Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 24
MIGIVSinGRR ^-»22480 l^mnRCFniDnR 7r mnRKRÐ VÐHR LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1974 LANDGRÆÐSLAN DREIFÐI 2250 TONNUM í SUMAR 73% aukning á áburðar- og frœdreifingu LANDGRÆÐSLAN dreifði f sum- ar 2250 tonnum af fræi og áburði með báðum flugvélum Land- græðslunnar, en sl. ár var dreift um 1300 tonnum. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra var dreift 1520 tonnum úr flug- vélinni Páli Sveinssyni og 730 tonnum úr TF-TtJN. Eitt tonn fer á 2,5 ha. Hluti fræsins sem dreift var úr Páli Sveinssyni, fór á eldri sáningarsvæði, sumt I hálfgróin beitilönd bænda. Var flugvélin að mestu notuð f bein uppgræðslu- störf I landgræðslugirðingum og einnig I skipulögðum upp- græðslugirðingum, sem kostaðar eru sameiginlega af sveitarfélög- um, uppgræðslufélögum eða ein- stökum bændum. Minni flugvél- in, TtlN, var notuð vfðs vegar um landið til uppgræðslustarfa og einnig til þess að bera á beiti- lönd bænda, f sumum tilvikum til þess að þeir geti fækkað fénaði á afréttum sfnum. Enn skellur á Eyjamönnum: Ríkisvaldið skattleggur [nir undir hrauni fasteigi I LJÓS kom, þegar skattseðlar Vestmannaeyinga bárust þeim I hendur, að ríkisvaldið tekur fast- eignaskatt af bótafé því, sem Við- lagasjóður greiddi mönnum, sem misstu eigur sínar undir hraun og gjall, en samt sem áður hefur komið fram, að þessar bætur greiddu I fæstum tilvikum yfir hálft raunverulegt tjón á fast- Flugvöllur vígð- ur við Selfoss Selfossi, 23. ágúst. Á MORGUN verður vigður nýr flugvöllur hjá Selfossi. Það er nýstofnað félag áhugamanna um flugmál, Flugklúbbur Selfoss, sem staðið hefur fyrir gerð flug- vallarins, sem er í landi Sand- vikurhrepps vestan við Selfossi. Flugbrautirnar eru tvær, 400 og 600 m langar. Fyrirhuguð er flug- sýning á flugvellinum kl. 14 á morgun ef veður leyfir. 10—15 flugvélar munu koma frá Reykja- vik I hópflugi og lenda á vell- inum. Þyrla Landhelgisgæzl- unnar mun sýna björgun og einnig verður sýnt fallhlífar- stökk. 1 Flugklúbbi Selfoss eru 30 félagar og eru þeir víðs vegar að úr Arnessýslu. Formaður klúbbs- ins og aðalhvatamaður að stofnun hans er Jón I Guðmundsson yfir- lögregluþjónn. Einn af klúbb- félögunum hefur þegar keypt flugvél. — Tómas. eignum miðað við verðlag í dag. Frá þessu var sagt í Eyjablaðinu Dagskrá I gær og þess getið, að ekki væri ein báran stök í við- skiptum Vestmannaeyinga við „ríkisvaldið“ og önnur náttúru- öfl. Brá mörgum Eyjamönnum í brún við þessa sendingu, sérstak- lega þeim, sem töpuðu húsum sín- um undir hraun og gjall. Þá getur Dagskrá þess, að hér sé aðeins um að ræða eitt af mörgu, sem gerir erfitt fyrir um viðreisn í Eyjum bæði vegna sleifarlags og skiln- ingsleysis ríkisvaldsins og stjórn- valda I Vestmannaeyjum. Bent er á til umhugsunar, að samkvæmt lögum sé hluti björgunarlauna undanþeginn skatti og ef til vill hefði verið nær að taka slíkt til greina í því auðsæja björgunar- starfi, sem allir unnu í Vest- mannaeyjum sl. ár f stað þess að láta „ríkisvaldið“ enn einu sinni skella á Eyjamönnum. Utanríkisráðherra- fundur í Reykjavík Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda verður haldinn í Reykjavík í næstu viku, dagana 29.