Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1974 Charles August Lindbergh, banda- ríski flugkappinn, sem lézt að heimili sinu á Hawaiieyjum i fyrradag af völdum krabbameins, var fæddur i Detroit, sonur sænskra foreldra, árið 1902. Hann var þvi 72 ára að aldri er hann lézt. Lindbergh ólst upp í Little Falls Minnesota, en faðir hans, sem Lind- bergh hét eftir. var þingmaður Minnesota um 10 ára skeið. Lind- bergh ferðaðist oft til Washington með föður sinum. Eftir að hafa lokið gagnfræðaskólanámi innritaðist Lindbergh í vélaverkfræði i Wis- consinháskóla, en hann lauk aldrei námi, því að dag nokkurn lenti flug- vél á háskólasvæðinu og morguninn eftir innritaðist Lindbergh i flug- skóla. Hann byrjaði að undirbúa flug sitt til Parisar á næturflugum með póst frá St. Louis til Chicago. Hann fékk stuðning hóps manna i St. Louis til að láta smiða Ryanflugvél- ina. sem þótti bylting i flugvélasmiði þeirra tíma. Lindbergh var ekki fyrsti maðurinn til að fljúga yfir Atlantshafið. Það voru þeir Arthur Whitten Brown og John W. Alclock, sem það afrek unnu árið 1919 er þeir flugu tveggja hreyfla flugvél sinni frá St. John á Nýfundnalandi tii Irlands. 2500 dollara verðlaun Lindbergh keppti að þvi marki að verða fyrsti maðurinn til að fljúga einsamali yfir Atlantshafið. Verð- launin. sem i boði voru, námu 25000 dollurum, sem var mikið fé árið 1927. Sex menn höfðu látíð lifið í tilraunum til að fljúga einir yfir Atlantshaf og fjórir þeirra, er of þungt hlaðnar flugvélar þeirra fórust í flugtaki. Flugvél Lindberghs. The Spirit of St. Louis, hóf sig til flugs snemma morguns 20. mai 1927 (ekki 1932, eins og mishermt var i Mbl. i gær). Vélin rétt skreið yfir simalinur við enda flugbrautarinnar á Roosevelts- flugvelli við New York. Næstu 33VÍ klukkustund drakk allur heimur I sig hverja einustu frétt, sem barst af „Erninum eina." (The ione eagle) eins og Lindbergh var nefndur. Mikill fögnuður var í Paris, er fréttist af Lindbergh yfir Írlandi. Þaðan flaug hann yfir Ermarsund eftir erfiða ferð i baráttu við svefn og hræðslu og þar af 1600 km flug i regni, slyddu og rigningu og nálgaðist brátt Paris. „Ég heiti Charles Lindbergh" 25000 manns fögnuðu honum, er hann lenti vélinni á Le Bourget- flugvelli. Hann steig út úr vélinni og sagði: „Ég heiti Charles Lindbergh. " Hann var orðinn heimsfrægur á ein- um sólarhring. Hann var sæmdur hverju heiðursmerkinu á fætur öðru og Calvin Coolidge þáverandi Banda- ríkjaforseti afhenti honum beitiskip tíl umráða til að flytja hann og flug- vélina heim til Bandaríkjanna. Þegar Lindbergh kom til New York var honum fagnað af 4 milljónum borgarbúa i mestu fagnaðarlátum, sem nokkru sinni fyrr eða síðar hafa sézt í þeirrj borg, sem þó er fræg fyrir að taka hetjum opnum örmum. Heima fyrir var þjóðhetjan sæmd hverju einasta heiðurmerki, sem eitt- hvað gildi hafði og bikararnir og verðlaunapeningarnir, sem hann fékk voru síðar metnir á um 500 þúsund dollara. Anna Morrow Eftir að mestu fagnaðarhátíða- höldin voru um garð gengin flaug Lindbergh til 75 borga í Bandaríkjun- um til að kynna flugið. Þvi næst fór hann í ferð til S-Ameríku sem sér- legur sendiherra Bandaríkjastjórnar og þá kynntist hann Önnu Spencer Morrow, dóttur Dwights Morrows, sendiherra Bandaríkjanna í Mexíkó. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 27. maí 1 929. Lindberghs-hjónin urðu fljótt þreytt á öllu tilstandinu og blaða- skrifunum og byggðu hús á af- skekktum stað í New Jersey við rætur Sutherlandsfjalls. Það var 1. marz 1932 að Lind- berghharmleikurinn hófst. Þá óveðursnótt var 19 mánaða gömlum syni þeírra rænt og ræninginn krafð- ist 50 þúsund dollara lausnargjalds. Gifurleg leit bar engan árangur, en það var ekki fyrr en mánuði eftir ránið, að Lindbergh greiddi lausnar- gjaldið. Fyrrverandi háskólakennari varpaði tösku með peningunum yfir kirkjugarðsvegg og honum var sagt, að barnið væri á llfi um borð i báti undan Vingarði Mörtu í Massachu- Charles August Lindbergh: „Örninn eini". • • „Orninn • emi látinn setts. Lindbergh flaug þangað í örvæntingu, en greip í tómt. Það var svo 12. maí, að vörubílstjóri fann gröf barnsins um 5 km frá húsi Lindberghs. Höfuðkúpa þess var möskuð og drengurinn, sem hét í höfuðið á föður sínum, hafði greini- lega verið myrtur 1-2 dögum eftir ránið. Réttarhöldin Seinna um árið handtók lög- reglan þýzkfæddan trésmið, Bruno Hauptman að nafni, er hann reyndi að greiða vöru t verzlun með 10 dollara seðli, sem var merktur eins og seðlarnir í lausnargjaldinu. 