Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 4
4 ■MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1974 Fa p Ití l, t l.tn, i V i uit: * 22*0*22* RAUDARÁRSTÍG 31 Vj__-------------/ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 r Tilboð AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN A SÉRSTÖKU AFSLÁTTARVERÐI Shodo LEIGAM CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÖPAV. !4 ® 4-2600 Skuldabréf Tökum i umboðssölu: Veðdeildarbréf Fasteignatryggð bréf Ríkistryggð bréf Hjá okkur er miðstöð . irðbréfa- viðskiptanna. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 16223 Þorleifur Guðmundsson heima 12469. Þau koma fram á tónleikunum I Austurbæjarbfói á laugardaginn, f.v. Guillermo Figueroa jr., Guðný Guðmundsdóttir, Hafliði Hall- grfmsson, Halldór Haraldsson, Hlff Sigurjónsdóttir og William Grubb. (Ljósm Mbl. Br. H.) ísamer 74: Frumflutningur tveggja verka í Austurbæiarbíói Fyrstu tónleikar Tónlistar- félagsins á starfsárinu 1974—1975 verða haldnir f Austurbæjarbfói laugardaginn 31. ágúst n.k. kl. 2.30. Þar kem- ur fram kammersveitin ISAMER ’74 ásamt Hafliða Hallgrfmssyni sellóleikara og Hlff Sigurjónsdóttur fiðlu- leikara og munu þau flytja verk eftir Maurice Ravel, Aaron Copland og Franz Schubert. Sérstök athygli skal vakin á þvf, að á tónleikunum verða frumflutt tvö verk, — Píanókvartett eftir Copland og Strokkvintett f C-dúr, op. 163 eftir Schubert. ÍSAMER 74 skipa fjórar ung- ar manneskjur, — tveir íslend- ingar, þau Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari, og tveir ungir Bandarfkjamenn, Guillermo Figueroa jr. fiðlu- og víóluleikari og William Grubb sellóleikari. Nafn flokksins er raunar samansett úr nöfnum þessara tveggja þjóða, íslend- inga og Ameríkumanna. Undanfarnar vikur hefur flokkurinn verið á tónleika- ferðalagi víða um landið á veg- um Menntamálaráðs og hefur m.a. haldið tónleika á Mývatni, Húsavfk, Akureyri, Akranesi og Vestmannaeyjum. Eftir tón- leikana á vegum Tónlistar- félagsins í Austurbæjarbíói á laugardaginn munu þau leika fyrir Menningarstofnun Banda- ríkjanna og sfðan halda þau tónleika á vegum Kammer- músikklúbbsins þann 12. september n.k. Sfðan halda þau aftur út á land og leika m.a. á listaviku á Isafirði f september og á Bolungarvík. A blaðamannafundi, sem efnt var til vegna tónleikanna á laugardaginn, kom í ljós, að flytjendur leggja mesta áherzlu á frumflutninginn á Strok- kvintetti Schuberts, sem þau kváðu vera eina dýrustu perlu tónbókmenntanna. Væri það bæði, að verkið væri erfitt í flutningi, tilfinningadýpt þess væri mikil, ríkur efniviður og formleg fullkomnun. A fundinum kom einnig fram, að aðsókn að tónleikum ÍSAMER úti á landi reyndist misjöfn enda fólk f sveitum landsins óvant flutningi kammertónlistar og sigildrar tónlistar yfirleitt. Voru þau sammála um, að skipulagningu og undirbúningi tónleikahalds- ins hefði víða verið ábótávant og mætti þar ef til vill um kenna hversu lftil reynsla er á tónleikahaldi sem þessu úti á landi. Þá fannst þeim, að sam- band við fjölmiðla hefði mátt vera meira svo og auglýsinga- starfsemi í sambandi við tón- leikahaldið. 