Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974 23 og bráðlyndur maður að öllu sem hann gekk, og var þá stundum stórorður, ef honum var ekki hlýtt. Hann var funi f skapi, en sáttfús, mikill greiðamaður og leysti hvers manns vanda, ef vel var að honum farið. Barngóður svo af bar. Indlana var trúkona mikil, hógvær, kærleiksrík og orð- vör. I kring um hana ríkti friður og öryggi, var öllum ráðholl og slævði oft og einatt öldur f brjósti bónda síns með þessum orðum: „Gættu að tungu þinni Konsi minn, þetta er ekki Guði þóknanlegt". Aldrei sagði hann styggðaryrði til konu sinnar. Konráð og Indíana eignuðust fimm börn, fjórar dætur og einn son, sem þau misstu á barns- aldri. Þau urðu líka fyrir þeirri sáru lffsreynslu að missa af slys- förum yngstu dóttur sfna, Herdísi Guðnýju, þrettán ára að aldri. Övæntur og snöggur snjóbylur varð henniaðaldurtilafráskóla á leið heim. Þá grúfði skuggi yfir allri sveitinni og sorgin á heimil inu hefur hlotið að vera yfirþyrm- andi. En fóstra mfn brást ekki skyldunum fremur venju. Þvf þegar helfrosnu líkinu var ekið í hlað, kom hún á móti mönnunum og sagði: „Látið elskuna mína inn í skála. Svo kem ég innan stund ar.“ Hún var ein sér litla stund. Ég læt lesandann um hvað þar hefur gerst. Hún hughreysti fólk- ið meðþvíaðsegja: „Viðengan er að sakast, þetta er Guðs vilji.“ Þessi elskulega fósturmóðir mfn bognaði aldrei en brotnaði, eins og aðrir dauðlegir menn, 90 ára að aldri. Eins og áður segir, voru fósturforeldrar mfnir vel efnum búnir og áttu því hægara með að mennta dætur sfnar en margir aðrir, sem og þær fengu eftir því sem hugurinn bauð. Það fór mikið og gott orð af systrunum á Mýrum fyrir myndarskap heima og heim- an, enda var ég oft montinn sem unglingur, þegar ég fann þann orðasveim, að ekki væri krókur að koma í garðshorn, enda þótt það heimili væri langt úr þjóðbraut. Þessi mætu hjón voru miklir höfðingjar, enda brutu þau aldrei þær hefðbundnu reglur að taka vel á móti gestum og bjóða alla velkomna bæði að nóttu sem degi. Eftir að eldri systurnar Ólöf og Sigrún eru giftar og gegnar úr föðurtúni, mæddi meira á Söllu en áður, enda gömlu hjónin þá farin að lýjast og draga sig í skjól- ið. Margt er mér minnisstætt um orð og athafnir Söllu frá þeim tíma, enda stóð fátt fyrir henni, svo óskiljanlegu þreki bjó hún yfir. Ég sá hana oft færa til og jafnvel henda 100 punda sekkjum og bera í fangi þegar svo bar við, að viðbættu þvf, að ekki var svo þungur votabandsbaggi að hún ekki léti til klakks á móti hvaða karlmanni sem var. Aræði og óbil- andi kjarkur fóru þar eftir. Ein ferð hennar skal bera því vitni. Það var í dýrðlegri síðsumarblíðu að auglýst var símleiðis eftir síldarstúlkum til Siglufjarðar því mikill afli hafði borist að landi og Sölla var búin að fá mikla leikni við verkun sfldar og hún eftirsótt í þá vinnu. Hún leggur af stað um miðjan laugardag og kemur til baka nokkru eftir miðnætti að- fararnótt mánudags og hafði þá staðið við síldarkassa í fullan sólarhring og að sjálfsögðu ekki dregið af sér fremur venju. í þá daga var Siglufjarðarskarð farið, sem mörgum ferðamanni fannst hrollvekja, einkum í myrkri, og sem leið liggur fram fyrir Mikla- vatn, þ.e.a.s. þegar Hraunaós var ófær eins og þá var. Daginn eftir spurðist að Sölla hafði farið yfir Hraunaós í náttmyrkri og úrhellis rigningu með sjávarbrotið á aðra hlið og Miklavatn með öllum sin- um þunga á hina. Þetta gerði hún þrátt fyrir aðvörun. Mamma hennar gaf henni alvarlega áminningu fyrir glannaskapinn, en heimasætan svaraði því til, að hún hefði oft farið þessa leið og því þá ekki nú, þegar mikið l'á við að komast heim. Hvað skyldum við eiga margar tvítugar blóma- rósir, sem lékju þetta eftir nú til dags og hvað mörg stig á nútíma- vísu? Þeir, sem kunna að lesa LÓUBÚÐ! ÚTSALA! ÚTSALA HEFST MÁNUD. 19. ÁGÚST. GÓÐVARA! LÁGTVERÐ! SÍMI LÓUBÚÐ, 13670. BANKASTRÆTI 14, II HÆÐ. Datsun 1200 árgerð 1973 Tilboð óskast í Datsun 1200 '73 í því ástandi sem bifreiðin er í eftir tjón. Bifreiðin verður til sýnis í Armi h.f., 9 — 5. Skeifunni 5, á morgun frá kl. Tilboð skilað á sama stað. Utsala — Utsala Mikil verðlækkun. GLUGGINN, Laugavegi 49. Hágreiðslunemi Óska eftir að ráða hárgreiðslunema. Viðkomandi þarf að geta byrjað 1. september næstkomandi. HápgreiðsIaSfcoFa Upplýsingar gefnar í , , síma 37145 eða eftir vinnutíma 32068. sima . (m ('Ti EfstalaRð 26 sfntf 37145 Kveðjudansleikur verður haldinn í Veitingahúsinu Sigtún á mánu- dagskvöld kl. 9, fyrirfinnsku knattspyrnumenn- ina. Nefndin. HIÚTBOÐ Tilboð óskast i að byggja 4 dreifistöðvarhús fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur og 1 vagnstjóraskýli fyrir S.V.R. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, gegn 3.000.— króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. september 1 974, kl. 1 1.00 f.h. jlNNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR í Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimt- unnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúr- skurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fram fara fyrir vangreiddum opinberum gjöldum, skv. gjaldheimtuseðli 1974, er féllu í eindaga þ. 1 5. þ.m. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingar- gjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald slysa- tryggingargjald atvinnurekenda skv. 36. gr. I. nr. 67/1971 um almannatryggingar, lífeyris- tryggingargjald skv. 25. gr. sömu laga, at- vinnuleysistryggingagjald, launaskattur, út- svar, aðstöðugjald og iðnlánasjóðsgjald. Ennfremur nær úrskurðurinn til skattsekta, sem ákveðnar hafa verið til ríkissjóðs og borgar- sjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 16. ágúst 1974. Vandaðar Philips frystikistur á sérstaklega hagkvæmu verði Helztu kostir: 0 Innrabyrði úr ryðfríju stáli 41 Aflmikið hraðfrystihólf • Alls 385 lítra rúmmál (hraðfrysting 100 lítrar) £ Létt lok með Ijósi í 0 Læsing á loki O Varnaðarljós fyrir rafmagn og kuldastig A Stærð aðeins 91 x1 24x65 sm. Lítið við strax í dag - Það borgar sig: philips kann tökin á tækninni 1 heimilistæki sf philips SÍætún 8 - 15655 Hafnarstræti 3 - 20455. Framhald á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.