Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1974 21 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jðhanna v Kristjönsdöltir þýddi > 29 — Peter hefur sagt mér frá móður yðar, sagði hann. — Hún mun hafa verið indæl kona. Yður þótti mjög vænt um hana... — Æ, góði herra Leary, sagði Elisabeth og sýndi á sér fararsnið. — Mér finnst þetta í meira lagi ósmekklegt... — Ég bið yður að afsaka, sagði Leary. — Ég veit hvernig yður er innanbrjósts. Þér megið trúa því að ég er ekki að leika mér að því að rifja þetta upp. En ég verð að segja yður sannleikann. Móðir yð- ar lézt ekki í venjulegu slysi. Sprengju hafði verið komið fyrir f vélinni. Hún og faðir yðar og allir aðrir í vélinni voru myrt með köldu blóði... Elisabeth missti handtöskuna á gólfið. Hún fölnaði upp, svo að Leary stökkuppúrstólnum, dauð- hræddur um að hún myndi falla f öngvit. Hann beygði sig niður og tók upp töskuna hennar og lagði höndina á öxl hennar. — Þér getið ekki ímyndað yður, hvað mér þykir þetta leitt, endur- tók hann hvað eftir annað. — Þetta er ekki satt, sagði hún. — Það getur ekki verið satt. Ég trúi því ekki! — Ég hef sönnunina hérna — í þessum kassa. Hann tók málmbút upp úr litlum kassa á borðinu. Hann þrýsti hlutnum f hönd hennar. — Við fiskuðum þetta upp úr sjónum. Við bjuggumst við ein- hverju hermdarverki í sambandi við þessa vél og reyndum að vera á verði. Og grunur okkar varð að vissu við rannsóknina. Sérfræð- ingar hafa komizt að raun um að öflugri sprengju var komið fyrir f farangursrýminu. Henni var kom- ið fyrir til að granda einum þeirra, sem voru um borð. Vara- forseti Panama varskotmarkið og þeir náðu honum, eins og til hafði verið ætlast. Kommúnistar gerðu byltingu í Panama sem hefur valdið okkur miklum erfiðleikum. Ef Miguel Martonarez hefði verið á lífi hefði ekki farið svo. Þess vegna myrtu þeir hann og for- eldra yðar og alla hina farþegana. — ÞEIR? Hverjir eru þeir? Elisabeth kom varla orðunum út úr sér fyrir geðshræringu. — Kommúnistar, sagi Leary. Hann settist aftur bak við skrif- borðið. — Þeir kæra sig kollótta þótt þeir drepi menn. Þeir telja að tilgangurinn helgi meðalið. Þeir myrtu foreldra yðar og sak- laust fólk um borð. Konur og börn. Má ég bjóða yður kaffi? — Nei, hvíslaði hún. — Nei, ég skil þetta ekki. Þér eigið við — að þau væru öll á lffi núna, ef þess- ari sprengju hefði ekki verið kom- ið fyrir. Móðir mín væri lifandi? — Vissulega, sagði Leary. — Hvers vegna eruð þér að segja mér frá þessu núna? Hún teygði sig fram og lagði málmbút- inn á skrifborðið fyrir framan hann. Hún var að hugsa með sér hvernig þetta hefði gerzt. Þau höfðu setið, róleg og átt sér einsk- is ills von í sætum sínum og bjuggust til að lenda í Mexico. Móðir hennar hafði unnað Mexico mjög innilega. Hún hafði keypt hús í Cuernvaca. Elisabeth hafði hjálpað móður sinni að búa það húsgögnum. Henni fannst herbergið fara að snúast og hún lokaði augunum eins og hún vildi útiloka með því hræðilega sýn, sem jafnan birtist fyrir augum hennar, þegar hún hugsaði um slysið. Flugvélin hafði sprungið í tætlur. Andar- taki áður höfðu þau verið lifandi, kannski höfðu þau verið að halla sér út að gluggunum til að horfa á borgina — f næstu andrá voru þau sprungin f loft upp. — 0, guð minn góður. Hún beygði sig fram og tárin blinduðu hana. Leaiy hreyfði sig hvergi. Hann beið og leyfði henni að gráta. Ef hún hefði ekki grátið hefði hún liðið út af. Hann ýtti á bjölluna og ritari hans svaraði. — Útvegið mér tvo bolla af kaffi og konfak, Nancy. Og ég tek ekki sfmann og vil ekki láta trufla mig. Elisabeth heyrði ekki þegar rit- arinn kom inn. En hún fann hönd á öxl sér. Stúlkan stóð við hliðina á henni og hélt á glasi í hendinni. Hún var