13000 dollarar af lausnargjaldinu fundust á heimili Hauptmans i New York. Réttarhöldin. sem vöktu heimsathygli, stóðu i 6 vikur og Lindbergh var í réttarsalnum hvern einasta dag. Hauptman játaði aldrei, en var sekur fundinn og tekinn af lífi í rafmagnsstólnum 3. apríl 1936. Lindberghhjónin fluttust til Eng- lands nokkrum mánuðum fyrir aftök- una, með son sinn Jon og dvöldust þar til ársins 1 939, skömmu áður en heimsstyrjöldin brauzt út. Þegar Lindbergh kom úr þessari einangrun sinni hóf hann mikla bar- áttu gegn þátttöku Bandarikjanna i striðinu. Hann sagði, að þátttaka Bandarikjanna myndi aðeins draga strfðið á langinn og að Bandarikin kynnu að þurfa að eiga samskipti við Evrópu undir þýzkum yfirráðum. Við- brögðin i Bandarikjunum voru bitur og hörð gagnrýni á Lindbergh náði hámarki er Roosevelt forseti gagn- rýndi afstöðu hans á opinberum blaðamannaf undi. Lindbergh sagði sig þá úr flughernum. Þremurdögum eftir árásina á Pearl Harbour bauð hann þjónustu sína á ný, en Roose- velt vildi hann ekki i herinn. Lind- bergh fór í stríðið engu að síður sem borgaralegur flugkennari á Kyrra- hafssvæðinu. Þar tókst honum að auka flugþol hinnar eldneytisfreku P-38 orrustuflugvélar með þvi að kenna flugmönnum þá tækni, sem hann notaði til að kreista hvern bensindropa út úr flugvél sinni á leiðinni yfir Atlantshaf. Það komst svo upp löngu siðar, að hann hafði Charles August Lindbergh 1902-1974 Le Bourgetflugvöllur, þar sem 25000 manns fögnuðu Lindbergh. lent I loftbardaga við japanskar orrustuvélar og skotið tvær niður áður en hann komst undan. Lind- bergh minntist aldrei á þann atburð. Lindbergh við flugvél sína, Spirit of St. Louis. Anna og Charles Lind- bergh 1 933. 4 milljónir manna fögnuðu Lindbérgh við komuna til New York, með mestu fagnaðarhátíð, sem haldin hefur verið í þeirri borg. Nafn Lindberghs er í nánustum tengslum við þróun farþegaflugsins. Hann kortlagði fyrstu flugleiðirnar til Evrópu. S-Ameríku og Austurlanda 'ög hann var um árabil einn af fram- kvæmdastjórum Pan Americanflug- félagsins. Umhverfisvernd Lindbergh ritaði 3 bækur, „Við", sem rituð var skömmu eftir flug hans yfir Atlantshafið, „Um flug og Iff" og „The Spirit of St. Louis", sem var sjálfsævisaga hans og kom út 1954. Fyrir þá bók fékk hann Pulitzerverðlaunin og fyrir kvik- myndaréttinn fékk hann 1 milljón dollara. Kvikmyndin eftir bókinni varð heimsfræg með James Stewart í hlutverki Lindberghs. Á seinni árum olli hin hraða tækni- þróun vorra tíma Lindbergh nokkrum hugarkvölum og honum fannst hinn mannlegi þáttur í flugi og öðrum störfum verða of lítill. Umhverfis- vernd varð hann mesta hugðarefni og hann eyddi miklum tima og fjár- munum i það á sl. árum að berjast fyrir umhverfisvernd. Lindbergh hafði svo forðazt sviðs- Ijósið, að siðustu árin gat hann gengið um götur New Yorkborgar og hvar sem var, án þess að nokkur maður þekkti hann. Kona Lind- berghs og sonur þeirra Land, voru við dánarbeð hans í fyrradag, en synirnir Jon og Scott voru nýfarnir frá Hawaii, er faðir þeirra lézt. Lind- bergh hafði áður legið mánuð í sjúkrahúsi í New York til læknismeð- ferðar en lét flytja sig til Hawaii, er hann vissi, að hann átti ekki lengur Iffsvon. Gerald Ford Bandaríkjaforseti minntist Lindberghs í gær með eftir- farandi orðum: „Charles A. Lind- bergh var einlægur föðurlandsvinur og „Örninn eini" var fulltrúi alls þess bezta í landi okkar, heiðarleika og hugrekkis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.