Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 24. ÁGUST 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólf ur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasólu 35,00 kr. eintakið. Viðræður Framsókn- arflokksins og Sjálf- stæðisflokksins um mynd- un nýrrar ríkisstjórnar eru nú á lokastigi að því er virðist. Flest bendir til þess að takast megi að fá samstöðu um málefna- grundvöll, er þessir tveir flokkar gætu byggt á við endurreisn efnahagslífsins og mótun framtíðarstefnu við uppbyggingu atvinnu- og efnahagslífs í landinu, þar sem tryggð yrði full atvinna og um leið stuðlað að jafnvægi I þjóðarbú- skapnum. Brýnasta verk- efnið er að snúa við þeirri öfugþróun og ringulreið, sem hér hefur ríkt undan- farin ár. Þau sjónarmið hafa oft komið fram á undan- förnum árum, að þessir tveir stærstu flokkar þjóð- arinnar gætu ekki starfað saman I ríkisstjórn með góðu móti. í því efni hefur verið vitnað til samstarfs þeirra fyrr á árum, sem á stundum gekk skrykkjótt. Síðast störfuðu þessir flokkar saman á árunum 1950 til 1956. Fyrri hluta þess tímabils hafði Stein- grímur Steinþórsson á hendi forsæti I ríkisstjórn flokkanna, en síðari hluta tímabilsins var Ólafur Thors forsætisráðherra. Þetta stjórnarsamstarf rofnaði 1956, þegar Fram- sóknarflokkurinn gekk til samstarfs við Alþýðuflokk- inn, er leiddi til hræðslu- bandalagsins svonefnda. Þessi endalok stjórnarsam- starfsins hafa verið nefnd sem dæmi um, að samstarf af þessu tagi hljóti jafnan að vera erfitt. Hitt er rétt að leggja áherzlu á í þessu sambandi, að ríkisstjórnir Sjálf- stæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins komu á sínum tíma mörgum góð- um málum fram. Á það er einnig að líta, að aðstæður eru nú allar aðrar en á þeim tima, er samstarf flokkanna rofnaði fyrir 18 árum. Styrkleikahlutfall stjórnmálaflokkanna á Al- þingi nú knýr á um, að þessir flokkar starfi saman og þau verkefni, sem ríkis- stjórnin þarf að leysa, eru þess eðlis, að líklegast er, að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn geti I traustu samstarfi glímt við þann hrikalega vanda. Þær raddir hafa heyrzt, að það skjóti nokkuð skökku við, að Sjálfstæðisflokkurinn standi nú að ríkisstjórn til þess aö endurreisa efna- hagshrunið I samstarfi við þann flokk, er gegndi for- ystuhlutverki I fráfarandi ríkisstjórn. Þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki meirihluta á Alþingi verður ekki hjá því komizt, að hann standi að stjórnar- samstarfi með öðrum flokkum. Eins og sakir standa er líklegast að sam- starf við Framsóknarflokk- inn geti borið góðan árangur. Engum blöðum er um það að fletta, að sigur Sjálf- stæðisflokksins í alþingis- kosningunum byggðist að miklu leyti á afstöðu hans I varnarmálum. Þjóðin hafn- aði stefnu fráfarandi ríkis- stjórnar í þeim efnum og óskaði eftir áframhaldandi varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðild að Atl- antshafsbandalaginu. Ljóst er, að með því móti tryggj- um við bezt öryggi okkar sjálfra um leið og við leggj- um nokkuð af mörkum til þess að treysta varnar- keðju vestrænna þjóða. Framsóknarflokkurinn hefur nú fallizt á, að fram- hjá hinum skýra þjóðar- vilja verði ekki gengið, enda nýtur stefna fráfar- andi stjórnar ekki meiri- hluta á Alþingi. Þetta gerir það að verk- um, að mikilvægt er, að sjálfstæðismenn standi nú að ríkisstjórn, þar sem heil- brigð stefna I varnarmál- um verður mótuð. Sam- starfið við Framsóknar- flokkinn tryggir, að svo muni verða. Mikilvægt er, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi veruleg áhrif I þessum efnum. Þá er og mikilvægt