vingjarnleg á svip og brosti uppörvandi til hennar. — Drekkið þetta, sagði hún. — Yður líður betur á eftir. Hún gerði eins og henni var sagt og svo fékk hún að vera í friði stundarkorn. Leary fór að glugga í skjöl, ritari hans hellti kaffi f bolla og fór síðan út úr skrifstofunni. — Ég vildi helzt fá að fara heim, sagði Elisabeth. — Ég skil mætavel líðan yðar, sagði Leary. — Treystið þér yður til að tala við mig stundarkorn í viðbót. Ég bað yður ekki aðeins að koma hingað til að færa yður þessar ógnarlegu fréttir. Eg þarfnast hjálpar yðar. Hverju mynduð þér svara, ef ég segði yður, að Eddi King ynni með því fólki sem stóð að þvf að setja sprenguna í flugvélina? — Ég mundi ekki trúa yður. Ég gæti ekki trúað... Hún þagnaði. Eddi King. Eddi King að vinna með pólitískum öfgamonnum og Iaunmorðingjum — það var eins og martröð sem hún gat ekki vaknað af. Það var hræðilegt og óhugsandi. Allt var þetta svo óraunverulegt' að það lá við borð að hún héldi að maðurinn sem sat andspæinshenni væri alls ekki þarna. — Eddi King er ekki allur þar sem hann er séður, sagði Leary. — Deild mín hefur ástæðu til að ætla að hann sé kommúnisti og vinni með alþjóðlegum kommún- istasamtökum. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Bréf frá Halldóru Bjarnadóttur Nýlega birtist hér f dálkun- um þýdd grein úr sænsku blaði, en þar var sagt frá frímerkjaupp- boði, sem fram fór f Kaupmanna- höfn fyrir skömmu. Þar voru boðin upp verðmæt frfmerkjaum- slög og þótti það sæta tíðindum, að verðgildi þeirra hafði aukizt mjög verulega frá síðasta upp- boði. Nú hefur okkur borizt bréf frá Halldóru Bjarnadóttur sjálfri, en öll umslögin, sem seld voru á þessu uppboði, voru með nafni hennar, og hafði hún fengið þau send, er hún ritstýrði Arsritinu Hlín á Akureyri. Halldóra er nú 101 árs gömul. Bréfið hefur hún handskrifað, liggjandi í rúminu, en eins og sjá má er rithöndin ljómandi læsileg, auk þess sem Halldóra er stál- minnug og fylgizt vel með. Hún skrifar: „Góði „Velvakandi", Morgun- blaðinu, Reykjavfk. Sæll og blessaður! Mér þótti vænt um að þú birtir þessar línur um frfmerkin þ. 15. okt. 1974. Þá fékk ég að vita hvað varð af þessum kflógrömmum, sem ég sendi Hallgrímskirkju í Reykjavík fyrir einum 10—12 árum. Ætli það séu ekki ein 10—12 ár síðan þeir byrjuðu á kirkjunni og báðu almenning um hjálp? Ég spurði þá kunningja mína, sfra Jakob og Ölaf Ólafsson, trú- boða, hvort þeir gætu ekki þegið frímerki. Ég vissi, að þau gátu verið nokkurs virði. „Jú, jú,“ sögðu þeir. Það y ‘-íii ', '• Wn p jg ^ ^ <*y , ‘ /ó ~~ GjUL,rw U.C ÍMu*íftM- 'tut’C TÍ y<íac r5 77/- f{. f , (Jii e/e&r&v oc iy JvCAtLÍ- , flíV -ipjL 'MkX'i reyndist lfka svo þökk sé ykkur Þorkatli í Gautaborg. Ágætt! Ég átti þarna bunka af um- slögum af öllu landinu, vegna sölu Ársritsins Hlfn, sem ég sendi frá Akureyri. Salan var svona al- menn og blessaðar konurnar stóðu vel f skilum. Vona bara að kirkjan hafi notið þess? Bl.ósi 20.10. ’74. Halldóra Bjarnadóttir.” Nú vaknar auðvitað sú spurning hjá lesendum ekki síður en Halldöru og Velvakanda, hver saga bréfanna er, frá því að Hall- dóra gaf þau Hallgrímskirkju, — hvenær þau hafi farið úr eigu kirkjunnar o.s.frv. Væri gaman að frétta af því, annaðhvort frá þeim, sem Hall- dóra nefnir í bréfinu, eða öðrum, sem hnútum eru kunnugir. Við þökkum Halldóru svo kær- lega fyrir bréfið og vonumst til að heyra frá henni sem alira oftast. í grein Sven Abman um frí- merkjauppboðið var mikið dáðst að Halldóru og nú fær hann ástæðu til að undrast og dást enn frekar, því að við munum senda hor.um úrklippur um málið. 