Morgunblaðið - 28.09.1974, Page 13

Morgunblaðið - 28.09.1974, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 13 Ifylgd með heims- borgurum I v'. •• . <. ‘ •, Helga Ingólfsdðttir ... Mánudaginn, þegar frétta- maður Mbl., fór fyrst fram á við- tal við Helgu Ingólfsdóttur á Loft- leiðum, var dálftið ásetinn hjá henni. Blaðafólk frá ftölsku tfzku- blöðunum Grazia og Giola voru að koma utan af landi f bæinn, 2 blaðamenn frá Göteborgs Tidn- ingen væntanlegir frá Svfþjóð svo og sænsk blaðakona einnig f efnisleit, amerfskur ferðabóka- höfundur átti að koma frá Glasgow og forstjóri Loftleiða- skrifstofunnar f Guatemala var væntanlegur kl. 7 morguninn eftir. öllum þurfti að taka á móti og sinna. Hvernig fórstu að þessu? spurðum við, þegar við vorum seinna sezt f skrifstofuna hennar dag einn eftir vinnutfma — Ég tók það ráð að biðja tvo um að fara f dagferð til Gullfoss, Geysis og Þingvalla, svaraði Helga um hæl. Öðlru vfsi gat ég ekki sinnt öllu þessu fólki. En hún tók fram, að þetta væri með erfiðari dögum. Helga Ingólfsdóttir hefur í 9 ár annast móttöku og fyrirgreiðslu við blaðamenn, ljósmyndara og aðra erlenda gesti Loftleiða eða síðan haustið 1965, þegar Sigurð- ur Magnússon blaðafulltrúi hringdi til hennar frá New York, er hún hafði tekið við skemmti- legu starfi f Washington. Hann vantaði góðan aðstoðarmann. Nú er Sigurður hættur, en Helga heldur áfram að veita fyrir- greiðslu erlendum gestum Loft- leiða — eða núna Flugleiða — og sinna öðrum verkefnum kynningardeildar. — Þegar ég byrjaði hér, þurfti að leggja vinnu í að ganga á eftir erlendum blaðamönnum að koma og kynnast Islandi, sagði Helga. E'n nú er landið okkar orðið þekktara og jafnvel orðin ásókn í að koma hingað. Það breytir þessu starfi nokkuð — gerir það að vissu leyti léttara fyrir okkur hér heima. En úr alls konar vanda þarf samt að leysa. T.d. hefur National Press Club í Washington áform um að koma með 40 manns 28. desember og vera til 2. janúar og vill margvíslega fyrirgreiðslu. Og álfka stór hópur kennara kemur um líkt leyti. Þessu fólki sinnum við fyrir beiðni frá skrif- stofum okkar erlendis eingöngu, þó það komi fyrir að taka þurfi á móti blaðafólki, sem kynnir sig sjálft. Auk þessa er svo auðvitað margvísleg skrifleg kynning og útgáfustarfsemi í verkahring deildarinnar. Þetta er greinilega óhemju mikið og erfitt starf. Þykir Helgu það þess virði? — Já, ég hefi gaman af því að um- gangast fólki. Og flest af þessu fólki, sem ég hitti, er víðförult og hefur frá mörgu að segja. Blaða- mennirnir hafa t.d. hitt frammá- menn, sem maður les um f frétt- unum, og verið á forvitniiegum stöðum. Þetta eru heimsborgarar í orðsins fyllstu merkingu. Ég minnist þess varla að hafa hitt nokkurn, sem ekki hefði eitthvað fram að færa. Oft opna þessi kynni augu manns, svo að stund- um sér maður sjálfan sig, landið sitt og íslendinga öðrum augum en áður. Mér geðjast að flestum þeim, sem ég hef kynnzt þannig og á gott með að umgangast fólk, ekki sízt Ameríkumenn, sem ég kynntist svo vel, þegar ég var í skóla og vinnu f Ameríku. Þetta er yfirleitt svo eðlilegt fólk og óformlegt í framkomu. Maður getur slakað á og hefur engar áhyggjur af því að segja eitthvað eða gera, sem ekki á við. Allt á við þar. Þá vaknar spurningin: Hvernig stendur á því að Helga Ingólfs- dóttir, sem ólst upp á ísafirði, fór í skóla til Bandarfkjanna, og tók sfðar að sér starf, sem hefur í för með sér að blanda geði við fólk úr öllum löndum heims og ferðast til f jarlægra staða? — Það er satt, ég lagði upp frá Isafirði til að taka fyrsta lands- prófið, sem efnt var til i landinu og sfðan áfram í Menntaskólann í Reykjavfk, segir Helga. — Þá fór ég í fyrstu utanlandsreisuna 1948, þegar við tvær vinkonur unnum á bóndabæ í Noregi eitt sumar. Til þess þurfti ég að leita til föður míns Ingólfs Árnasonar um að leggja út fyrir fargjaldinu. Og honum var ekkert um svona ferðalag. Ég man að systir mín studdi mig og beitti þeim rökum, að það væri ábyrgðarhluti að stöðva mig, ef þetta yrði nú ein- asta tækifærið sem ég