Morgunblaðið - 28.08.1974, Side 7

Morgunblaðið - 28.08.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1974 7 forum world features eftir George Schöpflin Fá Sovétmenn vilja sínum framgengt? Sambandið milli Rúmenlu og Sovétríkjanna hefur verið slæmt um margra ára skeið, en samkvæmt síðustu fregn- um lítur út fyrir, að það muni enn fara versnandi. Sovét- menn hafa að því er virðist beðið rúmönsk yfirvöld um „vopnagöng" (armed corri- dor), sem myndu tengja saman sovézkt yfirráðasvæði annars vegar og Búlgaríu hins vegar. Búlgarir hafa andstætt Rúmenum verið góðir bandamenn Sovét- manna síðan I seinni heims- styrjöldinni og búlgörsk yfir- völd telja að efla beri tengsl þeirra við sovézka valdhafa á allan hátt. „Vopnagöngin" myndu vissulega leiða til slíks. Hugmyndin virðist vera sú að koma upp sérstakri járnbraut annaðhvort frá Kishinev eða Odessa I Sovét- ríkjunum til einhverrar borg- ar í Búlgaríu, líklega Varna á strönd Svartahafsins. Járn- brautin myndi þannig liggja gegnum héraðið Dobruja I Rúmeníu. Pólitískar afleiðingar þessarar áætlunar yrðu jafnmiklar og hin hernaðar- lega þýðing hennar. Frá hernaðarsjónarmiði myndi járnbrautin — sem Rúmenar hefðu ekki nein yfirráð yfir — tryggja skjótar og örugg- ar samgöngur á landi og annast flutninga frá Sovét- ríkjunum til hinna tryggu bandamanna. Árið 1968 þegar búlgarskar hersveitir tóku þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu, sem Rúmen- ar neituðu, varð að flytja þær flugleiðis til Sovétríkjanna. Járnbrautin myndi leysa slíkt vandamál. Frá stjórnmálasjónarmiði myndi lagning slíkrar járn- brautar jafnframt hafa f för með sér, að sovézkur her yrði aftur staðsettur í Balkan- löndunum, en sovézkar her- sveitir hafa ekki verið á þeim slóðum síðan Rauði herinn fór frá Rúmeníu árið 1958, og nærvera slíkra hersveita myndi ekki aðeins þýða auk- inn þrýsting á Rúmena heldur einnig óbeint á Júgóslava, sem tilheyra ekki bandamannaþjóðum Sovét- manna. Síðan Varsjárbanda- lagið var stofnað árið 1955 hefur það gegnt pólitísku hlutverki: það hefur minnt bandamenn Sovétríkjanna á vald ráðamanna í Kremlin. Þetta var síðast undirstrikað með innrásinni í Tékkóslóvakíu árið 1 968. Fram til þessa hefur ekkert verið staðfest opinberlega um lagningu járnbrautar af hálfu viðkomandi ríkja og ólíklegt má telja, að það verði gert — kommúnistaríkin eru sérlega varkár með allar hernaðaraðgerðir sínar. Samt sem áður hefur ýmislegt verið að gerast bak við tjöld- in. Það má ráða bæði af því, að upp á síðkastað hafa verið þó nokkrar framkvæmdir af hálfu bandalagsríkjanna fjögurra, Sovétríkjanna, Tékkóslóvakíu, Ungverja- lands og Búlgaríu og varnar- málaráðherrar þeirra hafa haldið fundi innbyrðis og með Ivan Yakubovsky mar- skálki, yfirmanni hersveita Varsjárbandalagsins, og einnig má ráða nokkuð af viðbrögðum Rúmena sjálfra. FORSÍÐUFRÉTTIR: í maílok héldu rúmensku hersveitirnar heræfingar í suðurhluta landsins, skammt frá búlgörsku landamærun- um. Til þess að undirstrika pólitíska þýðingu þessara heræfinga var Nicolae Ceausescu leiðtogi rúmenska kommúnistaflokksins og æðsti maður ríkisins við- staddur þær ásamt öllum öðrum æðstu valdamönnum, þ.á m. forsætisráðherranum og varnarmálaráðherranum. Og til þess að undirstrika sjálfstæði Rúmeníu I hernaðarmálum gátu rúmensk blöð þess sérstak- lega, að Ceausescu hefði einnig skoðað vopn, sem rúmenskir sérfræðingar höfðu smíðað. Fráttin í heild ar óvenjuleg: rúmensk dag- blöð minnast yfirleitt aldrei á hernaðarframkvæmdir í land- inu, en I þetta skipti var fréttin á forsíðu allra blaða og tilvera sér-rúmenskra vopna hefði við eðlilegar aðstæður verið talin algjört hernaðar- leyndarmál. Rúmönsk yfirvöld voru greinilega að leggja áherzlu á sjálfstæði sitt á þennan óbeina hátt og ennfremur að láta I Ijós ótta við þrýsting af hálfu Sovétmanna. Ef ein- hver fótur er fyrir þessum fréttum um járnbrautina má hiklaust telja það mjög alvar- lega hótun við Rúmena. í tæpan áratug hefur það verfð helzta stefnumál rúmenskra yfirvalda að undirstrika frið- helgi rúmensks yfirráða- svæðis og hafa þau margoft lýst því yfir, en lagning járn- brautarinnar frá Sovétríkjun- um væri bein ógnun við yfir- völd í