Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGUST 1974 Alitsgerð 12 manna nefndar Rithöfunda- sambands Islands EINS og lesendum Morgunblaðsins er kunn- ugt hafa miklar um- ræður orðið hér í blaðinu um málaferlin, sem sprott- ið hafa út af árásunum á þá, sem stóðu að und- irskriftasöfnun „Varins lands“, og álitsgerð rit- höfundanna 12. Þar sem hún hefur ekki áður birzt í heild í blaðinu, fer hún hér á eftir: i. Hinn 24. júní síðastliðinn skrif- aði Einar Bragi, rithöfundur, Rit- höfundasambandi Islands bréf, þar sem segir meðal annars: ,,Með stefnu útgefinni í Reykja- vík 20. júní sl. hafa 12 nafn- greindir menn, sem kalla sig aðstandendur alkunnrar undir- skriftasöfnunar, er fram fór á síðastliðnum vetri, höfðað meið- yrðamál á hendur mér vegna til- tekinna orða og ummæla í grein eftir mig í Þjóðviljanum 18. jan. 1974. Telja stefnendur, að í henni sé „farið ærumeiðandi ummælum um undirskriftasöfnunina og aðstandendur hennar“, eins og það er orðað. Hin umstefndu orð eru þannig greind í stefnu aðstandenda: „Stefnendur telja, að eftir- farandi orð og ummæli 1 hér umræddri grein ... séu æru- meiðandi fyrir sig: 1. fyrirsögn greinarinnar: „Votergeit-vfxlinn". 2. eftirfarandi ummæli í grein- inni: „Upp er risinn hópur hug- prúðra dáta, sem grátbiðja þjóð- ina að hefja minningarár ellefu alda búsetu 1 landinu á þvf að undirrita beiðni um erlenda her- setu á Islandi....“ önnur eru stefnuatriðin ekki. .. Fyrir þetta krefjast aðstand- endur sex hundruð þúsund króna í miskabætur, tuttugu og fimm þúsund króna 1 öðru skyni og þar á ofan 9% ársvaxta frá 18. jan. 1974 til greiðsludags ... Vegna þess að 1 skilgreiningu á hlutverki Rithöfundasambands Islands er tekió fram, að til- gangur þess sé m.a. að standa vörð um tjáningarfrelsi, fer ég hérmeð fram á, að stjórn Rit- höfundasambands Islands til- nefni svo fljótt sem verða má 12 rithöfunda i nefnd, sem falið verði að leggja mat á, hvort kæru- mál og fjárheimtur af þessu tagi séu árás á tjáningarfrelsi manna eða ekki.“ II Stjórn Rithöfundasambands Is- lands varð við tilmælum Einars Braga og fór þess á leit, að undir- ritaðir 12 rithöfundar önnuðust það mat, sem um var beðið í bréfi hans. Við höfum kynnt okkur eftir- farandi gögn 1 málinu: 1. Grein Einars Braga. 2. Stefnuna, þar sem m.a. eru gerðar þær dómkröfur: að fyrrgreind orð og ummæli verði dæmd dauð og ómerk. að greinarhöfundur verði dæmdur í þyngstu refsingu, sem á getur reynt skv. 234. og 235. grein laga nr. 19/1940, en þyngsta refs- ing skv. lagagreinum þessum er varðhald allt að einu ári. að honum verði gert að greiða hverjum stefnenda fyrir sig kr. 50.000.00 í miskabætur. 3. Lagagreinarnar, sem stefn- endur höfða til, en þeirra helstar eru: „Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun 1 orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slfkt út, skal sæta sektum eða varð- haldi allt að 1 ár“ (Lög nr. 19/1940, 234. gr.) „ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slfka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða varðhaldi allt að einu ári“ (235. gr. sömu laga) 4. Þá grein stjórnarskrárinnar, sem segir: „Hver maður á rétt á að láta i ljós hugsanir sinar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoð- un og aðrar tálmanir fyrir prent- frelsi má aldrei i lög leiða“ (72. gr.). III Á framanrituðu grundvöllum við eftirfarandi niðurstöðu: Það er alþjóð kunnugt, að Einar Bragi er andvígur erlendri her- setu á Islandi og hefur í áratugi barist gegn henni. Til þess hefur hann fyllsta rétt samkvæmt stjórnarskrá landsins. Hver sem les greinina Votergeit-víxilinn hlýtur að viður- kenna, að hún er samin og birt af gefnu tilefni gegn málstað þeirra, sem vilja, að erlendur her sitji i landinu, en ekki til að skaða per- sónulega