Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGUST 1974 7 MATSEDILL Umsión: VIKONNAK Unnur Tómasdóttir matreiÓslukennari Mánudagur Soðinn fiskur með lauksósu, * hrátt salat, i, Gulrótarsúpa með heitu ostabrauði. Þriðjudagur Kjötdeig með blómkáli, (sjá uppskrift) ★ hrátt salat.A aprfkósusúpa með ristuðum brauðteningum. Miðvikudagur Smásteik með hrærðum kartöflum, * hrátt salat, * spfnatsúpa Fimmtudagur Steiktur fiskur með sftrónu, tómötum og gúrkum, i, brauðsúpa með rjóma. Föstudagur Buff með makkarónum, (sjá uppskrift) i, hrátt salat, # súrmjólkurábætir (sjá upp- skrift). Laugardagur Tómatar með eggjum, (sjá uppskrift) * möndlubúðingur með saft. Sunnudagur Beinlausir fuglar, i, hrátt salat, * rababara- triffle (sjá uppskrift). Kjötdeig með blómkáli 1 blómkálshöfuð, i, 500 g kjötdeig. Deigið er látið þekja botninn í mótinu, hálf soðið blómkálshöfuð er lagt ofan á það, sem eftir er af deiginu, sett yfir. Soðið í vatnsbaði f 3A klst. Brætt smjör eða tómat- sósa er borið með. Nota má hvítkál f staðinn fyrir blómkál. Buff með makkarónum 700 g kindahakk, i, 100 g smjörlíki, *■ 25 g smjör, * 80 g brauðmylsna, i, 1 egg, * salt, pipar. Kjötinu er skipt í 10—12 jafna hluta, sem hnoðaðir eru í hnöttóttar bollur. Kjötboll- urnar eru barðar á bretti í kringlóttar kök- ur. Smjörlfkið brúnað á pönnunni. Buff- sneiðunum er velt upp úr egginu, síðan upp úr brauðmylsnunni, steiktar brúnar 18 mín. Pipar og salti stráð á. Þá er smjörbitanum skipt jafnt ofan á allar buffsneiðarnar. Þeg- ar smjörið er brúnað er kökunum raðað öðru megin á fat, makkrónur látnar í miðj- una og soðnar kartöflur til endanna á fatið. Smjörið er borið með í sósuskál. Makkarónur: Makkarónurnar eru soðnar í saltvatni í 15—20 mfn. Vatninu helt af þeim, settar í pottinn aftur ásamt örl. smjöri og tómatmauki eftir smekk. Súrmjólkurábætir 250 g nýir frosnir eða niðursoðnir ávextir, (ekki má vera of mikill safi saman við þá) * 1 dl rjómi, i, 4 dl súrmjólk, i, 2 maks. sykur, i, 2—3 msk. kókosmjöl. Brytjið ávextina( t.d. epli, perur, banana, appelsfnur) og leggið þá í skál. Þeytið rjóm- ann og blandið honum saman við súrmjólk- ina ásamt sykrinum. Hellið því sfðan yfir ávextina. Brúnið kókosmjölið á þurri pönnu og stráið þvf yfir. Bera má ábætinn fram vel kældan ásamt ískexi eða smákökum. Tómatar með eggjum 4 stórir tómatar, i, 4 egg, i, 15 g smjör, *• salt, pipar, * 15 g brauðmylsna. Tómatarnir eru holaðir innan og stráð í þá salti og pipar. Smábiti af smjöri er lagður á botninn á hverjum tómat og 1 hrátt egg, brauðmylsnu er stráð ofan á. Bakið þá f eldföstu íláti í ofni, þar tii eggin eru hlaup- in. Rababara-triffle 6 kökur (t.d. makkarónukökur), i, raba- baramauk. Eggjabráð ^ 3 dl mjólk, * 2 egg, * 1 msk. sykur, * vanilla, i, 2 blöð matarlím, ★ 2 dl rjómi. Eggjabráð: Mjólin er hituð. Eggin eru aðskilin og rauðurnar hrærðar með sykrin- um og vanillunni. Þegar mjólkin sýður er henni hrært út f rauðurnar smátt og smátt. Hellt í pottinn aftur og hrært í á meðan kremið er að þykkna, má ekki sjóða. Hellt í skál, matarlímið, sem hefur legið í bleyti í 10 mín., er kreist upp og