Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.08.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. AGUST 1974 23 Skipting tekna af land- grunnssvæðinu þjóða í milli Caracas 22. ágúst, frá Margréti R. Bjarnason „Þegar við krefjumst réttar yfir auðlindasvæði strandríkja og landgrunni, erum við í raun að berjast fyrir hagsmunum allt að því 90% íbúa heimsins. Vitaskuld verður að taka tillit til hagsmuna allra og ég tel, að það ætti að vera hægt.“ Nokkurn veginn á þessa leið mælti Allan Beesley, sendiherra Kanada, formaður kanadisku sendinefndarinnar og sérstakur ráðgjafi stjórnar sinnar í haf- réttarmálum, þegar ég ræddi við hann í gær. Kanada er svo sem fyrr hefur komið fram, eitt þeirra rikja, sem halda fram kröfunni um yfirráða- rétt yfir landgrunni utan 200 mflna auðlindasvæðis og munu að sögn Beesleys halda henni til streitu. Hann sagði, að um 25—30 lönd hefðu landgrunn, sem næði lengra út en 200 sjómílur og þau væru ekki reiðubúin að láta þessi svæði af hendi, enda teldu þau kröfur sínar byggðar á gildum stoðum, þar sem væri Genfarsam- þykktin gamla. Mörg ríki eru þessu sjónarmiði andvíg og telja, að með þessu móti sé verið að rýra um of hið alþjóð- lega hafsbotssvæði, sem eigi að nýta með hagsmuni vanþróuðu ríkjanna sérstaklega fyrir augum. Beesley sagðist telja mál þetta leysanlegt, m.a. hefði Kanada þegar fyrir tveimur árum lagt fram tillögu um skiptingu tekna af landgrunnssvæðinu þjóða í milli. Þeir hefðu að vísu ekki ítrekað hana hér í Caracas, en ef aðrar þjóðir brydduðu upp á ein- hverju slíku kynni Kanada að taka þar undir. En hann kvað mjög ólíklegt, að umræddar þjóð- ir féllust á, að væntanleg stjórnar- stofnun alþjóðahafsbotnssvæðis- ins fengi leyfi til nýtingar auð- linda á landgrunnssvæðinu. „Þau hafa einmitt sérstakan áhuga á að halda framkvæmdum á landgrunninu og stjórn fiskveið- anna innan auðlindasvæðisins í sfnum höndum. Sá er einmitt hornsteinninn í stefnu Kanada.“ I þessu sambandi minnti Beesley á, að Kanada og Island Bílvelta í Hrafnagilshreppi BlLVELTA varð í gær, föstudag, við bæinn Vagla f Hrafnagils- hreppi f Eyjafirði. Fór fðlksbíll með þremur mönnum út af veg- inum þar og skarst einn nokkuð illa á höfði. Var hann fluttur f sjúkrahús. Bfllinn er illa farinn. hefðu á Stokkhólmsráðstefnunni um umhverfisvernd lagt fram sameiginlega og fengið sam- þykkta ályktun um nauðsyn þess, að stjórn væri höfð á nýtingu hafsins og tekið tillit til sérstöðu strandrikjanna í þeim efnum. „Þessi hugmynd er að minu mati það merkilegasta, sem að er unnið á hafréttarráðstefnunni og hún er m.a. grundvöllur hug- myndarinnar um auðlindasvæð- ið.“ sagði Beesley. Kanada á sem kunnugt er aðild að tillögunum, sem Island og fleiri rfki lögðu fram í sumar — og taldi Beesley góðar líkur á þvf, að þær næðu fram að ganga, þær hefðu mestan stuðning af þeim tillögum, sem fram hefðu komið f 2. nefnd og fælu í sér þau tvö meginatriði, sem stór meirihluti fulltrúa væri fylgjandi á einn eða annan hátt, það er 12 mílna land- helgi og 200 mílna auðlindasvæði. Beesley vildi ekkert um það segja að svo stöddu, hvort Kanada mundi færa út lögsögu sfna ein- hliða, ef árangur næðist ekki á ráðstefnunni. „Sennilega telja margar rfkisstjórnir sig nauð- byggðar til slfkra aðgerða — en við vinnum af kappi að þvi að ráðstefnan beri árangur og ég hef persónulega trú á þvf, að hún geri það,“ sagði Beesley. „Mistakist okkur hins vegar, kæmi til greina að hafa aðra ráð- stefnu, sem bundin væri við þátt- töku þeirra ríkja, sem vilja ná Sunnugleðí á Mallorka og Costa del Sol FERÐASKRIFSTOFAN Sunna mun efna til Sunnugleði fyrir far- þega sina á Mallorka og Costa del Sol dagana 29. og 30. ágúst, en þá verða yfir 1000 Sunnufarþegar á þessum stöðum. Sunnugleðin á Mallorka 29. ágúst veröur