æru eða virðingu neins einstaks manns. Miðað við þann tón, sem alvana- legur er í opinberri umræðu um heit deilumál á Islandi, er grein Einars Braga að okkar mati hóf- samlega orðuð. Stefnendur krefjast þyngstu refsingar, sem á getur reynt skv. 234. og 235. grein laga nr. 19/1940, það er varðhalds allt að einu ári, og sex hundruð þúsund króna miskabóta skv. 264 grein sömu laga. Ef slfkum kröfum væri sinnt, væri sú kvöð stjórnarskrár- innar, að menn verði að ábyrgjast hugsanir sínar fyrir dómi, orðin svo dýrkeypt, að jafngilti óbæri- legri skerðingu á rétti manna til að láta í ljós hugsanir sínar á prenti. Þess vegna svörum við spurningunni, sem fyrir nefndina var lögð, á þessa leið: Kærumál og fjárheimtur af þessu tagi eru árás á tjáningar- frelsi manna og stefna að þess konar tálmunum fyrir prent- frelsi, sem stjórnarskráin kveður svo skýrt á um, að aldrei megi f lög leiða. Reykjavík, 11. júlí 1974 Andrés Kristjánsson (sign.) Gunnar Gunnarsson (sign.) Thor Vilhjálmsson (sign.) Hilmar Jónsson (sign.) Jón Óskar (sign.) Snorri Hjartarson (sign.) Björn Bjarman (sign.) Þorsteinn Valdimarsson (sign.) JónúrVör (sign.) Sigurður A. Magnússon (sign.) Stefán Júllussón (sign.) Olafur Jóhann Sigurðsson (sign.) Mildur? isnli; I m Effektiv 1 rui oppvask- mild rn°t hendene m w w Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikill og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og skínandi — jafnvel þótt þér þurrkið ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningin í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. Prófið sjálf... Palmolive í uppþvottinn w m Mr. 1 Ik \ \ , ' m SUNN ræddi Blöndu virkjun o.m.fl. Rit Finns Jónssonar um skálda- kvæðin endurprentað í Danmörku Aðalfundur SUNN 1974 var haldinn á Húnavöllum (Reykj- um) við Svínavatn, dagana 17.— 18. ágúst sl. Orkumáiin og nýjar virkjanir á Norðurlandi voru sérstaklega til umræðu á fundinum og gerði Haukur Tómasson jarðfræðingur frá Orkustofnuninni grein fyrir þeim hugmyndum, sem fram hafa komið í þvf efni. Spunnust af þvf fjörugar umræður, einkum um fyrirhugaða Blönduvirkjun, sem vitað er að veldur töluverður tjóni á afréttarlöndum. I tilefni af fimm ára afmæli félagsins samþykkti fundurinn sérstakt ávarp til Norðlendinga. Þá voru gerðar ályktanir um ýmis efni, m.a. verndun á auðlindum sjávarins, votlendisvernd, land- græðslu, vistfræðirannsóknir við undirbúning virkjana og um- gengni á Kröflusvæðinu. Einnig samþykkti fundurinn að heimila stjórn félagsins að vinna að stofn- un landssambands náttúruvernd- arfélaganna, sem áætlað er að geti orðið á hausti komanda. Stjórn félagsins var endurkjör- in, en hana skipa: Árni Sigurðs- son, Blönduósi, Haukur Hafstað, Vík, Helgi Hallgrfmsson, Víkur- bakka, Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, og Sigurður Jónsson, Yzta- Felli. Síðari daginn var farið f skoð- unarferð um Vatnsdal, Vatnsnes og Vesturhóp f fegursta veðri. Um 20 manns sóttu fundinn. (Frétt frá stjórn SUNN). DEN norsk-islandske Skjalde- digtning, hið mikla ritverk Finns Jónssonar prófessors um skálda- kvæðin hefur nú verið endur- prentað og gefið út af danska útgáfufyrirtækinu Rosenkilde og Bagge 1 Danmörku. Er það f tveimur bindum og kostar sam- tals 1000 krónur danskar. Ritverk þetta kom fyrst út á árutvum 1912-T5 og að þvf er segir í fréttatilkynningu frá útgáfunni er í þessu safni allt það, sem varð- veitzt hefur af skáldaljóðum fram til 1400. 1 fyrra bindinu eru kvæðin prentuð stafrétt eftir þeim handritum, sem Finnur taldi bezt, en afbrigði úr öðrum handritum gefin upp neðanmáls. 1 síðara bindinu, sem er nýkomið út, eru kvæði með samræmdri stafsetningu og leiðréttingum Finns ásamt skýringum og danskri þýðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.