Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGÚST 1974 3 „Enginn gnmdvöU- ur fyrir rekstri, farþegaskips íls- landssiglingum ” Rætt við Helge Jensen aðalfor- stjóra Samein- aða gufuskipa- félagsins „ÞAÐ er tómt mál að tala um nýtt farþegaskip til fslandssiglinga, eng- inn grundvöllur er fyrir rekstri slfks skips," sagði Helge Jensen aðalfor- stjóri Sameinaða gufuskipafélagsins danska (DFDS) í samtali við Mbl. í gær. Forstjórinn hefur verið hér á landi slðan á miðvikudaginn til við- ræðna við forráðamenn Eimskipa- félags íslands, en eins og mönnum er kunnugt hafa þessir gömlu keppi- nautar nú með sér samstarf. Síðan Gullfoss var seldur úr landi hafa farþegaflutningar á sjó milli fs- lands og annarra landa legið niðri Blm. spurði Helge Jensen um mögu- leikana á þvi, að slikum ferðum yrði komið á aftur, t.d. með skipi, sem sigldi með fólk og vörur frá Kaup- mannahöfn til Færeyja, fslands og Grænlands. Og eins og kom fram hér að framan telur hann engan grundvöll fyrir rekstri slíks skips. „Það gæti kannski borið sig yfir hásumarið, en enginn getur rekið skip I 3 mánuði og látið það standa aðgerðarlaust hina 9 mánuðina," sagði Helge Jensen. HÓF fSLANDSSIGLINGAR 1864. Sameinaða gufuskipafélagið var stofnað 1863 og strax árið eftir hóf það íslandssiglingar og hélt þeim uppi I rúma öld. Fyrsta skip- ið, sem hingað sigldi, hét Anglo og siðan komu þau hvert af öðru, Phönix, Acturus og svo mætti áfram telja, en flestir íslendingar muna líklega eftir „Drottningunni", Dronning Alexandrine. Siðustu árin gekk reksturinn erfiðlega og 1967 náðist samkomulag milli Sameinaða gufuskipafélagsins og Eimskip,þessara gömlu keppinauta frá stofnun Eimskips 1914, um það þau skyldu hafa með sér samvinnu. Sameinaða gufuskipa- fél. varð umboðsaðili Eimskips úti og öfugt. Eftirtvöár, 1969,hætti Samein- aða gufuskipafél. alveg íslandssigling- um, ekki var lengur grundvöllur fyrir þeim. í framhaldi af þessum upplýsingum Helge Jensen var hann spurður um erindið hingað til lands nú. „Þetta er mín fyrsta ferð til fslands, því miður liggur mér við að segja. Sameinaða gufuskipafél og Eimskip hafa haft með sér samstarf sl 7 ár og á þessum fundi ræddum við samvinnu félaganna og sameiginleg vandamál. Það mikilvæg- asta, sem við höfum ákveðið, er að flytja skipaafgreiðslu Eimskips ! Kaup- mannahöfn frá Sluseholmen í syðri höfninni í nyrðri ferjuhöfnina. Þetta er gert að ósk Eimskipafélagsins og kem- ur til framkvæmda um næstu áramót. Við hittumst alltaf annað slagið og það er mér mikil ánægja að koma hingað til fslands nú til viðræðna við vin minn ÓttarrMöller og aðra forystumenn Eim- skipafélagsins Samvinna félaganna hefur að mlnum dómi verið mjög góð. Mig langar einnig að koma þvi á fram- færi, að mér hefur litizt mjög vel á landið þessa fáu daga, sem ég hef verið hér, og vona, að ég eigi eftir að fá tækifæri til þess seinna að dvelja hér lengur ásamt fjölskyldu minni. JAFNVEL FRANCE Á SÖLULISTA Sameinaða gufuskipafélagið hefur verið Dönum jafn þýðingarmikið og Eimskip okkur íslendingum. Eitt sinn var það stærsta skipafélag Danmerkur með 1 50 skip í förum. Nú á félagið 25 skip, þar af nokkrar ferjur. „Við höfum átt við sömu vandamál að stríða og önnur skipafélög, sem hafa verið með fólksflutninga Fólksflutningar á sjó hafa stórlega dregist saman, enginn hefur tíma til að ferðast á þennan hátt, nú fara allir með flugvélum. Ég get nefnt sem dæmi, að við vorum með ný og falleg skip I ferðum milli Kaup- mannahafnar, Álaborgar og Arhus, en