önnur, sparaði aldrei tfmann til þeirra og lagði kapp á ná- kvæma og glögga útlistun efnis- ins. Störf Þórodds að félagsmálum hafa verið mikil og margvísleg allt frá því að hann hóf störf í ungmennafélagi sveitar sinnar á unglingsárum, og enn starfar hann ótrauður að þeim málum: hefur verið einn forystumanna fs- lenzkra rithöfunda f fulla tvo ára- tugi og veitt deild Norræna fé- lagsins í Hafnarfirði forstöðu f 16 ár (frá stofnun). Víðar hefur hon- um verið falin forysta um lengri eða skemmri tíma, og verður það ekki talið hér, þess eins getið, að hannvarformaðurSambands þing- eyskra ungmennafélaga og Nem- endasambands Laugaskóla og f stjórn Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands. Nægir þessi upptalning til að sýna, að það er félagsskapur, sem ekki stefnir fyrst og fremst að fjárhagslegum ávinningi, heldur að andlegum þroska félagsmanna, sem á hug Þórodds Guðmundssonar og hef- ur notið starfskrafta hans bæði fyrr og síðar. Bein afskipti Þórodds af þjóð- félagsmálum hafa ekki verið mik- il. Þó var hann þrjú ár hrepps- nefndarmaður vestur í Djúpi. Hann hefur einnig staðið framar- lega f röðum hernámsandstæð- inga. En Þóroddur hefur löngum ekki bundið sig neinum ákveðn- um stjórnmálaflokki, heldur fylgt þeim við kosningar á hverjum tíma, er hann hefur talið standa skynsamlegast og af mestri rétt- sýni að málum. Er það hvort tveggja, að hann er íhugull og vill gjarnan komast að niðurstöðum sjálfur, og einnig er það fjarri lundarfari hans að láta aðra segja sér fyrir, hvað honum eigi að finnast rétt. Hagmælska mikil hefur verið í ætt Þórodds og hneigð til rit- starfa, þótt þar beri Guðmund föður hans hæst sökum skaphita, orðkynngi og myndauðgi. Þórodd- ur hóf ritstörf snemma, en lengi birtist ekki annað frá hans hendi en ritgerðir margvíslegs efnis í blöðum og tímaritum. Hann var nær fertugur að aldri, er fyrsta bók hans kom út (1943). Það var ekki ljóðabók, heldur smásögur, Skýjadans, ekki stórfelldur skáld- skapur, en látlaust og snorturlega sagðar, lýsingar ýmsar ljóðrænar og auðséð, að höfundurinn hafði gott vald á fslenzku máli. Þrem árum síðar birtist fyrsta ljóðabók Þórodds, Villiflug, og síðar hefur hver bókin rekið aðra, sex ljóða- bækur, þegar með eru taldar tvær með þýðingum úr erlendum mál- um. Sú síðasta Leikið á langspil kom út fyrir jólin í vetur. Auk þessa eru tvær bækur í óbundnu máli, áður nefndar og ennfremur sægur ritgerða og greina. Er skrá yfir þær — þó ekki tæmandi — í Kennaratali, en ekki nær hún nema til ársins 1962, og hefur margt bætzt við sfðan. Hér verður engin tilraun gerð til þess að meta skáldskap Þór- odds Guðmundssonar. Er hvort tveggja, að það tæki meira rúm en hér hentar, og í annan stað er ég enginn bókmenntafræðingur. Þó langar mig til að rifja hér upp ummæli, er ég hafði um ljóðabók Þórodds, Sólmánuði, á bók- menntakynningu í Norræna félag inu í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Ég lét þess getið, að mér fyndist Sólmánuður að mörgu vera bezta bók Þórodds, þar kæmi víða fram hreinn og tær skáld- skapur og leikandi hagmælska, vald höfunar á máli væri mikið og því beitt af smekkvísi, lýsingar margar lifandi og ljósar, blær kvæðanna fagur og þýður, en þung alvara undir. Þetta hygg ég sannmæli um hið bezta í ljóðum Þórodds Guð- mundssonar fyrr og sfðar. Ekki get ég skilizt svo við þetta mál, að ég minnist ekki á eitt eirtkenni á mörgum kvæðum Þór- odds. Náttúrulýsinga gætir þar mikið, en saman við náttúruna blandast sagan, líf fólksins fyrr og nú, svo að þetta allt verður eitt, og bak við rómantík og lýrik vakir veruleikinn, stundum kaldur ogj harður. Ekki dylst, að skáldið miðar oft að öðru en orðin sjálf segja. Mér finnst til dæmis að| taka að í þessum niðurlagsorðum í smákvæði um Hellisgerði í Hafn- arfirði sé hugurinn leiddur að öðrum og stærri hlutum, að þjóð- inni sjálfri: Ö, vermdu reit þenna, væna sól, unz veggir klettanna hrynja. Það er mikil íþrótt að yrkja á þennan veg. Um þýðingar Þórodds úr er- lendum málum skal það eitt sagt, að margar þeirra láta svo fagur- lega f íslenzkum eyrum, að engan mundi gruna, sem ekki vissi, að um þýðingu er að ræða. Mætti nefna þessa mörg dæmi, en eitt skal hér látið nægja, lýsingin á fjalladrottningunni Herðubreið eftir Ivar Orgland: Sterk og ein í stóru hverfi stendur þú og gnæfir hátt. Vegsemd þín og glæsta gervi gefur lffi tign og mátt. Af því, sem hér hefur verið sagt um störf Þórodds Guðmundsson- ar, má ráða, að þessi hljóðláti og hógværi maður hefur verið gædd- ur mikilli elju og iðjusemi. Sam- vizkusemi hans og vandvirkni í öllu er frábær. Og f gleði hans fléttast hlý gamansemi saman við djúpa alvöru. En Þóroddur hefur ekki staðið einn. Kona hans er Hólmfríður dóttir Jóns Ingimundarsonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur, er lengi bjuggu myndarbúi á Brekku í Núpasveit. Þau Þóroddur giftust 12. sept. 1936. Hólmfríður er hin merkasta kona, smekkvfs og vel verki farin, og hefur alla tíð látið sér umhugað um, að skáldgáfa manns hennar fengi notið sín sem bezt. Það er ekki tilviljun, að fyrsta ljóðabók Þórodds er til- | einkuð Hólmfríði. Þau Þóroddur og Hólmfrfður eignuðust tvær dætur, Þorbjörgu og Guðrúnu, mestu myndarstúlk- ur, báðar giftar. Mig langar til að ljúka þessari grein með sömu orðum og ég lauk bókmenntakynningunni, sem fyrr var nefnd: Ég hef ekki rætt hér lífsskoðan- ir Þórodds eins og þær koma fram í ljóðum hans, en enginn, sem til þekkir efar, að þær séu sannar, séu hann sjálfur. Þær einkenn- arst af raunsæi, sem er ofið róm- antískum blæ, karlmannlegu æðruleysi og óbifandi bjartsýni, trú á frelsi mannsandans og fram- tíð íslenzkrar þjóðar. I Eiðasöng ortum fyrir meira en þrem ára- tugum, segir hann: Engar hættur yfirbuga æskuþrekt og vorsins mátt. Og 15 árum síðar segir hann í afmæliskvæði, þegar Flensborg- arskólinn var 75 ára: Sé eigi hikað, þá aldan rfs, né undan hvikað, er sigur vís. Og íslenzk þjóðerniskennd er sterk í fari hans. Þannig segir I Avarpi Fjallkonunnar 1960: Þótt fyrir dyrum stundum virðist vá og vonin snauð,... Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.