Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÖBER 1974 Kaupnienn vilja stöðumæla á ný KAUPMANNASAMTÖK Islands héldu fund á mánudaginn með kaupmönnum þeim sem eiga verzlanir við Laugaveg og að sjálfsögðu var aðalumræðuefnið stöðumælamálið svonefnda. Við Laugaveginn eru starfandi um 60 kaupmenn og voru flestir þeirra á fundinum. Gunnar Snorrason hjá Kaup- mannasamtökunum sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að um 50 kaupmenn hefðu mætt á fundinn. Þar hefði verið kosin 5 manna nefnd til að ræða við borgaryfir- völd og sjá svo um, að stöðumæl- 300. ártíðar séra Hallgríms minnzt: Hallgríms- hátíð í Saurbæ N.K. SUNNUDAG, hinn 27. oktðber, verður efnt til sér- stakrar HaMgrfmshátfðar f Hallgrfmskirkju I Saurbæ á Hvalfjarðarströnd I tilefni 300. ártíðar séra Hallgríms Péturssonar. Hefst hátíðin með hátíðar- guðsþjónustu í kirkjunni þar sem sóknarpiesturinn, séra Jón Einarsson, og séra Sigur- jón Guðjónsson fyrrv. prófast- ur þjóna fyrir altari. I lok guðsþjónustunnar flyt- ur forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, ávarp, en að guðs- þjónustu lokinni leggur hann Framhald á bls. 23 arnir verði settir upp á ný. Þeir sem kosnir hefðu verið í nefndina væru: Hjörtur Jónsson, Hinrik Thorarensen, Gunnar Gunnars- son, Sigurður Haraldsson og Kristján Friðriksson. Sagði Gunnar að á fundinum hefði rfkt mikill einhugur og ein- róma hefði verið samþykkt að gera eftirfarandi kröfu til borgar- stjóra, hr. Birgis Isleifs Gunnars- sonar, og borgarstjórnar: Stöðu- mælar sem teknir hafa verið burt nýlega verði tafarlaust settir upp aftur. Settir verði upp stöðu- mælar við stæði sem viðast f grennd við Laugaveginn og ný bílastæði fengin. Að sögn Gunnars mun nefndin boða til nýs fundar með kaup- mönnum innan tíðar og skýra frá umræðum við borgarstjóra og borgarfulltrúa. Þetta sé eðlilegt, því kaupmenn telji mjög að sér vegið og hafi þegar orðið varir við minnkandi verzlun. Mary Wilson virðir fyrir sér málverkið „Gosið á Heimaey" eftir brezka málarann Keith Grant. Hefur listamaðurinn lánað forsætisráðherrahjónunum málverkið og því verið komið fyrir í íbúð þeirra í Downingstræti. Mary Wilson hefur lýst mikilli hrifningu sinni með listaverk Grants. Geta Kötluhlaup komið á Sól- heimasand eða í Markarfljót? I grein I tfmaritinu Jökli leiðir Guttormur Sigurbjarnarson, jarð- fræðingur, að þvf rök, að Katla sé f mikilli sigdæld undir Mýrdals- jökli og ber Kötlu saman við Öskju. Telur hann Kötlugjána hliðstæða öskjuopi og þá lang- dýpsta skarðið út úr sigkatlinum, en ekki er vitað hvort sigketillinn í Mýrdalsjökli er jafn samansett- Reglur um höfundar- laun kirkjulegra verka Menntamálaráðuneytið hefur nú sett reglur um þóknun til höf- unda vegna opinbers flutnings bókmenntaverka og tónverka við guðsþjónustur og aðrar kirkjuleg- ar athafnir. I reglunum segir, að höfundum beri þóknun fyrir opinberan flutning bókmenntaverka og tón- verka við guðsþjónustur og aðrar kirkjulegar afhafnir. I því skyni skuli innheimta gjald, er miðist við tiltekinn hundraðshluta þeirra launa, sem flytjendur verkanna fái greitt fyrir flutning sinn við þessar athafnir. Vegna verka við