Morgunblaðið - 04.10.1974, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER 1974
5
Hrafn Gunnlaugsson:
Dagskrárpólitili
og sjónvarpsefni
MIÐNÆTURSÝNING
Vikuleg miðnætur sýning á
góðri kvikmynd, er einn þeirra
mörgu punkta sem benda má á,
þegar fjallað er um hugsanlegar
betrumbætur á dagskrá íslenzka
sjónvarpsins. Trúlega væri föstu-
dagskvöldið atarna heppilegast og
ætti þá að hefja útsendingu eftir
hálf tólf. A þessum tíma kæmi til
Hrafn Gunnlaugsson
greina að sýna kvikmyndir sem
talið er óheppilegt að börn sjái, en
aðalatriðið er að bjóða fólki upp á
eina góða kvikmyndasýningu á
viku á þeim tima sem gjaldgengur
er til skemmtanalífs.
FRÆÐSLUEFNI
Mestu af fræðsluefninu ætti að
þjappa saman á eitt kvöld eða að
senda það út á sérstökum tíma, en
ekki að spreða því um alla
dagskrána milli skemmti- og
fréttaefnis. Nauðsynlegt er fyrir
sjónvarpsstöð sem býr við kröpp
kjör að raða efninu skipulega nið-
ur og gefa hverju kvöldi ákveðinn
svip.
LITSJÓNVARP
Ég hef marg oft bent á að út-
sendingar í lit hafa óverulega
kostnaðaraukningu í för með sér
fyrir Sjónvarpið. Lang stærsti
hluti kostnaðar við litsjónvarp
liggur f því, að endurnýja þarf
tækjaeign landsmanna. Fólk
þyrfti að kaupa sér ný tæki, ef
það vildi hafa litsjónvarp. Það
yrði þvl hvers og eins að ákveða
hvort hann bætti á sig kostnaðin-
um sem litnum fylgir. Hér er þvl
um valkost að ræða, en ekki verið
að þröngva neinu upp á neinn.
Þá er rétt að benda á í þessu
samhengi að nú eru flest þau
tæki, sem keypt voru til landsins,
þegar islenzka sjónvarpið tók til
starfa, að verða úr sér gengin, svo
tíminn er I alla staði ákjósanlegur
til að söðla um.
SÆNSKT JARM
Þótt við séum I nánu samstarfi
við Nordvission, er ekki nokkur
ástæða til að flytja hvert einasta
einkavandamál sænskra kerlinga
af báðum kynjum út hingað.
Frændum Norðmanna, Svíum, er
slzt gerður greiði með þessu
háttarlagi islenzka sjónvarpsins
og enn síður okkur löndum.
VESTRAR
OG ÞRILLAR
Vestrinn er tvlmunalaust ein
þeirra kvikmyndagreina sem náð
hafa að skapa sinn eigin heim.
Vestrinn er I senn þjóðsaga og
ævintýri filmunnar. Til eru
frábær listaverk innan þessarar
greinar. Leiðin frá snillingnum
John Ford til meistara Leoner
löng og óteljandi sígild verk á
veginum, bara svo minnst sé á
mynd eins og The Ironhorse.
Sjónvarpið á að sýna fastan fram-
haldsvestra og minnst einn sjálf-
stæðan vestra á viku hverri.
Þirllana mætti bæði nota á mið-
nætursýningartímanum og á
venjulegri dagskrá. Til eru
óteljandi þættir og kvikmyndir
innan þessarar greinar. Hvers
vegna ekki að spandera svolitlu
og taka upp einhverja af séríum
snillingsins Hitchok.
tSLENZKT
SJÓNVARPSSPAUG
í lok hverrar viku mætti safna
saman nokkrum orðheppnum
mönnum I sjónvarpssal, renna I
gegn bútum úr helstu frétta-
myndum vikunnar og láta við-
stadda spjalla þær og skoða I spé-
spegli. Þessi þáttur yrði þá að
mestu sendur beint, en inn I
mætti skjóta frágengnum
smámyndum og söngvum af
skanner. Þennan þátt yrði að
vinna I samvinnu milli Frétta-
deildar og LSD.
Utsendingartími
Hluta hvers árs (vor og haust)
væri hugsanlegt að fækka út-
sendingardögum um einn I viku,
ef efni hinna daganna yrði aukið
og bætt að gæðum, auk þess sem
teknar yrðu upp miðnætur-
sýningar.
Auðvitað hefðu sumar þessara
hugmynda aukinn kostnað I för
með sér, en hann mætti borga að
einhverjum hluta með sparnaði á
öðrum sviðum.
Menntamálaráð-
herra fær þakkir
frá Stórstúkunni
Framkvæmdanefnd Stór-
stúku Islands (I.O.G.T.) hefur
á fundi einróma samþykkt að
flytja menntamálaráðherra,
Vilhjálmi Hjálmarssyni, miklar
þakkir fyrir ákvörðun hans að
veita ekki áfengi á vegum ráðu-
neytis slns. Þessa ákvörðun
telur Stórstúkan mikilsverða af
þrem ástæðum einkum:
1) hún minnkar áfengisveiting-
ar og þar með áfengisneyzlu.
2) hún sýnir, að ekki er nauð-
synlegt að veita áfengi til þess
að gestaboð sé virðulegt og sam-
boðið æðstu stofnunum þjóðar-
innar.
3) þetta fordæmi er stórt spor I
áttina til að mynda heilbrigt
almenningsálit gegn áfengis-
veitingum við sérhvert tæki-
færi, þar sem menn koma
saman.
Þá óskar stórstúkan þess, að
önnur ráðuneyti fylgi þessu
fordæmi og aðrar opinberar
stofnanir.
VÖRUÚRVAL í ÖLLUM VERZLUNUM OKKAR
NÝKOMIÐM
□ PILS SÍÐ-HNÉSÍÐ □ BLÚSSUR □ KVEN- OG HERRAPEYSUR □
DRAGTIR □ KULDAJAKKAR HERRA OG DÖMU □ HERRASKYRTUR
□ NÝ SNIÐ HERRAFÖT MEÐ VESTI □ STAKIR JAKKAR □
FLAUELSBUXUR — DENIMBUXUR — TERYLENE & ULLARBUXUR
□ NÝTT SNIÐ KVENBUXUR MEÐ HÁUM STRENG □ KÁPUR □
SKÓR.
MIKIÐ
Muniðútsölumarkaðinn II. hæð
Laugavegi 66
Ennþá ertil mikið úrval af allskonarfatnaði á ótrúlega
lágu verði — Látið ekki happ úr hendi sleppa
ALLAR VERZLANIR OKKAR OPNAR TIL HADEGIS
Á MORGUN (LAUGARDAG)
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
feKARNABÆR
* AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20 A