Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGUST 1974 ÞEIR, sem voru á ferli f Austurstræti laust eftir hádegi f gær, urðu þeirrar óvæntu ánægju aðnjótandi að sjá og heyra tónskáldið góðkunna Sig- fús Halldórsson syngja og spila nokkur af sfnum ágætu lögum. í fyrstu vissu menn ekki, hvaðan á þá stóð veðrið, en skýringin er sú, að sjónvarpið vinnur nú að gerð kvikmyndar um Austurstræti og upptroðsla Sigfúsar þarna undir berum himni er einmitt liður f þeirri mynd. Varp misfórst í 11 arnarhreiðrum BLAÐINU hefur borizt fréttatil- kynning frá Fuglaverndarfélag- inu: Arnarungar komust upp úr þremur hreiðrum 1974. Tveir ungar úr einu, einn f einu, en óvfst um fjölda unga f þriðja hreiðrinu. Ellefu önnur arnarhjón gerðu tilraun til varps. Egg sáust snemma vors f sjöhreiðrumen við könnun sfðar höfðu eggin horfið. 1 tveimur hreiðrum voru kaldegg, samt frjóvguð. Við 4 hreiður hef- ur ekki sézt til fullorðnu fugl- anna frá þvf snemma vors. Einn örn, fullorðinn hefur fundizt dauður. Heildartála arna á landinu mun vera milli 70 og 80 fuglar, en ekki hafa borizt fréttir frá 4 stöðum þar sem ernir sáust f fyrra, og óvfst um örlög 3ja para, sem verptu f vor. Að áeggjan Æðarræktarfélags- ins leyfði Menntamálaráðuneytið útburð eiturs 1973 (svefnlyfs) ÖIl arnarhreiður, sem misfórust, voru á hlunnindasvæði. Ef ekki verður bannað að eitra er álit okkar, að arnarstofninum verði útrýmt, enda var honum nær útrýmt við eiturherferð Æða- ræktarfélagsins (Vargafélgsins) um og eftir 1880. Tækniaðstoð við skipasmíðaiðnað Hinn 30.7. 1974 undirrituðu Bent Koch yfirverkfræðingur fyrir hönd „Svejsecentralen“ í Kaupmannahöfn og Sveinn Björnsson forstjóri Iðnþróunar- stofnunar Islands samning um tækiaðstoð fyrir skipasmíðastöðv- ar. Samningur þessi er kominn á fyrir frumkvæði Félags dráttar- brauta og skipasmiðja. Markmið þessa samnings er að bæta fram- leiðslutækni þátttakandi skipa- smíðastöðva og um leið byggja upp ráðgjafaþjónustu hér á landi. Skipasmfðastöðvarnar Stálvík hf, Slippstöðin hf og Þorgeir & Ellert munu taka þátt í þessari fram- kvæmd. Aðstoð þessi beinist aðallega að KR og FRAM gerðu jafiitefli í GÆRKVÖLDI fór fram á Laugardalsvellinum einn leikur í 1. deildar keppni íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Fram og KR gerðu jafntefli, 1:1. Staðan í hálf- leik var 1:0 fyrir Fram. Mark Fram gerði Ásgeir Elíasson, en Atli Þór Héð- insson jafnaði fyrir KR úr vítaspyrnu. Leikurinn var mjög harður og grófur og var tveimur leikmönnum vísað af leikvelli í fyrri hálfleik fyrir slagsmál, þeim Ólafi Ólafssyni, KR, og Sigur- bergi Sigsteinssyni, Fram. Með þessu jafnteflu hef- ur KR bjargað sér úr fall- hættu í 1. deildar keppn- inni. sjálfum skrokknum, allt frá nýju vinnuteikningakerfi til endur- bættra vinnuaðferða. Verkþættir þeir, sem tækniaðstoðin nær yfir, eru: Uttekt og gerð samninga við einstakar