guðsþjónustur skuli ár- lega greiða úr ríkissjóði fjárhæð, er nemi þremur af hundraði af áætluðum heildarlaunum til flytj- enda, sem laun taka fyrir flutn- ing sinn við guðsþjónustur. Þá segir að vegna flutnings verka við jarðarfarir skuli hverju sinni heimt gjald, er sé fimm hundraðshlutar af launum flytj- enda. Fela megi föstum orgelleik- urum við kirkjur og útfararstjór- um að annast innheimtu þessa gjalds gegn þóknun, sem mennta- málaráðherra ákveður. I fjórðu grein reglnanna segir, að stofna skuli sérstakan sjóð, er verja eigi til styrktar tónskáldum og textahöfundum, er semji kirkjuleg verk, og skuli renna í sjóð þennan tuttugu af hupdraði þeirra gjalda, sem innheimt séu samkvæmt 2. og 3- gr. reglnanna. ur og Askja. Ef reiknað er með þvf, að eldvirkni Mýrdalsjökuls- eldkeilunnar sé hliðstæð Öskju- gosum, er Katla engin ein eldstöð, heldur gýs þar að jafnaði ekki nema einu sinni á hverjum stað, segir Guttormur. Leiðir samaburðurinn á Kötlu og öskju til þeirra ályktana, að Katla sé ekki ein ákveðin eldstöð, sem gýs basiskri kviku, heldur geti gosið hvar sem er undir Mýr- dalsjökli, og til er sá möguleiki, að gosið verði súrt líparitgos. Vegna ólíkrar afstöðu Mýrdalsjökuls til megineldstöðvabeltisins eru þó Kötlugosin líklega meira bundin við miðsvæði eldkeilunnar held- ur en Dyngjufjöll, segir Guttorm- ur. Mestar líkur eru til, að Kötlu- hlaupin komi fram á Mýrdals- sand, en reikna verður með því, að þau geti komið í Jökulsá á Sólheimasandi eða Markarfljót, jafnvel hvar sem er úr Mýrdals- jökli. En óöruggar heimildir finn- ast um stór jökulhlaup í Jökulsá á Sólheimasandi og uppbygging hans ber með sér, að slík hlaup hafi komið þar. Einnig sýnir far- vegur Markarfljóts ummerki eftir mikil jökulhlaup. 7000 kw. dísilrafstöð sett upp á Akureyri ENN rfkir mikið öngþveiti f raf- orkumálum Norðurlands, en til að bæta úr mistökum undanfar- inna ára er nú verið að koma upp 7000 kw. dfsilrafstöð á Akureyri. Gufuaflsstöðin við Mývatnssveit Jöklar í jafnvægi Annáll jökulhlaupa JÖKLAR virðast f jafnvægi við rfkjandi veðurfar. Það er niður- staða af mælingum Jöklarann- sóknafélagsins, sem birtar eru f nýútkomnu tfmariti af Jökli. Haustið 1973 voru lengdarmæl- ingar gerðar á 38 stöðum, á 17 I æskulýðsfélögum 1 Reykjavík eru yfir 22 þús. félagar ÆSKULVÐSRAÐ hefur látið gera könnun á félögum þeim og samtökum f Reykjavfk, er að ein- hverju eða öllu leyti hafa barna- og unglingastarf með höndum, en það verk er liður f umfangsmeira starfi að athugunum á félagslegri stöðu unglinga f borginni og við- horfum þeirra til umhverfisins. Tryggvi Gunnarsson vann þetta verk, safnaði upplýsingum um þessi félög, sem birtast f skýrslu. Þessi félög, sem þarna koma fram, eru 83 talsins og í þeim 33.521 skráður félagi. Virkir félagar eru taldír 22.088 og virkn- in 65,6%. 