Morgunblaðið - 04.10.1974, Síða 21

Morgunblaðið - 04.10.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER 1974 21 ^ /, _N -W*/ /-^Lv I /Í. ' Ótrúlegustu hlutir geta gerzt milli vinaþjóða, þegar viðskiptahagsmunir eru í húfi vestur-evrópskra kaupenda að tryggja sér velþóknun Araba og koma f veg fyrir að skrúfað yrði fyrir olíudropann. Að launum buðu þau fram aðstoð við iðnvæð- ingu í olíuríkjunum. Með öðrum orðum: Bjóða átti Aröbum samstarfssamninga á við- skipta- og tæknisviðinu eftir fyrirmynd slfkra samninga við Austur-Evrópurfkin. En í flýtin- um að gæta eigin hagsmuna, sást flestum ríkjunum yfir þörfina á sameiginlegri orkustefnu, sem mikið hafði þó verið um fjallað — á háu plani og virðulegum fund- um. Tillögur stjórnarnefndar Efna- hagsbandalagsins um samstarfs- samninga eru útbúnar þannig, að þær skuli taka bæði til samskipta bandalagsins við lönd Comecon og olíuframleiðslulöndin. En hvorki Frakkar, né nú í seinni tíð Bretar, vilja ganga að þessu formi. Frakkar leggja áherzlu á, að Efnahagsbandalagið hafi vanrækt að mynda sjálfstæða orkumála- stefnu, þar sem flest lönd þess hafi kosið að fylkja liði að baki Kissingers og tillagna hans með þvf að taka þátt í orkumálavið- ræðunum f Washington f febrúar og standa að þargerðum sam- þykktum. Því vilja Frakkar gæta eigin hagsmuna f Austúrlöndum nær, sem flest eru olíufram- leiðslulönd, og leggja áherzlu á hin „sögulegu tengsl“, sem jafnan er gott að grípa til á viðkvæmum stundum. Afstaða Breta er nú all breytt undir stjórn Verkamannaflokks- ins. Lögð er áherzla á að fá fram vissar breytingar, þó furðu hóf- samar, á þeim skilmálum, sem rfkisstjórn íhaldsflokksins gekk að. Það hefur sitt að segja, að England er frá fornu fari eins- konar markaðstorg oliuverzlunar heimsins. Þó hefur afstaða Breta stífnað nokkuð siðustu vikur, eftir að ákveðnar voru þingkosningar í landinu og margt þótti benda til meirihlutandstöðu gegn Efna- hagsbandalaginu hjá háttvirtum kjósendum. Á vissu stigi viðræðna Efna- hagsbandalagslandanna um þessi mál voru aðiljarnir nær búnir að komast að samkomulagi, með þvf loðna orðalagi, sem einkennt hefur samninga bandalagsins: Stjórnmálamennirnir vildu samþykkja tillögu stjórnar- nefndarinnar, en jafnframt átti — til bráðabirgða — að undan- skilja olíuframleiðslulöndin frá hinum sameiginlegu ákvæðum. Um það náðist þó ekki samkomu- lag og bent var á, að slík ályktun væri með öllu út f hött. Samstarfssamningar, eins og fyrr greinir, hafa fyrir löngu verið gerðir milli hinna einstöku ríkja Efnahagsbandalagsins og landa í Austur-Evrópu og verða þvf alls ekki ógiltir með einfaldri ályktun stjórnarnefndarinnar. Það er heldur ekki hægt að skylda lönd bandalagsins til að ráðfæra sig við það um slíka samninga, þvf stofnákvæði sáttmála Efnahags- bandálagsins taka ekki til slíkra samninga. Það væri þvf aðeins raunhæft að tala um samræmingu að hluta á samningum bandalags- ins, að því er varðar samskipti við olíuframleiðslulöndin. Þetta hefur vakið ýmsar spurn- ingar í höfuðstöðvum Efnahags- bandalagsins: Hvernig á þá t.d. að fara með Sovétríkin? A að fella samninga við þau innf hugsanlega heildarsamninga, sem heyra undir bandalagið, af þvf Sovét- ríkin eru lönd í Austur-Evrópu, eða á að halda þeim utanvið sem olíuframleiðslulandi? I afstöðu ríkja Efnahagsbanda- lagsins, bæði til Austur-Evrópu ríkja og olíuframleiðslurfkja eru all skýr mörk milli afstöðu