Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1974 3 vinnu varðandi hana, og sagði dr. Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður stofnunarinnar, að nauðsyn hefði verið á ná- kvæmri spjaldskrárgerð í því sambandi yfir öll • verk sem sannanlega eru eftir séra Hall- grim. Hefur ungur íslenzku- fræðingur, Steinar Matthiasson sem dvalið hefur erlendis, unn- ið að þessu í sumarleyfum sin- um, og er stefnt að því að þessu Hallgrfmskirkja. starfi verði haldið áfram eftir föngum. Auk fyrrnefndra dagskrár- iiða í Hallgrímskirkju á sunnu- dag verður m.a. samhringing kirkjuklukkna kl. 18 á laugar- dag og aftur kl. 10 á sunnudags- morgun. Við vígsluna á kirkju- salnum leikur strengjasveit úr Tónlistarskólanum og kór Hall- grimskirkju syngur. Vígsluvott- ar verða Geir Hallgrimsson for- 300. ártíðar sr. Hallgríms minnzt um allt land á sunnudag Þýðingar Passíusálmanna á ungversku og þýzku væntanlegar sætisráðherra, sr. Oskar J. Þor- láksson dómprófastur, dr. Jakob Jónsson, sóknarprestur og sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur. Við hátíð- arguðsþjónustuna predikar dr. Jakob Jónsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson þjónar fyrir altari. Á orgeltónleikunum leikur Plánský fjölbreytta kirkjulega tónlist á hið nýend- Framhald á bls. 23 leikarans Bohumil Plánský. Þá verður einnig sérstök Hall- grfmshátfð f Hallgrfmskirkju f Saurbæ, en sagt er frá henni f sérfrétt I blaðinu. • Á 300. ártfðinni verður enn- fremur útgáfustarfsemi f minn- ingu sr. Hallgrfms. Koma á næstunni út tvær erlendar þýð- ingar á Passfusálmunum, — annars vegar á þýzku, gerð af Wilhelm Klose, og hins vegar á ungversku, gerð af Lajos Ordass. Gefur Hallgrfmssöfn- uður f Reykjavfk bækurnar út. Á blaðamannafundi i gær sagði herra Sigurbjörn Einars- son biskup m.a. að ekki væri sizt mikilvægt á 300. ártíð sálmaskáldsins, að orð hans haldi áfram að vera metið eins víða og unnt er. Væru því þess- ar nýju þýðingar mikið gleði- efni. Hin þýzka þýðing séra Klose var tilbúin á 4. áratug aldarinnar, en íslenzkir vinir hans, Ásgeir L. Jónsson og Eirfkur Ormsson, beittu sér fyr- ir söfnun til að kosta þá útgáfu sem nú er að sjá dagsins ljós. — Lajos Ordass, höfundur ungversku þýðingarinnar var biskup i Búdapest, en var svipt- um embætti og hefur verið í stofufangelsi í nokkur ár. í ein- angrun sinni hóf hann að nema íslenzku upp á eigin spýtur, og er þýðing Passíusálmanna ávöxtur þess náms. Sagði bisk- up, að þýðing Ordass væri af kunnáttumönnum talin afar vel heppnuð. Átti útgáfa þýðingar- innar að vera fullbúin á ártíðar- deginum, en tefst nokkuð. Það kom einnig fram á blaða- mannafundinum að f bigerð hef- ur verið vísindaleg útgáfa á verkum séra Hallgríms Péturs- sonar. Með hvatningu Hall- grímssafnaðar í Reykjavik hef- ur Stofnun Árna Magnússonar beitt sér fyrir undirbúnings- • A SUNNUDAG, 27. október, eru liðin 300 ár frá dauða séra Hallgrfms Péturssonar. 1 til- efni af ártfðinni fara fram vfða um land minningarathafnir um séra Hallgrfm. 1 bréfi herra Sigurbjörns Einarsson biskups til presta landsins er mælzt til, að „við guðsþjónustur þann dag, eina eða fleiri f prestakalli eftir aðstæðum, verði gjörð minning hans, og þakkargjörð flutt fyrir það starf og þann arf, sem kirkja og þjóð hafa þegið af honum". Jafnframt heitir sérstök synodusnefnd til stuðnings Hallgrfmskirkju f Reykjavfk á tslendinga að leggja fram skerf til byggingar Séra Hallgrfmur Pétursson. Hallgrfmskirkju á sunnudag- inn. 0 t Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuhæð verða hátfðarathafn- ir á sunnudaginn, m.a. mun for- seti tslands leggja hornstein kirkjunnar, biskup tslands mun vfgja kirkjusal f syðri turnálmu hennar, sérstök há- tfðarguðsþjónusta verður sfð- degis, og sfðar um daginn verða orgeltónleikar tékkneska orgel- 250 þús. bækur á bóka- sýningu í Frankfurt ALÞJÓÐLEGU bókasýningunni f Frankfurt er nú nýlokið, en sýningin stóð frá 10.