Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1974 13 Frakklandsforsetí vill sérstakan EBE-fund gagnrýnir Nixon og Ford fyrir afskiptaleysi gagnvart Evrópu Parfs 27. ág. Reuter. VALERV Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti, lagði f dag fram tillögu þess efnis, að hald- inn yrði sérstakur fundur full- trúa Efnahagsbandalagsrfkjanna til að ýta á eftir hugmyndinni um stofnun stjörnmálalegrar heildar Evrópu. Hann sagði, að Vestur- Evrópa yrði að treysta á sjálfa sig, en ekki á Bandaríkin. Frakklandsforseti sagði þetta í sjónvarpsræðu og bætti þvf við, að hann hefði fylgzt með því hneykslaður, hversu lítinn áhuga Nixon fyrrverandi Bandaríkjafor- seti hefði sýnt Vestur-Evrópu og sæi hann ekki enn merki teljandi breytinga í því efni hjá Ford for- seta. Þetta sannaði svo ekki yrði um villzt, að Evrópumönnum væri hollast að treysta á sjálfa sig í framtíðinni. Giscard d’Estaing lét þess ekki getið, hvenær hann teldi ákjósan- legt, að þessi fundur yrði, en þó mátti skilja hann áliti hann nauð- synlegan fyrir árslok. Hann sagðist einnig á næstunni ætla að bera fram tillögur til að reyna að koma peninga- og gjald- eyrismálum Evrópu á réttan kjöl að nýju. Fréttaskýrendur vekja athygli á því, að þau orð, sem Frakklands- forseti lét falla í garð Ford Banda- ríkjaforseta hafi verið hin fyrstu neikvæðu ummæli, sem Vestur- landaþjóðhöfðingi viðhefur um Ford. Geimfar á loft Það kemur aldrei aftur, sem einu sinni var .... Stuðningsmenn Aflende fyrir rétt Moskvu 27. ágúst — NTB, AP. SOVÉTMENN skutu á mánudags- kvöld upp mönnuðu geimfari á braut um jörðu. Er talið, að geim- farið verði tengt við geimstöðina Saljut 3. Sovézka fréttastofan Tass sagði, að tveir menn væru í áhöfninni, Heræfingum r Israela lokið Tel Aviv 27. ágúst Reuter. ISRAELSK herfylki luku í dag heræfingunum, sem hófust á sunnudagskvöld og eru þær um- fangsmestu í sögu landsins. Allar deildir hers, flugher, floti og landgöngulið hafa tekið þátt í þessum æfingum. Ýmsir æðstu menn ríkisins, þar á meðal varn- armálaráðherrann Simon Peres, svo og yfirmenn hersins hafa fylgzt mjög grannt með æfingun- um. Um_frekari viðbúnað Sýrlend- inga hefur ekki frétzt, en þeir tilkynntu allsherjarherútboð, þegar Israelar sögðu frá heræf- ingunum. Töldu Sýrlendingar þetta hættulega ögrun og sögðu, að ísraelum gengi það eitt til að reyna að hressa upp á trú almenn- ings á hernaðarstyrk sinn eftir það afhroð, sem þeir guldu í októ- berstríðinu. þeir Gennady Sarafanov, 32 ára ofursti og er hann skipstjóri um borð, og Lev Demin, flugverk- fræðingur. Geimfararnir hafa tilkynnt, að allt gangi vel um borð hjá þeim en líklegt er talið, að þeir eigi að halda áfram tilraunum, sem áhöfn Sojusar 14 vann að í 14 daga um borð í Saljut 3. I júlí í sumar. Þetta síðasta geimfar Sovét- manna ber nafnið Sojus 15. Búkarestsam- þykkt í vændum Búkarest 27. ágúst. NTB. I KVÖLD voru allar líkur til, að fulltrúar á mannfjölgunarráð- stefnu S. Þ. í Búkarest gætu kom- ið sér saman um ályktun og áætlanir, sem vinna mætti eftir á næstu árum. Þó hafa verið miklar deilur um, hvaða leiðir kæmu þar helzt til greina, og um tíma var útlit fyrir, að ráðstefnan leystist upp. Unnið er nú af kappi að því að gera uppkast að samþykktinni og verður það væntanlega lagt fyrir ráðstefnuna næstu daga. Þegár hefur náðst samstaða um nokkur minniháttar umræðuefni. leiddir Santiago 27. ágúst — NTB HÖPUR fyrrverandi