hinna stærri meðlimarikja og hinna minni. Stærri rfkin hafa margskonar pólitfsk vandamál við að glíma og þýðing þeirra fyrir samstarfið og aukningu viðskipta er mikil. I raun er hægt að segja, að aukið samstarf austurs og vesturs í Evrópu sé mikill hluti forsendu áframhaidandi sambærilegs hag- vaxtar f flestum löndum Vestur- Rotið er lífið í Rússíá „SOVÉTRlKIN eru samfélag, sem er eyðilagt af opinberri spill- ingu, úrkynjun æskunnar og f jöldadýrkun,“ segirígreinf mál gagni kfnverska kommúnista- flokksins, Dagblaði alþýðunnar f Peking, fyrir skömmu, að þvf er NTB-fréttastofan hermir. 1 grein- inni er þvf haldið fram, að hið sósfalfska þjóðskipulag f Sovét- rfkjunum sé f molum vegna þess að endurskoðunarsinnar hafi sett á svið f ullkomna endurreisn kapf- talismans á öllum sviðum. „Sovétleiðtogarnir belgja sig út í ofboðslegum lúxushúsum með billiardstofum, sundlaugum, marmaratröppum og baðher- bergjum," segir í greininni. 1 Kína mun einkabaðherbergi telj- ast lúxus. „Sovétleiðtogarnir njóta góðs af ótakmörkuðum bankainnstæðum og ríkisstyrkt- um fyrirtækjum, þar sem fást hin- ar eftirsóttustu sælkeramatvör- „Á hinn bóginn er æskulýður- inn smitaður af vestrænni menn- ingu, óþjóðlegum jazzi og erlend- um klæðnaði og hann hefur einn- ig byrjað að fikta við eiturlyf og skipulagða glæpastarfsemi ... Hvað varðar sovézku þjóðina í heild, þá er hún enn f síauknum mæli deyfð með trúarbrögðum, þar eð yfirvöld verja milljónum rúblna til styrktar kirkjunni," segir Dagblað alþýðunnar og vitn- ar í ýmis ummæli úr sovézkum fjölmiðlum máli sínu til stuðn- ings. — Minning Vilhjálmur Framhald af bls. 22 Agnari Hermannssyni, bæði bú- sett á Sauðárkróki. Vilhjálmur bjó allgóðu búi bæði í Víkum og á Hvalnesi. Var hon- um mjög sýnt um að umgangast laginn að hirða um sauðfé einkum við útbeit, sem tíðkaðist mjög fyrr á árum. Náði hann óvenju góðum árangri með afurðir af sauðfé sínu með þessum hætti. Þá hafði hann og yndi af hestum og fékkst nokkuð við tamningu. Vilhjálmur var fríður sýnum og vörpulegur maður að vallarsýn. Hann átti létta og glaða lund og var gæddur næmri góðlátlegri kímnigáfu, sem gerði honum fært að sjá ýmislegt broslegt hjá sam- tíð sinni, sem öðrum duldist. Hann var manna greiðviknast- ur og hálpsamastur og taldi ekki eftir að veita nágrönnum sfnum og öðrum lið, þegar með þurfti. Um þrítugsaldur fór Vilhjálm- ur að kenna sjúkdóms þess, (atshma) sem varð honum mjög þungbærerá leið ævina. Var það m.a. ástæðan til þess, að hann hætti búskap. Hann var mikill þrekmaður og hlífði sér hvergi meðan heilsan leyfði, gekk reyndar að vinnu lengur en flest- ir hefðu gert í hans sporum. Allmörg síðustu árin var hann svo farinn að heilsu að hann gat ekkert unnið. Kom sér þá vel hans létta og glaða lund, sem gerði honum lífið léttbærara, en ella hefði verið. Eftir að hinn illvígi sjúkdómur hafði gert hann óvinnufæran, dvaldist hann lengst af á heimili sínu, þar sem hann naut góðrar umönnunar eiginkonu sinnar. Stundum varð hann þó að vera á sjúkrahúsi tíma og tíma. Nú er Vilhjálmur horfinn sjón- um. Dauðinn hefir leyst hann frá þrautum sínum. Munu margir sakna glaðlega og ljúfa viðmótsins hans, þegar Verkamenn óskast til starfa við húshlutaframleiðslu. Verk h.f., Laugaveg 120, sími 25600. Evrópu og því þýðingarmikið fyrir atvinnulíf og iðnþróun. Hin minni meðlimaríki banda- Iagsins eru f þessu efni, eins og í öðrum varðandi