Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 159. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGtJST 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ríkisstjóni Geirs Hallgríms- sonar tekur við völdum í dag • RÍKISSTJÓRN Geirs Hallgríms- sonar, sem er samsteypustjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins, tekur við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum i dag kl. 16. Ráðgert er, að fráfarandi ríkisstjórn komi til síðasta ríkisráðsfundar á Bessastöð- um kl. 11.30 árdegis og verði þar endanlega veitt lausn, en hún hefur setið sem bráðabirgðastjórn frá 1. júli sl. 0 Geir Hallgrimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, gekk á fund forseta íslands laust fyrir hádegi i gær í skrif- stofu hans í stjórnarráðshúsinu og lagði fyrir hann ráðherralistann. Ráð- herrar í hinni nýju ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins eru þessir: Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, forsætisráðherra. Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins, viðskipta-, dóms- og kirkjumálaráðherra. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra. Gunnar Thoroddsen, félagsmála- og iðnaðar- og orkumálaráðherra. Halldór E. Sigurðsson, landbúnað- ar- og samgönguráðherra. Matthias Bjarnason, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Matthías Á. Mathiesen, fjármála- ráðherra. Færeyingar fjalla um réttindi Rockalls Þórshöfn 27. ágú§t. Einkaskeyti til Mbl. FÆREYSKU fulltrúarnir á hafréttar- ráðstefnunni f Caraeas hafa f jallað ftar- lega um, hvaða réttindi Rockall geti fcngið og telja þeir að semja verði um skipan á nýtingu auðlinda Rockalls. Or- sökin fyrir þvf, að unnið hefur verið að þessu máli, er, að fyrir ári sendTbrezka stjórnin orðsendingu til danska utanrfk- isráðuneytisins þess efnis, að Rockall hefði árið 1972 verið lýst brezkt land og ætti að hafa sömu fiskveiðilandhelgi og Bretland. Landstjórn Færeyja hefur haft þetta mál til athugunar og fyrir mánuði af- henti danska utanríkisráðuneytið orð- sendingu f brezka sendiráðinu f Kaup- mannahöfn, þar sem vakin var athygli á sögulegum réttindum Færeyinga til Rockalls. Vegna kröfu um, að Rockalls fái sömu fiskveiðiréttindi og Bretland, voru þessi mál tekin upp á hafréttarráðstefnunni og telja Færeyingar, að 12 mflna mörk við Rockalls skipti ekki ýkja miklu máli, en stækkun markanna kunni að hafa veruleg áhrif á fiskveiðar Færeyinga. Á fundi Atlantshafsbandalagsins árið 1955 boðuðu Bretar, að þeir hefðu gert Rockall að brezku landi og var talið það væri af hernaðarlegum ástæðum. Nú er ætlan manna, að Bretar hafi formlega innlimað Rockall f sambandi við um- ræður um stækkun fiskveiðilandhelgi. Jogvan Arge. Vilhjálmur Hjálmarsson, mennta- málaráðherra. Sjá æviágrip ráðherranna á bls. 3. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknar- flokksins, sem haft hefur á hendi forystu um stjórnarmyndunarviðræðurnar gekk í gærmorgun kl. 10 á fund forseta íslands og tilkynnti honum, að samkomulag hefði tekizt milli Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins um myndun rlkis- stjórnar undir forsæti Geirs Hallgrimssonar. Að þeim fundi loknum hófst fundur I þingflokki framsóknarmanna, þar sem ráðherraefni flokksins voru valin. Laust fyrir hádegi gekk Geir Hallgrims- son siðan á fund forseta fslands og lagði fyrir hann ráðherralistann. Geir Hallgrimsson mun flytja stefnuyfirlýsingu rikisstjórnarinnar í upphafi fundar I sameinuðu Alþingi á morgun, fimmtudag. Stefnuyfirlýsingin verður ekki birt fyrr en forsætisráðherra hefur gert Alþingi grein fyrir efni hennar. Átta ráðherrar taka nú sæti i ríkisstjórn fslands og fara með 12 ráðuneyti auk Hagstofnunnar. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tilnefna fjóra ráðherra hvor, og þeir fara hvor um sig með sex ráðuneyti. GEIR HALLGRÍMSSON Forsætisráðuneytið verður undir stjórn Geirs Hallgrimssonar Undir það heyrir stjórnskipun lýðveldisins og stjórnarfar almennt. Þjóðhags- stofnunin heyrir undir forsætisráðuneytið og með- ferð efnahagsmála hefur að verulegu leyti hvilt á forsætisráðherra. Þá fer ráðuneytið með mál, er varða embætti forseta íslands, rikisráð, Alþingi, skipun ráðherra og skiptingu starfa milli ráðherra. En eins og venja er við stjórnarmyndanir er þingrof háð samkomulagi beggja stjórnarílokk- anna. Undir forsætisráðuneytið heyrir Stjórnarráð íslands í heild, fálkaorðan, þjóðgarðurinn á Þing- völlum, embætti húsameistara og blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra sker skv. stjórnarráðslögum úr ágreiningi, sem risa kann milli ráðuneyta. ÓLAFURJÓHANNESSON Ólafur Jóhannesson fer með dóms- og kirkju- málaráðuneytið auk viðskiptaráðuneytisins Undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið heyra m.a. dóm- stólar og réttarfar, svo og framkvæmd refsingar, löggæzla og landhelgisgæzlan Mál er varða áfengislöggjöf, sifja- og erfðarétt, mannréttindi og happdrætti falla undir ráðuneytið svo og málefni kirkjunnar. Þá fer Ólafur Jóhannesson með viðskiptaráðu- neytið. Það annast undirbúning og gerð viðskipta- samninga, skipti íslands við alþjóðleg efnahags- og viðskiptasamtök eins og Fríverzlunarbandalag- ið og Efnahagsbandalagið. Bankamálin heyra und- ir ráðuneytið, þar á meðal Seðlabankinn. Verð- skráning og verðlagsmál, svo og málefni hluta- félaga og samvinnufélaga, er verzlun stunda, heyra undir ráðuneytið. Framhald á bls. 16 Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. gengur á fund forseta Islands i stjórnarráðshús inu laust fyrir hádegi I gær. Tyrkir hafna sovézku tillögunni Waldheim sæmilega ánægður með ferð sína Ankara, London 27. ágúst Reuter, AP., NTB. TYRKNESKA utanríkis- ráðuneytið sendi í dag frá sér tilkynningu, þar sem látinn er í Ijós efi um, að stjórnin telji hyggilega tillögu Sovét- stjórnarinnar um, hvernig leysa megi Kýp- urdeiluna. En hvatt er til, að teknar verði upp sem allra fyrst viðræður rfkjanna fimm f Genf um málefni Kýpur. Sendiherra Sovétrfkj- anna í Ankara var af- hent þessi yfirlýsing. — Kurt Waldheim, að- alframkvæmdastjóri S.þ. sagði f London á leið til New York frá Kýpur, Tyrklandi og Grikk- landi, að viðræður hans og viðkomandi ráða- manna hefðu verið „var- færnar en nytsamlegar.“ Hann sagði, að nauðsyn- Iegt væri að setja eftir- litssveitum S.þ. nýjar starfsreglur til að þær gætu sinnt störfum sfn- um, þvf að enginn hefði séð fyrir slíka atburði, sem nú hefðu gerzt, þeg- ar sveitirnar voru settar á laggirnar fyrir tíu ár- um. Waldheim sagði, að enginn gæti ætlazt til, að deilumál þetta yrði til lykta leitt á fáeinum sól- arhringum, en hann taldi, að fundir hans hefðu verið til gagns og kvaðst sannfærður um, að sú lausn yrði fundin, sem aðilar gætu við unað til frambúðar. Hann sagðist þurfa að ræða við fulltrúa þeirra þjóða, sem legðu til hermenn í gæzlusveitirnar og síðan yrði að taka ákvarðanir um breytingar í ljósi þeirra viðræðna. Wald- heim sagði, að grund- völlur væri fyrir samn- ingaviðræðum, en taldi sig ekki hafa heimild til að skýra það nán ar að svo komnu. Hann gefur að öllum likind um öryggisráðinu skýrslu um ferðina á morgun. Waldheim Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.