í næturklúbbnum Jack E1 Negro, sem söngflokkur- inn Valdemosa rekur. Þar mun m.a. hljómsveit Ingimars Eydal leika fyrir dansi, Kristinn Halls- son óperusöngvari syngur, Árni Johnsen vísna- og þjóðlagasöngv- ari tekur lagið og söngflokkurinn Valdemosa mun einnig skemmta. Dansað verður fram undir morgun, en Sunnugleðin á Costa del Sol hefst að kvöldi 30. ágúst. Þar mun spænsk hljómsveit leika og Kristinn og Arni skemmta. samkomulagi um 12 mílna land- helgi og 200 mflna auðlindasvæði ásamt lögsögu yfir landgrunni. Slík ráðstefna gæti leitt til mjög svo athyglisverðs samkomulags," sagði Beesley. Allan Beesley vili eins og fleiri, lftið segja um úrskurð alþjóða'- dómstólsins f Haag — mönnum er illa við að gagnrýna hann opin- berlega þó að þeir finni honum ýmislegt til foráttu. Þó benti Beesley á, að dómstóllinn hefð’i ekki fellt úrskurð um grundvall- aratriði deilunnar, sem sé hvort útfærsla lögsögu Islands bryti í bága við alþjóðalög — heldur að- eins um þessar aðgerðir gagnvart Bretum og Vestur-Þjóðverjum. „Hefði dómstóllinn gert það,“ sagði Beesley, „tel ég persónu- lega, að hann hefði orðið að hafa hliðsjón af hvers konar venjum sem viðhafðar eru víðsvegar í heiminum í þessum efnum og þar á meðal einhliða útfærslu ann- arra ríkja á lögsögu sinni — svo og af þeim tillögum, sem fram hafa komið á hafréttarráðstefn- unni.“ Viðræður um Guineu á lokastigi Lissabon, 23. ágúst, Reuter. MARIO Soares utanrfkisráðherra tðk f dag upp að nýju leynilegar viðræður við leiðtoga Guineu-Biss au f Algeirsborg samkvæmt opin- berum heimildum. Því er spáð, að þetta verði loka- áfangi viðræðnanna og að algert samkomulag náist um sjálfstæði Guineu-Bissau, þótt enn séu ýmis tækniatriði ðleyst. LEIÐRÉTTING Á Slagsfðunni í blaðinu í gær misritaðist nafn Hallgríms Björg- ólfssonar. Er hann beðinn velvirð- ingar. — íþróttir Framhald af bls. 22 Islendingarnir fóru nú að fá hrað- upphlaup, sem báru árangur. Fljótlega tókst að jafna 39:39, en síðan sigu Skotarnir aftur framúr og þegar 4 mínútur voru til leiks- loka var staðan 58:51 fyrir þá. En lokasprettur íslenzka liðsins var góður. Það náði að jafna 62:62 þegar rúm mínúta var eftir og upphófst þá mikill darraðardans. Dæmd voru tvö vftaköst á Skota og skoraði Þröstur Guðmundsson úr þeim báðum. Næsta upphlaup hjá Skotunum mistókst, Islend- ingar náðu knettinum og tókst að halda honum, unz tfminn rann út. Beztan leik Islendinganna í þessum leik sýndu þeir Kolbeinn Pálsson og Þröstur Guðmundsson og voru þeir jafnframt stigahæstu leikmenn liðsins. Kolbeinn skoraði 18 stig, Þröstur 16, Jón Sigurðsson skoraói 11 stig, Bjarni Gunnar 7 stig og Torfi Magnússon 6 stig. — ísrael Framhald af bls. 1 lendingar hyggi á nýja sókn í Gol- anhæðum. I viðtalinu í Davar f dag sagði Peres landvarnarráðherra, að Israelar mættu ekki láta Aröbum heppnast að tryggja sér yfir- burðaaðstöðu eins og f október- stríðinu, þegar þeim tókst bæði að koma á óvart og eiga frumkvæðið. — Minning Björn Framhald af bls. 14 skipunum Selfossi og fleirum var haldin veisla mikil um borð í m/s Lagarfossi í New York fyrir framámenn þar f sambandi við lán. Þeir skoðuðu m/s Lagarfoss hátt og lágt, og sögðu á eftir, að það væri óhætt að láná félagi, sem hugsaði svona vel um skip sfn. Enda var skipið fágað frá masturstoppi og niður að sjólínu og átti Bjössi heitinn ekki minnst- an þátt í þvf hvað vel tókst til. Við vinir Bjössa sendum vandamönn- um hans okkar samúðarkveðjur og ég vitna f orð eins skipsfélaga okkar þegar hann vildi fá stað- festingu á orðum sfnum, þá sagði hann: „Eins og Bjössi veit.