samskiptin við aðra aðilja utan þess, hlynnt sem nánustum samstarfsáformum. Þó eru ýmis þeirra á báðum áttum að gefa eftir sjálfstæðan samnings- rétt I hendur stofnunar innan Efnahagsbandalagsins. Aðstaða hinna stærri er að mörgu leyti betri, þar sem stór hluti utanríkisviðskipta þeirra fer fram undir nokkurskonar huliðshjálmi tækni- og vfsinda- legs samstarfs. Þessi uggur um að verða hlunn- farin af hagsmunapólitík hinna stærri og öflugri rfkja í Efnahags- bandalaginu er þó næsta ástæðu- laus. Aukin viðskipti við lönd Austur Evrópu, aðrar framfarir og bætt samskipti á hinum alþjóðlega við- skiptamarkaði, umfangsmiklar alþjóðaviðræður um millirikjavið- skipti milli hinna margvíslegu hagsmunaeininga heimsins, gefa til kynna, að það skipti ekki öllu máli, hvort Efnahagsbandalag Evrópu geti f framtíðinni státað af samróma viðskiptamálastefnu. Framtíðarmöguleikarnir fyrir lönd Efnahagsbandalagsins verða sennilega betur tryggðir með frjálsum samskiptum hinna ein- stöku fyrirtækja f viðkomandi löndum og ríkjasamsteypum, undir hóflegri gaumgæfni banda- lagsins, fremur en með ramma- samningum undir ríkisforsjá eða bandalagsvaldboði. hann fagnaði gestum á heimili sfnu. Ég, semþessarlínurrita, átti þvf láni að fagna að dveljast á heimili Vilhjálms og Ástu nokkurn tíma á ári hverju um nær tuttugu ára bil, er ég þurfti að sinna störfum, sem mér var falið að vinna á Sauðár- króki. Minnist ég þeirra ánægjulegu daga með þakklátum huga. Ástu frænku minni og börnum þeirra hjóna, svo og öðrum nán- um aðstandendum Vilhjálms vil ég votta einlæga samúð mfna og konu minnar við f ráfall hans. Vilhjálmi vini mínum óska ég fararheilla inn á landið ókunna. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Gunnsteinn Steinsson. Verðlauna- , dansleikur VERÐUR í KVÖLD FRÁ KL. 9—? í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Hljómsveitin Þyrnarog Berti Möller. Afhending verðlauna í Firmakeppni 1974 og handbolta II. deildar 1974. Aðgöngumiðar við innganginn. Grótta. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Reykjavík í októbermánuði Þriðjudagur 1. okt. R-29301 Miðvikudagur 2. — R-29601 Fimmtudagur 3.— R-29901 - Föstudagur 4. — R-30201 Mánudagur 7. — R-30501 Þriðjudagur 8. — R-30801 Miðvikudagur 9.— R-31101 Fimmtudagur 10.— R-31401 Föstudagur 11.— R-31701 Mánudagur14.— R-32001 Þriðjudagur 1 5.— R-32301 Miðvikudagur 1 6.— R-32601 Fimmtudagur 17.— R-32901 Föstudagur 18.— R-33201 Mánudagur21.— R-33501 Þriðjudagur 22.— R-33801 Miðvikudagur 23.— R-34101 Fimmtudagur 24.— R-34401 Föstudagur 25.— R-34701 Mánudagur28. — R-35001 Þriðjudagur 29.— R-35301 Miðvikudagur 30. — R-35601 Fimmtudagur 31.— R-35901 R 29600 R-29900 R-30200 R-305UU R 30800 R 31100 R-31400 R-31700 R-32000 R-32300 R 32600 R 32900 R-33200 R 33500 -33800 -34100 -34400 -34700 -35000 -35300 -35600 -35900 -36200 R- R R- R- R- R- R- R- R- Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16,30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagn- ar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild öku- skírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiða- skattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr um- ferð hvarsem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða eftir 1. ágúst 1974, skal sýna Ijósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavik, 30. sept. 1974. Sigurjón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.