Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 10
J0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGUST 1974 Vestur-Þjóðverjar sætta sig ekki við að hverfa af íslandsmiðum Caraeas, 21. ágúst, frá Margréti R. Bjarnason. LÖGFRÆÐILEGUR ráðunautur vestur-þýzku sendinefndarinnar á hafréttarráðstefnunni í Caracas, Guenther Jaenicke prófessor við háskólann í Frankfurt, sagði í samtali við íslenzku fréttamenn- ina hér, að Islendingar hefðu get- að tafið um eitt til eitt og hálft ár fyrir þvf, að alþjóðadómstóllinn kvæði upp úrskurð í málum Breta og Þjóðverja gegn þeim, ef þeir hefðu tekið þátt í málarekstrinum þar. Sagði prófessor Jaenicke, sem annaðist málflutning fyrir vestur-þýzku stjórnina gegn Is- lendingum, að reglur dómsins væru þannig, að málflutningur hefði tekið sýnu lengri tíma og hugsanlega hefði verið hægt að fresta úrskurði þar til útséð væri um niðurstöðu hafréttarráðstefn- unnar, ef hún þá lægi fyrir á næsta ári, eins og menn gerðu sér vonir um. Þess bæri þó að gæta, að aðildarríkin ættu þá eftir að staðfesta þá samþykkt, sem gerð yrði — og sagðist prófessorinn þeirrar skoðunar, að úrskurður- inn yrði tæpast miklu öðru vísi, þó að uppkvaðning hans hefði frestazt um ár, því að dómar- arnir hefðu kannað málið vel frá sjónarhóli Islendinga. Þó hefði það vissulega ekki verið verra fyr- ir Islendinga að standa sjálfir fyr- ir máli sínu. Hann taldi alveg fráleitt, að ís- lendingar virtu ekki úrskurðinn, sagði, að það yrðu öll ríki að gera, sem ættu aðiid að Sameinuðu þjóðunum. Aðspurður um áhrif úrskurðar- ins á gang ráðstefnunnar sagði Jaenicke, að um það væri ekki gott að segja — þó væri ekki ósennilegt, að hann skerpti skiln- ing manna á því, hversu nauðsyn- legt væri að taka tillit til hags- muna allra. Við ræddum samtímis við for- mann vestur-þýzku sendinefndar- innar, Karl Hermann Knoke sendiherra, sem sagði, að ráð- stefnan hefði ekki gengið miklu hægar en hann hefði átt von á og til dæmis teldi hann starf 2. nefndar hafa gengið betur en oft áður á undirbúningsfundum hafs- botnsnefndarinnar. Tillögum hefði verið fækkað mjög verulega og málin hefðu skýrzt. Hugmyndina um auð- Frúarleikfimi Innritun hefst mánudaginn 26. ágúst kt. 13.00. Morguntimar Dagtímar Kvöldtímar Sauna og háfjallasól. Góð húsakynni. Allt úrvals þjálfarar. JUDO-deild Ármanns Ármúli 32, Sími 83295. Frá Norræna húsinu Kór Veitvet tónlistarskólans í Oslo syngur í Norræna húsinu kl. 1 7 I dag. Stjórnandi TOR SKAUGE. Aðgangur ókeypis. Litmyndasýning norræna Ijósmyndarasambandsins er opin í sýningarsölum Norræna hússins (i kjallaranum) kl. 14:00 — 1 9:00 til 1. september n.k. Verið velkomin. Norræna H úsið NORRÍN4 HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS ________________________________________________________I PÓSTUR OG SÍMI Nemendur Verða teknir í símvirkja- og loftskeytanám nú í haust, ef næg þátttaka fæst. Umsækjendur um símvirkja- og loftskeytanám skulu hafa gagnfræðapróf eða hliðstætt próf og ganga undir inntökupróf í stærðfræði, ensku og dönsku. Inntöku- próf verða 10. september og verða nánar tilkynnt síðar. