Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1974 21 fclk f fréttum Frelsisengillinn Biggs yngri Við sögðum frá þvf hér í þessum dálki nýlega, að lestar- ræninginn Ronald Biggs hefði orðið faðir um miðjan ágúst. Dreng þennan átti hann með brasilískri stúlku, og því geta þarlend yfirvöld ekki framselt hann brezkum lögreglumönn- um, sem bfða hans eins og hungraðir úlfar. Nú hefur okk- ur borizt mynd af þessum frels- isengli Biggs. Myndin er tekin í Rio de Janeiro, þar sem móðir og sonur dvelja nú. ASTIR SAMLYNDRA HJÓNA Vel er fylgzt með öllu athæfi bandarísku forsetahjónanna þessa dagana. Fregnir frá Washington herma nú, að Betty Ford sé hæstánægð með svefn- svítu Hvíta hússins, þar sem fyrirrennarar Ford-hjónanna hafa gengið á vit Óla lokbrár allt frá því að Hvíta húsið var tekið til sinna virðulegu nota. Svefnsvítan er f frönskum stíl og samanstendur þannig af tveimur samliggjandi svefn- herbergjum. Þrátt fyrir ánægju sfna með svítuna vill frú Ford ekki lúta þeim næturaðskilnaði sem þessi skipan bfður upp á: „Við Jerry höfum deilt saman rúmi síðustu 25 árin,“ segir Betty ákveðin, „og við munum ekki breyta út af því úr því sem komið er.“ Þessi skipan kemur sér þó vel, því að Betty segir, að nú geti Jerry notað það sem klæðaherbergi. „Arum saman hef ég reynt að sofa meðan Jerry klæðist. Eftirleiðis þarf hann ekki að tipla á tánum af tillitssemi við mig.“ Sömu heimildir segja einnig, að Susan, 17 ára dóttir Ford- hjónanna, ætli ekki að hætta barnapössun fyrir starfsmenn þingsins þrátt fyrir upphefð- ina, sem er samfara því að verða heimilisfastur í Hvita húsinu. „Og ég mun ekki hætta að vera í gallabuxum," segir Sussan. Rússa- pukur Rússar eru til alls vfsir eins og lesendur þessa blaðs vita. Nú hafa ónafngreindir vfsinda- menn f Lenfngrad tekið sig til og vfxlað saman næpu og káli. Rætur þessarar urtar munu bragðast og Ifta út eins og rætur næpunnar, en blöð hennar eru safarík eins og kál- blöð og hlaðin C-vftamíni. Fréttaskýrendur hljóta að velta þvf fyrir sér, hvort Kreml muni ekki strfðala hermenn sfna á þessari urt og þar af leiðandi hvort stálhraustir her- menn Sovétrfkjanna séu ekki ógnun við valdajafnvægið f heiminum. Nú er aðeins spurn- ing, hvort Bandarfkin eiga mót- leik við þessu næpulega káli Rússanna. Gefur nöfn í höfuðið á vinum, ekki ættingjum Kanadfski leikarinn Donald Sutherland, sem er 39 ára gam- all, varð nýlega faðir i þriðja sinn. Og eins og fyrri daginn var hann ekkert að hugsa um ættingjana, þegar kom að því að gefa syninum nafn heldur var hann skfrður eftir vinum Donalds, og hlaut nafnið Roeg Jacob Joe Gould Bernard Recette Sutherland, svo einfalt var nú það. Og ef við spáum aðeins nánar í þessi nöfn, er Roeg komið frá leikstjóranum Nicholas Roeg, Gould er að sjálfsögðu komið frá stórvininum Elliot Gould, sem lék með Donald í MARSH, og Recette er komið frá Francine Recette, vinkonu Donalds og móður barnsins. önnur nöfn eru fengin frá minna þekktum vinum. Aður var Donald kvæntur leikkonunni Shirley Douglas og átti með henni tvö börn, sem heita til samans 18 nöfnum, öll fengin að láni frá vinum Donalds. Fékk ekki kirkjuvígslu ÞAÐ urðu mikil vonbrigði fyrir Gauta- borgarstúlkuna Yvonne Anderson og kærastann hennar, Ronald Táng- ström, þegar prest- ur hvítasunnusafnaðar bæjarins, en þar var Yvonne meðlimur, neit- aði algjörlega að gefa þau saman í heilagt hjóna- band. Ástæðan er sú, að Yvonne er öll húðflúruð í bak og fyrir. Hún er 20 ára, og er ■ með um 50 skreytingar á kroppnum, þá fyrstu fékk hún 12 ára í Nýhöfninni í Kaup- mannahöfn, hjá Tato Jack. Yvonne fékk ekki sína heitustu ósk uppfyllta, kirkjubrúðkaup, en borg- ardómarinn í bænum var miklu frjálslyndari í skoðunum og gaf þau saman, þrátt fyrir allt húðflúr á kropp brúðar- innar. Ótvarp Reykfavik 0 MIÐVIKUDAGUR 28. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veúurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdímarsdóttir lýkur lestri þýðingar sinnar á sögunni „Malena hyrjar í skóla“ eftir Maritu Lindquist (11). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir 9.45. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Marie Claire Alain leikur Orgelsónötu nr. 3 í d-moll eftir Bach/ Kór holenska útvarpsins syngur Hátfðarmessu op. 154 eftir Alexander Gretchaninoff; C. Laout stjórnar Morguntónlikar 11.00: lsaac Stern, Pinchas Zukerman og Enska kammer- sveitin leika Konsertsinfónfu f Es-dúr (K 364) eftir Mozart/ György Melis, Judit Aándor, Jozsef Simándy og Alfonz Bartha syngja lög eftir Liszt. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Meðsfnulagi Svavar Gests kynnir lög af hljómplöt- um og talar um danslagakeppni SKT 1952 — 1954. 