fengi til að fara til útlanda um ævina. Þá bráðnaði pabbi. Þá ábyrgð vildi hann ekki taka á sig. Ég hét á hann í staðinn, að ég skyldi bjóða honum í ferð til útlanda einhvern tíma seinna, ef ég fengi tækifæri til. Vissi nú raunar ekki hvernig það mætti verða. En það gerði ég árið 1966. Við fórum til Noregs, m.a. til Stiklastaða og Þránd- heims og tókum lestina til Oslóar. Pabbi les íslendingasögurnar spjaldanna milli, ár eftir ár, og kann þær, og f lestinni stóð hann við gluggann alla leið og svipaðist um eftir kennileitum. Þetta var í fyrsta sinn sem hann fór út fyrir landsteinana. Fyrir mig var Osló ágætt fyrsta stökk út f heiminn. Þó fannst mér ekki eins mikið til stórborgarinnar koma og Reykja- víkur, þegar ég kom fyrst að vestan. Mér fannst mikill munur á okkur heima á Isafirði í þá daga og heimsborgurunum úr Reykja- vík. Helga hefur sýnilega snemma haft löngun til að sjá hvað er hinum megin við fjallið, eins og sagt er. Strax eftir stúdentspróf hélt hún til náms við Minnesóta- háskóla og tók fyrir aljóðasam- skipti (International relations), til að búa sig undir utanríkisþjón- ustustörf. Raunar vann hún stuttan tfma í utanríkisráðu- neytinu eftir að hún kom heim að 2 'A árs námi loknu. En af launun- um var vart hægt að lifa og lítil hreyfing á störfum úti í sendiráð- unum, sem helzt freistuðu. Því Helgu langaði enn til að sjá sig um í heiminum. Hún vann því í 9 ár hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og fékk löng leyfi inn á milli, sem hún notaði t.d. til að læra frönsku í Frakk- Iandi í 6 mánuði og til að fara kynnisferðir til Bandaríkjanna, þar sem hún m.a. vann við blað í Salinas í Kaliforníu, borginni hans Johns Steinbecks, og fylgd ist með vinnu í sjónvaipsstöð o.fl. Loks fór hún aftur til Banda- ríkjanna og sótti fyrirlestra við Minnesótaháskóla í svokölluðum stjórnvísindum, sögu og störfum aljóðastofnana, svo sem Sam- einuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra o.fl. Ég tók líka námskeið í við- skiptastörfum, þvf nú hafði ég í hyggju að setjast að í Bandaríkj- unum, útskýrir Helga. En þá var svo ástatt þar, að ekki þýddi aó fara út á vinnumarkaðinn með BA-prófið eitt. Sú alda gekk yfir, að allt háskólamenntað fólk tók doktorsgráðu. Og allir skólafé- lagar mínir töldu sig þurfa að bæta við sig doktorsgráðu. Nú er þetta aftur á móti gengið yfir og doktorar ganga atvinnulausir eða verða að fara í annað. Þeir reynd- ust svo margir í sumum fögum og svo kröfuharðir f launum, að þeir þóttu of dýrir fyrir verkefnin. Þannig er þetta orðið vfða annars staðar í heiminum, offramleiðsla á menntuðu fólki miðað við þá, sem hafa verklega sérþekkingu. — Hvað varstu þá að gera, þegar Sigurður Magnússon hringdi til Washington og falaði þig f vinnu?. — Ég vann hjá skemmtilegri stofnun, Washington Internation- al Center, sjálfseignarstofnun sem annast ýmiskonar fræðslu um Bandaríkin fyrir erlenda gesti og ferðalanga. Til dæmis tekur hún að sér á samningsgrundvelli við utanríkisráðuneyti og varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna að veita gestum þeirra fræðslu í fyrirlestrum o.fl., áður en þeir fara að ferðast um landið. Þarna er líka upplýsingamiðstöð fyrir sendiráðsfólk í Washington, t.d. varðandi skólagöngu fyrir börnin, íbúðir o.fl. Einnig miðstöð fyrir ferðamálastofnanir allra fylkja í landinu. Stofnunin hafði keypt af sendiherra, sem hafði verið á Spáni, gamla fallega byggingu, sem er eiginlega höll og hefur þar starfsemi sina. Húsbóndi minn hafði skrifstofu í fyrrverandi svefnherbergi frúarinnar og mín skrifstofa var I snyrtiherberginu við hliðina. En gestasalirnir niðri voru notaðir fyrir fundarsali. Þarna var geysistór og fallegur garður í kring og einstaklega skemmtilegt umhverfi. Ég hafði ekkert hugsað mér að hætta. En þar sem ég hafði ætlað í heimsókn til Islands, skrapp ég til New York og talaði við Sigurð, og fékk svo tímabundið leyfi úr vinnunni í Washington. Ég fór að vinna hjá Loftleiðum — og fór svo aldrei til baka. Hvert árið hefur liðið af öðru, allt virðist snúast hraðar