Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGUST 1974 Þegar pabbi fór 1 siglinguna Eftir Jan Hakanson Hún fór því með „bankarann" í hönd inn í sauma- stofuna, þar sem mamma sat, og sagði: „Húsbóndinn var að sigla hér fram hjá. Á ég að taka diskinn hans af borðinu?" Mamma starði á Mögdu og skildi hvorki upp né niður. „Hvað áttu við, Magda? Sagðirðu sigldi?“ „Já, sigldi. Hann sigldi framhjá á eldhúsbekknum og er sennilega á leið til Stokkhólms ef hann kemst á þessu farartæki í gegnum syðri flóðgáttina. Mér datt þess vegna í hug, hvort mér væri ekki óhætt að taka disk.. Hér drukknuðu orð hennar í tvíradda öskri, sem nálgaðist óðum. Öskrið kom frá mér og Eiríki. Við höfðum farið til Stíflu-Óla og sagt honum stamandi og snöktandi, hvernig komið var fyrir pabba. Hann hugsaði ekki um það á þessu augnabliki að hlífa okkur börnunum, en hrópaði skelfingu lostinn: „Guð hjálpi okkur, verkfræðingurinn er dauðans matur þegar bekkurinn fer að súpa vatn og sekkur eíns og það er kalt núna.“ Gleraugnaslangan getur orðið upp f 180 sm á lengd. Nafnið dregur hún af „gleraugunum“ sem hún er með á hnakkanum og sjást á þessari teikningu. Slöngutemjarar ná að dáleiða slönguna við að hreyfa sig eins og hún þegar hún ætlar að hremma bráð sfna en þá gengur hún eins og pendúll á klukku. Slöngutemjararnir láta sfðan slönguna höggva f eitthvað hart undir tönn eða eitthvað heitt unz þær venjast af þvf að höggva. Eitur gleraugnaslöngunnar er mjög skjótvirkt. Við þessi spádómsorð fannst okkur við þegar vera orðnir föðurlausir og öskrin ágerðust því til muna. Við tókum þess vegna til fótanna heim, hágrenjandi til að leita huggunar hjá þvi foreldrinu, sem enn lifði. En mamma var jafn vanmátta og við, þegar við komum, og örvæntingarsvipurinn á andliti hennar gerði ekki annað en auka táraflóðið. Magda var sú eina, sem lét ekki bugast. „Verkfræðingnum er lítil bót að því, að allir standi hér og gráti. Ég hringi í slökkviliðið. Við skulum sjá til hvort þeir geta ekki komið til aðstoðar.“ Orð hennar höfðu róandi áhrif á okkur og grátur- inn sefaðist smátt og smátt. Þó var okkur lítil huggun að því að sjá, hvar Stíflu-Óli vopnaður bátshaka fór á harðahlaupum eftir árbakkanum og hvarf úr augsýn. Þegar hér var komið hafði pabbi á þessari óvenju- legu fleytu fjarlægzt heimastöðvar sínar um nokkur hundruð metra og stefndi enn í suður. Eins og áður segir var bekkurinn gamall og vandaður að gerð. Þess hafði verið sérstaklega gætt, að botninn væri þéttursvoskordýrættuekki greiðan aðgangí hann. Hann saup því lítið vatn þar sem viðurinn bólgnaði líka af vætunni svo hver sprunga þéttist. Það eina, sem gaf til kynna nokkurn leka, var sjolítið gjálfur undir setunni. Bekkurinn rakst við og við í skörina meðfram rennunni, og pabbi rak fótinn með varúð á ísinn, en sá strax, að hann var ekki mannheldur. Hann hafði þó tekið aftur ró sína og við lá, að hann væri farinn að njóta ferðalagsins. En þar sem hann var maður lítillátur og vildi aldrei láta mikið á sér bera gramdist honum mjög fólkið, sem kom þjótandi niður að árbakkanum og veifaði til hans. Meira að segja bárust honum til eyrna einstaka húrrahróp, svo hann steytti hnefann í reiði sinni til áhorfenda. Það var þó skilið sem kveðja frá skipstjóranum og vakti enn meiri hrifningu á bakkanum. ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta ÍVte&fnorgunhaffinii — Forstjórinn sagði, að ég ætti að ganga frá mál- inu við yður ... Ertu nokkuð upptekin í kvöld???? — Mér skilst, að þér óskuðuð eftir tíma hjá mér vegna óþægilegrar reynslu, sem þér urðuð fyrir í frumskóginum??? „I.angt er nú síðan ég hefi hilt Eyjólf frænda minn i Dal,“ mælli hún. „Eg mun ekki dvelja þar lengi, en nauð- syn er mér á góðum liðsmanni vcstan undir fjöllunum.“ Sigvaldi lét hana ráða. Anna reið geyst, og það sá Sigvaldi á henni, að hún var í þungu skapi. Hann skildi það svo, sem hún mundi taka sér það nærri að hrekja Hjalta frá sér í fjallafylgsni. Hann reið þegjandi við hlið hennar og lét hana eina njóta lmgsana sinna; cn það sá hann oftar cn einu sinni, að tár hrutu af auguin hennar. En aldrei hafði hann séð hana fegri og mikil- úðlegri en einmitt nú. Keik og tignarleg sat hún á hesti sínum, mikillát eins og valkyrja, göfugleg eins og drottning, og bar harin sinn i hljóði. Enga konu hafði hann séð slíka. Sigvaldi gat rétt til. Anna hugsaði um harma sina. Það var hart að þurfa að deila við ættingja sína um ást sína. Það var hart að þurfa að spyrja nokkurn mann að því, hvern hún tæki sér fyrir eiginmann. Það var hart að mega ekki giftast og lifa í friði við mannfélagið, nema samþykki vanda- manna hennar lcæmi þar til. Og allt var þetta af því einu, að hún var kvenrnaður. Karlmenn gátu engir vandamenn þeirra hindrað frá að eiga þá stúlku, sein þeir elskuðu. Þeir gátu illskazt við þá, hótað þeim öllu illu, gert þá arflausa og svo framvegis, en þeir gátu ekki komið í veg fyrir, að þeir fengju prestlega blessun og löggildingu á hjónabandi sínu. Og hvað sakaði það karlmann, þó að einhver hængur væri á hjóna- bandi hans? Ef vandamenn konunnar gerðu þeim engar bú- sifjar, þá gerðu ekki aðrir það. Það mesta, sem andleg og ver- aldleg völd heimtuðu af þeim manneskjum, sem bjuggu í ólöglegri sambúð, var, að þau giftust, — krafa, sem öllum elskendum ætti að vera kært að uppfylla. Þessi rangláti munur, sem gerður var með lögum og venjum á kynjunum, bæði í þessu efni og öðru, hafði oft verið henni hryggðar- efni og var það enn. Hvers vegna var réttur systranna i öllu minni en bræðranna? Hvers vegna voru systumar fædd- ar til ófrelsis og eignaleysis, en bræðrum þeirra fengin öll forráð þeirra í hendur? Mörg vissi hún dæmin til þess, hve hróplega bræðurnir höfðu misbeitt þessu valdi. Marga vissi hún þá konu, sem aldrei á æfi sinni leit glaðan dag fyrir ráðstafanir bræðra sinna. Margar auðugar og gáfaðar konur tærðust upp í vansælu hjónabandi, sem þær höfðu verið reknar í nauðugar vegna hagsmuna bræðra sinna. Að hún var ekki sjálf orðin ein af slíkum konum, var sannarlega ekki nærgætni bróður hennar að þakka, heldur skaphörku og kjarki hennar sjálfrar. Þess vegna gerði hann henni nú allt það illt, sem hann megnaði. — Heyrði ég einhvern hvísla 15 þúsund krónur????

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.