skipasmfðastöðvar. Verkhönnun. Hlutaskipting og ósamsettir hlutir. Teikningakerfi aðlagað fram- leiðslu. Upplýsingaflæði milli hönnun- ar og smíði. Smíðahættir og gæði. Verkþjálfun starfsmanna. Námskeið. Svejsecentralen hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur m.a. tekið að sér áþekk verkefni f Júgóslvavíu, Færeyjum og Dan- mörku. Eins og fyrr getur er ætlunin að byggja samhliða upp ráðgjafaþjónustu hér á landi og er því ætlunin að ráða 2—3 menn, sem munu fylgja hinum dönsku sérfræðingum eftir í starfi og eiga auk þess kost á að kynna sér er- lendis þá starfshætti, sem Svejsecentralen hefur komið þar á. Nánu samstarfi hefur verið komið á milli Iðnþróunarstofnun- ar Islands, Rannsóknastofnunar iðnaðarins og Siglingamálastofn- unar rfkisins um þetta verkefni. Er ætlunin, að Siglingamála- stofnun ríkisins ráði einn mann. Hans svið á fyrst og fremst að liggja í hönnun og vinnuteikning- um. Ennfremur er ætlunin, að Rannsóknastofnun iðnaðarinsráði mann, en hans svið á að liggja meira í framleiðslutækni. Störf þessi munu brátt auglýst og er víst, að hér er um mjög sérstætt tækifæri að ræða fyrir menn, sem áhuga hafa á þessum málum. Iðn- þróunarstofnun Islands mun hins vegar sjá um stjórnun þessa verk- efnis. Iðnþróunarnefnd hefur einnig beitt sér fyrir framgangi þessa máls. Kostnaði vegna þessa verkefnis verður skipt niður á skipasmíðastöðvarnar, iðnaðar- ráðuneytið og Iðnþróunarsjóð. Lágmarks- verð á síld VERÐLAGSRAÐ sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á sfld veiddri f reknet til söltunar frá byrjun rekneta- veiða til 31. desember 1974. A) Stór sfld (32 sm og stærri) hvert kg kr. 30,00. B) Smærri sfld (undir 32 sm) hvert kg kr. 25,00. Stærðarflokkun framkvæmist af Fiskmati ríkisins. Verðið er miðað við sfldina upp til hópa komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Verðið er uppsegjanlegt hve- nær sem er eftir ágústlok og skal þá nýtt verð taka gildi 7 dögum eftir uppsögn. 25 þús. gestir á Kjarvalsstöðum 25 ÞUSUND gestir eldri en 12 ára hafa nú séð sýninguna Islenzk myndlist f 1100 ár á Kjarvalsstöð- um auk fjölmargra barna undir 12 ára aldri. Sýningunni lýkur 25. ágúst, en hún er opin um helgina frá kl. 2—22. Sungið og spilað 1 Austurstræti Anthony Miles heimsmeistari Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri tók á móti Irsku börnunum í Höfða í gær. Hér sést hann heilsa einni stúlkunni. Manila, Filipseyjum, 23. ágúst.AP. BRETINN Anthony John Miles tryggði sér heims- meistaratitilinn í skák í HLIF HVETUR TIL AÐGERÐA Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Hlff: „Fundur haldinn f stjórn verka- mannafélagsins Hlffar fimmtu- daginn 22. ágúst 1974 mótmælir harðlega þeirri hækkun á verð- lagsgrundvelli landbúnaðarvara, sem nú er að koma til fram- kvæmda, án þess að verðlagsupp- bætur komi á laun svo sem vera ber eða að niðurgreiðslur komi til. Þá hvetur fundurinn öll verkalýðsfélög