Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. AGÚST 1974 40 þús. sáu 11 alda myndlist „35—40 þúsund manns sáu sýn- inguna íslenzk myndlist á 11 ald- ir,“ sagdi Jón Steinar Gunnlaugs- son framkvæmdastjóri Listahátfð- ar þegar Morgunblaðið innti frétta í gær. Sagði Jón Steinar, að um 26000 miðar hefðu selzt, en börn innan 12 ára aldurs hefðu fengið ókeypis inn og því væri heildartalan mun hærri. Byrjað er að taka niður sýning- una og pakka munum, en erlendu hlutirnir verða sendir utan næstu daga. Ljósmyndir voru teknar af öllum hlutunum, sem fengnir voru að láni erlendis frá, og kost- aði menntamálaráðuneytið þá myndatöku. AIls voru ljósmynduð í lit 75 númer á sýningunni. Frá blaðamannafundi framkvæmdastjóra jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndum. — Ljósm.: RAX. Framkvæmdastjórar jafnaðarmanna- flokka þinga í Reykjavík FRAMKVÆMDASTJORAR jafn- aðarmannaflokka á Norður- löndum héldu fund hér f Reykja- vík dagana 22. og 23. ágúst, en þessir aðilar hittast þrisvar til fjórum sinnum á ári og bera þá saman bækur sínar, en milli jafnaðarmannaflokkanna er mjög náið samstarf. Á þessum fundum eru m.a. rædd skipulagsmál flokk- anna, en einnig eru stefnumál samræmd í sambandi við alþjóða- Bóndi brenndist við björgunarstörf GAMLA fbúðarhúsið að Túns- bergi í Hrunamannahreppi brann aðfararnótt sunnudags. Bóndinn á jörðinni, Eiríkur Þorgeirsson brenndist talsvert við björgunar- störf og liggur hann nú á sjúkra- húsi. Eldsins varð vart um kl. 4, en í gamla húsinu bjuggu foreldrar Eíríks, þau Þorgcir Jóhannesson og Sigríður Eiríksdóttir. I nýju húsi skammt frá býr Eiríkur ásamt konu sinni og börnum. Rishæð gamla hússins brann al- gjörlega, verkstæði áfast við hús- ið, geymsluhúsnæði, hlaða og fjós. Slökkviliðið frá Flúðum og Sel- fossi var kvatt á vettvang, en hús- in voru alelda þegar slökkviliðin komu á staðinn. Þegar eldurinn var að magnast í upphafi brennd- ist Eiríkur bóndi með fyrrgreind- um afleiðingum. samstarf ýmislegt. Alþýðu- flokkurinn hefur ekki tekið reglulega þátt í þessum fundum og er það einkum vegna fjárhags- ástæðna flokksins, en fram- kvæmdastjórar skandinavísku flokkanna sögðust hafa fullan hug á, að Alþýðuflokkurinn gæti í framtíðinni tekið þátt í öllum sameiginlegum fundum flokkanna. Það væri öllum til gagns. Frá Danmörku tók þátt í fund- unum Sören Hansen, frá Noregi, Björn Tore Gudal, frá Svíþjóð Sten Anderson og Bernt Carlsson frá Finnlandi Rauno Veimerö. Framkvæmdastjórar flokkanna eru hægri hönd flokks- foringjanna og því eru þeir vel heima um stjórnmálaástand í löndum sínum. A blaðamanna- fundi, sem haldinn var fyrir helgi, lýstu framkvæmdastjórarn- ir ástandi stjórnamála í löndum sínum. I Finnlandi er aðalvanda málið verðbólga eins og svo víða um lönd, en Veimerö kvaðst ekki búast við kosningum þar í bráð. Raunar væri ekki mikið um að vera þar á stjórnmálasviðinu. Sten Andreson sagði, að sænski verkamannaflokkurinn hefði fyrir svo sem 10 árum verið sterkari innan þingsins en hann er nú. Hins vegar sagðist hann efast um, að flokkurinn hafi veikzt með þjóðinni sjálfri. Jafnaðarmenn í Svíþjóð hafa eins og kunnugt er orðið að styðjast við aðra flokka við landsstjórnina og hann kvað kosningar verða 1 Svíþjóð jafnskjótt og það gæti á einhvern hátt styrkt stöðu verka- mannaflokksins. í Danmörku er nú minnihluta- stjórn Venstre með stuðningi jafnaðarmanna. Sören