14.30 Sfðdegissagan: „Smiðurinn mikii“ eftir Keistmann Guðmundsson Höfundur les (2). 15.00 Miðdegistónleikar Peter Pongracz, Lajos Tóth og Mihály Eisenbacher leika Trfó í C-dúr fyrir tvö óbó og enskt horn op. 87 eftir Beethoven. Parfsarhljómsveitin leikur „Rapsodie espangole“ og „Le Tombeu de 9 9 A skjanum MIÐVIKUDAGUR 28. ágúst 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Fleksnes Norskur gamanleikjaflokkur. Það fer alltaf lest Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 21.00 Drangeyjarferð Mynd frá ferðalagi sjónvarpsmanna til Drangeyjar sumarið 1969. Fylgst er með bjargsigi f eynni. Umsjónarmaður ólafur Ragnarsson. Aður á dagskrá 13. febrúar 1970. 21.50 Kfnverjar á erlendri grund Frönsk fræðslumynd um Kfnverja, sem búsettir eru utan heimalandsins. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.40 Dagskrárlok. FÖSTVDAGUR 30. ágúst 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lögregluforinginn Þýskur sakamálamyndaflokkur. Engin heyrði skothvell Þýðandi Brfet Héðinsdóttir. 21.25 Eþfópfa Nýleg, dönsk fræðslumynd um stjórn- mála- og efnahagsþróun f landinu á undanförnum misserum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. (Nordvision — Danska sjónvarpið) Couperin“ eftir Ravel; Herbert von Karajan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.40 Litli barnatfminn Gyða Ragnarsdóttir sér um þáttinn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Landslag og leiðir Jón I. Bjarnason ritstjóri talar um Kerlingarfjöll 20.00 Bikarkeppni KSt: Valur og Vfkingur undanúrslitaleikur Jón Asgeirsson lýsir sfðari hálfleik frá Laugardalsvelli. 20.45 Sumarvaka a. Þegar ég var drengur Þórarinn Helgason frá Þykkvabæ rekur æskuminningar sfnar (3). b. Dettifoss og Herðubreið Ivar Orgland magister frá ósló flytur tvö kvæði sfn f þýðingu Þórodds Guðmundssonar. c. Kórsöngur Kammerkórinn syngur lög eftir Sigfús Einarsson, Þórarin Guðmundsson, Emil Thoroddsen, Sveinbjörn Svein- björnsson og Björgvin Guðmundsson; Rut L. Magnússon st jórnar. 21.30 tltvarpssagan: „Svo skal böl bæta“ eftir Oddnýju Guðmundsdóttur Guðrún Asmundsdóttir leikkona les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. (Itum allar trissur Umsjón: Einarörn Stefánsson. 22.45 Nútfmatónlist Halldór Haraldsson kynnir. 23.45 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. * 21.50 Iþróttir Umsjónarmaður ömar Ragnarsson. LAUGARDAGUR 31. ágúst 1974 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir á lausum kili Breskur gamanmyndaflokkur. Stúdentar í anda Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Borgir Kanadfskur fræðslumyndaflokkur um borgir og borgarlff, byggður á bókum eftir Lewis Mumford. 5. þáttur. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. 21.10 Palmu lögregluforingí gerir skyssu Finnsk sakamálamynd, byggð á sögu eftir Mika Waltari. Leikstjóri Matti Kassila. Aðalhlutverk Joel Rinne, Matti Ranin, Leo Jokela og Elina Pohjanpaá. Þýðandi Kristfn Mántylá. Mynd þessi, sem er f gamansömum tón, greinir frá starfi lögregluforingja nokkurs og aðstoðarmanna hans við lausn flókinnar morðgátu. Lögreglu- foringinn er snillingur f sfnu fagi og hinn geðfelldasti maður á flestan hátt, en þó hefur hann sínar veiku hliðar, einkum gagnvart kvenfólki. 23.10 Dagskrárlok. fclk í fjclmíðlum Útvarp 1 dag: Kerlingarfjöll og frásögn Þórar- ins Helgasonar frá Þykkvabæ I kvöld kl. 19.35 er I útvarps- dagskránni þátturinn „Lands- lag og leiðir", og að þessu sinni ræðir Jón I. Bjarnason ritstjóri um Kerlingarfjöll. I Kerlingarfjölluni er eitt vinsælasta skfðaland, sem um getur, og er þar fullkomin að- staða til skfðaiðkana, en sjálft landslagið þar um slóðir er ekki sfður umtalsvert en skfða- skólinn f Kerlingarf jöllum. Sá þáttur, sem hér um ræðir, virðist hafa náð vinsældum meðal útvarpshlustenda, en jafnan er fengið kunnugt fólk til að segja frá þeim stöðum, sem til umræðu eru hverju sinni. A Sumarvökunni er atriði, sem við viljum vekja sérstaka athygli á, en það er frásögn Þórarins Helgasonar frá Þykkvabæ. Þórarinn segir hér frá bernsku sinni og uppvaxtar- árum, og má vera sérstaklega fróðlegt fyrir þá, sem nú eru að vaxa upp, að hlýða á þennan lestur. Frásögn Þórarins er nærfærin og glögg, og enda þótt margt hafi verið erfitt f upp- vexti hans og mjög frábrugðið þvf atlæti, sem börn og ungl- ingar nú um stundir eiga við að búa, örlar hvergi á biturleika, heldur er frásögnin hlutlæg og sannfærandi. Auk þess sem Þórarinn hefur haft næmt auga og glöggan skilning á þvf, sem fyrir hann hefur borið, kann hann vel frá að segja, — þannig að frásögn- in vekur skilning, athygli og samúð hlustandans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.