Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGUST 1974 Haag-úrskurðurinn skað- aði álit dómstólsins Caracas, 21. ágúst, frá Margréti R. Bjarnason. JENS Evensen viðskipta- og siglingamálaráðherra Noregs, sem er formaður norsku sendi- nefndarinnar á hafréttarráð- stefnunni hér í Caracas, lét svo um mælt við íslenzku frétta- mennina f dag, að tsland væri í hópi þeirra ríkjaáhafréttarráð- stefnunni, sem hefðu miklu meiri áhrif á gang máláen svar- aði til stærðar þeirra eða póli- tískra áhrifa í heiminum. Þann- ig væri um ýmis riki, sérstak- lega vegna ágætis þeirra manna, sem stjórnuðu sendi- nefndumþeirra.Sagði Evensen, að íslenzka sendinefndin hefði unnið aðdáanlegt starf á ráð- stefnunni og við undirbúning hennar og taldi Hans G. Ander- sen meðal allra áhrifamestu manna hér. Hafði Evensen eftir einum af helztu forystumönn- um Asíuríkjanna, að maður eins og Andersen hefði „sett nafn Islands á kortið hér á ráð- stefnunni", eins og hann komst að orði. Aðspurður, hvort Norðmenn myndu færa út fiskveiðilögsögu sfna á næstunni, sagðist Even- sen ekki geta um það sagt að svo stöddu. Þetta væri pólitískt og efnahagslegt vandamál, sem taka yrði til gaumgæfilegrar yf- irvegunar Ljóst væri, að eitthað þyrftu Norðmenn að gera, þetta væri fiskiðnaðinum mikið hags- munamál — og þegar önnur ríki færðu út sína lögsögu, eins og til dæmis ísland, ykist á- gangur á fiskimiðin við Noregs- strendur. A hinn bóginn væri þeim illa við að gera nokkuð, sem spillt gæti fyrir árangri af hafréttarráðstefnunni. Svo lægi nú fyrir úrskurður Haag- dómstólsins i málum Breta og Þjóðverja gegn Islandi, sem Norðmenn yrðu að taka með í reikninginn. Þeir hefðu skuld- bundið sig til að hlfta úrskurði öómstólsins og það væri gömul hefð þar f landi að virða hann. Varðandi áhrif Haag-dómsins á störf ráðstefnunnar sagði Ev- ensen, að hann teldi hann kannski hafa stappað stálinu í vanþróuðu þjóðirnar. Persónu- leg skoðun sín væri sú, að úr- skurðurinn hefði skaðað álit dómstólsins og á ýmsan hátt torveldað störf ráðstefnunnar. Sem kunnugt er stóð Noregur að flutningi heildartillagna í 2. nefnd í sumar ásamt Islandi, Kanada, Chile, Indlandi, Indó- nesíu, Mauritius, Mexíkó og Nýja-Sjálandi. Sagði Evensen, að Norðmenn hefðu á síðari ár- um nálgazt mjög stefnu Islend- inga í lögsögumálum. Hann virtist bjartsýnn á, að endanleg niðurstaða hafréttarráðstefn- unnar yrði m.a. sú, að 200 mflna auðlindasvæði yrðu lögfest. Hugsanlega yrði sett þar inn einhver málamiðlun varðandi ríki, sem ekki nýttu fiskstofna sfna til fulls, en hún mundi tæpast ná til landa eins og Is- lands og Noregs. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up bifreiðar og Pick-up með 4ra hjóla drifi., er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 27. ágúst kl. 1 2—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu okkar kl. 5. Sa/a varnarlidseigna. Til sölu er Mercedes Benz '69, sjálfskiptur með vökva- stýri, á nýjum dekkjum einnig fylgja 4 negld snjódekk. Ekinn rúma 80. þús. km. Skipta þarf um diska í sjálfskiptingu. Til sýnis og sölu í dag, laugardaginn 24. ágúst frá kl. 2, að Ölduslóð 1 6, Hafnarfirði. Tilboð öskast. Það gamla kemur aftur Fulninga - hurðir Einnig: Spjalda - hurðir Birki - hurðir Opið til kl. 6 ! dag Hurðir hf. Skeifan 1 3. I HERRABUÐINNI VIÐ LÆKJARTORG mánudag, þriðjudag, miðvikudag. Herraföt. Mikið úrval af góðum fötum. Til vetrarins, kuldablússur með loðkraga. Ennfremur: Stakirjakkar ^ Skyrtur ^ Peysur ^ Frakkar Einstakt tækifæri til að gera góð kaup fyrir veturinn. 'AM V I Ð LÆKJARTORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.