Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1974 15 Margrét Einarsdótt- ir — Minningarorð Fædd 17. júll 1943 Dáin 16. október 1974 Þegar minnst er horfins vinar, eru minningarnar margar og skýrar um liðnar samverustundir. Allt frá unglingsárum hafa þær stundir verið ánægju og ham- ingjuríkar. Árið 1961 giftist Mar- grét eftirlifandi manni sínum Moritz Sigurðssyni útibússtjóra. Sameiginlega skópu þau slíkt heimili að jafnan var eftirsóknar- vert fyrir vini og ættingja að heimsækja þau. Hamingjusömum og samhentum blasti framtíðin björt við þeim ásamt börnum þeirra þrem, Sigurði, önnu og Einari Magnúsi. Fyrir þrem árum hófst barátta Margrétar við þann sjúkdóm, er að lokum hafði yfirhöndina. 1 þeirri baráttu kom vel í ljós sá mikli sálarstyrkur og aðdáunar- verður persónuleiki, er Margrét var gædd. I hugum vina hennar var það ávallt vonin er sat I fyrir- rúmi og trú um sigur yfir sjúk- dómnum, sú tilfinning var ætíð sterkust eftir samverustundir með Margréti. Hún var sem ávallt fyrr létt og kát með spaugsyrði á vör. Margrét var gædd þeim eiginleika, sem við nefnum að lifa lífinu lifandi, koma auga á smáatriðin í um- hverfi og málefnum, er gera myndirnr skýrari og viðræðurnar ferskari, aldrei afstöðulaus, ekk- ert var svo lítilf jörlegt að því væri ekki veitt athygli. Heima og að heiman tókst Margréti á sinn hóg- væra og eðlilega hátt að gera vini sína að þátttakendum í lífsnautn augnabliksins. Við sjáum nú að sigurinn var Margrétar, sigur per- sónuleikans og hún hefur glætt þá von, sem við innst inni berum til þess, sem framundan er, að loknu því hlutskipti, er við öll hljótum. Við þökkum Margréti samfylgdina og sendum kærum vini og eiginmanni, börnum, for- eldrum og ættfólki okkar dýpstu samúðarkveðjur. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. J.H. íris og Henni. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Ósjálfrátt komu mér þessi orð í hug þegar mér barst fregnin um andlát Margrétar Einarsdótt- ur. Hún var fædd 17/7 1943 á ísafirði. Foreldrar hennar eru Einar Magnús Kristjánsson og kona hans Aðalbjörg Bjarnadóttir. Hún var yngst fimm barna þeirra. Erfitt er að sætta sig við að ung og glæsileg kona er tekin frá t Kveðjuathöfn SIGÞRÚÐAR SIGURÐARDÓTTUR. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24 þ m kl. 1 e.h Jarðsett verður frá Víkurkirkju I Mýrdal laugardaginn 26 okt. kl. 1.30 e.h. Blóm og kransar afbeðin. Aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Öldugötu 7, Hafnarfirði, Laufey, Gyða. Kjartan. Hyþór, Kristján. Jóhannes. Valgerður og Páll. eiginmanni og þremur börnum sem framtíðin brosir við. Hún giftist Moris W. Sigurðs- syni útibústjóra Búnaðarbankans árið 1961. Hjónaband þeirra var hamingjuríkt, enda byggt á góð- um grunni, ást og virðingu. Eign- uðust þau þrjú börn. Samhent voru þau Margrét og Molli að reisa sér framtíðarheimili að Kleppsvegi 128. Þar bjó myndar- leg húsmóðir og góð kona. Margrét var heilsteypt kona, hógvær og lítillát og búin þeim dýrmæta eiginieika að hallmæla aldrei neinum. Margréti kynntist ég er Ieiðir okkar lágu saman í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en þar lauk hún gagnfræðaprófi. Eg minnist samverustundanna, er við áttum, með ánægju. Margrét hafði átt við vanheilsu að stríða á undanförnum árum og þurfti að ganga undir stóra uppskurði, og liggja langdvölum á sjúkrahúsi. En aldrei heyrði maður að hún væri veik, því styrkur hennar var mikill og dugnaður. Þótt hún vissi að hverju drægi var lífsvonin sterk. Vegir Guðs eru órann- sakanlegir og vonir mannanna misjafnar. Eg veit að Margréti líður vel núna. Hún var trúuð