Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGÚST 1974 21 BRÚÐURIN SEM HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir I l hallaði sér fram og sagði hrað- I mælt: | — Christer. Vertu nú ekki . svona tortrygginn við þennan I elskulega pilt. Þú ættir öllu held- | ur að þakka honum fyrir allt, sem i hann hefur sagt okkur, og nú ! finnst mér að þú ættir að koma I með okkur út á gott veitingahús | og fá þér smurt brauð og eitthvaö . hressandi að drekka. - Hún var undur bliðleg og .til- 4 - boðið var freistandi, en Christer i hafði um annað að hugsa. Hann hafði ákveðið að komast I að þvi, skref fyrir skref, hvað | Anneli hafði tekið sér fyrir hend- . ur þar til hún mætti hinum svip- * lega dauða sinum og hann hafði | ekki í hyggju að gefast upp, enda j þótt slóðin virtist enda einhvers ! staðar úti i skógi. Auðvitað var sá möguleiki fyrir | hendi, að Lars Ove segði ósatt. ■ Það var meira að segja töluvert ■ líklegt, að hann væri ekki að segja | satt. A hinn bóginn atraði það i Christer ekki frá þvi að fara i : ökuferð I svarta Benzinum sínum I með Leo Berggren sér við hlið og J stefndu þeir í áttina til Hammar- . by. Leo Berggren hlustaði á frá- • sögn hans og tautaði öðru hverju. | Vegurinn lá í bugðum norður af i vatninu og þeir gengu úr skugga J um, að svæðið á vinstri hönd var I aðeins þakið klettum og þéttum | skógi, þar voru engin hús né sum- . arbústaðir fyrr en þeir komu að I húsi skógarvarðarins. Þeir stigu út úr bilnum og önd- t uð að sér skógarilminum með vel- J þóknun. — A svona stað væri gamanað | búa, sagði Christer og hratt upp . hvítmáluðu garðshliðinu. En lögregluþjónninn var á ann- I arri skoðun. i — Þú yrðir fljótlega þreyttur á ' slíku lífi. Engin falleg kvenmaður I neins staðar í grenndinni! — Hm. Hvað er langt inn i • bæinn? — Einir fimm sex kflómetrar. | Auðvitað má stytta sér leið yfir | vatnið ef þú fengir þér bát. Og á J veturna gætirðu farið á skautum I á ísnum ... Christer tók glaðlega striðni . vinar síns og eins tók hann þvf » meðheimspekilegriró, að skógar- | I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I 34 mjög hissa, hún hafði ekki gert mikið af því að trúa mér fyrir leyndarmálum sínum eftir að hún trúlofaðist Jóakim Kruse. En ég kinkaði kolli til merkis um, að henni væri óhætt að treysta mér og þá sagði hún: „Ég bið þig lengstra orða að segja aldrei nein- um frá þessari bílferð okkar i dag og aldrei aldrei nokkurn tíma.“ Hún var mjög alvarleg, en svo rak hún upp hlátur og líkti eftir tón- inum, sem við notuðum þegar við vorum börn og sagði ,,Sverðu“ Og ég sór... Hann virtist falla í stafi augna- blik og sagði svo reiðilega: — Og ég er reiður út af því að hafa rofið loforð við Anneli. Meira að segja núna... Enda þótt þessi þvermóðsku- fulla þagmælska hefði seinkað rannsókninni verulega uppgötv- aði Christer, að honum var mun hlýrra til Larssons verkfræðings en áður. — Og hvað svo? — Svo héldum við áfram norð- ur með vatninu. Ég ætlaði að ná í birkihríslur á nokkrum stöðum og fyrst stanzaði ég hjá Agren skóg- arverði, sem býr nokkra kiló- metra frá Hammarby. Anneli sat í bflnum meðan ég skrappp heim að húsinu. Hann var ekki heima, en konan hans sýndi mér, hvar ég gæti tekið hríslur, sem hann hafði höggvið. Þetta hefur sjálfsagt tek- ið um tíu mínútur, rigningin var hætt og ég varð ekkert