Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1974 25 BRUÐUR1N SE HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 37 — Við leitum að þessum stað á morgun, sagði Christer alvörugef- inn. Hann leitaði siðan svara við ýmsu smálegu og ekki stðð á svör- unum. hjá Gretel, sem sagði hon- um, að Anneli hefði aldrei haft á sér lykla að Sjávarbökkum, þegar hún fór út, þvf að lykill að svalar- dyrunum hefði verið falinn á ákveðnum stað, þótt aðaldyrnar væru læstar. Christer spurði þá um tómu lyklakippuna og var sagt, að hún hefði haft lykla aó skrifstofu Petrens, en skilað þeim þegar hún hætti að vinna þar fyrra laugardag. Sebastian staðfesti, að rétt væri frá skýrt. Svo lýstu þau plasthett- unni fyrir honum. Sebastian minntist þess að hafa séð hana í töskunni, þegar hann gekk fram á hana við vatnið. Þá hafði plastinu verið vafið um liljublómvöndinn. Sfðan hafði plasthettan ekki sézt. Hvers vegna? Þau skröfuðu fram og aftur um ýmis atriði, en síðan kom Daniel Severin á vettvang og skipaði Gretel umsvifalaust að fara f hátt- inn. — Og í kvöld tekurðu þessar svefnpillur! Nei, engin mótmæli. Rödd Severins bergmálaði um húsið. Ég veit nákvæmlega hvernig þetta er. Þú þolir ekki svefnpillur og þú verður þung í höfðinu og færð í magann af þeim, en þá verður þú bara að vera þung í höfð- inu og með verk í maganum á morgun. Það er ekkert sem heit- ir. Þú verður að fá almednilegan svefn í nótt. Egon getur tekið tvær töflur þér til samlætis, mér sýnist ekki vanþörf á þvf. Fleiri, sem bjóða sig fram? Augnabliks þögn. Svo rétti Lars Ove feimnislega fram höndina. Síðan opnaði Jóakim munninn og Christer sá, að augu hans voru f alvarleg og full örvæntingar: — Þökk fyrir. Ég tek þvf með þökkum. Það hefur verið heldur lítið um svefn hjá manni upp á sfðkastið. Þremur klukkustundum síðar iðraðist Christer þess að hafa ekki fylgt fordæmi þeirra. Hann var úrvinda af þreytu, en samt glað- vakandi. Hann var að rifja upp brot úr samtölum og reyna að skeyta þau rétt saman og alls konar hugsanir leituðu á huga hans, sem honum tókst ekki að bægja frá sér. Hafði hann lát- ið Larsson sleppa of léttilega? og Jóakim Kruse? Hafði hann verið of opinskár í kvöld? hafi hann kannski varað morðingjann við með einhverju, sem hann sagði? 1 bæ á borð við Skóga skipti raunar engu máli, hvort yfirheyrslur fóru fram fyrir opnum tjöldum eða luktum dyr- um: Allt fór eins og eldur í sinu um bæinn, hvort heldur sem var gert. Meðan hannvarað velta því fyr- ir sér, hvernig morðingjanum hefði tekizt svona hönduglega að leika á þennan bæ, sem ekkert lét þó að öðru jöfnu framhjá sér fara, sofnaði hann loksins svaf vært, þar til vekjaraklukkan lét í sér heyra og hann mundi, að það var kominn mánudagur og mikil vinna beið hans. Þegar hann kom niður á lög- reglustöðina var honum sagt, að allt benti til þess, að einhver hefði verið í þvottahúsinu á Sjáv- arbökkum nóttina sem morðið var framið. Það var vatn á gólfinu og á sunnudagskvöld höfðu hand- klæði og klútar verið rök. — Við höfum sent allt til grein- ingar, sagði Leo Berggren. — Og ég get bætt þvf við, að frú Hans- son sver »g sárt við leggur, að hún hafi ekki stigið þar inn fæti sín- um í heila viku. Hún segist hafa haft nógaðgeravið hreingerning- ar bæði á föstudag og laugardag og svo að útbúa hádegisverðinn, sem átti að vara á Sjávarbökkum daginn eftir brúkaupið. Ég efa að hún sé myndarleg í verkum sín- um, en lygin er hún ekki, það þori ég að hengja mig upp á. Christer kinkaði kolli. Hann var þakklátur fyrir hverja þá vitn- eskju, sem til hans barst. Ekki var hægt að byrja að setja saman heildarmyndina fyrr en nægilega mörg smábrot voru