1 STAKSTEIIMAR 1 Samstarf við aðila vinnum arkaðarins Rlkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsðknar- flokksins undir forsæti Geirs Hallgrfmssonar, sem tekur við völdum f dag, verður þegar að hefjast handa um undirbúning og framkvæmd efnahagsað- gerða til þess að rétta við halla- rekstur þjóðarbúsins og tryggja fulla atvinnu. Mikil- vægt er, að sem vfðtækust sam- staða takist með stjórnmála- flokkum og hagsmunasamtök- um um þær aðgerðir, sem nú eru óhjákvæmilegar. Astæða er til að ætla, að þing- flokkarnir geti náð samstöðu um allar helstu efnahagsað- gerðir, sem gera verður á næst- unni. Þær aðgerðir, sem rfkis- stjórnin mun framkvæma, eru að miklu Ieyti f samræmi við þær hugmyndir, sem ræddar voru að tillögu efnahagssér- fræðinga rfkisins f viðræðum vinstri flokkanna um stjðrnar- myndun. Alþýðubandalagið hefur upplýst, að málefna- ágreiningur hafi ekki ráðið úr- slitum um, að ekki tókst að ná samkomulagi f þeim viðræðum. Þá lýsti Gylfi Þ. Gfslason yfir þvf á Alþingi fyrir skömmu, að allir ábyrgir stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir, að óhjá- kvæmiiegt væri að grfpa til sér- stakra aðgerða f efnábagsmál- um eins og nú háttar. Með hlið- sjón af þessu ætti ekki að standa á Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu að styðja f meginatriðum þær aðgerðir, sem framkvæmdar verða á næstunni. Það væri f hæsta máta óábyrg afstaða, ef þessir flokkar snerust gegn efnahags- aðgerðum, sem þeir hafa sjálfir rætt um og fallist á. Engum blandast hugur um, að þjóðin f heild þarf að draga saman seglin við svo hrikalegar aðstæður f efnahags- og fjár- málum, sem raun ber vitni um. Morgunblaðið hefur hins vegar lagt á það áherslu, að gera verði sérstakar ráðstafanir til þess að efnahagsaðgerðirnar komi ekki með jafn mikium þunga niður á þeim, sem lakast eru settir f þjóðfélaginu eins og hinum, er betri kjör hafa. Dagblaðið Tfminn tekur undir þessi sjónarmið f forystu- grein f gær, en þar segir m.a.: „I sambandi við þær efnahags- ráðstafanir, sem gera verður, þarf það að vera höfuðatriðið, að skerðingin verði langminnst eða engin hjá þeim, sem hafa lakasta afkomu og þannig verði að einhverju leyti reynt að jafna það launaóréttlæti, sem hlaust af kjarasamningunum á sfðastliðnum vetri. Jafnframt þurfa að koma tri ráðstafanir, sem tryggja það, að þeir, sem hafa mesta getuna leggi mest af mörkum. Benda má á f þvf sambandi, að eins og vfsitölu- bótum nú er háttað, eru þær tiltölulega mestar hjá þeim, sem hafa mest kaup. Þannig getur viss skerðing vfsitölubóta leitt til tekjujöfnunar, en eigi að sfður verður að gæta sér- staklega hluts hinna láglaun- uðu. Það er áreiðanlega almennur skilningur á þvf, að nú þarf að gera verulegar efnahagsaðgerð- ir til að treysta grundvöll atvinnulffsins. Vegna þess hve velmegunin er nú mikil, ættu þessar aðgerðir að reynast mun auðveldari en ella.“ Vfst er, að allar mciriháttar aðgerðir f efnahagsmálum snerta með einum eða öðrum hætti flest hagsmunasamtök f landinu, og þá ekki sfst aðila vinnumarkaðarins. Mikilvægt er, að heilbrigt samstarf takist með þessum aðilum og stjórn- völdum á hverjum tfma. Við núverandi aðstæður er jafnvel mikilvægara en ella, að gagn- kvæmur skilningur rfki hér á milli og sérstaklega er brýnt að launþegar og rfkisvaldið ástundi góða samvinnu sfn á milli til þess að unnt verði að leysa efnahagsörðugleikana á farsælan hátt, þannig að hags- munir launþega verði sem best tryggðir um leið og rennt verð- ur traustum stoðum undir at- vinnulffið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.