erum nú hættir þeim ferðum Flugvél- arnar hafa alveg tekið við flutningun- um, það eru allt að 15 ferðir milli þessara staða á dag í fyrstu vildi enginn fá leyfi fyrir þessari flugleið! Kolka og Hjaltadalsá Þessar tvær ár eru ! ræktun, eins og áður hefur komið fram, og skv. þeim upplýsingum, sem Árni gat aflað, var aðeins vitað um 2 laxa ! annarri ánni en engan í hinni. Lltil bleikja hefur veiðzt Laxá i Ytri-Laxárdal Þar er ekki vitað um áreiðanlegar tölur, en fregnir, sem Árni hafði, voru á þá leið. að þar hefði verið svona reytingsveiði og góð bleikju- veiði. Fljótaá Þar er erfitt að fá tölur, þv! að margir aðilar eri. um ána, en Árni hafði heyrt, að hun hefði verið frem- ur dauf undanfarið. Annars er laxinn ! Fljótaá yfirleitt mjög vænn Blanda Ástandið er þó mun betra í Húna- vatnssýslunni og þar hefur verið mokveiði ! Blöndu undanfarið og yfir 1000 laxar komnir á land á þrjár stangir. Árni varvið veiðar í Blöndu á þriðjudag og fékk þá sex laxa þar af einn 1 7 punda hæng grálúsugan, þannig að það er enn hörku ganga i Blöndu. Árni hafði fréttir af því, að einn maður fékk 35 stórlaxa á einum degi í Blöndu, en laxinn þar! sumar hefur verið feiknavænn. Svartá Þar hefur veiðin verið heldur treg- ari en ! fyrra og munu vera komnir á land rúmlega 1 50 laxar, að því er Árni komst næst. Laxá á Ásum Þar er sama mokveiðin og dæmi eru til þess, að menn hafi verið búnir að fá sína 20 laxa fyrir hádegi VIÐ hringdum f gær f tfSindamann okkar f NorSurlandskjördæmi vestra, Árna Þorbjörnsson á Sauð- ðrkróki, til aS fá hjá honum fréttir af veiSinni þar. Árni sagði okkur, að ástandið f Skagafjarðarsýsl- unum væri slæmt og þar væri laxagengd og veiði miklu minni en sl. ár. Húseyjarkvísl Þar eru aðeins komnir um 100 laxar á land, en voru rúmlega 200 á sama tima I fyrra. Lítill lax hefur sézt í Kvíslinni. Sæmundará Þar er ástandið jafnvel enn vcrra. Aðeins komnir 60 laxar á land, en 300 í fyrra Ekki sagðist Árni vita hvað ylli þessu, skilyrðin ! ár væru þau sömu, ef ekki betri. ERUÞEIR AÐ ÍFÁ’ANN? Helge Jensen (t.v.) og Óttarr Möller virða fyrir sér Ifkan af Brúarfossi. Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag. Skipin, sem voru á þessari leið, voru sett ! skemmtisiglingar I Miðjarðarhaf- inu, en sú útgerð hefur ekki gefið góða raun, einkum ekki allra síðustu mán- uði. Þar hefur orðið stórfelldur sam- dráttur, enda eru alltof mörg skip kom- in inn á þennan markað. Er það afleið- ing samdráttarins ! farþegaflutningum á sjó, sem vart hefur orðið um allan heim. Nú eru engin skip lengur í reglubundnum farþegaflutningum milli Amerlku og Evrópu, það síðasta, flagg- skip Frakka, France, erá sölulista. Einu sinni voru 50 skip I þessum siglingum. Þetta sýnir betur en nokkuð annað þann samdrátt, sem orðið hefur I far- þegaflutningum. Þessi skip hafa farið 1 skemmtisiglingar og markaðurinn er orðinn ofmettaður. Á meðan siglingar milli Ameríku og Evrópu borga sig ekki er þess ekki að vænta, að farþegasigl- ingar milli borga í Danmörku eða milli Islands og annarra landa borgi sig. BEITA ÞARF HAGKVÆMNI I dag verður að beita ýtrustu hag- kvæmni ef reksturinn á að bera sig. Farþegaskipin eða ferjurnar verða að geta tekið bæði fólk og vörur. Þau þurfa að vera stór, hraðskreið og lestun og losun þarf að taka sem allra skemmstan t!ma. Endurnýjun og hag- ræðing hafa haft það í för með sér, að flutningsgeta þeirra 25 skipa, sem við eigum I dag, er meiri en skipanna 1 50, sem við áttum flest. í dag eru skip okkar á nokkrum föstum