Hansen sagði, að um helgina hefðu átt að fara fram viðræður milli Hart- lings forsætisráðherra og for- manns jafnaðarmanna, Ankers Jörgensens. Aðalskilyrði fyrjr áframhaldandi stuðningi jafnað- armanna var, aðgerð yrði heildar- áætlun um þróun atvinnumála, en atvinnuleysi í Danmörku hefur aukizt talsvert síðustu misseri og lætur nú nærri, að 30 þúsund manns séu nú atvinnulausir. Þá LANDSLIÐ íslendinga í skák mun fara til Þýzkalands 30. sept. til Ekcernförde skammt frá Kiel og tefla þar í 6 landa keppni svo- kallaðri á milli Norðurlandaþjóð- anna ásamt Þjóðverjum. Fjögurra manna landslið er hjá hverjum og einnig er valinn einri unglingur innan 20 ára aldurs og á 6. borði er kvenmaður. Þjóðverjarnir hafa þessa keppni hjá sér annað hvert ár, en Norðurlöndin hafa keppn- ina til skiptis þess á milli. S.l. ár var keppt í Danmörku, en eftir nokkur ár mun röðin koma að tslandi. Þetta er 1 ann að skipti, sem Islendingar taka þátt í þessu. Sveit íslands er að þessu sinni ekki skip uð okkar sterkustu skák- mönnum þar sem Friðrik Ölafs- Eskifjörður: sagði Hansen, að útlit væri nú fyrir því, að flokkur Erharts Jakobsen yrði þurrkaður út, ef til kosninga kæmi og flokkur Gli- strups myndi missa um það bil helming þingsæta sinna. Hann kvaó það mundu sannast á Gli- strup, að vandamál stjórnmála yrðu ekki leyst með lýðskrumi. Björn Tore Gudal frá Noregi kvað Bratteli-stjórnina hafa bjargazt á því, að sundurlyndi væri mikið með borgaraflokk- unum í Noregi. Hann kvað verka- mannaflokkinn mun veikari í Noregi en hann hafi verið áður, en var þó bjartsýnn á framvindu mála þar fyrir jafnaðarmenn. Á blaðairiannafundínum, sem haldinn var í Þingholti, voru einnig formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason, og varafor- maður flokksins, Benedikt Gröndal. son, Guðmundur Sigurjónsson, Ingi R. Jóhannsson og Jón Krist- insson geta af ýmsum ástæðum ekki tekið þátt í henni. Má geta þess, að Guðmundur er að fara til að tefla á svipuðum tíma á Spáni. Sveitin er skipuð eftirtöldum: Ingvar Asmundsson á 1. borði, Björgvin Víglundsson á 2. borði, Jónas Þorvaldsson á 3. borði og Magnús Sólmundarson á 4. borði. Sævar Bjarnason er á 5. borði og Guðlaug Þorsteinsdóttir, 13 ára gömul, er á 6. borði. Fararstjóri er Gunnar Gunnars- son, forseti Skáksambands Is- lands, og einnig verður Þorsteinn Guðlaugsson, faðir Guðlaugar með í förinni. Mótið stendur til 6. sept., en komið verður heim þann 8. sept. Fáskrúðsfjörður: Rigningin olli tjóni fyrir sveitarfélagið Skáklandslið Islands til Þýzkalands 13 ára stúlka í liðinu Vatnið gróf und- an húsgrunninum Fáskrúðsfirði 25. ágúst. GEYSIMIKLAR skemmdir urðu hér af vatnavöxtum I þorpinu þar sem lækir hlupu og ollu vega- skemmdum. t einu tilfellinu hljóp lækur I námunda við Hrað- frystihús Fáskrúðsfjarðar og fór vatn f saltverkunarhús hjá þvf, en skemmdir urðu ekki verulegar á fiski, sem þar var og engar á húsum. Lftilsháttar aur fór inn I grunn nýs frystihúss, sem er f byggingu. Vatn komst inn I mjöl- geymslu Fiskimjölsverksmiðj- unnar, sem stendur full af méli, en ekki er talið, að skemmdir þar séu miklar. Víða hafa orðið skcmmdir á götum bæjarins og m.a. á þeim kafla, sem búið er að leggja úr varanlegu slitlagi, og er þetta mikið tjón fyrir sveitar- félagið. Þá má geta þess, að geysilegar vegaskemmdir urðu á Suður- fjarðarvegi á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, mestar