Morgunblaðið - 04.10.1974, Síða 14

Morgunblaðið - 04.10.1974, Síða 14
14 M.ORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER 1974 Stúlka velti bíl: 15 ára réttinda- laus og undir áhrifum áfengis LAUST fyrir klukkan 2 í fyrri- nótt valt Volkswagenbfll á mótum Hverfisgötu og Rauðarárstígs. Endaði ferðin á grindverki, sem er við Rauðarárstfg á Hlemm- torgi. Fernt var í bflnum og meiddist farþegi í aftursæti, ungur piltur sem brákaðist á hryggjarlið. Aðra f bflnum sakaði lftið, þar á meðal ökuþórinn sjálfan, sem reyndist vera 15 ára stúlka, réttindalus og að Ifk- indum undir áhrifum áfengis. Upphaf Málsins er það, að fólkið í bifreiðinni hittist við Þórscafé í fyrrakvöld. Um nóttina var haldið að Hótel Esju. Þar geymdi bíleigandinn bíl sinn. Hann var eitthvað undir áhrifum áfengis, og því brá hann á það ráð, að fá stúlkuna til að aka bílnum. Stóð eigandinn í þeirri trú að stúlkan væri allsgáð og með ökuréttindi. Hóf stúlkan nú aksturinn og ók niður Laugaveg, allt þar til hún kom að gatna- mótum Hverfisgötu og Rauðarár- stígs. Þá beygði hún til suðurs inn Rauðarárstíg, sem reyndar er bannað. Var bifreiðin á heldur mikilli ferð og missti stúlkan stjórn á honum með fyrrgreind- um afleiðingum. Nafn féll niður I minningargrein um Guðmund Sigurðsson, er birtist í Mbl. í gær, féll niður nafn dóttur hins látna, en hún heitir Þorbjörg og er gift Baldvin Ársælssyni prentara. ökumaður slapp lítið meiddur, eigandinn, sem sat í framsætinu, sakaði ekki, sömuleiðis stúlku, sem sat í aftursæti, hins vegar slasaðist piltur, sem sat við hliðina á henni. Bíllinn er talinn ónýtur en hann var með R númeri. Leiðrétting KVENNADEILD Slysavarnarfé- lags Islands f Reykjavfk hefur vetrarstarf sitt á laugardaginn með svo nefndum happamarkaði, sem Ifkist hinum vfðfræga flóa- markaði sem verið hefur vinsæll á höfuðborgarsvæðinu undan- farin ár. Mjög mikið vöruval er á happamarkaðnum, sem haldinn verður f Slysavarnarfélagshúsinu á Grandagarði og er ákveðið að hann verði einnig á sunnudaginn. Mun markaðurinn verða opnaður kl. 14 báða dagana. Á fundi, sem stjórnarmenn Kvennadeildarinnar boðuðu til ásamt þeim Gunnari J. Friðriks- syni, forseta félagsins og Hannesi Hafstein, framkvæmdastjóra þess, kom fram, að til þessa hefur deildin ávallt haldið hlutaveltu á haustin. Nú er hinsvegar svo komið, að ekki hefur fengizt nógu stórt og hagkvæmt húsnæði fyrir hlutaveltuna, svo vinsæl var hún orðin. Vöruúrvalið á happamarkaðn- um er gífurlegt, og skipta gef- endur, sem eru bæði fyrirtæki og einstaklingar, hundruðum. Mest ber á fatnaði, en allskyns annan varning er þar að finna. Það þarf vart að taka fram, að allur þessi varningur selzt mjög ódýrt, og raunar hlægilega ódýrt miðað við núverandi verðlag. Kvennadeild S.V.F.l. í Reykja- vik hefur haldið hlutaveltu i 45 ár, en alls eru í deildinni á milli 1200 og 1500 konur. Innan vé- banda Slysavarnarfélagsins víða um land eru 12 þúsund konur. Sjá þær um allskonar fjáröflun og fer yfirleitt allt það fé, sem þær safna, til kaupa á björgunartækj- um eða til að reisa ný björgunar- skýli, en þau eru nú orðin 92. Fyrirlestrakvöld um uppeldis- vandamál markað á morgun og sunnudag I FRÉTT Morgunblaðsins í gær um undirskriftasöfnunina Frjáls menning misritaðist heimilisfang skrifstofunnar — hún er að Skip- holti 37, en ekki 27, eins og stóð í blaðinu. Eru lesendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Gunnar J. Friðriksson forseti Slysavarnarfélagsins virðir vaminginn fyrir sér ásamt slysavarnarkonum. Ljósm. Mbl.: Öl.K. M. Kvennadeild S.V.F.I. með happa- Jólabækurnar: Ferðabókin stærsta verk- ið frá Erni og Örlygi ÞEGAR Morgunblaðið leitaði fregna hjá Bókaútgáfunni Örn og Örlygur um væntanlegar bækur á þessu hausti, gaf Örlygur Hálf- dánarson eftirfarandi upplýs- ingar. Okkar mesta verk að þessu sinni og raunar allt frá stofnun fyrirtækisins, er Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Is- landi árin 1752—1757, í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Bókin átti að vera komin út fyrir tveimur mánuðum en prentaraverkfallið fyrr á árinu tafði. Bókin er í tveimur bindum, á spássíum eru gömlu koparstung- urnar hafðar til skrauts, en frum- myndirnar, sem fengnar voru að láni frá Vísindafélaginu danska, eru prentaða á 56 blöð og þeim er skipt nokkuð jafnt milli bind- anna. Gerður hefur verið gull- skreyttur kassi utan um bindin. Það er óhætt að fullyrða, að Ferðabókin verður mikill kjör- gripur. Við höfum ætíð gefið eitthvað út um trúmál og að þessu sinni verður það fróðleg bók, sem við nefnum Leiftur frá liðnum öldum. Þetta er uppsláttarrit, efni hennar er raðað niður eftir stafrófinu og mætti e.t.v. kalla bibliuhandbók. Þýðandi er séra Magnús Guðjónsson. Við erum raunar með aðra bók, sem snertir trúmálin, hún heitir Jesús Kristur í dálestrum Edgars Cayce. Þetta verður fjórða bókin, sem við gefum út og byggð er á dálestrum þessa mikla miðils og sjáanda. Guðlaugur Guðmundsson vakti á sér athygli er hann gaf út bók sína Reynistaðarbræður. Hætt er við, að athyglin beinist að honum enn frekar en áður fyrir bók þá, er við gefum út eftir hann og nefnist Enginn má undan líta. Hún fjallar um morðmálin í Húnaþingi á öldinni sem leið. I bókinni koma fram ný viðhorf og afstaðan til tilfinninga og kennda þess fólks, sem við söguna kom, um leið og hún varpar birtu á lif og kjör almúgafólks á fyrri öldum. Ekki má gleyma því, að bókin kollvarpar þjóðsögunni um örlög fanganna, sem fluttir voru til Kaupmannahafnar. Hin unga og landskunna skáld- kona, Snjólaug Bragadóttir frá Skáldalæk, gefur þriðju bók sinni nafnið Allir eru ógiftir f verinu. Annað ungt og upprennandi skáld ber einnig að dyrum hjá Islendingum að þessu sinni, þ.e.s. Einar Guðmundsson frá Hergils- ey. Hann nefnir bók sína Blærinn í laufi en sviptibyljir mannlegra ástríðna og hin sterka taug átt- haga- og æskuástar er undiralda þessa rammíslenzka verks. Sjötta bindi björgunar- og sjó- slysasögu Islands, Þrautagóðir á raunastund, er með nokkuð öðrum hætti en hin fyrri. Bókin er rituð af Lofti Guðmundssyni og fjallar hún um þrjá forvígismenn á sviði slysavarna, séra Odd Gíslason, Sigurð Sigurðsson frá Arnarvatni og Jón Bergsveinsson. Loftur lætur sér ekki nægja eina bók á okkar vegum, hann er enn á ferðinni með þeim viðfræga manni Þórði frá Dagverðará. Bókin nefnist Náttúran er söm við sig undir Jökli og það má með sanni segja þeim, er lásu fyrri bók þeirra félaga, að þeir eru samir við Sig í þessari. Ég gleymdi að geta þess, að það er Dagur Þor- leifsson, sem þýðir bókina um Jesú Krist í dálestrum Cayces, en hann þýðir einnig þriðju bók Erich von Dánikens, sem nefnist Gersemar guðanna. Höfundur heldur áfram að rannsaka for- tíðina með sínum sérstæða hætti. Skýrt og skorinort er