samankomin á einum stað. Og svofór hann að yfirheyra tvö vitni og var þó kannski ekki rétt að kalla þad yfirheyrslur, heldur miklu frekar vinsamlegar sam ræður. Sá fvrri, sem hann ræddi við, var ungur, freknóttur maður með björt blá augu. Jú, hann hafði verið póstur hér í þrjú ár og hann bar einmitt út á Sjávarbakka. Hann sagði, að hann hefi verið með Annelí Hammar f skóla og alltaf verið hrifinn á þvf, hve hún va'r falleg o^'þar af leið- andi hafi hann alltaf haft dálftinn áhuga á þeim pósti, sem til henn- ar barst. — Auðvitað er það ekki mitt mál, hvort hún skrifaðist á við hundrað manns, en :hún hefur aldrei gert það, ekki einu sinni áður en hún trúlofaðist þessu rauðhærða einglyrni og þess vegna var ekki nema' eðlilegt, að ég yrði hissa, þegar allt í einu fóru að koma þykk bréf með frönskum frfmerkjum til henn- ar... ) — Hvenær kom það fyrsta? — I marz, hald é^. Og svo það næsta í apríl, skömmu eftir páska held ég. — Og komu svo ekki fleiri? — Ne-ei. Hann hikaði. — Nema þá bréfið, sem hún komst i svo mikið uppnám út af á föstudag- inn, hafi verið frá þeim sama. Það stóð ekkert nafn aftan á, en mér fannst ég kannast við rithöndina hún er bæði falleg og dálftið sér- kennileg. .. — A hinum tveimur bréfunum stóð sem sé nafn og heimilisfang. Hvað hét hann? Pilturinn roðnaði við, en vildi bersýnilega segja frá öllu sem sannast. Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Höfudbúnaður með þjóðbúningum Matthildur Guðmundsdótt- ir skrifar: „Kæri Velvakandi. Vegna tilmæla þinna í blaðinu 2. ágúst skrifa ég þessar línur. Þar óskar þú eftir skoðanaskipt- um um notkun höfuðfata við ís- lenzka þjóðbúninginn. Ég var að vona, að konur yrðu fljótar til að segja skoðun sfna á þessu, en nú er kominn 15. ágúst, þegar ég sé loksins minnzt á þetta mál. Ég er ósammála Brynveigu Þor- varðardóttur, sem „finnst upp- hluturinn ekki krefjast skott- húfu, ef stúlkan er með stutt hár“, eins og hún orðar það í grein sinni í dag. tslenzki þjóðbúningurinn er ekki réttur nema tilheyrandi höf- uðfat sé notað. Skotthúfuna settu konur á sig fyrsta fata á morgnana og tóku hana ekki af sér fyrr en siðast á kvöldin, eftir þvi sem gamlar sagnir herma. 0 Skotthúfan óaðskiljanlegur hluti Ungar stúlkur vilja gjarnan vera berhöfðaðar, — ekki bara íslenzkar stúlkur, heldur mun vera sömu sögu að segja alls staðar á Norðurlöndunum. Það eí sameiginlegt þjóðbún- ingum allra Norðurlandanna að minnsta kosti, að höfuðbúnaður fylgir þeim öllum. Sumar ungar stúlkur vilja losna við hann, en allir, sem vilja varð- veita þjóðbúning í sinni réttu mynd, berjast fyrir þvf, að höfuð- fatið sé notað, alveg eins og aðrir búningshlutar. Ætli okkur brygði ekki í brún, ef einhver færi í upphlut, en sleppti svuntunni. Það sama gildir um húfuna. Hún tilheyrir, og hana má alls ekki vanta. Það er því mjög áríðandi, að við leggjum ekki niður þennan þjóðlega arf. Upphlutur 19. aldar hefur orðið vinsæll búningur ungra stúlkna i Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Þar er bolurinn úr ullarefni eða flaueli og getur verið rauður, grænn, blár eða svartur. Hann er örlitið öðruvísi í sniðinu en bolur 20. aldar, sem nú er mest notaður. Með þessum mislita bol er pilsið úr klæði eða kamgarni og skott- húfan er djúp og alltaf prjónuð. Djúpa skotthúfan er mjög klæðileg, hvort sem hárið er stutt eða sítt. 0 Margar gerðir búninga I tímaritinu „Húsfreyjan" 1. tbl. 25. árg., sem Kvenfélaga- samband Islands gefur út, er góð lýsing á þessum gamla upphlut. Grunna skotthúfan tilheyrir peysufötum og upphlut 20. aldar, þar sem upphlutsbolurinn er alltaf svartur. Konur, hvort sem þær eru ungar eða gamlar, sem