landsins að búa sig nú þegar undir viðeigandi að- Eddukórinn í Álaborg EDDUKÖRINN er um þessar mundir í Álaborg við upptöku á hljómskífu, þar sem kórinn syngur íslenzk þjóðlög. Menn- ingarsjóður mun gefa hljómskíf- una út í haust. Á plötunni verða ýmis þekkt og lítt þekkt þjóðlög í raddsetningum ýmissa tónlistar- manna. gerðir til þess að mæta þeim kjaraskerðingum, sem nú þegar eru orðnar og verða munu miklu meiri, þegar boðaðar aðgerðir stjórnvalda koma til fram- kvæmda á næstunni.** unglingaflokki í dag, er hann gerði jafntefli í síð- ustu skákinni við Roy Dieks frá Hollandi. Miles fékk 7 vinninga af 9 mögulegum, en næstir og jafnir urðu Dieks frá Hol- landi, Marjanovic frá Júgóslavíu og Schneider frá Svíþjóð. Miles, sem er 19 ára gamall, varð annar í heimsmeistarakeppninni í fyrra, sem fram fór í Bret- landi. Kappreiðar Harðar Hinar árlegu kappreiðar Hesta- mannafélagins Harðar f Kjósar sýslu fóru fram á skeiðvelli félagsins við Arnarhamar laugar- daginn 17. ágúst sl. f fögru veðri. Skráð voru til keppni 56 hross. Helztu úrslit voru þessi: Gæðingakeppni A. Keppt um Skæringsbikar og verðlaunapen- inga. 1. Hrímnir Einars Ellertssonar hlaut 7,76 stig. 2. Neisti Jóns Vigfússonar 7,70 stig. 3. Fatfma Unnar Andrésdóttur 7,63 stig. Gæðingakeppni B. Keppt um Leósbikar og verðlaunapeninga. 1. Neisti Sveins Guðmundssonar 8,07 stig. 2. Prins Hilmars Garðarssonar 7,93 stig. 3 Skjóni Jóns Vigfússonar 7,70 stig. Unghrossakeppni. Keppt um farandgrip, útskorna bók og verð- launapeninga. 1. Geisli Sigurlínu Gfsladóttur. 2. Freyja Guðmundar Sigurðsson- ar. 3. Strákur Páls Kristjánssonar. 1 hlaupum var eingöngu keppt um ágrafna verðlaunapeninga. Urslit urðu þessi: 250 m skeið. 1. Vafi Erlings Sigurðssonar hljóp á 24,7 sek. 2. Ljúfur Harðar G. Albertssonar 24,9 sek. 3 Ljúfur Benedikts Kristjáns- sonar 28,6 sek. 250 m folahlaup. 1. Þór Harðar G. Albertssonar hljóp á 19,7 sek. 2. Hlenni Guðrúnar H. Guð- mundsdóttur 19,7 sek. 3. Váli Harðar G. Albertssonar 20.4 sek. 300 m stökk. 1. Loka Þórdísar H. Albertsdóttur 22,8 sek. 2. Goði Höskulds Svafarssonar 23,0 sek. 3. Muggur Sigurbjörns Báraðarsonar 23,2 sek. 400 m stökk. 1. Öðinn Harðar G. Albertssonar 29.4 sek. 2. Botna-Brúnn Harðar og Sigur- björns 30,7 sek. Framhald á bls. 23. Biskup vísiterar Rangárvelh Biskup íslands, dr. Sigurbjörn Einarsson, vfsiterar söfnuði Holtsprestakalls f Rangárvalla- prófastsdæmi nú um helgina. Guðsþjónustur verða sem hér segir: Eyvindarhólakirkja laugardag 24. ágúst kl. 21. Asólfsskálakirkja sunnudag 25. ágúst kl. 11. f.h. Stóradalskirkja sama dag kl. 15. Unnið að fram- kvæmd grunnskóla- frumvarpsins SlÐAN grunnskólalögin voru staðfest 21. maí sl. hefur verið unnið að samningu reglugerðar og erindisbréfa, sem setja á sam- kvæmt lögum. fjallar starfið um fjölmörg atriði í sambandi við framkvæmd laganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.