I Vattarnesskriðum þar sem vegur- inn hvarf bókstaflega alveg á köflum og vlða komu stórir haugar á hann af aur. Unnið er að viðgerð, en búazt má við, að um- ferð verði ekki komin í eðlilegt horf þar á veginum fyrr en eftir nokkra daga. Þegar skriður byrjuðu að falla þarna voru bílar á ferðinni og einn bíll lokaðist inni um tíma, en engin slys urðu á mönnum og má það kallast mildi. Aratugir eru síðan menn muna eftir annarri eins rigningu. —Albert Eskifirði 25. ágúst. AÐFARARNÓTT sunnudags gerði hér austan hvassviðri með geysilegri úrkomu. Óxu lækir og ár svo mikið við þetta á stuttum tfma, að ræsi höfðu ekki undan vatnsflaumnum og flæddi þvf yfir vegi á nokkrum stöðum. Urðu af þessu a11 miklar skemmdir. Rann víða úr vegum og hlaðnir vegkantar brustu. Rann einn læk- urinn á gamalt trésmíðaverkstæöi og bar aur og grjót að því og inn. Urðu þar talsverðar skemmdir. Þá rann jarðvegur frá grunni eins íbúðarhúss og sér undir grunn- inn. Attu margir andvökunótt við að veita vatni frá húsum sínum, en ekki urðu neinar skemmdir á olíubornum vegum. Þá runnu aurskriður á veginn I Hólmahálsi, en hann var aftur orðinn fær um miðjan dag í gær. Á sunnudags- morgun gekk veðrið niður og var komið bezta veður um hádegi. — Ævar. FASTEIGN ER FRAMTÍC 2-88-88 Við Sæviðarsund 3ja herb. glæsileg íbýð í fjór- býlishúsi. Vandaðar innréttingar. Sérgeymsla og bílskúr í kjallara. Við Fornhaga 3ja herb. rúmgóð íbúð. Ný eldhúsinnrétting. Suðursvalir. Vönduð sameign. í Fossvogi 4ra herb. glæsileg ibúð. í Fossvogi 2ja—3ja herb. mótel ibúð. Vandaðar sérteiknaðar innrétt- ingar. Við Dufnahóla 5 herb. endaibúð. 4 svefnherb., sérþvottahús, gott útsýni, sér- geymsla og stór bilskúr i kjallara. Við Hraunbæ 3ja herb. glæsileg ibúð. Við Eyjabakka 3ja herb. vönduð ibúð. Sér- þvottahús og búr inn af eldhúsi. í Norðurbænum í Hafn. 2ja herb. rúmgóð ibúð. Sér- þvottahús. Við Miðvang 3ja herb. vönduð ibúð. Við Asparfell 2ja herb. ca 75 fm. ibúð. Stórar suðursvalir. í Mosfellssveit Fokhelt einbýlishús ca 1 30 fm. auk bilskúrs. Til afhendingar strax. Áhvilandi 800 þús., veðdeild. Skipti æskileg á 4ra—5 herb. ibúð. í Mosfellssveit 140 fm sérhæð með bilskúr. Selst fokheld. Til afhendingar strax. Áhvilandi 800. þús. Veðdeild. AÐALFASTEIGNASALAN AUSTURSTRÆTI 14 4 HÆÐ SÍMI28888 Kvöld og helgarsimi 82219. ■ 5 Flókagötu 1 simi 24647 Sérhæð Til sölu 6 herb. hæð i þribýlis- húsi við Safamýri. Bílskúr. Sér- hiti. Sérinngangur. Rúmgóð vönduð íbúð. Skipti á 4ra herb. ibúð æskuleg. 3ja herb. 3ja herb. íbúð við Kambsveg. Laus strax. Við Laugaveg 3ja herb. kjallaraíbúð. Sérhiti. Sérinngangur. Útborgun 1 milljón. í Kópavogi 2ja og 3ja herb. ibúðir. Eignarskipti efri hæð 3ja herb. ásamt risi i tvibýlishúsi skammt frá Land- spítalanum. Falleg ræktuð lóð. í skiptum fyrir 5 herb. ibúð, sem næst Miklatúni. Eignarskipti 4ra herb. sérhæð i Hliðunum með bílskúr, í skiptum fyrir 2ja—3ja herb. ibúð. Helgi Ólafsson, sölus.tjóri. Kvöldsími 21155. Síminn er 99-1822 íbúðir til sölu Á Eyrabakka 1 00 fm gott steinhús með tveim ibúðum. Lítil útborgun. I Þorlákshöfn 5 herb. raðhús með uppsettum bilskúr. Tilbúið undir tréverk. í Hveragerði 4ra herb. fokheld einbýlishús. Hefi kaupendur að fullgerðum ibúðum á Selfossi og i Hveragerði. GESTUfl EYSTEINSSON, LÖGFRÆÐINGUR AUSTURVEGI 59, SELFOSSf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.