áhuga hefðu á að koma sér upp íslenzk- um þjóðbúningi, ættu að kynna sér allar þær mörgu gerðir af bún- ingum, sem til eru. Ég held þær gætu allar fundið eitthvað, sem þær gætu fellt sig við. Við megum velja okkur bún- inga frá fyrri öldum ekkert síður en frá þessari öld. Siðast liðinn vetur sá ég afar fallegan faldbúning, sem saum- aður hafði verið sem brúðarbún- ingur. Hann var gerður eftir fyrirmynd frá því um 1800. Höfuðbúnaðurinn var svo kallaður spaðafaldur. Með þessum búningi mátti lika nota djúpa skotthúfu, þannig að fleiri en einn möguleiki var fyrir hendi. Við verðum þó að gæta þess vel að rugla ekki saman ýmsum bún- ingshlutum frá mismunandi tímum, sem ekki eiga saman. 1 verzluninni Baldursbrá höfum við um langt árabil getað fengið góða fyrirgreiðslu um gerð búninga 20. aldar. En ef einhver skyldi vilja kynna sér eldri bún- inga, skal bent á bók, sem heitir „íslenzkir þjóðbúningar kvenna“ eftir frú Elsu E. Guðjónsson safn- vörð. Einnig hafa verið sýndir frá því um páska ýmsir íslenzkir bún- ingar í sýningarglugga Ura- og skartgripaverzlunar Jóns Dal- mannssonar við Skólavörðustíg. Meðal annars voru þar um tíma sýndir herra- og drengjabúningar gerðir eftir fyrirmyndum frá síðari hluta 18. aldar. Matthildur Guðmundsdóttir, Hjallavegi 66, Reykjavík." 0 Ásta Hallgrímsson söng þjóðsönginn í Dómkirkjunni 1874 Nýlega kom fram fyrir- spurn frá Jóhönnu Rockstad hér í dálkunum um það, hver hefði sungið þjóðsönginn við frum- flutning hans í Dómkirkjunni árið 1874. Ragnheiður Jónsdóttir hafði samband við okkur, og sagði hún Ástu Hallgrimsson hafa sungið þjóðsönginn við þetta tækifæri. Asta var dóttir Guðmundar Thorgrfmsen, sem lengi var verzl- unarstjóri á Eyrarbakka. Þegar frumflutningurinn fór fram, var Ásta kornung. Hún var fædd árið 1857, þannig að hún hefur ekki verið nema 17 ára, þegar þetta var, en þegar hún stóð á tvítugu, giftist hún Tómasi Hallgrimssyni lækni. Ragnheiður sagðist hafa þekkt frú Ástu, og hefði hún heyrt hana sjálfa segja frá því, þegar þjóð- söngurinn var fyrst fluttur f Dóm- kirkjunni að viðstöddum konungi og öðru stórmenni. Ásta hafði verið ákaflega söng- elsk og sungið vel, og var hún í Dómkirkjukórnum lengi. SKIPAUTGCRB RIKISINS M /s Hekla fer frá Reykjavik laugardaginn 31. þ.m. austur umtand i hring- ferð. Vörumóttaka: miðvikudag og fimmtudag til Austfjarðahafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsa- vikur og Akureyrar. B3P SlGeA V/öGA í \ilVE&4U nj: VEUA VR VfðM Y\AGGA, MWElLbA ö9P Á VIG* S ÉC® MÁSVVZ-V \<0YIS)0 S>Ut SWN GAYIAY l MEU0 SÁL! Selium í dag: 1974 Chevrolet Vega sjálf- skiptur. 1974 Scout II. 1974 Chevrolet pick-up V8 sjálfskiptur. 1974 Bronco Ranger V8 sjálf- skiptur með vökvastýri. 1974 Chevrolet Blazer V8 sjálf- skiptur með vökvastýri. 1973 Vauxhall viva de luxe. 1973 Volvo 1 44 de luxe. 1973 Pontiac Grand Am. 1973 Volswagen 1 303. 1972 Saab 96. 1972 Vauxhall viva. 1971 Chevrolet Malibu. 1971 Peugeot station 404. 1971 Chevrolet pick-up. 1971 Opel Record 4ra dyra L. 1971 Volvo 1 44 de luxe. 1971 Toyota Carina. 1968 Scout 800. 1967 Chevrolet Malibu. H mwiM 1S95m mBSBa SnB pTmm HAFSKIP SKIP VOR MUNU LESTA ERLENDIS Á NÆSTUNNI SEM HÉR SEGIR: HAMBORG: LANGÁ 27. ágúst* SKAFTÁ 5. sept. * LANGÁ 1 7. sept. * ANTWERPEN: LANGÁ 30. ágúst. * SKAFTÁ 9. sept. * LANGÁ 20. sept. * KAUPMANNA- HÖFN: SELÁ 2. sept. HVÍTÁ 1 8 sept. GAUTABORG: HVÍTÁ 5. sept. HVÍTÁ 19. sept. FREDRIKSTAD: HVÍTÁ 6. sept. HVÍTÁ 20. sept. GDYNIA: SELÁ 29. sept. * Skipin ferma og af- ferma á Akureyri og Húsavík. HAFSKIP H.f. hafnarhusinu reykjavik SIMNEFNI HAFSKIP SIMI 21160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.