Morgunblaðið - 28.08.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGUST 1974
3
£ í ríkisstjórn Geirs Hallgrtms-
sonar, sem tekur við völdum I dag,
verða átta ráðherrar í stað sjö áður.
Fjórir ráðherrar verða frá hvorum
flokki. Frá 1959 hafa ráðherrar verið
sjö. en áður höfðu þeir verið sex allt
frá því að nýsköpunarstjórnin var
mynduð 1944. Frá 1939, er þjóð-
stjómin var mynduð, voru hins vegar
5 ráðherrar f rfkisstjóm íslands. En
ráðherrar hafa jafnan verið færri f
minnihlutastjórnum, sem setið hafa
skamman tíma.
0 Fjórir merfn taka nú við ráðherra-
embættum f fyrsta skipti. Þeir Geir
Hallgrfmsson, Matthias Bjarnason,
MatthfasÁ. Mathiesen og Vilhjálmur
Hjálmarsson. Allir þrtr ráðherrar
Framsóknarflokksins í vinstri stjórn-
inni halda áfram ráðherrastörfum.
Nýliðinn f ráðherraliði Framsóknar-
flokksins er Vilhjálmur Hjálmarsson.
Gunnar Thoroddsen hefur hins vegar
einn gegnt ráðherrastörfum áður af
ráðherrum sjálfstæðismanna. Hann
er jafnframt elzti ráðherrann, verður
64 ára f desember. Yngsti ráðherr-
ann er Matthias Á Mathiesen, 43
ára. Hér á eftir verða rakin helztu
æviatriði ráðherranna.
Geir Hallgrímsson
Geir Hallgrfmsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, verður forsætisráð-
herra hinnar nýju rfkisstjómar. Hann
hefur verið einn af forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins um árabil og
varð formaður flokksins fyrir ári.
Þetta er f fyrsta sinn, sem Geir
Hallgrímsson tekur við ráðherra-
embætti. Geir Hallgrímsson er næst
yngstur ráðherranna, hann er
fæddur f Reykjavfk 16. desember
1925 og þvf aðeins 48 ára gamall, er
hann tekur nú við embætti forsætis-
ráðherra. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum f Reykjavfk
árið 1944 og embættisprófi f lögum
frá Háskóla islands f maf 1948.
Næsta vetur á eftir hélt hann til
framhaldsnáms f lögfræði og hag-
fræði við Harvard Law School f
Bandarfkjunum.
Að námi loknu hóf hann mál-
flutningsstörf f Reykjavík og rak um
skeið málflutningsskrifstofu með
öðrum. Síðan varð hann forstjóri H.
Benediktsson hf. og gegndi þvi starfi
til ársins 1959. er hann varð borgar-
stjóri í Reykjavfk. Geir Hallgrímsson
var fyrst kjörinn i stjórn Heimdallar,
félags ungra sjálfstæðismanna f
Reykjavfk, árið 1946 og formaður
félagsins var hann 1952 til 1953. Þá
var hann formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna 1957 til 1959.
Geir Hallgrimsson var kjörinn f
borgarstjórn Reykjavfkur árið 1954
þá 28 ára að aldri og átti þar sæti
þar til f maimánuði sl. eða f rúm
20 ár. f nóvember 1959 var
hann kjörinn borgarstjóri
tæplega 34 ára gamall, en áður
hafði hann átt sæti f borgar-
ráði frá 1954. Borgarstjórastarfinu
gegndi hann þar til í nóvember 1972
eða f 13 ár. Eftir fráfall Bjarna
Benediktssonar tók Geir Hallgrfms-
son sæti á Alþingi haustið 1970. Á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins vorið
eftir var hann kjörinn varaformaður
flokksins f kosningu við Gunnar
Thoroddsen. Þegar Jóhann Hafstein
sagði svoaf sér formennsku af heilsu
farsástæðum fyrir ári varð Geir
Hallgrfmsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson, formaður
Framsóknarflokksins, fer með dóms-
og kirkjumál auk viðskiptamála f
þessari nýju rfkisstjórn, en lætur af
hendi embætti forsætisráðherra. er
hann gegndi f vinstri stjóminni.
Ólafur Jóhannesson er fæddur 1.
marz 1913 f Stóra-Holti f Fljótum.
Hann varð stúdent frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1935 og lauk
embættisprófi f lögfræði frá Háskóla
Yngsti ráðherrann 43
ára og sá elzti 64 ára
íslands í maf 1939 með hæstu
einkunn, sem þá hafði verið gefin á
laga prófi.