0 Þakkir til mennta- málaráðherra og hugleiðing- ar um bjór Ragnar Tómasson skrifar, og hefst bréfið á tilvitnun í Vel- vakanda 17. okt. s.l.: „„Annars er það undarlegur hugsunarháttur, sem hér hefur verið ríkjandi, sem sé sá, að fólki sé treystandi fyrir lútsterku brennivfni, en alls ekki fyrir létt- ari veigum eins og bjór.“ Ofneyzla áfengis er þjóðfélags- legt vandamál, sem okkur ber að vinna gegn. Þessu vandamáli verður ekki skolað burt með sterkum bjór. Þvf miður kannski. A sama tfma og hugvit mannsins vinnur stóra sigra á sviði læknis- fræðinnar þá hallar undan fæti í baráttunni gegn ofneyzlu áfengis og annarra vfmulyfja. Streita nú- tímans sem og annar mannlegur breyzkleiki færir áfenginu það vald yfir manninum, sem hugvitið hefur ekki fundið ráð við. Sumir undrast hversvegna mað- ur, sem er að gera út af við sjálfan sig og aðra með ofdrykkju, skuli ekki einfaldlega hætta að drekka. Gáfur, menntun eða allsnægtir fá litlu áorkað f baráttunni við áfengið. Það er lögmál að áfengis- neyzlu fylgir áfengisböl, þ.e. þegar á heildina er litið. Sumum dugar að drekka minna, en fyrir flesta er eina ráðið að drekka ekki neitt. Engum er það lausn að leyfð verði sala á áfengum bjór eða með öðrum hætti aukið frani- boð áfengra drykkja. Geti Velvak- andi bent á aðrar leiðir til lausnar áfengisvandamálinu, mun hann þar með afla sér og landi sinu aðdáunar og þakklætis allra þjóða. P.S. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. Hafðu hjartans þakkir fyrir framtakið! Ragnar Tómasson”. Ragnar hefur víst misskilið Vel- vakanda. Engum — ekki heldur Velvakanda — dettur f hug, að sala á sterkum bjór geti leyst áfengisvandamálið. En Velvak- andi er á því, að þetta vandamál verði heldur ekki leyst með því að selja ekki bjór. 03P V/öGA £ iiLVtRAH ÍG td V/Sb OH Aí) t>At> tR L\rmLWm ■y m wmz titfSrftLtGA tG Gtr 'oVajt k>éw viawa Vt Vó wm\? VRAW — Fréttabréf Framhald af bls. 5 61.1% sýndra hrúta hlutu I. verðlaun. Til héraðssýningar voru teknir alls 33 hrútar. Flokkur Þeirra var þannig: 9 hlutu heiðursverðlaun, 161.A og 8 I.B. Búnaðarsambandið gaf á sfnum tfma farandgrip, sem bezti hrútur á héraðssýningu hlýtur. Að þessu sinni hlaut þann grip kollóttur veturgamall hrútur, sem Ketill heitir, eigandi hans er Ingólfur Guðmundsson í Litla-Kambi i Breiðuvíkurhreppi. Bezti hyrndi hrúturinn var Eldur, eigandi Guðmundur Guðmundsson, Hall- bjarnareyri í Eyrarsveit. Vegna varnarlínu, sem sker héraðið í sundur var nokkur hluti hrútanna sýndur í Söðulsholti í Eyjahreppi, voru 9 hrútar sýndir þar úr Kolbeinstaða-, Eyja- og Skógastrandarhreppum. Aðal- dómarar voru Sveinn Hall- grímsson og Leifur Kr. Jóhannes- son. Mikill f jöldi bænda úr hérað- inu sótti þessa sýningu. Eins og fyrr hefur verið frá sagt, þá er garnaveiki fyrir sunn- an varnarlínu, sem er hér þvert yfir nesið eða frá Skógarnesi i Alftafjörð. Reynt er að halda þessari varnarlfnu við eftir því sem hægt er. Engin kind hefur farið yfir linuna f sumar. En heyrt hef ég að útbreiðsla garna- veiki sé einhver hér sunnan grið- ingar frá f fyrra. Nú eru skólar byrjaðir og er þvi heldur f átt fólk á mörgum heimil- um, en um það þýðir ekki að sakast, æskan þarf að fá sína menntun, þvf störf í nútima þjóð- félagi krefjast menntunar. Nú eru starfandi hér vinnu- flokkar á vegum rafveitna ríkis- ins, er verið að leggja línu frá Andakflsvirkjun, sem á að ná til Stykkishólms. Á Vegamótum er verið að byggja hús fyrir spenna, sem dreifa eiga orkunni um héraðið. Er það mikið fagnaðarefni að fá þessa línu, þvf lína sú sem er frá Ólafsvík hefur reynzt mjög étrygg. & vonandi að þessi lfna verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Páll. Munið Á morgun getur verið of seint að fá sér slökkvi- tæki. Ólafur Gíslason & Co h.f., Klettagörðum 3. Sími: 84800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.