—30. ágúst. Venjulega eru haldnir tveir utanríkisráðherra- fundir á ári og var sfðasti fundur í Helsinki í vetur. A þessum fundi munu ráðherrarnir undirbúa og ræða vantanlegt allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og fjalla um afstöðu einstakra Norðurlanda í sérstökum eða sameiginlegum málum Norðurlandanna á alls- herjarþinginu. Saumuðu 4600 íslenzka fána fyrir afmælið SAUMASTOFAN á Hofsósi, sem rekin er af Kaupfélagi Skagfirð- inga og Heklu á Akureyri, saum- aði 4000 fslenzkafána fyrir þjóð- hátíðarárið og á þessu ári saumaði saumastofan 600 fána. Svanhildur Guðjónsdóttir veitir þessari saumastofu forstöðu, en hún var sett á stofn um áramótin 1972—1973. 1 upphafi var ein- göngu unnið að því að sauma fs- lenzka fána í 10 stærðum og eru þeir sendir út um allt land. Arið 1973 skilaði saumastofan 4000 fánum, en á þessu ári hefur einnig verið hafizt handa við að sauma sloppa og skyrtur fyrir sláturhús og fpístihús. 7—8 kon- ur vinna yfirleitt á saumastofunni að sögn Ola Þorsteinssonar kaup- félagsstjóra á Hofsósi. Einnig saumar saumastofan sérfána, t.d. rfkisfánana fyrir varðskipin, en þeir eru klofnir og með skjaldar- merkinu í. Lítið hefur verið að gera f gjaldeyrisdeildum bankanna sfðan gripið var til neyðarráð- stafana f gjaldeyrismálunum. Fram til 15. ágúst afgreiddu bankarnir 1200 millj. kr. f ferðagjaldeyri, en umferðin f gjaldeyrisdeildir bankanna minnkaði snariega, þegar 25% kostnaðurinn kom til sögunnar. Ljósmynd Mbl. Öl.K.M. Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknar Samningaþófið enn á miðnætti stóð Lokaþáttur f stjórnarmynd- unarviðræðum Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins stendur enn yfir. Talið er, að f gærdag og gærkvöldi hafi einkum verið rætt um verkefnaskiptingu og ráðuneyti. Samningaþófið stóð enn um miðnætti, er Morgun- blaðið fór f prentun. A miðnætti stóð enn fundur 1 þingflokki sjálfstæðismanna, þar sem ræddar voru sfðustu tillögur Framsóknarflokksins og andsvör Sjálfstæðisflokksins við þeim. Viðræðurnar hófust 1 gærmorgun með viðræðum milli forystu- manna flokkanna. Kl. 11 árdegis var stuttur fundur f þingflokki sjálfstæðismanna. Sfðan ræddu forystumenn flokkanna saman og viðræðunefndirnar sátu fundi. Þingflokkur framsóknarmanna kom saman til fundar kl. 14 síðdegis. Þegar að þeim fundi loknum hófst fundur f þingflokki sjálfstæðismanna, en áður höfðu viðræðunefndirnar rætt stuttlega saman. Þeim fundi lauk um kl. 19. Þá var gert hlé. En kl. 21 kom þingflokkur og framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins á fund og ræddi hugmyndir frá sjálfstæðismönnum. Þegar að þeim fundi loknum eða kl. 22 hófst svo flokksfundur hjá sjálf- stæðismönnum. Sá fundur stóð enn á miðnætti. Sinnuleysi yfirvalda í hús- næðismálum Eyjamanna Olíustyrkurinn fk 717' A/TTU' UDT 1?V"DT1> ti7Ktíparoffs6«a:*>ll^tVlllT.IÍ(Iul T I lUllU ALMESTU SKRIFFINNSKU” — segir Jón Guðlaugur bæjarritari ÞAÐ er algjör vitleysa hvernig þetta kerfi er byggt upp, dæmi- gert fyrir almestu skriffinnsku og seinagang, sem hægt er að hugsa sér, sagði Jón Guðlaugur Magnússon bæjarritari f Kópa- vogi, þegar við inntum eftir fréttum af útborgun og af- greiðslu á olfustyrknum. Kópavogur fékk um 17 millj. kr. til ráðstöfunar fyrir tfma- bilið marz—maí og hafa 12 millj. kr. af því verið afgreidd- ar á 8 dögum, eða frá 13.