Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1974 Kristján Eldjárn tekur á móti Geir Hallgrímssyni i skrifstofu sinni i gær. 16 __________________________________ — Ný stjórn Framhald af bls. 1 EINAR ÁGÚSTSSON Undir hann heyrir utanrikisráðuneytið, en það fer með mál, er varða skipti forseta íslands við aðra þjóðhöfðingja, sendiráð og samskipti við önnur riki Ráðuneytið sér um samninga við önnur riki og aðild íslands að alþjóðlegum stofnunum, ráðstefnum og fundum, er varða opinbera hags- muni Framkvæmd varnarsamnings Islands og Bandarikjanna heyrir undir utanríkisráðuneytið og þar á meðal dómsmál, lögreglumál, tollamál, póst- og símamál, flugmál, radarstöðvamál, heilbrigðis- og félagsmál innan flugvallarsvæðisins, svo og önnur málefni. er varða dvöl varnarliðsins GUNNARTHORODDSEN Hann fer með félagsmálaráðuneytið og iðnaðar- ráðuneytið Undir félagsmálaráðuneytið heyra málefni sveitarfélaganna, svo sem brunavarnir og Brunamálastofnunin. skipulagsmál og þar á meðal embætti skipulagsstjóra rikisins. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, Lánasjóður sveitarfélaga og Bjarg- ráðasjóður falla undir ráðuneytið Þá falla hús- næðismál undir ráðuneytið, þar á meðal Húsnæð- ismálastjórn. verkamannabústaðir og fram- kvæmdanefndir byggingaáætlana. Loks heyra vinnumál undir félagsmálaráðuneytið, stéttarfélög launþega og atvinnurekenda, vinnudeilur og or- lofsmál Undir iðnaðarráðuneytið heyra stofnanir eins og Iðnþróunarráð, Iðnaðarmálastofnun (slands, rann- sóknarstofnanir iðnaðarins og byggingariðnaðar- ins, Orkustofnun og Orkusjóður. Þá falla undir ráðuneytið málefni Sememtsverksmiðju, Guten- berg, Sildarverksmiðja rikisins, Kisiliðjunnar og Iðnaðarbankans. HALLDÓR E SIGURÐSSON Undir hann heyra landbúnaðar- og samgöngu- mál. Landbúnaðarráðuneytið fer með málefni, er varða landbúnað ræktun og skógrækt Undirþað heyrir m.a Landnám rikisins, veiði í ám og vötnum, loðdýrarækt, dýralækningar, þjóðjarðir og kirkjujarðir, mat og verðskráning landbúnaðar- vara. Stofnanir eins og Framleiðsluráð landbún- aðarins, mjólkurbú, Grænmetisverzlun, Búnaðar- félag, Áburðarverksmiðja og Búnaðarbankinn Samgönguráðuneytið fer með vega- og hafnar- mál, svo og flugmál og siglingar. Skipaskoðun rikisins, veðurstofur og ferðamálasjóður falla m a. undir ráðuneytið, svo og landmælingar og Póstur og simi. MATTHÍAS BJARNASON Sjávarútvegsráðuneytið og heilbirgðis- og tryggingaráðuneytið verður i höndum Matthíasar Bjarnasonar. Sjávarútvegsráðuneytið fer með út- vegsmál og friðun og nýtingu fiskimiða. Undir það heyra stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Fiskifélagið, sildarútvegsnefnd og verðlagsráð sjávarútvegsins, verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins, Síldarverk- smiðjur rikisins og aflatryggingasjóður. Fiskimála- stjóður og Fiskveiðasjóður íslands falla einnig undir ráðuneytið Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið fer með málefni er varða læknaskipan, landlækni, sjúkra- hús og heilsuhæli, lyf og lyfsala Hvers konar tryggingamál og þar á meðal öll vátrygginga- starfsemi ásamt með málefnum Tryggingastofn- unar ríkisins falla undir ráðuneytið. MATTHÍAS Á. MATHIESEN Matthías Á Mathiesen verður fjármálaráðherra. Undir það ráðuneytið falla eignir rlkisins, fram- kvæmdastjóður, skatta-, tolla- og tollgæzlumál. Rekstur Áfengisverzlunarinnar og Innkaupastofn- unarinnar heyrir undir fjármálaráðuneytið Það fer einnig með launamál rlkisstarfsmanna, Iffeyris- sjóði og fasteignamat. Undir ráðuneytið falla einn- ig tvær sjálfstæðar stjórnarstofnanir: Ríkisendur- skoðunin og Fjárlaga- og hagskýrslustofnunin, er annast undirbúning og gerð fjárlaga og almennar umbætur í rikisrekstri. VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON Menntamálin falla