hissa þótt Anneli væri ekki í bílnum. Ég hugsaði með mér, að hún hefði viljað teygja úr sér með bíltúrinn. En svo kom ég auga á litinn bréf- miða i sætinu. Hún hafði rifið blað úr minnisbók, sem ég hefi í geymsluhólfinu, og á blaðið hafði hún skrifað: „Þú skalt ekki leita að mér, ég sé um að koma mér heim. Gleymdu ekki eiðnum!" Augu Sinu Richardson voru á stærð við undirskálar. — Þetta er hreinasta brjálæði! Hvað í ósköpunum ætti Anneli að vilja inn i Hammarsbyskóginn daginn fyrir brúðkaupið sitt? — Kannski hún hafi ætlað að tína liljur sagði Christer án þess að mikill sannfæringarkraftur fylgdi máli hans. — Liljur! sagði Dina full fyrir- litningar. — Það er víst nóg af þeim miklu nær! Og hvers vegna hefði hún átt að stinga mig og alla af á svona dularfullan hátt ef hún ætlaði aðeins að fara og tína blóm? Nei, góðu vinir, hér liggur eitthvað meira að baki! Ef ég þekkti Anneli ekki jafn vel og raun ber vitni mundi ég veðja, að hér væri karlmaður f spilinu... — Já, ætli við höfum þekkt hana nokkurn skapaðan hlut! Lars sneri sér næstum reiður að Dinu. — Ég hef brotið heilann stanzlaust og mér er oröið ljóst, að hún var algerlega óútreiknan- leg... eins og Mona Lisa eða ein- hver svoleiðis. Ég hafði stundum á tilfinningunni, að hún væri hrif- in af mér, en í annan stað held ég, að iðulega hafi hún ekki tekið eftir þvi að ég væri til. Og ég átti að minnsta kosti ekki trúnað hennar. En úti í bæ er sagt, að hún hafi staðið í bréfaviðskiptum við einhvern Frakka... Dina hristi ákaft höfuðið. — Eg spurði hana hreint út um það fyrir nokkrum mánuðum og ég veit, að hún varð reglulega undrandi. Og svo er mér náttúr- lega óskiljanlegt, hvernig hún hefði átt að fara að þvf að kynnast einhverjum frakka hér. Þegar hún var ekki heima i sinum frium vorum við alltaf saman. — Eru einhverjar mannabyggð- ir norður með vatninu? spurði Christer til að beina samtalinu aftur á fyrri brautir. Nú var röðin komin að Lars Ove að hrista höfuðið. — Það búa nokkrar fjölskyldur við Hammarby, Og svo skógar- vörðurinn. En það er allt og sumt. — Og engir sumarbústaðir? — Strandlengjan er ófær. Og hinum megin er skógurinn svo þéttur. Ég bara skil ekki, hvað gekk að henni. Christer horfði íhugull á hann gegnum pípureykinn. — Og þú hefur engu við að bæta? — Ég? Nei... hvað ætti það að vera? — Anneli var ekki myrt á föstu- daginn, sagði Christer seinmælt- ur. — Þú gætir hafa hitt hana síðar... Lars Ove hrökk við eins og hon- um hefði verið rekinn kinnhestur og hann kreppti hnefana. Það var likast því sem hann langaði að ráðast á lögregluforingjann. Dina Ef ég man rétt er það ekki storkurinn, sem kemur með börnin. VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. # Nýjar, íslenzkar kartöflur Maður nokkur skrifar á þessa leið: „Kæri Velvakandi. Menn eru af eðlilegum ástæð- um hættir að skammast yfir kart-. öfluruslinu sem grænmetissalan alræmda hefur á boðstólum. Menn gefast upp, þegar svona aðiiar eiga i hlut, aðilar, sem svara ekki réttmætum umkvört- unum. Nú þegar haustar skyldi maður ætla, að i búðirnar kæmu ætar kartöflur, en viti menn „Nýjar, íslenzkar kartöflur" stendur á plastpokunum. Konan freistaðist til að kaupa einn af þessum pokum. Þaö var eins og manni væri gefið á hann, þegar pokinn var opnaður. Mygla og aftur mygla. Renn- blautar, moldugar smá-kartöflur —> vínberjastærðin