—22. ágúst sl. Olíustyrkurinn er til þeirra, sem kynda hús sín með olíu, og er miðað við 600 kr. á mánuði á hvern íbúa og 900 kr. til elli- og örorkulífeyrisþega. Þann 6. sept. hefjast bætur aftur, en þeir, sem eiga að framfylgja kerfinu, eru ekkert hressir yfir vinnubrögðunum: „Þetta hefur sett allt úr skorðum hjá okkur hérna i af- greiðslunni og innheimtunni, því að hver einasti maður hefur orðið að fara í þessa afgreiðslu. Þetta hefur verið algjört auka- álag,“ sagði Jón Guðlaugur, „og það við verkefni, sem ekki eru einu sinni á okkar vegum. A þessum tfma höfum við ekki getað sinnt okkar eigin verk- efnum og fjárhagsástand sveitarfélaganna er nógu slæmt þó að við sláum ekki slöku við. Menn, sem hingað hafa komið til þess að greiða gjöldin sín, hafa líka horfið frá hópum saman, því að þeir hafa ekki treyst sér til að eyða tfmanum í bið.“ MIKIÐ hefur verið rætt um hús- næðisskort í Vestmannaeyjum eftir gos og ekki að ástæðulausu. Mjög mikill hægagangur hefur verið á allri fyrirgreiðslu opin- berra yfirvalda bæði á meginland- inu og eins úti f Eyjum. Hins vegar eru liðlega 20 einstaklingar sem hófu byggingu f vor, búnir að gera hús sfn fokheld. Hundruð Vestmannaeyinga eru í húsnæðis- hraki f Vestmannaeyjum og til þess að leysa nokkurn vanda ákvað Viðlagasjóður á sfnum tfma eftir beiðni frá Guðmundi Karls- syni forstjóra að senda hús þau, sem voru f Hveragerði, út f Eyjar til bráðabirgða. Hluti þeirra kom f vor og var settur upp, en hins vegar var ekkert gengið frá lóðum húsanna. Bæjarstjórnarmeiri- hluti Vestmannaeyja hefur rætt um það að undanförnu að kaupa til Vestmannaeyja hjólhýsi eða lftil hús erlendis frá, en á sama tíma hafa 14 svokölluð „tele- skopehús“ úr Hveragerði staðið óuppsett í Eyjum sfðan 14. ágúst sl. og ekki hefur einu sinni verið hafizt handa um undirbúning við að setja þau upp. Fjöldi fjöl- skyldna á ekki í nein hús að venda á sama tíma og einnig sér margt eldra fólk lítil ráð til þess að geta flutzt aftur út f Eyjar f sína heimahaga. Þá má geta þess, að hátt f 100 fbúðir standa auðar í bænum vegna þess meðal annars, að ekki hefur verið hægt að gera við þær. Síðan eftir gos hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja haft forgöngu um að koma upp einu húsi f bænum, innfluttu áhalda- húsi, og fólkið bíður. 450 tonna kafbátur heimsækir Akureyri DANSKUR kafbátur, 450 tonn að stærð, kom til Akureyrar f gær og sigldi hann i kafi þang- að alla leið frá Þórshöfn f Fær- eyjum. Að sögn Björns Bald- vinssonar hafnarstjóra á Akur- eyri er hér um nýjan kafbát að ræða, sem er 1 leiðangri til að kanna tæki sín, sjóhæfni og Framhald á bls. 23. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.