nú i hendur Vilhjálms Hjálm- arssonar. Undir ráðuneytið heyra kennslu- og skólamál, þar á meðal Háskóli (slands og aðrir skólar, svo og framkvæmd hinnar nýju skólalög gjafar. Visindastarfsemi og fræðistörf heyra undir ráðuneytið, má þar nefna Náttúrufræðistofnun og stofnun Árna Magnússonar. Þá fer ráðuneytið með málefni, er varða listir, eins og Þjóðleikhús, menntamálaráð, ríkisútvarpið. Menntamálaráðu- neytið fjallar einnig um æskulýðsmálefni, félags- heimili og iþróttastarfsemi, náttúruvernd og fugla- friðun. Barnaverndarráð heyrir undir menntamála- ráðuneytið. — Nýting Framhald af bls. 15 vanþróuðu rikin myndu ekki sætta sig við annað en að fylgjast gaum- gæfilega með vinnslunni og því, hver væri raunverulegur hagur af henni, sömuleiðis verðlagningu og áhrifum á framleiðslu vanþróuðu ríkjanna á sams konar efnum og fyndust á hafsbotni — sérstaklega á manganvolunum svonefndu, sem gætu haft áhrif á mangan — nikkel — kopar — og kannski fyrst og fremst kobaltframleiðslu ýmissa landa. Eðlilega væru vanþróuðu ríkin tortryggin í garð fjölskyldufyrir- tækja, þau telja sig hafa fulla ástæðu til þess. Engu að siður sagðist Pinto bjart- sýnn um árangur og ekki hafa orðið fyrir sérstökum vonbrigðum með Caracasfundina, hann þekkti orðið það vel til málsmeðferðar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, að sér hefði verið fullkomlega Ijóst, að þetta verkefni gæti tekið lengri tíma. — Caracas Framhald af bls. 15 Miðgarði Þau heita Anauco, El Teljar, Mohedano og San Martin og eru 25 hæðir hvert Tvö háhýsi til viðbótar eru I byggingu og er sagt, að þau verði töluvert hærri. Þjónustustofnanir allar og verzl- anir, ráðstefnusalir og skrifstofur allra hlutaðeigandi aðila eru á fimm fyrstu hæðunum. Er þar innangengt milli allra húsanna og jafnframt garðar þar i milli skreyttir gosbrunn- um og margs konar gróðrí Þar fyrir ofan eru ibúðir í prýðilegri matvöruverzlun er hægt að fá allt sem þarf til matar- gerðar og venjulegs heimilishalds. Veitingastofur eru þar fyrir utan fjöl- margar og sérstakur undirgangur liggur út í Hilton Hótelið, þar sem einnig eru veitingastofur og sund- laug, sem ráðstefnugestir hafa að- gang að — Tyrkir hafna Framhald af bls. 1 sagði, að Tyrkir hefðu ekki sett sér nein tíma- takmörk á friðarviðræð- ur, en allra hluta vegna þyrftu þær að hefjast sem fyrst. Enda þótt hann væri allánægður, sagði framkvæmdastjór- inn þó, að ákveðin ágreiningsefni væru enn óleyst. — Tepptir Framhald af bls. 2 gistu þar, en komu aftur í Gæsa- vötn á föstudag, en þá brast á vitlaust veður og ár urðu ófærar. Komust þeir hvorki yfir þær á Blasernum né sleðunum. Síðari hluta dags í gær lögðu þeir félagar þó af stað frá skálanum í Gæsavötnum og voru um klukkan 6 í gærdag komnir að Skjálfanda- fljóti. Sóttist þeim ferðin mjög seint. Stefán Helgason, bílstjóri á Akureyri, hefur haft daglegt sam- band við þá félaga og sagði hann Mbl. í gærkvöldi, að þeim liði öllum vel. Mikil ófærð er þarna uppi á hálendinu, og má t.d. nefna það, að Guðmundur Jónasson var með ferðamannahóp og ætlaði um Sprengisand, en varð að snúa við vegna mikilla snjóa. Stóðu skaflar upp á miðjar rúður. — A sumardegi Framhald af bls. 14 fræðimannlega getspeki og ekkert annað en reynslu sem almennur lesandi, að vísu nokkuð margra bóka og höf- unda. Nútfmahöfundar bera með sér sín sterku höfundar- einkenni hvað sem þeir skrifa og hvenær sem þeir senda frá sér stafkrók auk heldur meir (hvers konar fræðimaður væri það t.d. sem ruglaði saman stíl Thors og Indriða?), og ég er ekki í vafa um að þvf hefur verið svipað háttað um hina fornu og nafnlausu höfunda sagnanna og annarra fornrita eins og þau líka bera með sér því þau eru að stíl og framsetn- ing hvert öðru frábrugðin ekki síður en rit nútímahöfunda. En fyrst og fremst eru