góða — hafa verið settar i plastpoka. Já, það verður ekki á þetta kart- öflufyrirtæki ríkisins logið. Þessi annars sjálfsagða fæða á hvers manns borði er látin í hend- urnar á aðilum, sem hreint ekki ættu að koma nálægt matvælum. Ég held, að það hljóti að vera sjálfsögð krafa alls almennings í þessu landi, að sparkað verði al- mennilega i þetta „gullauga" og hrist vel upp i innvolsinu. Krafan er mannamatur og aftur manna- matur, en ekki þriðja flokks kúa- fóður. Grænmetisæta." Grænmetisætan tekur aldeilis upp í sig og reyndar var bréfið ennþá harðorðara en það birtist hér. Hvort grænmetissalan á skilið að fá svo harkalega útreið erum við nú ekki alveg viss um, en rétt er það, að þeir, sem stjórna vali umbúða utan um þessa viðkvæmu vöru, virðast ekki vel að sér um hollustuhætti og meðferð kart- aflna. Það er algilt lögmál, að kartöflur skemmast strax i plast- pokum, sérstakléga þegar þær eru settar rakar og moldugar í pokana. Grænmetisætan ætti að athuga þann möguleika að fá sér kartöfl- ur, sem sums staðar eru seldar, en þær hafa verið þurrkaðar og moldin fjarlægð auk þess sem hýðið er heillegt. Þessi forláta jarðepli fást í pappírspokum í einstaka verzlun og hefur Velvakandi fyrir satt, að þær séu beint frá ræktendum. Svo gæti náttúrlega verið, að grænmetissalan sæi að sér og færi að umgangast varninginn með nærgætni og alúð og þá yrði nú gaman að lifa fyrir kartöfiuunn- endur. 0 Fjarvistir lækna Nýlega birtist hér i dálkunum umkvörtun vegna þess, að erfið- lega gengi að komast að þvf, hvaða læknar væru fjarverandi og að því fundið, að þetta skyldi ekki vera auglýst f blöðum. Af þessú tilefni hringdi Erling- ur Þorsteinsson læknir. Hann vildi taka það fram, að á umrædd- um tima hefði ekki verið einn háls-, nef- og eyrnalæknir i höfuð borginni eins og fram var haldið i áðurnefndum skrifum heldur tveir — þeir Danlel Guðnason og hann sjálfur. Þeir, hefðu báðir verið starf- andi frá því um verzlunarmanna- helgina, en háls-, nef- og eyrna- læknar hefðu skipulagt sumar- leyfi sín með tilliti til þess, að jafnan væri einhver læknir starf- andi í þessari sérgrein. Erlingur sagðist vera sammála um óhagræði þess, að ekki kæmi skýrt fram, helzt með tilkynningu i blöðum, hvaða læknar væru fjar- verandi á hverjum tíma og rifjaði jafnframt upp, að þar til fyrir þremur árum voru listaryfir fjar- verandi lækna frá sjúkrasamlag- inu birtir að staðaldri i dagbók Morgunblaðsins. Sú þjónusta mun hafa verið látin í té endur- gjaldslaust, en þá var ákveðið að taka gjald fyrir, svo sem fyrir aðrar auglýsingar. Hvorki Læknafélagið né sjúkra- samlagið sáu sér fært að greiða fyrir þessar auglýsingar og þar stóð hnífurinn í kúnni og gerir enn. Erlingur sagði ennfremur, að hann og nokkrir læknar aðrir hefðu haft það fyrir venju að aug- lýsa fjarvistir sínar í blöðum, en augljóst væri, að ein auglýsing hefði sáralitla þýðingu. Hann sagðist vera þeirrar skoð- unar, að sjúkrasamlagið ætti að greiða fyrir þessa þjónustu eins og gert er fyrir ýmsa aðra læknis- þjónustu. Ennfremur vildi Erlingur beina því til lækna, að þeir létu sjúkra- samlagið vita um fjarvistir sínar, þannig að fólk ætti þar greiðan aðgang að upplýsingum um þær, en alltaf væri mikið um að fólk hringdi til að spyrjast fyrir um, hvaða Iæknar væru ekki viðlátnir. Framkvæmdastjóri Árvakurs hafði það um