Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 13
MORGUNJSLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGUST 1974 13 BANGLADESH 50 MÍLUR URAhKi*Puin* ASSAM Nasirabod VESTÚR| BENGAL Chittogong Potuakholi BENGALFLÓI Það er eins og fólkið, sem býr á þessu svæði, sé hætt að reyna að bera hönd yfir höfuð sér, hætt að reyna að bjarga bústofni sínum eða eigum í hamförunum. Fréttamaður, sem fylgdist með björgunar- starfi hermanna í flóðunum 1970 segir, að „fátt hafi bent til, að fólkið, sem þarna lifir, hafi tök eða getu til að sjá um þetta starf. Með fáum undan- tekningum virðist það hafa lít- inn áhuga á því að byrja að hreinsa til og bjarga því, sem bjargað verður". Þúsundir tjalda voru flutt tii flóðasvæð- anna, en bændurnir gátu ekki sett þau upp. Hersveitunum fór að finnast, að „fólkinu sé sama; það stendur bara og horfir á meðan hermennirnir ösla um í svitabaði og krossbölvandi, og rogast með nýjar birgðir". Hvað er hægt að gera? Ár eftir ár hefur þessi spurning verið borin fram og ár eftir ár hefur lítið sem ekkert verið gert. Frambúðarvarnir kosta mikið átak og mikla fjármuni. Bandarískur sérfræðingur telur, að þær muni kosta jafn mikið og heildaraðstoð við þróunar- löndin hefur numið síðustu tvo áratugi. Mikill hluti þess fjár hefur þó nýtzt betur, ef honum hefði verið veitt í slikan fram,- tíðarsjóð. Viðvörunarkerfi, sem sett var upp í Cox's Bazar árið 1969 tókst þó ekki að gefa merki um komu hvirfilvindsins, sem skall á I nóvember 1970. Auk þess eiga mjög fáir bændur smára- tæki (transistortæki). Áfallið mikla þetta ár vakti upp þungar ásakanir á hendur ríkisstjórn Pakistan fyrirað hafa ekki gert þær ráðstafanir, sem til þurfti. Krafan um sjálfstæði Bengal fékk byr undir vængi. Einn af forystumöhnum sjálf- stæðishreyfingarinnar kallaði hinar misheppnuðu björgunar- aðgerðir „vísvitandi morð, framið með köldu blóði". Þetta var Sheikh Mujib sem nú er í forsæti rikisstjórnar sjálfstæðs ríkis, — Bangladesh. Nú er það skylda þeirrar ríkisstjórnar að gera þær ráðstafanir, bæði skammtímaráðstafanir og til langframa, sem Pakistanar voru sakaðir um að gera ekki. En til þess þarf vitaskuld al- þjóðlega aðstoð. Bangladesh bindur nú miklar vonir við, að Alþjóðabankinn bregðist vel við þeirri beiðni, að komið verði á víðtæku hjálparsamstarfi með langtímaráðstafanir að mark- miði. # Vatnsborðið hækkar stöðugt umhverfis heimili þessarar konu í Dacca, höfuðborg Bangladesh, og einu stóru borg landsins. Samt þvær hún fötin af fjölskyldunni eins og venju- lega. Myndin er tekin fyrr í þessum mánuði. Þarern farirog hörm- # Þessi litli drengur kemur snöktandi móður sinni undan vatnavöxtunum sem fært höfðu heimili þeirra í kaf í þorpi einu í Bangladesh nýlega. 9 „VERSTU náttúruhamfarir mannkynsins" — „Eitt af stærstu áföllum sögunnar". Sllkar og þvílíkar fyrirsagnir eftir hvirfilvindinn mikla árið 1970 í Austur-Bengal, eða Bangladesh eins og svæðið nefnist nú, horfðu algerlega framhjá þeirri staðreynd, að flóð, hvirfilvindar, uppskeru- tjón og dauði eru og hafa verið hluti af daglegu lífi bændanna, sem þarna búa. Hin miklu flóð, sem þar hafa verið að undan- förnu, en nú sýnast vera I rén- un, eru því ekki undantekning, heldur reglan. Bangladesh er sífellt á barmi eyðileggingar. 0 Bangladesh er þjóðfélag, sem ekki ræður við slík áföll, og, að því er sumum finnst, reynir lítið í þá átt. Það er eins og þetta bændaþjóðfélag líti á sig sem ofurselt óumflýjanleg- um örlögum. Þrátt fyrir það, að Bangladesh njóti góðs af alþjóðlegu hjálparstarfi, eru uppi háværar raddir um, að slíkt hjakk dugi ekki ár eftir ár. Bangladesh verði sem sjálf- stætt land að reyna að byggja upp varnir gegn þessum svo að segja árlega vágesti. Að undan- förnu hefur þannig borið á nokkurri tregðu varðandi hjálparstarf erlendis frá bæði vegna aðgerðaleysis ríkisstjórn- ar Bangladesh við að leysa vandann til frambúðar að svo miklu leyti sem unnt er, og vegna þess, að nokkur hluti þeirrar hjálpar, t.d. peninga, sem sendur hefur verið til landsins hefur ekki verið nýtt- ur, eða ekki verið nýttur á ábyrgan hátt. Þessar náttúruhamfarir, sem dynja á Bangladesh, stafa af tveimur orsökum. í fyrsta lagi eru það flóð í ánum. Þau geta orðið í apríl eða maí, og stafa af þíðu í hinum snæviþöktu Himalajafjöllum, eða af regni vegna hvirfilvinda úr norðvestri og síðar I júlí—ágúst úr suð- vestri. Þetta síðarnefnda er það, sem dundi yfir Bangla- desh í ár. í öðru lagi eru það svo hvirfil- vindarnir, sem einkum skella á Bengalflóann af loftslags ástæðum. Harmsaga þessa svæðis er aldagömul, en rifja má upp nokkuð af því sem dunið hefur yfir undanfarna tvo áratugi. Alvarleg flóð urðu árin 1954, 1955, 1956 og 1958. Síðan urðu enn meiri náttúruhamfarir árið 1960 þegar hvirfilvindar fylgdu I kjölfar flóða með mikl- um sjógangi. Var 10.000 tonna skipum kastað á land upp og 6.000 manns fórust. Átið 1 962 varð tvöfalt áfallaár. Það hófst með flóðum í norður- hluta landsins og í Assam, þar sem um 600 þorpum var skolað burtu af Brahmaputra- fljóti. Síðan komu feikileg flóð í monsúnrigningunum og ullu tjóni fyrir 15 milljónir manna. Árið 1963 varð svipað og fórust hátt í 10.000 manns. 1964 og 1965 voru fastir liðir eins og venjulega, svo og 1966. Næsta ár, sem komst i frétt- irnar, var svo árið 1970. Þá byrjuðu flóðin í júlf, en mestu hamfarirnar komu hins vegar með hvirfilvindi í nóvember. Hafið gleypti þá 2.000 manns og heilu eyjarnar. Þegar yfir lauk var talið, að ekki færri en 150.000 manns hefðu farizt, m.a. i kólerufaraldri. ungar daglegt branð Bangladesh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.