“ Eins vitum við, sem þekktum hann, að minning um góðan dreng geymist. Góða ferð vinur. Skjöldur Þorgrfmsson. — Djúpvegur Framhald af bls. 9 stærri. Mæltist Jón til þess, að umræðu um málið yrði frestað og það athugað betur, enda væri þegar tryggt nægilegt fé til fram- kvæmdanna i ár, svo stuttur frest- ur sakaði framkvæmdina á engan hátt. Albert Guðmundsson tjáði sig í einu og öllu samþykkan fram- kvæmd þeirri, sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Hann væri samt andvígur fjáröflunarleiðinni. Að sfnu mati tæki slík sala happ- drættislána of mikið ráðstöfunar- fé frá bönkunum, sem ekki gengi of vel að gegna sínu hlutverki, þ.e. að fjármagna nauðsynlegan atvinnurekstur, sem allur þorri manna ætti afkomu sfna og at- vinnu bundna við. Lánsfjárskort- ur lánastofnana væri þegar flestum atvinnurekstri alvarlegur ljár f þúfu. Væri þvf vafasamt að ríkisvaldið seildist um of inn á þennan takmarkaða lánsfjár- markað. Að máli Alberts Ioknu var málið tekið út af dagskrá og um- ræðu frestað. — Kafbátur Framhald af bls. 24 annað. Héðan fer báturinn beint til Danmerkur og er áætlað að sigla f kafi alla leið án þess að koma upp á yfir- borðið. Þegar báturinn kom hingað að landinu kom hann úr kafi við Gjögra f minni Eyjafjarðar. 21 manna áhöfn er á kafbátnum, sem er 44 metrar á lengd, 4,5 m á dýpt og 4,5 m á breidd. — Grikkir Framhald af bls. 1 er bannað að fara í eftirlitsferðir eða stunda líknarstörf í Fama- gusta. Danskir friðargæzlumenn fá ekki að fara út fyrir Lefka. Samkvæmt tillögu Rússa skal það verða verkefni ráðstefn- unnar, sem þeir leggja til, að verði haldin á vegum S.Þ. um Kýpur-málið, að sjá um brott- flutning erlends herliðs frá Kýp- ur. Tyrkir hafa margítrekað, að þeir muni ekki flytja lið sitt frá eynni fyrr en réttindi Kýpur- Tyrkja hafi verið tryggð. Kýpur-Grikkir neita fyrir sitt leyti að taka að nýju upp viðræð- ur fyrr en Tyrkir hörfi til vopna- hléslínunnar. Klerides forseti ftrekaði þetta, þegar hann kom til Aþenu i dag. Hann lagði einnig áherzlu á, að hann hefði hingað til stutt heils- hugar þá stefnu, sem gríska stjórnin hefði fylgt í Kýpurdeil- unni. — Kappreiðar Framhald af bls. 2 3. Blesi Páls Kristjánssonar 32,2 sek. Sportstyttuna, sem árlega er veitt bezt búnum og prúðustum hesti og knapa i gæðingakeppni, hlaut að þessu sinni Hugrún Þor- gerisdóttir og hestur hennar Ljúfur. Mótið fór vel og prúðmahnlega undir stjórn Gísla Jónssonar vall- arstjóra. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvernig get ég orðið betri fræðari og betri lærisveinn Krists? Hafið þér reynt Nýja testamentið? Ég á næstum öll skýringarrit á ensku í bókasafninu mínu, og oft fæ ég þar einhverja hjálp. En hvergi finn ég eins mikla hjálp og innblástur og í Biblíunni sjálfri. Ég óttast, að of margir kennarar séu um of háðir hugmyndum og hugsunum annarra. Það er dásam- legt, hvernig Biblían opnar sig, þegar við lesum hana og íhugum. Davíð var mikill maður, og einn leyndar- dómur tignar hans er fólginn í þessum orðum. ,,Ég hugleiði lögmál þitt dag og nótt.“ Job sagði: ,,Ég hef varðveitt í brjósti mér orð munns hans.“ Ég legg til, að þér lesið skýringarrit yðar, en hugleiðið ritningarkaflann, sem þér eigið að kenna. Lesið hann með bæn í huga, og ég spái því, að þér komist að raun um, að Guð talar til yðar í þessum ritningarorðum. Hugsanir munu vakna hjá yður, hugsanir, sem eiga erindi til kynslóðar í vanda. Þegar þér gerið þetta, mun sál yðar sjálfs styrkjast. Þér munuð því eflast og verða áhrifameiri kennari orðsins. Það eru Hljómarnir, sem mæta þrælgóðir að vanda og hryssta pleisið í sundur og skila því fokheldu. Takk fyrir! Hvar er 5 pela flaskan mín? Vinninqur kvöldsins: 5000 skeini, (hvað er nú það?) Eneka meneka súkken dí ebbel dobbel dom og dí der skal komme en Stebba mann og drive glugga ude og ann express debbei dess. Holu Hjálmar. Svo eru sætaferðirnar frá B.S.Í. alltaf jafn vinsælar, svei mér þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.