Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 8
g MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGUST 1974 Björn Matthíasson: Um kjötskortinn Þessa dagana hefur staðið mikill styr um, að skortur sé orðinn á kjöti í búðum bæjar- ins, og er ekki laust við, að margir gruni seljendur um að halda I birgðirnar, þar til hærra verð er komið. Ekki vil ég ræða þann grun, heldur benda á, að kjötskortur- inn stafar fyrst og fremst af alvarlegum mistökum og hand- vömm hjá forráðamönnum landbúnaðarins. Samkvæmt júlíhefti Hagtíðinda f ár hefur útflutningur á frystu kinda- kjöti fyrstu sex mánuði þessa árs verið 1489,6 tonn, en fyrir þetta magn fengust 159.7 millj. kr. eða rúmar 107 kr. á kg. Á tímabilinu frá 20. maí sl. hefur óniðurgreitt heildsöluverð hér innanlands hins vegar verið nær þrefalt hærra, eða 289.40 kr. Mismuninn hefur orðið að taka úr rfkissjóði, en skylt er að benda á, að fyrir 20. maí var innanlandsverðið lægra en að ofan greinir. Afleiðingin af þessu út- flutningsæði hefur orðið sú, að ríkissjóður hefur pungað út hvorki meira né minna en um 390 millj. kr. í útflutningsupp- bætur á kindakjöt það sem af er af þessu ári, en eitthvað af þvf mun vera vegna framleiðslu og útflutningsfyrir áramót. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi, að tæp 40% af þessum kjötútflutningi áttu sér stað f maí og júnf, eftir að sýnt var, að niðurgreiðslur innan- lands á kjöti mundu stórauka eftirspurnina eftir þessari vöru. Hefði sá útflutningur ekki átt sér stað, væri nú nægi- legt kjöt til að mæta eftirspurn- inni til haustslátrunar. Ég hygg að ofangreindar tölur undirstriki enn betur það, sem ég hefi bent á fyrr, að óreiðan og fyrirhyggjuleysið í skipulagi landbúnaðarmála er löngu orðið að hneyksli. For- ráðamönnum landbúnaðarins virðast það auðsjáanlega góð og gild viðskipti að selja kindakjöt úr landi fyrir 107 kr. kg. að meðaltali, méðan þó er hægt að fá 158 kr. fyrir kg. i smásölu (eftir niðurgreiðslu) hér heima fyrir og 120,60 kr. f heildsölu. rmMifi Unglingsstúlka óskast Undirrituð samtök óska eftir að ráða unglingsstúlku til sendilsstarfa. Vinsamlegast hafið samband í síma 24473 sem fyrst. Félag íslenzkra iðnrekenda Landssamband iðnaðarmanna Útf/utningsmiðstöð iðnaðarins Vaktavinna — Dagvinna Viljum ráða nú þegar karlmenn og kven- fólk til starfa í verksmiðju okkar. Vakta- vinna, dagvinna. Upplýsingar hjá verk- stjóra, (ekki í síma). Hampiðjan h. f. Stakkholti 4 Kópavogur og nágrenni Óskum að ráða menn til eftirtalinna starfa: Þrjá menn í framleiðsludeild. Einn mann til lagerstarfa. Ennfremur bifreiðastjóra með meirapróf eða eldri réttindi á vörubifreið. Upplýsingar veittar á staðnum hjá verk- stjóra ekki í síma. Málning h. f., Kársnesbraut 32, Kópavogi. Símavarsla — Bókhald. Iðnaðar og verslunarfyrirtæki í mið- borginni óskar að ráða stúlkur til eftirtal- inni starfa. 1) Stúlku til símavörslu og vélritunar. 2) Stúlku í vélabókhald. Starfsreynsla æskileg. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Morgunblaðinu „Merkt 401 3“ Fyrir 1. september. Rennismiðir óskast Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs, Hafnarfirði, sími 52540. Skrifstofustörf Viljum ráða stúlku til vélritunar og síma- vörslu og ennfremur stúlku til vinnu við reikningshald. Umsóknir sendist í póst- hólf 529. Atvinna óskast Ungur einhlypur maður mað Verzlunarskólapróf hefur áhuga á að flytjast út á land og starfa að verzlun og viðskiptum. Margt annað kemur þó til greina. Hef reynslu i sölumennsku. Tilb. sendist Mbl. fyrir 2. sept. merkt: „Trúverðugur — 4009". Blómaverzlun — afgreiðslufólk (karl eða konu) vantar í blómaverzlun. Upplýsingar um aldur og fyrri störf, Skrifstofustulka Öryggiseftirlit ríkisins óskar að ráða skrif- stofustúlku til almennra skrifstofustarfa um óákveðinn tíma. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir um aldur, mennt- un og fyrri störf sendast skrifstofu eftir- litsins Bræðraborgarstíg 9 Rvík., fyrir 30.8. n.k. 22 ára kennari með stúdentspróf óskar eftir atvinnu sem fyrst. Margt kemurtil greina. Upplýsingar í síma 32558. 4406," fyrir 1 . sept. Lagermaður óskast Stórt heildsölufyrirtæki óskar að ráða röskan og ábyggilegan mann eða konu til afgreiðslu á snyrti- og hjúkrunarvörum. Umsóknir sendist í pósthólf 555, merkt: Lagerstörf. Afgreiðslustarf Viljum ráða nú þegar afgreiðslumann í byggingavörudeild okkar á Selfossi. Kaupfé/ag Árnesinga. Stúlkur óskast til starfa við Ijósmyndagerð. Einnig stúlka með vélritunarkunnáttu til símavörzlu. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir 30. ágúst merkt: „Ijósmyndagerð 4407". Trésmiðir og byggingar- verkamenn. Óskum að ráða nú þegar trésmiði og byggingaverkamenn. Löng vinna. Hádegismatur á vinnustað. Uppl. gefur verkstjóri í s. 35751. Pressari óskast Óskum eftir að ráða mann í buxnapress- un. Uppl. veittar á staðnum kl. 1 —5 n.k. mánudag. FATAGERÐIN BÓTh/f Bolholti 6 (3. hæð) Tónlistakennari með langa starfsreynslu við tónlistaskóla óskar eftir starfi. Tilboð með upplýsingum um laun og starfsaðstöðu sendist Mbl. fyrir 1 . sept n.k. merkt „Presto — 401 5".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.