ráðherra og stuðningsmanna hins látna forseta Chile, Salvadors All- Ferðafrelsi Eþíópíukeisara skert Addis Abeba 27. ágúst. NTB. HAILE Selassaie Eþíópiukeisari er enn þjóðhöfðingi að nafninu til f Eþfópfu, enda þótt hann hafi verið rúinn öllum pólitfskum völdum, og f dag sóru fimm nýir ráðherrar keisaranum trúnaðar- eiða. Samkvæmt áreiðanlegum heimíldum hafa yfirmenn hers- ins Iagt bann við þvf, að keisarinn fari út' fyrir borgarmörk Addis Abeba, en þar hefur hann óskert ferðafrelsi. Bonn, 27. ágúst. NTB. NEFND, sem vestur-þýzka sam- bandsþingið hefur skipað, hóf i dag rannsókn á máli Gunther Guillaume, austur-þýzka njósnar- ans, sem vareinn nánasti ráðgjafi Willy Brandts og varð þess vald- andi, að Brandt varð að fara frá völdum. I dag voru yfirheyrðir m.a. þeir menn, sem báru ábyrgð á ráðn- ingu GuiIIaumes og fram kom, að ende, verða innan skamms leiddir fyrir rétt f Santiago. Þeir eru ákærðir fyrir allt frá spillingu til landráða, er haft eftir áreiðanlegum heimild- um. Stjórnvöld hafa þegar lokið öllum málsrannsóknum en ekki hefur verið ákveðið hvaða Konungs- barnabarn barið á bar Newcastle 27. ág. NTB. Dóttursonur Ólafs Nor- egskonungs, Hakon Lor- entzen, varð fyrir líkams- árás á öldurhúsi í New- castle í gær og hlaut and- litsáverka og varð að sauma í hann 31 spor. Hakon er tvítugur að aldri og gegnir herþjónustu um borð í „Stavangri“. Hann hafði farið með tveimur fé- lögum sínum á krá í New- castle, þegar þrír menn gerðu skyndilega aðsúg að þeim og lömdu Lorentzen unga og brutu glös á andliti hans. — Árásarmennirnir komust undan, en þeirra er leitað. Hakon er sonur Ragn- hildar konungsdóttur og Erings Lorentzen. starfslið á skrifstofu kanslarans hafði aldrei orðið vart við neitt annarlegt í framgöngu Guill- aumes. Vitað er, að 23 vitni að minnsta kosti verða yfirheyrð og þeirra á meðal eru yfirmenn vest- ur-þýzku leyniþjónustunnar og vestur-þýzku öryggisþjónustunn- ar. Guillaume og kona hans hafa verið f varðhaldi síðan þau voru handtekin í apríl. dag réttarhöldin eiga að fara fram. Samkvæmt heimildum eiga sumir hinna ákærðu dauðadóm yfir höfði sér ef þeir verða fundnir sekir. Með- al þeirra er ritari kommún- istaflokks Chile, I.uis Corval- an. Meðal hinna ákærðu eru tveir fyrrverandi utanrfkisráð- herrar, þrfr fyrrverandi fjár- málaráðherrar og einn fyrr- verandi landbúnaðarráðherra. Margir þeirra voru hand- teknir skömmu eftir að All- ende var steypt af stóli. Ceausescu — vill Ford f heim- sókn. Ford boðið til Rúmeníu Washington 27. ágúst — AP FORD Bandaríkjaforseti hefur fengið boð um að koma í heim- sókn til Rúmeníu og hefur látið í ljós áhuga á að þiggja það. Boðið var afhent Ford persónulega í Hvíta húsinu af Vasile Pungan, ráðgjafa Nicolea Ceausescu, for- seta Rúmeníu. Á meðan verið var að mynda mennina tvo í skrifstofu forseta sagði Ford: „Ég þakka boð forset- ans,“ og bætti við „mig langar til að þiggja það . .. spurningin er bara hvenær við getum ákveðið tíma, sem hentar okkur báðum/’ Nixon, fyrrverandi forseti, fór i opinbera heimsókn til Rúmeníu árið 1969, á fyrsta ári hans í for- setaembætti. Kanadfskur friðargæzlumaður hleypur framhjá virki grfska þjóðvarð- liðsins á Kýpur. Reykurinn kemur frá barnaskóla, sem Tyrkir kveiktu f, en skólinn stendur á grænu Ifnunni, sem skilur hina strfðandi heri. Myndin er tekin f Nfkósfu. Mál Guiflaumes í rannsókn I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.