Að námi loknu hóf hann störf hjá
Sambandi fslenzkra samvinnufélaga.
Árið 1944 var hann skipaður for-
stöðumaður félagsmáladeildar og
jafnframt ráðinn lögfræðilegur ráðu-
nautur Sambandsins og kaupfélag-
anna. Þegar Gunnar Thoroddsen lét
af embætti prófessors i febrúar
1947 var Ólafur Jóhannesson skip-
aður prófessor við lagadeild
Háskólans. Þvf starfi heldur hann
enn, en hefur haft leyfi frá kennslu
undanfarin þrjú ár.
Ólafur Jóhannesson varð for-
maður f Félagi ungra framsóknar-
manna 1941 og formaður f Fram-
sóknarfélagi Reykjavfkur 1944 til
1945. Hann var fyrst kosinn f mið-
stjórn Framsóknarflokksins 1946.
Ólafur Jóhannesson var kjörinn
varaformaður flokksins árið 1960.
Hann var fyrst kjörinn á Alþingi í
sumarkosningunum 1959 48 ára að
aldri. Ólafur tók fyrst þátt f stjómar-
myndunarviðræðum fyrir hönd
Framsóknarflokksins 1947, þegar
mynduð var samstjóm Alþýðuflokks-
ins, Framsóknar og Sjálfstæðis-
flokks, þá nýorðinn lagaprófessor.
Formaður Framsóknarflokksins var
hann kjörinn 1968. Þegar viðreisn-
arstjórnin fór frá 1. júlf 1971 varð
Ólafur Jóhannesson forsætis- og
dómsmálaráðherra f vinstri stjórn
með Alþýðubandalaginu og Sam-
tökum frjálslyndra og vinstri manna.
Einar Ágústsson
Einar Ágústsson heldur áfram
störfum utanrfkisráðherra, sem hann
hefur gegnt undanfarin þrjú ár. Hann
er fæddur 23. september 1922 f
Hallgeirsey. Stúdentsprófi lauk hann
1941 og embættisprófi f lögfræði f
maf 1947. Strax að loknu prófi varð
hann skrifstofustjóri Sölunefndar
varnarliðseigna, en var jafnframt
starfsmaður Fjárhagsráðs. í febrúar
1954 varð hann fulltrúi f fjármála-
ráðuneytinu og því starfi gegndi
hann þar til hann var skipaður spari-
sjóðsstjóri Samvinnusparisjóðsins f
marz 1957. Þegar sparisjóðnum var
breytt f banka haustið 1963 varð
Einar Ágústsson bankastjóri og
gegndi hann þvf starfi þar til hann
varð utanrfkisráðherra f vinstri
stjórninni fjúlf 1971.
Einar Ágústsson var kjörinn
formaður Framsóknarfélags Reykja-
vfkur 1958 og gegndi þvf starfi til
1961. Hann var kjörinn f miðstjóm
Framsóknarflokksins 1960. Um leið
og Ólafur Jóhannesson varð
formaður Framsóknarflokksins 1968
var Einar Ágústsson kjörinn varafor-
maður. Árið 1962 var hann kjörinn
borgarfulltrúi f Reykjavfk. Hann l&
af þvf starfi 1971, er hann varð
ráðherra 49 ára að aldri.
Gunnar Thoroddsen
Gunnar Thoroddsen er fæddur 29.
desember 1910 f Reykjavfk. Hann
verður nú ráðherra í annað sinn og
tekur við embættum iðnaðar- og
orkuráðherra og félagsmálaráðherra.
Hann er elzti ráðherrann, 63 ára að
aldri.
Gunnar Thoroddsen lauk stúdents-
prófi 1929 og embættisprófi f lög-
fræði I febrúar 1934. Síðan stundaði
hann framhaldsnám f refsi-
rétti, en eftir það vann hann
við lögfræðistörf fram til 1940.
Hann hefur gegnt fjölmörgum
veigamiklum embættum. Árið 1940
varð hann prófessor við lagadeild
Háskólans. Hann var kjörinn f
borgarstjórn 1938 og sat þar til
1962. Borgarstjóri varð hann f
febrúar 1947 og gegndi þvf starfi þar
til hann tók við embætti f jármálaráð-
herra f viðreisnarstjórninni f
nóvember 1959. Hann lét af ráð-
herrastörfum 1965, er hann var
skipaður sendiherra f Kaupmanna-
höfn. Árið 1968 var hann f framboði
við forsetakjör. í ársbyrjun 1970 var
hann skipaður hæstaréttardómari.