að tryggja nú framgang landhelgismálsins með út- færslu í 200 sjómílur. I því efni hefur Framsóknar- flokkurinn einnig fallizt á sjónarmið sjálfstæðis- manna og lýst yfir því, að útfærsla landhelginnar í 200 sjómílur geti farið fram þegar næsta haust að aflokinni hafréttarráð- stefnunni, ef þar hefur ekki áður náðst samkomu- lag. Ljóst er, að flokkarnir tveir geta staðið að brýn- ustu aðgerðum I efnahags- málum og þannig hafið endurreisnarstarfið í góðu samstarfi. Þá ber að hafa í huga, að í raun réttri er ekki stórvægilegur munur á stefnu flokkanna I grund- vallarefnum þó að ágrein- ingur sé vissulega á ýms- um sviðum. Með góðum samstarfsvilja á því að vera unnt að móta heil- steypta framtíðarstefnu I þessu stjórnarsamstarfi. Á miklu veltur á hinn bóginn, að traust samstarf takist með flokkunum. Það er ein meginforsendan fyr- ir því, að samstarf þeirra geti borið árangur. Misklíð og tortryggni eru vísasti vegurinn til þess að gera góða samstarfsmöguleika að engu. Þess vegna verður að leggja áherzlu á, að traust og heilsteypt sam- starf takist. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks Olíulindir Skota — Hver hagnast mest á þeim? Eftir Joel Cohen FYRIR þrem árum var Aber- deen þekktust fyrir útflutning sinn á fiski, nautakjöti og land- búnaðarafurðum, sem voru sendar til London. Aberdeen var einnig þekkt fyrir háskól- ann, sem þar er og stendur á gömlum merg. Þetta hefur nú allt breyst, og Aberdeen hefur nú fengið það hlutverk að vera miðstöð olíu- vinnslu úr Norðursjónum. Mörgum Ibúum Aberdeen geðj- ast ekki að þessu nýja hlutverki borgarinnar. Það, sem gerðist, var, að árið 1967 hófu olíufélög að reisa olíuborturna í norður- hluta Norðursjávar. Aberdeen, sem er stærsta og nálægasta borg við þessar leit- arstöðvar, er nú orðin miðstöð fyrir framkvæmdir olíufélag- anna; í dag hafa tæplega 150 olíufyrirtæki komið sér upp að- stöðu f borginni. Þótt þessi fyrirtæki hafi að- eins veitt 2000 manns atvinnu, hafa angar olíuvinnslunnar náð til annarra fyrirtækja, þannig að tölurnar eru í sjálfu sér hærri. Hið sama gerist í öðrum hér- uðum Skotlands. Samtímis þvf að litið er á olíu sem meginá- stæðu fyrir auknu fjármagni og gróða leikur ótti á því, að olia hafi I för með sér stundarágóða af ýmsu tagi, en vandræðin verði þó fleiri. I dag veitir vinnsla Norður- sjávarollu rúmlega 6000 manns atvinnu. Nálægt 1000 manns vinna við sjálfa olíuborturnana. Hinir vinna við smíði borpalla og borturna og við þjónustu- störf og áætlanagerð. Þessi tala (6000) er talin verða komin upp I 15 þúsund á næsta ári og 25 þúsund árið 1985. Frá hag- rænu sjónarmiði séð gefur hið mikla flóð fjármagns og fast- eignakaup I tengslum við skosk- an olíuiðnað fulla ástæðu til bjartsýni. í rannsókn, gerðri á vegum Verslunar- og iðnaðar- ráðuneytisins á síðasta ári, var áætlað, að fjárupphæð sú, sem veitt er til olluleitar, myndi hækka úr 200 milljónum punda á þessu ári upp I 400 milljónir punda á því næsta og myndi síðan lækka aftur I 300 milíjón- ir punda um 1980. Fjárfestingin mun hafa I för með sér samhliða aukningu I byggingum, vegagerð, hafna- gerð, flugvallagerð og auknum samgöngum. Stjórnin hefur þegar komið til móts við hinar auknu kröfur, og bygginga- framvkæmdir eru hafnar á nokkrum stöðum á austur- strönd Skotlands. Einkaiðnaður er einnig tekinn að koma til móts við hinar auknu kröfur. Verið er að byggja á vegum einstaklinga hafnarmannvirki fyrir stór olluskip I Aberdeen, Peterhead, Dundee, Montrose, Leirvík og á Hjaltlandseyjum. GÓÐAR HORFUR: Flest verkfræðifyrirtæki Skotlands hafa hagnast á því að leggja til