þau þó lista- verk sem njóta ber fremur en tæta niður f einhverja upphugs- aða frumparta. — Sláturs- leyfishafar Framhald af bls. 28 Suðurlands hafi verið að selja upp birgðir sínar f verzlunum í Reykjavík undanfarna daga, eij nú hafi þeir haldið einhverju eftir, sem þeir ætla sjúkrahúsum eingöngu. Samband fslenzkra samvinnufélaga er ekki slátur- leyfishafi og á því engar birgðir. Hins vegar eiga kaupfélögin úti á landi kjötbirgðir, sem þau ekki hafa viljað senda á markaðinn eins og áður greinir. — Lindbergh Framhald af bls. 5 virkja. Friðrik rlkiserfingi kom til landsins meðan Lindbergh var hér og hitti hann flugkappann I teboði hjá forsætisráðherra. Lindbergh ræddi einnig við ýmsa (slendinga til að afla sér nauðsynlegra gagna og upplýsinga I sambandi við flug- leiðina vfir Atlantshaf. — SS tekur við Framhald af bls. 28 þetta voru undirritaðir f sfðustu viku. Jón H. Bergs, forstjóri SS, tjáði Mbl. í gær, að fyrirkomulag verzlunarinnar yrði áfram með svipuðu sniði, en þó yrðu gerðar smávægilegar skipulagsbreyt- ingar. Þá er í athugun að hafa stórmarkað í hluta húsnæðisins hluta^vikunnar. Verzlunarstjóri í þesW^i nýju SS-verzlun verður Guðjón Guðjónsson, sem um langa hríð hefur verið verzlunar- stjóri SS-búðarinnar við Háaleitisbraut. — Klakið Framhald af bls. 2 mikið af karfaseiðum í hafinu milli íslands og Grænlands. Miðað við fyrri ár virðist þó heildar- magnið vera 1 slöku meðallagi. Öðru máli gegnir um loðnuseið- in. í niðurstöðunum kemur fram, að útbreiðsla og magn loðnuseiða hafi verið meira en undanfarin ár og virðist því vera um metárgang að ræða. Þess ber að geta, að loðnuárgangar undanfarinna ára hafa allir verið mjög sterkir sem seiði. — Fall krónunnar Framhald af bls. 28 Þegar kemur að gjaldmiðlum meginlands Evrópu verður þó allt annað uppi á teningnum. Gagn- vart dönskum krónum hefur ís- lenzk króna fallið um 27,8%, gagnvart norskum krónum um 30,76% og gagnvart sænskum um 23,16%. Gengisfall krónunnar gagnvart finnskum mörkum er 20,02%. Gagnvart frönskum frönkum hefur krónan fallið á þessu þriggja ára tímabili um 22,07% og gagnvart belgískum frönkum um 30,15%. Fall krón- unnar gagnvart svissneskum frönkum er hvorki meira né minna en 34,64%. Er það mesta fallið á þessu tímabili. 28. júlí 1971 þurftu menn að greiða i gjaldeyrisdeild bankanna 2.156,80 krónur fyrir 100 franka, en nú fyrir síðustu gengisskrán- ingu 3.300 krónur. Með 25% innborgunarskyldunni greiða menn fyrir þessa sömu 100 sviss- nesku franka 4.125 krónur og hefur sú upphæð, sem menn greiða fyrir þessa franka hækkað um rúmlega 91%. Hollenzk gyllini hafa einnig hækkað mikið. Fall krónunnar gagnvart þeim á þremur árum vinstri stjórnarinnar er 32,66% og fall hennar gagnvart vestur- þýzkum mörkum er 32,13%. Fall krónunnar gagnvart ítalskri líru er aðeins 5,86%, en hins vegar er fall hennar gagnvart austur- rískum schillingum 33,24% og er þar næstmesta fall krónunnar. Fall krónunnar gagnvart portúgalskri mynt, escudos, er 19,84% og gagnvart spönskum pesetum 26,60%. Stúlka óskast til aðstoðar við sniðningu á prjónastofu hálfan eða allan daginn. Upplýsingar á saumastofunni Brautarholti 22, 3. hæð frá kl. 3 — 5 e.h. í dag og næstu daga. Inngangurfrá Nóatúni. Fóstrur Fóstru vantar að nýju dagheimili á Seyðis- firði. Upplýsingar um starfið gefur bæjar- stjóri. Skrifstofustúlka óskast, til almennra skrifstofustarfa. Vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Heildverzlun Eiríks Keti/ssonar Vatnsstíg 3. Vantar menn til skrúðgarðyrkjustarfa, mikil vinna. Þórarinn Ingi Jónsson, sími 36870. Vanir mælinga- menn óskast ístak, íþróttmiðstöðinni Laugardal, sími 81935. Óskum eftir pilti og stúlku til afgreiðslustarfa. Verz/un Ó/a Þór, Háteigsvegi 20, sími 16-8-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.