málið að segja, að af hálfu blaðsins væri enn sama af- staða gagnvart þessu máli, en hann væri reiðubúinn til við- ræðna um það að frumkvæði Læknafélagsins eða sjúkrasam- lagsins. Það væri óskandi bæði vegna þeirra, sem þurfa að leita læknis, og svo læknanna sjálfra, að þetta vandamál yrði leyst sem fyrst. Allir virðast vera sammála um það, að upplýsingar um þetta efni þurfa að vera aðgengilegar, en þar sem málsaðilar eru sjúkra- samlagið, þ.e.a.s. sameiningarað- ili þeirra, sent þurfa á læknisþjón- ustu að halda, og þeir, sem þjón- ustuna veita, væri ekki úrvegi að láta sér detta í hug, að hægt væri að skipta kostnaðinum að ein- hverju leyti. Sjálfboða- liðar skera mel við Þorlákshöfn I DAG og á morgun 24. og 25. ágúst verður byrjað að skera mel og þá fyrst og fremst í nágrenni Þorlákshafnar. Landvernd og Landgræðsla rfk- isins hvetja fólk til að mæta til melskurðar og leggja þannig góðu málefni lið, segir f frétt frá samtökunum. Þar sem melgrasið er eina jurt- in, sem kemur að notum við upp- græðslu fóksanda, er'augljóst, að þörf á melfræi er mikil. Hins veg- ar hefur ekki tekizt að beita vél- tækni við melskurð og verður því að nota þá aðferð, sem hér hefur tíkazt um iangan aldur, handaflið, og tíminn sem hægt er að skera melinn er oft mjög takmarkaður, 2—3 vikur. En margar hendur vinna létt verk og við vönum, að sú verði raunin nú í haust. S.l. haust var þátttaka í mel- skurði mjög góð og hefur ekki i annan tfma verið safnað meira magni af fræi. Aukin þátttaka sjálfboðaliða í melskurði nú bæri vissulega vott um vaxandi áhuga á landgræðslu og landvernd. Starfsmenn Landgræðslunnar verða fólki til leiðbeiningar í Þor- lákshöfn um næstu helgi svo og helgina 31. ágúst og 1. september frákl. 13—19. Nánari uppiýsingar um mel- skurðinn er að fá á skrifstofu Landverndar, Skólavörðustig 25. Bifreiða- klúbbur fær land við Kolviðarhól FYRIR nokkru var stofnaður tslenzki bifreiða- og vélhjóla- klúbburinn. Stofnfundinn sóttu 50 manns, en sfðan hafa margir sótt um inngöngu f klúbbinn, og er nú félagatalan hátt á annað hundrað. Aðal verkefni fundarins var að kynna fundarmOnnum stefnuskrá félagsins og kjósa undirbúnings- stjórn til að undirbúa og boða til aðalfundar. I þá stjórn voru kosnir Vfgsteinn Vernharðsson, Þorgrimur Gestsson, Sverrir Þór- oddsson, Karl Cooper og Viðar Sigurðsson. Meðal helztu stefnumála félags- ins er að sameina áhugamenn um bíla og vélhjól og vinna þannig m.a. að eftirfarandi: Fá úthlutað svæði í nágrenni Reykjavíkur þar sem koma má upp æfinga- og keppnisbrautum fyrir bifreiðar og vélhjól, sameinast um við- gerðaraðstöðu og vinna að því að lækka viðhaldskostnað með samn- ingum við þá sem verzla með varahluti í bifreiðar og vélhjól. Einnig er ætlunin að skipuleggja hópferðir félaga um landið og fara að minnsta kosti eina ferð á hverju vori i þvf skyni að dreifa áburði og fræi í uppblásið land og flög þar sem landið hefur verið skemmt með farartækjum. Þá er stefnt að þvf að gefa út klúbbblað um áhugaefni félaga. Nýlega gaf borgarstjórinn í Reykjavik vilyrði sitt fyrir því, að klúbburinn fengi til afnota land við Kolviðarhól. Verður málið væntanlega lagt fyrir borgarráð og rætt þar. Þeir, sem vilja gerast félagar, geta hringt í Vígstein í síma 85059 eða Þorgrim i síma 28800 á dag- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.