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði Póst- og símahússins við Austurvöll. Umsóknir ásamt heilbirgðisvottorði og Ijósriti af próf- skírteini skulu berast fyrir 6. september 1 974. Nánari upplýsingar í síma 26000. PÓST- OC SÍMAMÁLASTJÓRN lindasvæði sagði Knoke að Vestur-Þjóðverjar væru tilbúnir að ræða með því skilyrði, að strandríki fengju ekki fulla lög- sögu yfir auðlindasvæði. Þeir væru reiðubúnir til að ganga verulega til móts við kröfur strandríkja um rétt til friðunarað- gerða ef þörf krefði, en þeir gætu ekki fallizt á fullan yfirráðarétt strandríkja yfir fiskveiðum vegna þess, að þá mundi mikið af sjávar- afla lenda innan lögsögu rlkja, sem ekki hefðu bolmagn til að nýta hann. Leyfa yrði öðrum rfkj- um aðgang að aflanum umfram það, sem strandríkin gætu ekki veitt. Ég spurði Knoke, hvort Vestur- Þjóðverjar myndu sætta sig við að hverfa af Islandsmiðum ef Islend- ingar efldu svo fiskiðnað sinn, að þeir gætu veitt allan þann fisk, sem fáanlegur væri innan 200 mflna — en þvf svaraði hann neit- andi, þeir myndu ekki sætta sig við það. Og Jaenicke bætti við, að þeir teldu það mjög svo efnahags- lega óhagkvæmt, að eitt rfki byggði upp fiskiðnað sinn meðan annað væri neytt til að leggja sfnum skipum! Nauðsynlegt væri að dreifa þessum auðlindum milli þjóða. — Hvers vegna honum fyndist frekar ætti að dreifa fiskinum milli þjóða en afrakstri auðlinda f landi? Þvi svaraði hann ekki beint, en sagði, að Is- lendingar þyrftu endilega að efla hjá sér iðnað, það væri slæmt að vera svona háðir fiskveiðum, fisk- iðnaður væri svo óáreiðanlegur, verðsveiflur svo mikiar og þar fram eftir götunum. Báðir Þjóðverjarnir höfðu heyrt um vfraklippingarnar heima á dögunum og um vörpurn- ar, sem fundizt höfðu fóðraðar, en þeir vildu ekki mikið um það mál segja, þar sem þeir hefðu ekki allar staðreyndir málsins undir höndum. Þó sögðu þeir, að væru ásakanir Islendinga varðandi vörpurnar á rökum reistar, yrðu eigendur skipanna að sjálfsögðu að svara fyrir þetta brot á alþjóða- lögum og reglum. Hins vegar sögðust þeir ekki sjá, hvers vegna vestur-þýzkir togarar ættu að brjóta þannig settar reglur. Glafkos Klerides forseti kom til bandarfska sendiráðsins f Nikósfu eftir morðið á sendiherra Bandarfkj- anna, Roger Davies, til þess að láta f ljðs samúð sfna. Hann bar gasgrfmu þar sem bandarfskir iandgönguliðar höfðu beitt gasi til þess að bægja frá fólki, sem tðk þátt f mðtmælaaðgerðum við sendiráðið. Hömlum létt í Suður-Kóreu Seoul, 23. ágúst, Reuter, NTB, AP. CHUNG Hee Park forseti Suður- Kóreu aflétti í dag banni við gagnrýni á stjórnina og stefnu hennar, aðeins átta dögum eftir að kona hans beið bana, þegar reynt var að ráða hann af dögum. Morð forsetafrúarinnar hefur eflt þjóðareiningu i Suður-Kóreu og kunnugir telja ráðstöfun Parks forseta sýna, að hann telji ekki lengur vera þörf á róttækum ráð- um til þess að halda andstæð- ingum stjórnarinnar f skef jum. Um 170 menn hafa verið dæmd- ir samkvæmt tveimur tilskip- unum, sem Park hefur nú numið úr gildi. Samkvæmt þeim var lagt bann við allri andstöðu gegn stjórnarskránni frá 1972, sem veitti forsetanum alræðisvald. Stjórnarandstæðingar hvetja Park til þess að náða alla, sem hafa verið dæmdir fyrir brot á þessum tilskipunum. 14 hafa ver- ið dæmdir til dauða, en hinir frá þriggja ára fangelsi til lffstíðar- fangelsis. Við útvegum: Hljóöeinangraöar huröir og skilrúmsveggi. Hurðirhf. — Skeifan 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.