Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGUST 1974 | ÍMTMÍTTIR MORGHMBLAÐSIWS Sigur á síðustu stundu í keppn- inni við Glasgow Frá Gylfa Kristjánssyni, frétta- manni Mbl. með körfuknattleiks- liðinu. Eftir æsispennandi lokamfnútu f borgakeppni Reykjavfkur og Glasgow f körfuknattleik fór svo, að það voru Reykvfkingarnir, sem stóðu með pálmann f hönd- unum. 64:62 urðu úrslit leiksins — naumari gat sigurinn tæpast verið, en eftir atvikum mátti Is- lendingarnir vel við þessi úrslit una. Þeir höfðu átt undir högg að sækja lengst af leiknum og tókst ekki að jafna fyrr en f seinni hálfleik. Virtist taugaóstyrkur há hjá sumum fslenzku leikmann- anna, enda fyrsti stórleikur margra leikmannanna. I liði Glasgow-borgar eru sex landsliðsmenn, og lék liðið mjög vel til að byrja með og virtist stefna í það að íslenzka liðið yrði kafsiglt. Eftir örstutta stund var staðan orðin 6:0 fyrir Skotana og um miðjan hálfleik var staðan 18:8. Skotanýting íslendinganna í þessum leikkafla var með afbrigð- um slæm — eða ekki nema um 22%. Var það ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að liðið fór að ná sér á strik og tókst að minnka muninn niður í 5 stig fyrir hálf- leik 32:27. Munaði þar mestu, að fslendingarnir hittu úr 9 af þeim 10 vítaskotum, sem þeir fengu á lokamínútunum. 1 seinni hálfleik breytti ís- lenzka liðið um vörn. 1 fyrri hálf- leik hafði verið leikin „maður á mann" vörn, en í seinni hálfleik var tekin upp svæðisvörn, sem gaf miklu betri raun, auk þess sem Framhald á bls. 23. FH tapaði kærunni EINS og frá hefur verið skýrt f Mbl. kærðu FH-ingar Hauka eftir leik liðanna f 2. deildar keppn- inni f knattspyrnu, en þeim leik lyktaði með jafntefli. Töldu FH- ingar, að Haukar hefðu notað of marga leikmenn úr öðrum flokki f leiknum, en samkvæmt reglum KSl má aðeins nota 4 leikmenn úr 2. flokki f meistaraflokksleik. Iþróttadómstóll Hafnarfjarðar hefur nú fellt úrskurð f máli þessu, og dæmir Hauka sýkna saka, á þeim forsendum, að þótt fleiri leikmenn úr 2. flokki en fjórir hafi verið skráðir á leik- skýrslu, félagsins í viðkomandi leik, þá hafi aðeins fjórir leikið. Telur dómstóllinn, að komi leik- maður ekki inná í Ieik, verði ekki unnt að telja, að hann hafi tekið þátt í leiknum. Er þessi úrskurð- ur dómstólsins í samræmi við þær reglur, sem viðteknar hafa verið. Leikmenn í knattspyrnu hafa t.d. ekki fengið landsleiki skráða, nema þeir hafi komið inná, jafnvel þótt þeir hafi verið valdir sem varamenn í liðið. Logi sækir að Þróttarmarkinu í leiknum í fyrrakvöld, en Halldór Bragason og Jón Þorbjörnsson eru til varnar og höfðu þarna betur. FH-in2ar í 1. eftir 1:0 sig- ur yfir Þrótti FH VANN Þrótt 1—0 á Þróttar- vellinum við Sæviðarsund á fimmtudagskvöldið og tryggði sér þar með sæti f 1. deild á næsta ári. Þetta er f fyrsta skipti, sem félagslið frá Hafnarfirði nær þessum árangri, en árin 1957, 1958 og 1961 lék lið frá IBH f 1. deild. Skömmu eftir það fóru Hafnarfjarðarliðin að senda lið til keppni f 2. deild f sitt hvoru lagi. Arangurinn af þvf starfi er kominn f ljós, þvf annað liðið, FH, hefur eins og áður er sagt tryggt sér sæti f 1. deild, en Hauk- ar eru f 3ja sæti f 2. deild. Sigur FH yfir Þrótti var verð- skuldaður, þvf þeir voru betri aðilinn allan leikinn, þó sérstak- lega er Ifða tók á sfðari hálfleik. Leikurinn var ekki vel leikinn, enda vart við þvf að búast, þar sem vallarskilyrði bjóða ekki upp á slíkt. Fátt gerðist markvert tíl að byrja með í leiknum, eða allt þar til á 10. mín. Þá myndaðist þvaga fyrir framan mark Þróttar og náði Jón Þorbjörnsson markvörður ekki til knattarins, sem rúllaði til Helga Ragnarssonar, sem ekki var seinn á sér að ýta honum yfir marklínuna í mannlaust markið. Það sem eftir var hálfleiksins var lítið um marktækifæri, nema hvað á 23. mfn. átti Gunnar Ingvarsson skot ofan á þverslá eftir aukaspyrnu og rétt fyrir leikslok áttu Aðalsteinn örnólfs- son og Þórður Hilmarsson þokka- leg tækifæri, en Ömar Karisson markvörður FH varði vel. Síðari hálfleikur: Sfðari hálfleikur var mun skárri og bauð uppá nokkur skemmtileg marktækifæri og oft ágæt tilþrif, en fleiri mörk voru ekki skoruð, þannig að leiknum lauk með 1—0 sigri FH. Lið FH var vel að sigrinum komið, enda er liðið skipað ungum leikmönnum, sem eru sér- lega baráttuglaðir. Erfitt er að tala um að