Hann lét af þvf starfi eftir tæpa nfu
mánuði, er hann tilkynnti þátttöku
sfna f prófkjöri Sjálfstæðisflokksins,
sem fram fór haustið 1970. Vorið
1971 var Gunnar Thoroddsen sfðan f
annað sinn skipaður prófessor við
lagadeildina og gegnir hann þvf
starfi enn.
Gunnar Thoroddsen var fyrst
kjörinn á Alþingi sem landskjörinn
þingmaður 1934, þá 24 ára gamall.
Hann hvarf af þingi 1937. Sfðan var
hann endurkjörinn sem þingmaður
Snæfellinga sumarið 1942. Þing-
maður Reykvfkinga varð hann 1949
og fram til 1965, er hann varð sendi-
herra. Sfðan var hann endurkjörinn
þingmaður Reykjavfkur f júnf 1971.
Gunnar Thoroddsen var formaður
Heimdallar 1935 til 1939, formaður
S. U. S. 1940 til 1942. Hann var
fyrst kjörinn f miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins 1948. Varaformaður
flokksins var hann kjörinn á lands-
fundi 1961, en lét af því starfi er
hann var skipaður sendiherra 1965.
Vorið 1971 var hann kjörinn
formaður þingflokks sjálfstæðis-
manna. Þvf starfi gegnir hann enn.
Halldór E. Sigurðsson
Halldór E. Sigurðsson fjármála- og
landbúnaðarráðherra f vinstri stjórn-
inni tekur nú við störfum land-
búnaðar- og samgönguráðherra.
Hann er fæddur að Haukabrekku f
Fróðárhreppi 9. september 1915.
Mqnntun sfna hlaut hann f héraðs-
skólanum f Reykholti. Þar lauk hann
námi 1937 en var næsta vetur á
Búnaðarskólanum á Hvanneyri.
Hann hóf búskap á Staðarfelli f Dala-
sýslu árið 1937 og stundaði hann
allt fram til ársins 1955. Hann átti
sæti. f hreppsnefnd Fellsstrandar-
hreppsfrá 1942 til 1955.
Þegar Halldór E. Sigurðsson lét af
búskap 1955 var hann ráðinn
sveitarstjóri f Borgarnesi og þvf
starfi gegndi hann til ársins 1966. í
hreppsnefnd Borgarneshrepps var
hann kjörinn 1962. Jafnframt
sveitarstjórastörfum var hann for-
maður Búnaðarsambands Borgar-
fjarðar um skeið. Hann var fyrst
kjörinn f miðstjóm Framsóknar-
f lokksins árið 1953.
Mýramenn kusu Halldór E.
Sigurðsson á Alþingi 1956. Fulltrúi
þeirra á Alþingi var hann til 1 959, er
hann var kjörinn þingmaður fyrir
Vesturlandskjördæmi og það hefur
hann verið síðan. Meðan Fram-
sóknarf lokkurinn var f stjórnar-
andstöðu var hann lengst af tals-
maður flokksins i fjárveitinganefnd.
Þegar vinstri stjórnin var mynduð
1971 völdu þingmenn Framsóknar-
flokksins hann til þess að gegna
störfum fjármála- og landbúnaðar-
ráðherra i þeirri ríkisstjórn.
Matthías Bjarnason
Sjávarútvegsráðherra rfkis-
stjórnarinnar verður Matthfas
Bjarnason. Hann erfæddurá ísafirði
15. ágúst 1921. Matthias stundaði
nám f Verzlunarskóla íslands og lauk
verzlunarprófi þaðan 1939. Árið
1942 varð hann forstjóri fyrirtækis-
ins hf. Djúpbáturinn og ári sfðar hóf
hann jafnhliða verzlunarrekstur á
Isafirði. Hann varð framkvæmda-
stjóri útgerðarfélagsins Kögur 1959
og sat um skeið F stjórn Útvegs-
mannafélags isfirðinga.
Matthfas Bjarnason var kjörinn
formaður Fylkis, félags ungra sjálf-
stæðismanna á (safirði, árið 1942 og
gegndi þvf starfi til 1946. Árið áður
varð hann formaður Sjálfstæðis-
félags jsfirðinga og var það fram til
1950. Hann átti sæti f stjórn SUS
1948 til 1952 og var formaður
Fjórðungsambands sjálfstæðis-
manna á Vestfjörðum á árunum
1955 til 1961.