39,9% af íbúum í Reykjavík eru í þessum félögum, sem hafa að einhverju eða öllu leyti barna- og unglingastarf með höndum. í stjórnum þessara félaga eru 418, en margfalt fleiri sinna stjórnarstörfum, þar sem ekki eru taldar með nefndir, deildarstjórnir o.fl. Samkvæmt uppgefnum tölum félaganna um virka félaga eru þeir 22.088 í Reykjavík eða 26,2% af íbúum Reykjavíkur (miðaðvið bráðabirgðatölu 1. des. 1972). Er það ekki svo lítið, en endanleg skilgreining á virkum félaga ligg- ur ekki fyrir, heldur er þetta mat stjórnenda. Gerður er samanburður milli félagshópa, og þar kemur i ljós, að liðlega helmingur, 17.079, eða 51%, er i íþróttafélögum, 5849, eða 17,4%, í kristilegum félögum, 646, eða 2,0%, í bindindisfélög- um, 3753, eða 11,2%, i stjórnmála- félögum, 2454, eða 7,3%, í skáta- félögum og 3740, eða 11,1%, í öðrum félögum. Þessar tölur eru yfir skráða félaga. Iróttafélögin eru flest eða 20 talsins, kristileg félög 17, bindindisfélög 9, stjórn- málafélög 3, skátafélög 9, stjórn- málafélög 3, skátafélög 9 og önnur félög 25. Ef litið er á aldursskiptingu þátttakenda i félagsstarfi æsku- lýðsfélaganna, verður að taka til- lit til þess, að aðeins 30 þeirra svöruðu því á hvaða aldursbili félagarnir eru. Þar kemur fram, að 37,6% eru fædd 1952 og fyrr. stöðum hopaði jökuljaðar, en gekk fram á öðrum 17, stóð f stað á fjórum stöðum. Hvergi var gangur f jökli, nema f Eyjabakka- jökli. Framhlaupið þar, sem hófst í ágúst 1972, hélt áfram fyrri hluta ársins 1973. í Jökli er nú birtur jökul- hlaupaannáll, sem Sigurjón Rist hefur tekið saman. Var í 20. ár- gangi ritsins birt skrá yfir hlaup áranna 1969 og 1970. En nú er birtur annáll áranna 1971 — 73. En jökulhlaup eru æði tíð og má f þessari skrá nefna fleiri en eitt hlaup úr Grænalóni í Súlu, 5 hlaup úr Vatnsdal í Kolgrímu, Köldukvíslarhlaup og Hafursár- hlaup, að ógleymdum Skeiðarár- hlaupum og Skaftárhlaupum, sem eru orðin árviss. Helgi Björnsson jöklafræðingur skrifar grein í ritið þar sem hann hvetur Jöklarannsóknafélagið til að sinna því verkefni að annast mælingar á jöklum, sem hlaupa fram, en sumir jöklar hlaupa skyndilega fram og eru skýringar á þvf fyrirbæri lítt rannsakaðar. Jökull er vandað rit og stórt að þessu sinni. Utkoma hans tafðist nokkuð vegna prentaraverkfalls Framhald á bls. 23 er enn biluð, og hefur verið sfðan f vor. Knútur Otterstedt rafveitu- stjóri á Akureyri sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að rafall gufuaflsstöðvarinnar hefði bilað f marz s.l. og hefði hann reynzt ónýtur við nánari athugun. Um þessar mundir er verið að skipta um rafal og ennfremur hefur stöðin verið byggð að mestu upp í sumar. Núna vonuðust menn til, að gufuaflsstöðin gæti tekið til starfa um mánaðamótin og gæti hún þá framleitt 3000 kw. Þá sagði Knútur að gert væri ráð fyrir að dísilstöðin nýja sem verið er að setja upp á Akureyri tæki til starfa eftir áramót. Lítið gerist á mjölmörkuðum Litlar sem engar breytingar hafa orðið á mjölmörkuðum erlendis síðustu daga. Að sögn Gunnars Petersen hjá Bernhard Petersen h.f. þá er eftirspurn eft- ir mjöli nú lftil og áhugi fyrir mjölkaupum virðist ennfremur lftill. Engar sölur hafa farið fram nú síðustu daga. Góð aðsókn að Sögusýningunni AÐSÖKN að Sögusýníngunni á Kjarvalsstöðum hefur verið mjög góð til þessa. Að sögn Alfreðs Guðmundssonar forstöðumanns hússins var þar troðfullt um helg- ina, en ekki gat hann nefnt neina tölu imi f jölda sýningargesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.