og hraðar, og maður gefur sér ekki einu sinni tíma lengur til að hugsa. — Þetta starf hefur I för með sér, að þú ert alltaf á ferð og flugi um heiminn? Hefurðu ekki farið kringum hnöttinn? Auðvitað fylgir starfinu að fljúga nokkuð með eigin flug- félagi og öðrum, til að sjá og fylgj- ast með. Óvíða eru breytingamar jafn örar sem I fluginu, og far- þegar alltaf að verða kröfuharð- ari. En líklega finnst manni sjálf- um maður aldrei ferðast nóg. Kring um hnöttinn hefi ég aðeins farið einu sinni og bið nú eftir að komast aftur á alla staðina og vera þar lengur. Eg vann þessa ferð i einskonar happdrætti á fundi ritstjóra starfsmannablaða flugfélaganna I Bandarikunuum. Flugfélögin höfðu gefið ferðir milli staða. Fulltrúarnir á fundinum skrif- uðu nöfn sín á miða I upphafi, en í lok hvers dags var dregið eitt nafn og hlaut sá vinning. Stærsti vinningurinn var ferð kringum hnöttinn fyrir tvo I boði Pan American flugfélagsins. Ég var ekki einu sinni að hlusta, þegar kallað var upp nafnið mitt, þvf mér hefur aldrei dottið í hug að ég ynni I happdrætti. En svona var það samt. Vandræðin voru bara þau, að ég átti hvorki mann né barn til að bjóða með mér, en fékk náðarsamlegast leyfi til að taka systur mína með I staðinn. Við vorum svo I 7 vikur á ferð- inni, alltaf á fyrsta farrými og I miklum lúxus. Við komum inn á hnattferðina I Frankfurt og flug- um með viðkomu í Istambul og Beirút og stönzuðum ekki fyrr en f Teheran. Þegar maður fer í hnattreisu, þá er ekkert verið að byrja í nágrannalöndunum. Við stönzuðum ekki víða, en nokkurn tíma á hverjum stað og skoðuðum okkur þá vel um. Höfðum viðdvöl í Delhi á Indlandi á blómatíman- um, þegar allt angar, í Bangkok í Thailandi f baðhita og Hong Kong f vorveðri. Þá lögðum við lykkju á leið okkar og fórum til Bali og Singa- pore. Næsti áfangastaður var Tokyo og sfðan var haldið yfir til San Francisco og hlykkinn um Guatemala á leið til New York, því Pan Am flýgur ekki innan- landsf Bandaríkjunum. — Hvaða fólk hefur rekið á þínar fjörur hér nýlega? — Það er orðið fjölmargt og erfitt að gera upp hug sinn um það. Þó hefur furðulegri fugl vart rekið á fjöru hjá mér nýverið en trúðinnPrópó.Hann hefur leikið f sjónvarpi og kvikmyndum síðan 1920 með öllum þéssum stjörnum, sem við þekkjum. Líklega er hann efnaður og gerír sér til gamans nú að ferðast um og skemmta börn- um á barnaheimilum og sjúkra- húsum um allan heim. Vill reyna að gleðja og skemmta alls staðar á aljóðamáli trúða, eins og hann sagði. Hann varð 74 ára meðan hann var hér. Við færðum honum blóm og afmælistertu og hann lék fyrir okkur heyrnarlausa gamla karlinn í hjólastólnum, sem hann hafði leikið í frægri mynd fyrir 50 árum. Hann var stórskemmti- legur og átti vissulega sfna lífs- reynslu. Nú, við minntumst áðan á Italina fjóra, sem hér hafa verið að taka tízkumyndir í íslenzku landslagi fyrir Grazia, sem notar ákaflega fallegar og listrænar myndir. Einn þeirra, jarð- fræðingurinn Giovanni Lunardi, varð svo hrifinn af landinu, að hann langaði að koma næsta ár og sýna „rétta" mynd af því. Ekki í sól, því fegurðin í landinu sjálfu er ekki mest þá, segir hann. Heið- blár himinn finnst honum fara ver við landslagið en þrútið loft. Raunar hefi ég heyrt fleiri lista- menn segja það. Mest var hrifn- ingin í Veiðivötnum og við Jökul- lón. I Krýsuvík notuðu þau gufu- strókana til að gufupressa ullar- tfzkufatnaðinn, sem þau tíndu upp úr töskum sínum. Reykja- nesið er stórkostlegt, fannst þeim. Þar vantaði bara rigninguna til að gera umhverfið enn áhrifameira og fá þessa fallegu endurspeglun. Þannig lærir maður að sjá land sitt frá nýju sjónarhorni með því að kynnast framandi fólki. Þannig gæti ég talið upp fleiri, en það yrði of Iangt mál. Já, þetta er orðið langt mál og við hættum. — E. Pá. Eg minnist þess varla að hafa hittneinn, sem ekki hafði eitthvaðfram aðfœra, segirHelgalngólfsdóttir, sem lengi hefur haft að starfi að blanda geði við fólk frá öllum löndum heims og ferðast um fjarlæga staði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.