Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 11
^IORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGXJST 1974 »» v - ♦ ♦ **■ ■ «ngjlir í klettaveggjunum. Övjðj^ t'ifr að Hta jafn fagurlega steypt stublabergsþil, oft hvert upp af öðru og súlurnar misdigrar í hverju þili. Ekki má gleyma sum- um tilkomumestu fossum lands- ins. Loks er að finna I stórgrýttum urðum undir hamraveggjunum risastóra og listilega spunna kóngulóarvefi, sem jafnvel skjóta einmana göngumanni skelk I bringu. En auðvitað kostar nokkra fyr- irhöfn að kynnast mikilleika Jök- ulsárgljúfra. Fólk verður að yfir- gefa bílinn sinn og leggja í könn- unarferðir á gönguslóðir. Nýi þjóðgarðurinn 1 fyrra eignaðist ríkið — fyrir atbeina Náttúruverndarráðs — vestri hlið Jökulsárgljúfra. Það átti fyrir eyðibýlið Svínadal um mið gljúfrin, en keypti nú til við- bótar forna höfuðbólið Ás I Kelduhverfi, sem átti allt annað land upp með gljúfrunum að vest- an. Fyrst var friðlýst og gerð að þjóðgarði stór spilda, allt frá eld- gígunum norðan við Hljóðakletta og suður að Dettifossi. Þaðan vestur I Eilff, keilulaga fjalls- hnjúk við allstórt öræfavatn á Mý- vatnsöræfum nyrðri (eða Reykja- heiði). Innan þessa friðlands eru marg- ar fáséðar náttúruminjar, t.d. Hljóðaklettar, Vesturdalur ásamt Eyjunni miklu, gígklettarnir I ár- gljúfrinu austan Svínadals, Stall- ar, Hólmatungur, Réttarfoss, Hafragilsfoss og Dettifoss svo og hraundyngjan Grjótháls og margt fleira. Þá mætti líka nefna jökul- öldur á Svlnadalsbrúnum og minjar um stórt jökullón á daln- um. — Seinna var allt Ásland, sem eftir var, friðlýst, allt út I Svartbakasker á Jökulsársöndum. Það er að vísu ágalli, að slæmt er að nálgast syóri hluta þjóð- garðsins, þann sem fyrst var frið- lýstur. Þó komast þangað flestir bílar á þurrum sumardögum ef ekki hafa gengið rigningar. Veg- urinn Iiggur vestan við Ásbyrgi um Meiðavallaskóg upp I Ásheiði (Dettifossvegur). Þetta eru grafnar moldargötur, sem verða að foraði I votviðrum. Eftir um 10 km akstur koma menn I melholt, þar sem jökul- rönd lá fyrir rösklega 10 þúsund árum, — að öllum líkindum. Þá var þarna umhorfs ekki ósvipað og nú er við rönd Vatnajökuls, t.d. á Skeiðarársandi og Breiðamerk- ursandi — En handan við mel- holtin sér yfir mikinn dal og víð- an i gljúfrunurp, sundurgrafinn af öðrum hamradölum, dýpri og dimmari. Þarna sér til Svfnadals, en djúpi klettadalurinn til vinstri er aðalgljúfur Jökulsár nú, en vinkillaga dalurinn til hægri er Vesturdalur — fornt, vatnslaust gljúfur. í klettadölunum er hátt skógarkjarr, ilmandi blómstóð, og grænar grundir og árspræna bugðast um Vesturdal. Há hamra- þil og ferlegir drangar setja ógn- andi svip á staðinn. (Rauða skikkjan var kvikmynduð þarna um árið). Milli árgljúfursins og Vestur- dals er feikimikill, kolsvartur hamar: Eyjan. Þessi mikli hamar er reyndar leifar af miklu hraun- flóði, sem forðum daga rann frá Randarhólum og Sveinum — eld- vörpum uppi undir Dettifossi. En stórhlaupin, sem ætt hafa niður gljúfrin oftar en einu sinni, hafa mölbrotið hraunið og skilið eftir stubba hér og þar. Einn sllkur stubbur er Eyjan þarna. Uppi á henni standa stór björg. — Slik störhlaup vill Haukur Tómasson jarðfræðingur kalla hamfara- hlaup. Austar og norðar I árgljúfrinu eru Hljóðaklettar, — eldgígaröð úr skrýtnu kubbabergi, sem vatnsflaumur hefur flett klæðum. Þeir halda áfram austur og suður yfir ána, en þar liggur reyndar ofan á þeim malarhjalli ferlegur — stafli úr möl, sandi og hnull- ungum, sem eitthvert stórhlaupið hefur hlaðið upp. Gegnt þeim vestan við ána eru Karl og Kerl- ing (Nátttröllin). Þarna hjá er gamall ferjustaður, þótt ótrúlegt sé. Kröftug hringiða var látin fleyta pramma yfir ána og er það I meira lagi ófýsileg yfirferð. Kall- björg eru sunnar og var þar kall- azt á. * , •>% > * f Hamraþilin f Jökulsárgljúfrum eru mörg og glæsileg. Stuðlabergs- hamrar eru f öllum áttum, en frostíð er iðið við að brjóta þá niður. 11 ' Bikarkeppni K.S.