leiðum, t.d. eru ferðir allt árið milli Kaupmanna- hafnar og Osló, Esbjerg og Harwich i Englandi. Á þessum leiðum hefur orðið örlltil farþegaaukning upp á sr'ðkastið Á sumrin sigldum við einnig til New- castle og i þeirri ferð er komið við í Færeyjum." KOSTNAÐUR HEFUR STÓRAUKIZT I framhaldi af nauðsyn hagræðingar, sem minnzt var á áðan, sagði Jensen að lokum „Allur kostnaður við skipaút- gerð hefur aukizt stórkostlega síðustu ár, byggingarkostnaður skipa, launa- kostnaður, vistir og ol!a. Mig langar að nefna sem dæmi, að fyrir skömmu tókum við i notkun nýja ferju, Dönu Reginu. Hún kostaði yfir 2000 milljón- ir íslenzkra króna. Afskriftir einar eru um 50 milljónir á ári auk annars kostn- aðar, svo dag hvern þarf skipið að fá inn rúmar þrjár milljónir ! seldum miðum og farmgjöldum ef rekstur þess á að bera sig. Það er þvi ekki ofsögum sagt af erfiðleikum skipaútgerðar um þessar mundir " Fjórðungsþing Norðlendinga: Stefnumarkandi ráðstefna í hagsmunamáhim Norðlendinga Fjórðungsþing Norð- verður háð að Reykjaskóla lendinga, hið 16. í röðinni, í Hrútafirði dagana 26., 27. Þó að veiði hafi verið fremur dræm I Laxá t ASaldal t sumar hafa laxarnir, sem veiSzt hafa a8 venju veri8 mjög vænir og margir stórlaxar hafa komi8 á land. Milli 15 og 20 laxar frá 25—30 hafa veiBzt og hér á myndinni sjáum vi8 Björn Jónsson bónda á Laxamýri me8 28 punda nýrunninn hæng, sem hann veiddi á Litlu NúpabreiSu ekki alls fyrir löngu. Var laxinn fremur garannt tekinn og var Björn um IV2 klst. a8 landa honum. Myndina tók mágur Björns, Magnús Þórðarson og kunnum vi8 honum beztu þakkir fyrir að senda þættinum hana. og orðið að hætta Þar er hver einasti hylur kjaftfullur af laxi, þrátt fyrir að búið sé að veiða milli 1400—1 500 laxa á tvær stangir ! sumar. Er veiðiri i þessari á með afbrigðum góð og til dæmis má nefna, að þarna hafa veiðzt á tvær stangir fleiri laxar en á yfir 20 stang- ir! Laxá ! Aðaldal. Við þökkum Árna kærlega fyrir upplýsingarnar og I næsta þætti verðum við með fréttir úr Viðidalsá, Miðfjarðará og Hrútafjarðará til að afgreiða kjördæmið og 28. þessa mánaðar. Þetta er fyrsta þing sam- bandsins eftir að sú skipu- lagsbreyting var gerð, að öll sveitarfélög landsfjórð- ungsins eiga beina aðild að því, auk sýslunefndanna. Gera má ráð fyrir, að þing- fulltrúar verði um 90 tals- ins, en þingmenn beggja Norðurlandskjördæma sitja ársfundinn, auk full- trúa sveitarfélaganna. Helztu verkefni þingsins verða: Verkaskipting ríkis og sveitar- félaga, varanleg gatnagerð, hús- næðismálin og sveitarfélögin, framkvæmd grunnskólalaga og orkurannsóknir og raforkufram- kvæmdir á Norðurlandi. Auk þess verða ræddar greinargerðir og álit milliþinganefnda í eftirtöld- um málaflokkum: staðsetning opinberra stofnana, ferðamál, samgöngumál, iðnþróunarmál, landbúnaðar og landgræðslumál. Fyrir þinginu liggur m.a. að kjósa tvö fræðsluráð fyrir Norðurland og stofna fræðslu- skrifstofur í umdæminu. Gert er ráð fyrir, að fulltrúar úr hvoru Norðurlandskjördæminu um sig kjósi sér fræðsluráð og velji fræðsluskrifstofu stað. Sveitarfélög á Norðurlandi hafa nýverið stofnað samtök, Norður- braut hf., um varanlega gatna- gerð í landsfjórðungnum, hlið- stæð samtökum, sem náð hafa góðum starfsárangri bæði á Vest- f jörðum og Austf jörðum. Gert er ráð fyrir, að þetta fjórðungsþing Norðlendinga verði tímamótaþing, m.a. vegna skipulagsbreytinga á sambandinu og afgerandi málaflokka, sem þar verða til meðferðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.