Rúmeníu. Talið hefur verið, að þrýst- ingur Sovétmanna kunni að hafa í för með sér nýja hlið á samskiptum ríkjanna: Rúmenar hafa oftlega lagt áherzlu á stuðning sinn við Varsjárbandalagið og þá ætlun sína að standa við skyldur sínar við Varsjársátt- málann (nú síðast I Scinteia málgagni kommúnistaflokks- ins þann 14. maí, sem er stofndagur sáttmálans). En þetta hefur þó ekki komið I veg fyrir, að Rúmenar segist vera reiðubúnir til að halda uppi hernaðarsamstarfi við önnur kommúnistaríki, sem ekki eru í Varsjárbanda- laginu, og nefna þar helzt Júgóslavíu, Kina og Norður- Kóreu. I sambandi við versnandi sambúð Kina og Sovét- ríkjanna og stöðuga fjölgun í herjum ríkjanna meðfram sameiginlegum landamær- um þeirra hlýtur hin vinsam- lega afstaða Rúmena til Kín- verja að valda ráðamönnum í Sovétríkjunum mikilli gremju. Hvort sem Sovét- mönnum tekst að berja járn- brautarlagninguna í gegn eða ekki er þrýstingi þeirra greinilega beint að því að draga úr sjálfstæði Rúmeníu og auka pólitískt vald Sovét- ríkjanna meðal bandalags- þjóða þeirra í Austur-Evrópu. (Þýð.: K. Á.) Gullfalleg pottablóm nýkomin. Verð frá aðeins 1 50 kr. Blómglugginn, Laugavegi 30, simi 16525. Til sölu Toyota Celica árg. '72. Sparneytinn og skemmtilegur sportbill. Þeir, sem hafa áhuga, sendi nafn og siman. á afgr Mbl. merkt: Celica — 4413. Skrifstofuhúsnæði til legu i Miðbaenum (Vesturgötu 4). Upplýsingar i sima 1-44-38 eða 3-53-40. Peugout 404 71. Mjög góður bill til sölu. Samkomulg með greiðslu. 3ja—4ra ára skuldabréf kemur til greina. Simi 16289 frá kl. 9 — 1 og 6 e.h. Einbýlishús — Vörubíll Til sölu fokhelt einbýlishús í Garði. Til greina kemur að taka góðan vörubil upp i útborgun. Uppl. á kvöldin i sima 92-7675 eftir kl. 7. Notað mótatimbur Til sölu notað mótatimbur 7/8 x 6. Sími 92-2162. Er vaksurinn stíflaður? Tek stíflur úr handlaugum, baðkör- um og eldhúsvöskum. Baldur Kristiansen Sími 19131. Keflavík — Njarðvík 2 íbúðir óskast til leigu strax í Keflavik eða Njarðvik. Upplýsingar i síma (91 )-35346. Herbergi til leigu á góðum stað i bænum, fyrir full- orðna konu, sem gæti veitt ein- hverja húshjálp. Nánari uppl. i sima 37245. Kona (eldri kona) óskast til að gæta heimilis og 2 barna 6 mán og 2ja ára á heimili úti á landi. Frítt fæði og húsnæði og einhver laun. Upplýsingar i sima 95-1 393. Barngóð kona óskast til að gæta 2 ára drengs i nokkra mánuði frá 9 —12, fimm daga i viku. Þarf helzt að búa í vestur- bænum. Upplýsingar í sima 14746. Hafnarfjörður Ung kona óskar eftir vinnu hálfan daginn e.h. Hef unnið við almenn skrifstofustörf. m.a. á bókhaldsvél. Afgreiðsla kemur til greina. Uppl. i sima 53175. ibúð til leigu 3ja herb. íbúð til leigu í Hlíðunum. Fyrirframgreiðsla. Þeir sem hafa áhuga leggi inn tilboð á afgr. Mbl. merkt: „1512" fyrir 31. ágúst. Iðnfyrirtæki — Heildsölur Tökum að okkur ýmiskonar verk- efni t.d. samsetningar, lagfæringar og viðgerðir á tréverki o.fl. Tilb. sendist Mbl. fyrir 1. sept. merkt: „4450”. Barnagæzla Óskum eftir að ráða konu til að gæta litillar telpu hálfan daginn, 5 daga vikunnar á reglusömu heimili við Mimisveg. Upplýsingar i sima 19864. Verð fjarverandi spetembermánuð. Staðgöngu- maður er Björn Önundarson lækn- ir, Laugavegi 43, simi 21186. Jón K. Jóhannsson læknir. íbúð úti á landi Til sölu nýstandsett ibúð á 2. hæð ásamt bilskúr. Upplýsingar i sima 42813 eftir kl. 6 á kvöldin. Einhleypur maður óskar eftir að taka á leigu litla ibúð eða herbergi með aðgang að eld- húsi i Rvik strax. Simi 43905. Óska eftir að taka á leigu íbúð i Hafnarfirði strax. Uppl. í sima 99-1 261. Röntgenlæknir óskast í Röntgenstofu Domus Medica. Upplýsingar i Röntgenstofunni kl. 12 — 14. Simi 1 5353. Til leigu 4ra herb. ibúð i Vesturbænum. Leigist með eða án húsgagna. íbúðin er laus 5. sept. Tilbl. merkt: 4020 sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld. f^mnRGFRLDnR 1 mflRKRD VÐRR Utsaia — Utsala Útsalan hefst í dag. Kjólar, kápur, pils, blússur, síðbuxur. Mikil verðlækkun. Dragtin, Klapparstíg 3 7. Jakka- og úlpumarkaöur! Fyrir veturinn — Fyrir skólann. Mikið úrval yfirhafna úr 1 00% ull á lágu verði. Alafoss, Þingho/tsstræti 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.