Í. Laugardalsvöllur í kvöld kl. 19 leika í undanúrslitum Valur — Víkingur Valur. Kona óskast til heimilisstarfa og barnagæzlu, hálfan daginn. Upplýsingar í síma 3661 2. fbúð til sölu í Heimunum Til sölu er 100 fermetra endaíbúð í háhýsi við Ljósheima. Björt og vönduð íbúð, glæsilegt útsýni. Upplýsingar í síma 30083 Norðaustur af Hljóðaklettum handan ár eru Skógarbjörg, Hall- höfði og Hallhöfðaskógur, tvennt hið fyrrnefnda tilkomumiklir stubbar úr gljúfrahraununum, sama eðlis og Eyjan. í Vesturdal og Hljóðaklettum er elskulegt að dvelja og alls stað- ar mætir auganu eitthvað furðu- legt, yndislegt eða tilkomumikið. Hiti er mikill um sólbjarta daga, dynur milli bjarganna og göngu- leiðir nógar. Tilvalið er að láta kylfu ráða kasti og velja þær sjálfur. Sunnantil í þjóðgarðinum Niður I Vesturdal liggur bratt- ur, varhugaverður bilvegur og grýtt slóð liggur suður dalinn fram á Svínadal og áfram I Hólmatungur. Þaðan liggur svo hálfgerður tröllavegur upp yfir Grjótháls að Hafragilsfossi og Dettifossi og áfram suður á Aust- urlandsveg á Mývatnsöræfum. I Svínadal er lítill túnskækill og nú er þar á bæjarstæðinu leitar- mannakofi. Útsýni af bæjarhóln- um er I bezta lagi. Niðri I gljúfr- inu við ána er kubbastuðluð giga- röð meó hellum og skútum, sem fáir virðast þekkja. Þaðan er heldur stutt I Hólma- tungur, sem er ein af perlum þjóðgarðsins. Þar eru hamrabelti og melhjallar og fjörugir upp- sprettulækir spretta fyrirvara- laust út úr hlíðunum. Skógarkjarr með blágresi, loðviði og hvann- stóði um alla hlið. Andspænis er einn af skemmti- legustu stöðunum I Jökulsár- gljúfrum: Forvöð við Jökulsá, en þau eru austan ár og tilheyra ekki þjóðgarðinum. En stutt er á milli. Þarna hefur Jökulsá grafið sér mjóa stokka í dalbotninn — eins og straumvatn grefur oft í mó- berg og annað hart molaberg, sbr. Gilin i Fljótshlíð, undir Eyjafjöll- um og víðar, Þarna væri tilvalið að leggja göngubrýr yfir stokk- ana, enda hefur það oft komið til tals. Eystri stokkurinn með Vfga- bjargsfossi er þurr orðinn nema i mestu leysingum. í hinirm bullar og hamast Jökulsá með hávaðalát- um og boðaföllum i öllu sinu 400—500 rúmmetra vatnsrennsli í sumarhitum og þykir þröngt um sig. Austan ár og vestan Ef skoða skal fossana miklu, Dettifoss, Hafragilsfoss og Sel- foss, svo og eldgígana á Hóls- sandi, er öllu betra að fara Fjalla- veg austan Jökulsár. Vegurinn liggur þar meðfram suðurhluta gljúfranna um blásin öræfi, Hóls- sand. Svörtu gígarnir á sandinum eru Randarhólar, bæði gjallkeilur og kleprastútar með hrauntröð- um. Verulegur hluti hraunanna, sem forðum hálffylltu gljúfur Jökulsár, eru frá þeim runnin fyr- ir þúsundum ára. Fossarnir þarna skammt hver frá öðrum, eru stór- hrikalegar náttúrusmíðar. Hér hefur verið stiklað á stóru um þann hluta Jökulsárgljúfra, sem finna má innan þjóðgarðsins nýja. En Jökutsárgljúfur eru meira. Austan við gljúframynnið i Ax- arfirði eru Landsárgil og Skjól- brekka, stórfallegir staðir, sem stórhlaupin I ánni hafa þó skúrað og skrapað endur fyrir löngu. Þá er ekki í kot vísað að fara fram um Landsbjörg ellegar Skógar- björg. Einnig þar fléttast saman yndisþokki og hrikaleiki eins og svo viða I þessari furðusmíð elds, vatns og moldar. Vestan ár eru Gilið og Astjörn, ef til vill gamall hlaupfarvegur, en á okkar dögum elskulegir stað- ir með hávöxnu birki, fuglum og silungi i tjörn. Þá má með engu móti gleyma Ásbyrgi, þessari út- byggðu klettahöll gljúfranna, sem er eins og reist fyrir ferðaglaðar fjölskyldur með tjald og prlmus, — fólk, sem vill hressa sálina I faðmi náttúrunnar og strjúka af sér þéttbýlisryk. 5S020 ÐINN WtffilUii-SSKn Z42S0 Notiö sumarmánuðina til endurbóta á hitakerfinu í húsakynnum yóar Ef þér viljió ná hinum fullkontnu hitaþtfginchvn og jafnframl Urkka hitakostnuóinn, þá attuó þér ad líta meó gagnrýni á handstilltu fokana og láta setja Danfoss hitastýrda ofnventla i staó þeirra. Danfoss hitastýrda ofnloka getió þér stijh á þaó hitastig, sent hentar yóur hezt i hvcrju herbergi, og hitinn hetzl jafn og stöóugur. án tillits tii veóurs og vinda. Danfoss ofnhitastiUana má setja á atlar geröir mióstöóvarofrui. Látió sérfrceóinga okkar leióheina yóur. Kostnaöurinn er minni en þér haldió. Danfoss ofnhitastiUir er lykUUnn að þcrgindum IÐNAÐAR- HÚSNÆÐI ÓSKAST Traust fyrirtæki með hreinlegan iðnað óskar ac taka á legu húsnæði (60—120 ferm) í Reykja vík, sem fyrst. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. , Aðalstræti 6 sem fyrst merkt „Iðnaðarhúsnæði 3051". Jt)«rðunblnt>ib RUCLVsmcnn t&4-»22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.