Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1974 17 Biggs á grænni grein Bridge og hrein stærðfræði freista Omars Það vakti heimsathygli, þegar lestarránið mikla var framið í Bret- landi 1963, en þá stöðvaði hópur manna járnbrautarlest um miðja nótt og hafði á brott með sér stórfé. Síðan hafa mennirnir náðst einn og einn, en lengst fór huldu höfði einn af forsprökkunum, Ronald Biggs. Hann hefur verið á stöðugum flótta undan spor- hundum Scotland Yard síðan, en þeir náðu honum loks i Brasiliu i febrúar sl. Brasilisk yfirvöld hafa ekki viljað framselja Biggs til Bret- lands þrátt fyrir itrekaðar óskir um slíkt og nú er Ijóst að það verður ekki gert. Biggs bjó nefnilega með ungri brasiliskri stúlku að nafni Rai- munda. Hún var ófrisk, þegar Biggs náðist og þann 1 7. ágúst sl. fæddi hún Biggs son. Samkvæmt brasilískum lögum geta yfirvöld þar ekki framselt Biggs nú, þegar hann hefur eignazt afkvæmi svo hann er á grænni grein. Ekki getur hann kvænzt stúlkunni, því að hann telst enn kvæntur sinni gömlu ektakvinnu, sem nú býr f Ástraliu. Góðir bridgemenn þekkja það bezt, að bridge getur orðið ólæknandi della, algjör ástrfða. Kvikmyndaleikarinn Omar Sharif, 42 ára, er einn þeirra hamingjusömu manna (að þeirra eigin sögn), sem haldnir eru þessari dellu. Hann tekur þátt ( mörgum bridgemótum og stendur sjálfur fyrir einvfgjum milli heimsfrægra bridge- spilara, en hann telst að sjálf- sögðu til þess hóps. Það vita færri, að ef frfstundir gefast og bridge er ekki á dagskránni notar Omar þær til að lesa æðri stærðfræði! — Meðfylgjandi mynd er tekin á bridgemóti og ber með sér, að Omar hefur setið f norður. Og hann gleymmir ekki að brosa sfnu blíðasta á mótum, brosinu, sem hefur fengið hjörtu kvenfólks um allan heim til að slá hraðar. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Útvarp Reykfavík 4jt LAUGARDAGUR 24. AGCJST 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir heldur ðfram lestri þýdingar sinnar á sögunni „Malena byrjar f skóla“ eftir Marittu Lindquist. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liAa. Oskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristfn Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Fantasfa í C-dúr op. 17 eftir Schumann. Geza Anda leikur á pfanó. 14.00 Vikan sem var Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 Sænsk tónlist Arne Domnérus og Rune Gustafsson leika. 15.25 Á ferðinni ökumaður: Arni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir). 16.15 Veðurfregnir. Horft um öxl og fram á við Gfsli Helgason fjallar um útvarps- dagskrá sfðustu viku og hinnar næstu. 17.10 Frá tslandsmótinu f knattspyrnu: Fyrsta deild. lA — Vfkingur Jón Asgeirsson lýsir sfðara hálfleik frá Akranesi. 17.45 Söngvar f léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Ungverskt kvöld. a. Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur spjallar um land og þjóð. b. Ungversk tónlist. c. Erindi um lifnaðarhætti hinumegin, kafli úr skáldsögu eftir Tibor Déry. 21.15 Frá útvarpinu í Búdapest. Aurele Nicolet og Zoltá Kocsis leika á flautu og pfnó sálmalagið „Komm sUss- er Tod“ og Sónötu f h-moll eftir Johan Sebastian Bach einnig tilbrigði eftir Franz Schubert: „Ihn Blúmlein alle“. 20.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. -X- A skfanum LAUGARDAGUR 24. ágúst 1974 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir á lausum kili Breskur gamanmyndaflokkur. Upton tæmist arfur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.5Ö Borgir Kanadfskur fræðslumyndaflokkur, byggður á bókum eftir Lewis Mumford um borgir og borgarlff. 4. þáttur. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. 21.20 Makleg málagjöld (Death of a Scoundrel) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1956. Leikstjóri Charles Martin. Aðalhlutverk George Sanders, Zsa Zsa Gabor og Yvonne de Carlo. Þýðandi Brfet Héðinsdóttir. Myndin lýsir ferli manns, sem flyst búferlum frá Evrópu til New York, til þess að öðlast þar fé og frama. Hann gerist brátt athafnasamur á verðbréfa- markaðnum, og er ekki alltaf vandur að meðulum. 