krana, dælur, þjöppur og rafla. Sum fyrirtæki hafa jafnvel aukið starfsemi sina I þágu olíuleitar. Fram til þessa hafa framkvæmdir við olíuleit- ina verið bundnar við austur- ströndina, en eru nú einnig að færast yfir til vesturstrandar- innar, og möguleika á olíuiðn- aði — og þar með öðrum iðnaði til góða — eru sagðir góðir. Samhliða þvl, að skoskur iðn- aður blómgast nú hraðar en iðnaður annars staðar I Bret- landi og tala atvinnulausra lækkar örar en venjulega, eru uppi alvarlegar efasemdir um það, að skoskur iðnaður rlsi undir svo tiltölulega skamm- lífri velgengni, og hvort hann hafi yfir að ráða hæfum starfs- kröftum. Eftir því sem hrifn- ingaraldan yfir olíunni fjarar út, er tekið að spyrja alvarlegra spurninga varðandi langtíma- áhrif olíu I Skotlandi. Er fjár- magnsaukningin meðhöndluð I samræmi við núverandi efna- hagsástand Skotlands? Eru al- mennar fjárveitingar til undir- búningsframkvæmda nægileg- ar? Nýtur skoskt efnahagslíf olíugróðans, eða lendir hann ut- forum world features an Skotlands, I London eða er- lendis? Svör við nokkrum þessara spurninga má finna I hinni svo- kölluðu Hvítu bók stjórnarinn- ar, sem kom út I júll, en I henni birtir stjórnin umfangsmiklar aðgerðir til þess að auka tekjur ríkisins og opinbert eftirlit með öllum framkvæmdum við vinnslu olíu úr Norðursjónum. Fyrsta tillagan er að olíufélög verði að borga sérstakan „gróðaskatt" (profit tax) af olí- unni kominni á land. Þessi aukaskattur er talinn mikilvæg- ur sem mótvægi gegn hækkuðu olíuverði I Mið-Austurlöndum. 1 öðru lagi á það að verða forsenda allra leyfisveitinga I framtíðinni, að sjórnin hafi rétt til að yfirtaka meirihlutann, ef arðbærar oliulindir finnast. Þessari aðferð hefur þegar verið beitt I sambandi við fram- kvæmdir Norðmanna i Norður- sjónum, og leiðir það af sér, að stjónin leggur fram sinn hluta af undirbúningskostnaði. Afleiðingar ákvæða Hvltu bókarinnar fyrir Skota eru óljósar. Stjórnin hefur eflaust reynt að þóknast skoskum þjóð- ernissinnum, sem juku fylgi sitt töluvert I síðustu kosning- um á kostnað skoska verka- mannaflokksins. Skoskur þjóð- ernissinni, Mr. Gordon Wilson, sagði nýlega, að „þetta löghald á náttúruauðlindir Skotlands," myndi vekja mikla mótmæla- og reiðiöldu. Ef efnahagsafleiðingarnar fyrir Bretland eru óljósar, eru þær enn óljósari fyrir E.B.E., sem hefur I ártug stutt sam- eignarstefnu I orkumálum. Hið hækkaða olluverð ýtti enn frek- ar undir slíka stefnu. Evrópu- búar I heild vildu gjarnan, að unnið yrði úr oliubirgðum og gasbirgðum Norðursjávar með þeim vinnuhraða, sem þeim hentaði best, þ.e.a.s. með há- marksafköstum. En Bretar og Norðmenn ihuga takmörkun framleiðslu, eins og olíubirgðir hvorra um sig sýna. Ötti Breta við kröfur E.B.E. er á rökum reistur. Töluverður hluti olíuágóðans er þegar horf- inn úr landi. Að undanteknum hinum risastóru fjölþjóðafyrir- tækjum eins og Shell, Esso, B(ritish) P(etroleum), Total og.Phillips, er megnið af olíu- unni, sem fundist hefur I Norð- ursjónum, I eigu allra þjóða fyr- irtækja. Þar semBandaríkjamennhafa reynslu I oliuvinnslu neðan- sjávar, kemur mikið af tækni- þekkingunni við vinnslu Norð- ursjávarolíunnar frá þeim. Þrátt fyrir Hvítu bókina, er raunin sú, að Skotar hafa misst mörg tækifæri úr höndum sér vegna þess, að ríkisstjórnin reis upp og vildi vera með I olíuæv- intýrinu átta árum eftir að er- lend fyrirtæki byrjuðu að koma sér fyrir I Skotlandi. Er það nokkur furða að skoskir þjóð- ernissinnar vilji fá að stjórna sfnum málefnum I friði fyrir Englendingum? (Þýð: KA.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.