einn sé öðrum betri, en í þessum leik sýndi Ólafur Dani- valsson mikla yfirferð og dugnað. Þá voru Janus Guðlaugsson og Viðar Halldórsson góðir. En eins og áður segir er liðið í heild mjög áþekkt að styrkleika og auðséð er að hinn skozki þjálfari þeirra, Pat Quinn, hefur náð góðum árangri í sumar með liðið. I liði Þróttar bar mest á Hall- dóri Bragasyni, sem eins og svo oft áður stóð fyrir sfnu og vel það. Jón Þorbjörnsson gerði margt vel í markinu, en framlínan var bit- laus. Þróttarar léku oft vel útr á vellinum, sérstaklega í fyrri hálf- leik, en ef á heildina er litið er vörnin sterkari hluti liðsins. Við óskum FH til hamingju með að hafa hlotið sæti f 1. deild og vonandi verður það til þess, að flýta þvf, að Hafnfirðingar eignist grasvöll, enda er vart annað sæm- andi jafn stóru bæjarfélagi sem Hafnarfjörður er. Samkvæmt Mótaskrá KSI á FH að leika sinn siðasta leik f 2. deild gegn Isafirði, laugardaginn 31. ágúst. Þeim leik hefur nú verið flýtt og verður hann leikinn á Kaplakrikavelli fimmtudaginn 29. ágúst kl. 19.00. Að honum . loknum verður FH afhentur bikar sá, sem keppt er um í 2. deild. Tryggja Akurnesingar sér meistaratitilinn í dag? MEÐ sigri f leik sínum gegn Vfk- ingum f 1. deildar keppni Islands- mótsins f knattspyrnu á Akranesi í dag geta Akurnesingar tryggt sér Islandsmeistaratitilinn f ár. Þeir hefðu þar með hlotið 21 stig, en Keflvfking, þeir einu, sem ógnað geta sigri Akraness, ættu mest mögu- leika á 20 stigum. Akurnesingar munu þvf örugglega leggja sig fram f leiknum f dag, og freista þess að tryggja sigur sinn, cn á sama hátt munu Vfkingar berjast, þar sem mikið er í húfi fyrir þá. Tap á Akranesi f dag þýðir, að þeir halda sig enn á botninum f 1. deild, en sigur eða jafntefli getur haft afgerandi þýðingu fyrir lið- ið. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Akurnesinga 1:0, f leik þar sem Víkingar höfðu miklu betur frá upphafi til enda. Voru allir sammála um, að Akurnesingar hefðu unnið mikinn heppnissigur í þeirri viðureign. (Jrslitakeppnin í 3. deild stendur nú yfir. Þessi mynd var tekin í leik Stjörnunnar úr Garöa- hreppi og KS frá Siglufirði í keppninni í fyrrakvöld, en Stjarnan sigraði f þeim leik 2—1. Önnur úrslit í 3. deildar keppninni í fyrra- kvöld urðu þau, að Vfking- ur Ölafsvík og Reynir úr Sandgerði gerðu jafntefli 1— 1, Austri frá Eskifirði vann Þrótt frá Norðfirði 2— 0 og Reynir frá Áskóg- strönd vann Stefni frá Suð- ureyri 1—0. Þrjár bókanir — enginn dómur, vikið af velli — enginn dómur FLESTIR bjuggust við þvf, að Marteinn Geirsson, einn sterk- asti leikmaður Fram, yrði f leikbanni f leiknum gegn KR f gærkvöldi, þar sem hann hefur fengk* þrjár bókanir f sumar. Svo var þó ekki þar sem skýrsla um eina bókunina hefur aldrei borizt aganefnd KSl. Virðast dómarar geta haft sfna hentisemi með það hvort þeir senda inn skýrslur um bókanir sfnar eða ekki. Nær það náttúruiega ekki nokkurri átt og var þetta mál til umræðu á stjórnarfundi KSt f fyrradag. Var Bjarna Felixsyni falið að skrifa samtökum knattspyrnu- dómara og áminna þá um að senda inn skýrslur noti þeir gula spjaldið eða það rauða. Páli Björgvinssyni var vikið af velli f leik Vfkings og KR f bikarkeppninni á dögunum. Leikmaður, sem vfsað er af velli, á á hættu að fá leikbann, minnsta lagi einn leik, mesta lagi þrjá. Þó svo að aganefnd KSt hafi haldið tvo fundi frá þvf Páli var vikið af vclli hefur hún enn ekki heyrt neitt um það frá dómara leiksins og Páll sleppur þvf sennilega án leik- banns. Er þetta ekki f fyrsta skipti f sumar, sem leikmaður, sem vikið hefur verið af velli, sleppur án þess að fá lcikbann. I Vestmannaeyjum mætast heimamenn og Akureyringar, og er þar einnig um að ræða botnbar- áttu. Fyrri leikinn, sem f ram fór á Akureyri, unnu Vestmannaey- ingar með yfirburðum, eða 3:0, og sigur í leiknum í dag myndi færa þá endanlega af hættusvæðinu í 1. deildinni. Fjórði leikurinn f 13. umferð verður svo leikinn á Laugardals- vellinum annað kvöld, og mætast þar Valur og ÍBK. Urslit í fyrri leik þessara liða urðu markalaust jafntefli. Einnig þessi leikur hefur mjög mikla þýðingu, sér- staklega fyrir Valsmenn. Einn leikur verður í 2. deild í dag. A Isafjarðarvelli leika Isfirð- ingar og Völsungar, liðin sem eru við botninn á 2. deildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.