23.25 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 25. AGtJST 1974 18.00 Karfus og Baktus Barnaleikrit eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri Helgi Skúlason. Leikendur Sigrfður Hagalfn, Borgar Garðarsson og Skúli Helgason. Fyrst á dagskrá 4. janúar 1970. 18.25 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 18.50 Steinaldartáningarnir Bandarfskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Bræðurnir Bresk framhaldsmynd. 7. þáttur. Sjálfstæðisyfirlýsingar Þýðandi Jón O. Edwald. 21.20 óperuhúsið f Sidney Aströlsk heimildamynd um sérstæða byggingu, sem teiknuð er af danska húsameistaranum Jörg Utzon. Þýðandi Veturliði Guðnason. Þulir Stefán Jökulsson og Ellert Sigur- björnsson. 21.50 Sinn er siður f landi hverju Breskur fræðslumyndaflokkur um fólk f fjórum heimsálfum og siðvenjur þess. 4. þáttur. Brúðkaupssiðir Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.40 Að kvöldi dags Séra Sigurður Haukur Guðjónsson flyt- ur hugvekju. 22.50 Dagskrárlok. George Sanders og Zsa Zsa Gabor I kvöld sýnir sjónvarp- ið bandarfsku kvikmyndina Makleg máfagjöld (Death of a Scoundrel), sem gerð var árið 1956. Myndin lýsir ferli manns, sem flyzt búferlum frá Evrðpu til New York til þess að öðlast fé og frama. Hann gerist brátt athafnasamur á verðbréfa- markaðnum og er ekki alltaf vandur að meðulum. 1 sjónvarpsbiblfunni okkar fær myndin tvær stjörnur, sem er ekki nema rétt f meðallagi. Leikstjóri er Charles Martin, en með aðalhlutverk fara George Sanders, Zsa Zsa Gabor og Yvonne de Carlo. Burðarás myndarinnar er án efa George heitinn Sanders, en hann á að baki langan feril á hvfta tjaldinu. Meðal þekktra mynda, sem hann hefur leikið f, má nefna „Rebecca" (1940), „Foreign Correspondent“ (1940), „The Moon and Sixpence“ (1942), „The Picture of Dorian Gray“ (1944), „Bel Ami“ (1948), „All about Eve“ (1950), en fyrir þá mynd hlaut hann Oscars-verð Iaun,og„TheQuiIIer Menorand- um“ (1966), sem er einna þekktust mynda hans frá seinni árum. George Sanders svipti §ig lffi fyrir öYfáum árum, en f bréfi, sem hann skildi eftir, sagði hann ástæðuna hafa verið Iffsleiða. Sagði Sanders f bréf- inu, að hann hefði reynt allt það f Iffinu, sem hann teldi einhvers virði, og þvf væri ekkert annað eftir en að yfir- gefa þennan heim. Aðalmótleikari Sanders f þessari mynd er kyntáknið Zsa Zsa Gabor.cn þau voru gift hér f eina tfð. Fremur litlar sögur fara af leikhæfileikum Gabor, en f ágætri kvikmyndahandbók segir um hana. að „hún hafi skreytt margar myndir frá hinum ýmsu þjóðum". Páll Heiðar gerir skil byggðastefnunni Þegar við höfðum sam- band við Pál Heiðar til að inna hann eftir efni þáttar hans „Vikan, sem var“ hafði hann m.a. þetta að segja: „Það má eiginlega segja, að við höfum „inspírerazt" af byggða- stefnunni. Þess vegna brugðum við okkur norður í land og erum með efni frá Akureyri og Skagafirði. Meðal þess, sem útvarpað verður á laugardaginn, má nefna viðtal við Bjarna Einars- son bæjarstjóra á Akur- eyri um það hvernig sé aö vera númer tvö í stór- bæjaröðinni. Við litum inn í minjasafnið á Akur- eyri. Þar er hlutur, sem er kannski hvað sér- kennilegastur muna í safninu, en það er Sval- barðskirkja, sem var flutt í safnið fyrir fjórum árum og endurvígð þar að loknum endurbótum, og útvarpað er frá brúð- kaupi í kirkjunni. tJr Skagafirði er lýsing úr Glaumbæjarsafninu og sá, sem þar vísar veginn, er Sigurður Egilsson frá Sveins- stöðum í Tungusveit. Hugleiðing vikunnar er vitaskuld einnig að norðan og flytur hana Kristján frá Djúpalæk,“ sagði Páll. Þá tjáði hann okkur að endingu, að hann ætlaði að gera byggðastefnunni nánar skil í næstu þáttum og heimsækja þá aðralandshluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.