áreiðanlega réttnefni á bók Helga á Hrafnkelsstöðum. Helgi er aldrei myrkur I máli og ástæðu- laust er að kynna hann í löngu máli. Það er dr. Jónas Krist- jánsson, sem fylgir Helga úr hlaði. Colin Forbes, stríðssagna- og njósnabókahöfundur, hefir hlotið vinsældir hér á landi. Fjórða bók hans nefnist Návígi á norður- slóðum og er óbeint tengd hinu mikla skákeinvígi þeirra Fischers og Spasskys. Það er Björn Jónsson, sem þýðir að vanda. Tvær bækur um lönd og land- könnuði munum við gefa út í sam- vinnu við erlend forlög. Önnur þeirra er helguð hinum mikla sæ- fara og landkönnuði, Magellan, og er hún þýdd af Kristínu R. Thorlacíus, en hin er þýdd af Steindóri Steindórssyni frá Hlöð- um. Hún fjallar um ákveðin tíma- bil og heimshluta. Báðar þessar bækur eru ríkulega myndskreytt- ar og upphaf að stórum bóka- flokkum. Að venju gefum við út allmarg- ar barna- og unglingabækur, þar á meðal nokkrar, sem prentaðar eru erlendis, má þar til nefna Risinn og skógardýrin, en það er án efa hæsta bók, sem gefin hefur verið út á Islandi. Þá eru tvær bækur með grammófónplötum, sem hægt er að spila I bókunum sjálfum eða bregða á grammófón. A plötunum koma fram raddir viðkomandi sögupersóna, sem leiknar eru af Margréti Guðmundsdóttur og Bessa Bjarnasyni. Fleira mætti upp telja en ætli þetta verði ekki að vera nóg að sinni. Þrír fyrirlestrar um uppeldis- vandamál verða haldnir I Norræna húsinu dagana 8., 9. og 10. október. Fyrirlesarar eru tveir Danir, Reimer Jensen, prófessor I klfniskri sálarfræði við Kennara- háskóla Danmerkur, og Rona Petersen, uppeldisfræðingur frá sömu stofnun. Þau eru hér f boði Háskóla Islands og Norræna húss- ins. Fyrirlestrarnir verða sem hér segir: Þriðjudaginn 8. október kl. 20:30 — Vandi í uppeldismálum.— Miðvikudaginn 9. október kl. 20:30 — Hvernig bregðast for- eldrar við uppeldisvanda— Fimmtudaginn 10. október kl. 20:30 — Aðstæður unglinga í nú- tíma samfélagi.— Prófessor Reimer Jensen hefur um langt skeið verið starfandi sál- fræðingur og hefur auk fjölda greina skrifað bókina „Klinisk börnepsykologi". Ásamt Ronu Petersen hefur hann skrifað tvær bækur: „Der er börn f skolen — men er skolen for börn?“ og „Observationsundervisning — synspunkter og erfaringer." Fyrirlestrarnir eru einkum ætlaðir kennurum og foreldrum. Tækifæri gefst til spurninga og umræðna í sambandi við fyrir- lesturinn. Nýtt verð á fiskúrgangi A FUNDI yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu frá 1. september til 31. deseniber 1974: a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiskimjölsverksmiðja: Fiskbein og heill fiskur, annar en sild, loðna, karfi og steinbítur, hvert kg ............................... kr. 1,15 Karfabein og heill karfi, hvert kg .......................... — 2,95 Steinbítsbein og heill steinbftur, hvert kg ................. —0,75 Fiskslóg, hvert kg........................................... — 0,52 b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiskimjölsverk- smiðja: Fiskur, annar en síld, loðna, karfi og steinbfur, hvert kg.......................................... kr. 1,00 Karfi, hvert kg ............................................. — 2,57 Steinbítur, hvert kg ......................................... — 0,65 Verðið er miðað við, að seljendur skili hráefni í verksmiðjuþró. Karfabeinum skal haldið aðskildum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.