í bæjarstjórnarkosningunum 1946
var Matthfas Bjarnason kjörinn f
bæjarstjórn Ísafjarðar. Þar sat hann
fram til 1966. Hann sat I bæjarráði
frá 1 950 og var forseti bæjarstjórnar
1950 til 1952. Þá var Matthfas
Bjarnason kjörinn á Alþingi árið
1963. Hann var landskjörinn þing-
maður fram til 1967. en síðan hefur
hann verið þingmaður Vestfjarða-
kjördæmis og er nú fyrsti þingmaður
kjördæmisins. Undanfarin ár hefur
hann átt sæti f fjárveitinganefnd
Alþingis jafnframt þvf, sem hann
hefur átt sæti f sjávarútvegsnefnd
neðri deildar.
Matthías Á Maíhiesen
Matthfas Á. Mathiesen verður fjár-
málaráðherra rfkisstjórnarinnar.
Hann er fæddur f Hafnarfirði 6.
ágúst 1931 og er þvf aðeins 43 ára
gamall og yngsti ráðherrann f rfkis-
stjórninni. Matthfas Á. Mathiesen
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum f Reykjavfk 1951 og
embættisprófi f lögfræði frá laga-
deild Háskóla islands f maf 1957.
Hann hóf 1. júni það ár störf sem
fulltrúi f atvinnumálaráðuneytinu.
Þvf starfi gegndi hann þar til 1.
ágúst 1958, er hann var ráðinn
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar. Hann hefur nú látið af spari-
sjóðsstjórastörfum, en er formaður
stjórnar Sparisjóðsins.
Matthías Á. Mathiesen var for-
maður Stefnis. félags ungra sjálf-
stæðismanna i Hafnarfirði. 1952 til
1955. Árið 1962 var hann kjörinn
formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfé-
laganna f Hafnarfirði. Hann hefur
setið f miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
frá 1965. MatthiasÁ. Mathiesen fór
fyrst f framboð til Alþingis fyrir Hafn-
firðinga í sumarkosningunum 1959
þá tæplega 28 ára að aldri. Hann
náði kjöri, en Emil Jónsson, þáver-
andi forsætisráðherra. féll i kjör-
dæminu. Haustið 1959 var Matthfas
kjörinn þingmaður Reyknesinga og
hefur verið það sfðan. Hann hefur átt
sæti f utanríkismálanefnd Alþingis
og verið einn af aðalfulltrúum
fslands i Norðurlandaráði frá 1965. f
ársbyrjun 1 970 var hann kjörinn for-
seti neðri deildar Alþingis, þegar
Sigurður Bjamason varð sendiherra f
Kaupmannahöfn og lét af þvi starfi.
Vilhjálmur Hjálmarsson
Vilhjálmur Hjálmarsson er bóndi á
Brekku f Mjóafirði og verður nú eftir-
maður Magnúsar Torfa Ólafssonar
sem menntamálaráðherra. Hann
fæddist á Brekku 20. september
1914. Menntun sína hlaut Vil-
hjálmur á Brekku f Héraðsskólanum
á Laugarvatni og brautskráðist
þaðan eftir tveggja vetra nám 1935.
Að þvf búnu hóf hann búskap á
Brekku og hefur stundað hann alla
tfð sfðan. Árið 1936 réðst hann sem
kennari f Mjóafirði og var það allt til
1947. Skólastjóri var hann ráðinn
þar 1956.
Vilhjálmur á Brekku hefur gegnt
sveitarstjórnarstörfum. Hann hefur
setið ! hreppsnefnd allt frá 1946 og
var kjörinn oddviti árið 1950. Þá
hefur hann setið i sýslunefnd
Suður Múlasýslufrá 1962. Sunnmýl-
ingar kusu Vilhjálm á Brekku fyrst á
Alþingi 1949 og þar sat hann óslitið
til 1956. Sfðan sat hann á sumar-
þinginu 1959. Loks var hann kjörinn
á þing fyrir Austurfandskjördæmi
árið 1967 og hefur setið þar sfðan
og er nú fyrsti þingmaður kjör-
dæmisins. Vilhjálmur á Brekku hefur
gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á
vegum bændasamtakanna. Hann
hefur m.a. átt sæti f stjóm Búnaðar-
félagsins og Stéttarsambands
bænda. Vilhjálmur tekur nú i fyrsta
sinn við ráðherraembætti.