kona og trúði á líf eftir dauðann. Eiginmanni, börnum, foreldr- um, tengdafólki og venslafólki Margrétar sendi ég minar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Erna M. Kristjánsdóttie. Þeir sem Guð elskar deyja ung- ir. Öllum sem þekktu Margréti þótti vænt um hana, hún var svo lifsglöð, kát og aðlaðandi og lét ekkert á sig fá. Hún var yngsta barn foreldra sinna, Einars Magnúsar Kristjánssonar, starfs- manns hjá Hitaveitu Reykjavík- ur, og konu hans,' Aðalbjargar Bjarnadóttur. Arið 1961 giftist hún eftirlif- andi manni sinum, Moritz W. Sigurðssyni fulltrúa í Búnaðar- banka Islands við Suðurlands- braut, og eignuðust þau 3 börn: Sigurð 13 ára, Önnu Biering 10 ára og Einar Magnús 4 ára. Var hjónaband þeirra hið hamingju- samasta. Hún var siglöð og kát og vann með elju og áhuga að far- sæld og hamingju heimilisins. Þegar afi hennar, Kristján Jónsson netagerðarmaður frá tsa- firði, dó fyrir 3 árum, átti hann 64 afkomendur, alla á lífi. Hún varð fyrst til þess að fylgja honum eftir yfir móðuna miklu og mun hann taka þar á móti henni með þeim hlýhug og blíðu, er honum var svo ríkulega gefin umfram aðra. Hún unni manni sinum af heil- um hug og hennar hagur var einn- ig hans. Síðastliðin 3 ár hefur hún átt við ólæknandi sjúkdóm að stríða, en tók því öllu með jafnað- argeði og æðrulaust. Hennar heitasta ósk var sú að sjá börnin sín vaxa úr grasi og fá að unna og annast mann sinn og heimili. Við frænkurnar lágum saman á Landakotsspítala síðastliðinn vet- ur og kom hún þá oft inn til mín og við spjölluðum saman. Alltaf var hún jafn kát og skemmtileg og þegar mér var borinn matur og spurði, hvort hún vildi ekki borða með mér, þá söguðu stúlkurnar, að hún yrði frammi hjá þeim eins og vant væri. Og svo voru fjörug- ar samræður og hlátur þeirra á Framhald á 23 Faðir okkar, ÓLAFUR HALLSON frð Eriksdale. Manitoba. Kanada. andaðist i Selkirk, Manitoba. Kanada, þriðjudaginn 8. október 1 974. Hallur O. Hallson, Ingibjörg McGlynn, Kristjana Bergsteinsson, GySa Ryckman. Eiginkona min, GUÐRÚN STEINDÓRSDÓTTIR, Njarðargötu 33, andaðist i Landspítalanum aðfararnótt þriðjudagsins 22. þ.m.. Fyrir mína hönd og systkina hinnar látnu Leifur Ólafsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar og tengdaföður, HAUKS HELGASONAR fyrrv. húsvarSar Halldóra Guðmundsdóttir. Helgi Hauksson, GuSmundur Hauksson, Rannveig Þ. Garðarsdóttir. t Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður og tengda- föður, GUÐJÓNS SCHEVING, málarameista ra frá Vestmannaeyjum. Ólafía Jónsdóttir, Jón Scheving, Guðrún Guðmundsdóttir, Aðalheiður Steina Scheving, Loftur Magnússon, Sveinn Scheving, Kristín Einarsdóttir t Eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTENS SIGURÐSSON, kaupmaður Vesturbraut 9, HafnarfirSi, andaðist 21. þ.m Sólveig Hjálmarsdóttir, Matthildur Kristensdóttir, Hilmar Kristensson. Erlingur Kristensson, t Jarðarför fósturmóður okkar, GUÐRÚNAR SÆMUNDSDÓTTUR. Flókagötu 10, ferfram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 25. þ.m. kl. 1 3.30 Sœunn Gunnarsdóttír, Lilja Þórólfsdóttir. t Eiginmaður minn KONRÁÐ MATTHÍASSON. Langholtsvegi 142 andaðist á Landspltalanum sunnudaginn 20. október. Viktoría Eggertsdóttir. t Útför eiginkonu minnar, MARGRÉTAR EINARSÓTTUR, Kleppsvegi 128, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. október kl. 1 3.30. Moritz W. Sigurðsson. jQ-HUxAœd! Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstræti og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaðar um víða veröld. Framleiddar undir strangasta gæðaeftirliti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.