látið út f kremið. Hræra verður í kreminu á meðan matarlím- ið bráðnar. Þegar það er orðið þykkt, en þó ekki alveg hlaupið er stífþeyttum hvítunum og hluta af þeyttum rjómanum blandað saman við kremið. Rababara-triffle Kökumolar eru látnir á botninn á gler- skál, síðan rababaramaukið, sem er vel þykkt, þá eggjabráðin. Þegar þetta er orðið kalt er það skreytt með afganginum af rjómanum. Eitt og annað um tómata Nú höfum við tómata á markaðnum og eins og ég hef áður rætt um finnst mér sjálfsagt að nýta hverja grænmetistegund eins og hægt er, jafnvel þó að dýrar séu. En allar fæðutegundir, sem eitthvert næringargildi hafa, eru dýrar. Tómatar gefa okkur bæði steinefni og vftamín og hafa því verulegt næringargildi. Góðir tómatar eiga tæplega að vera full- þroskaðir, stinnir, vel sneiðfastir og með þunnt hýði. Tómatar eru hreinsaðir undir rennandi köldu vatni. Ef afhýða á tómata er þeim drifið augnablik ofan í sjóðandi vatn síðan í kalt þá á að vera auðvelt að ná af þeim hýðinu, einnig er hægt að halda tómötum í 1—2 mfn. yfir gufu og afhýða þá á eftir. Tómatar eru notaðir f salöt, súpur og sósur. Það má hola þá að innan og setja alls konar fyllingu í þá. Grænir tómatar eru borðaðir súrir með kjötréttum, eða þeir eru hafðir sæt-súrir og þá borðaðir sem ávextir. Þá eru þeir oft bornir fram með ýmsum ábætisréttum. 2ja — 3ja herb. íbúð óskast til leigu. Skilvís greiðsla. Vinsamlega hringið i síma: 1 7008. Reglusöm systkini utan af landi vantar 2ja herb. íbúð nú þegar. Erum við nám í Háskóla og Verzlunarskóla. Upplýsingar í síma 33449 kl. 5—8. Pennavinir um allan heim Kynningarþjónusta um allan heim. Myndskreyttur alþjóðapennavina baeklingur. Ókeypis. Skrifið i dag: Five Continents Ltd., Waitakere, New Zealand. Ungt reglusamt par, sem bæði vinna úti, barnlaus, vantar litla íbúð til leigu strax. Uppl. í síma 71431. 2ja — 3ja herb. íbúð óskast á leigu. Fyrirframgreiðsla. Sími 16310 eftirkl. 20.00. 2ja — 3ja herb. íbúð óskast til leigu í Hafnarfirði, helzt sem fyrst. Upplýsingar í síma 50948. Au pair stúlka ekki yngri en 1 7 ára öskast á isl.-danskt heimili. Gott kaup, fritt fæði og húsnæði. Tilb. með nafni og síman. sendist afgr. Mbl. merkt: 401 4 Innflutningur Gjaldfrestur. Getum annast innflutning gegn gjaldfresti., Tilboð er greini vöru- tegund sendist afgreiðslu blaðsins merkt „401 7". Mercury Comet 1972 2ja dyra sjálfskiptur. Ekinn 34. þús. milur. Fallegur bill. Til sýnis að Brautarholti 20, simi 1 3285. Cortina 1600 Óska eftir að kaupa Cortinu 1600 '73 eða Peugeot 404 72. Aðrar tegundir koma til greina. T.d. japanskar. Simi 51452. Kona, með góða vélritunar- og tungu- málakunnáttu óskar eftir starfi i um það bil fimm mánuði. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir mánaðarmót merkt: „401 9". Pfitiröimblntiií) =p« mRRCFRLDRR mÖCULEIKR VDRR Öllum vmum mínum og frændum nær og fjær, sem minntust mín á afmæ/isdaginn 16. ágúst, þakka ég af alhug, og óska ykkur al/s góðs. Ágúst Kvaran, Akureyri. Okkar landsþekktu Bylgjuhuröir framleiðum við eftir máli. Huröir hf. Skeifan 1 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.