—15. októ- ber. Bókasýning þessi er sú lang- stærsta f heiminum og á henni eru sýndar bækur hvaðanæva að og skipta stjórnmál þar engu máli. tslendingar tóku nú þátt f sýningunni annað árið f röð, en alls hafa þeir f jórum sinnum tek- ið þátt f sýningunni. Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóri Almenna bóka- félagsins sagði f viðtali við Morgunblaðið í gær, að AB hefði eitt sinn tekið þátt f sýningunni á eigin spýtur, en slíkt væri nú óviðráðanlegt, og því hefði AB og Menningarsjóður staðið sameigin- lega að þátttöku. Þessi sýning, sem nú væri lokið, hefði heppnast mjög vel og íslenzkar bækur hefðu vakið verulega athygli og mjög margir hefðu komið og skoð- að bækurnar. „Bækurnar voru að þessu sinni frá fleiri útgefendum en þeim sem þátt tóku í sýningunni, þ.e. frá Almenna bókafélaginu, Ice- land Rewiev, Erni og Örlygi og Menningarsjóði. Það sem gerði okkur kleift að halda þessa sýningu var mjög góður styrkur frá Utflutningsmiðstöð iðnaðar- ins, en fulltrúi þeirra, Birgir Harðarson, vann að öllum undir- x, búningi og skipulagningu fyrir sýninguna. Þar að auki veitti Menntamálaráð Islands nokkurn fjárstuðning til sýningardeildar tslands. Þessir tveir aðilar greiddu kostnaðinn við að. halda sýninguna, en bókaútgefundurnir urðu síðan að sjá um sig meðan á sýningunni stóð, en við erum mjög þakklátir þessum aðilum fyrir þeirra styrk,“ sagði Baldvin. Hann sagði, að ekki hefði tekizt að selja mikið af bókum, en á hitt bæri að líta, að kynning íslenzkra bóka gæti haft verulega þýðingu fyrir islenzkar bókmenntir á erlendum mörkuðum. Að þessu sinni tóku útgefendur frá 62 lönd- um þátt í sýningunni og um það bil 4000 bókaútgefendur kynntu bækurnar. Talið er að þarna hafi verið hvorki meira né minna en 250 þús. bækur til sýnis, af ýms- um gerðum. Var þeim komið fyrir á 55 þús. fermetra sýningarplássi. Ekki voru það eingöngu útgefend- ur, höfundar og starfsfólk bóka- forlaga sem þarna átti leið um, þvf að um 150 þús. almennir gest- ir litu á sýninguna. Baldvin sagði, að engin sérstök bókartegund hefði skorið sig úr á sýningunni, en myndskreyttar bækur hefðu verið áberandi. A sýningunni, sem haldin var fyrir tveimur árum, voru kynlífsbækur mjög áberandi, en nú voru þær hverfandi hluti bókanna, sem á sýningunni voru. Utgefendur selja þarna hver öðrum réttinn til að prenta eigin bækur. T.d. geta útgefendur frá mörgum löndum komið sér saman um að gefa út sömu myndskreyttu bókina og þar með lækkað bókaverðið. Þá sagði Baldvin að meðan á sýningunni hefði 'staðið, hefði komið út í Þýzkalandi bók með verkum sænsku Nóbelskáldanna Harry Martinsons og Evind Johnsons. Það hefði vakið athygli, að aðeins liðu 10 dagar frá því að handritið fór í prentsmiðjuna þangað til bókin var komin í bóka- verzlanir. 30 rjúpur í veiðiferð Egilsstöðum 22. október. RJUPNAVEIÐIMENN héðan hafa enn ekki fengið góða veiði. Hafa þeir komið með þetta 8—15 rjúpur úr veiðiferð, sem þykir ekki neitt sérstakt. Hinsvegar eru menn sammála um að mikið sé af rjúpunni. Seyðfirðingar hafa vist verið heppnari, þvi fréttir berast um, að þeir fái upp í 30 rjúpur á dag. Hákon. Serkin tepptur í Milanó PlANÖSNILLINGURINN Rudolf Serkin er tepptur f Milanó á ttalfu vegna verkfalls starfs- manna við flugþjónustu þar. Þess vegna falla niður tónleikarnir, sem áttu að vera f kvöld f Háskólabfó. Samkvæmt upplýsingum Tón- listarfélagsins er ráðgert, að Rudolf Serkin komi til tslands f janúarmánuði n.k. og verða tón- leikarnir þá. Skákirnar tefldar til þrautar 99 99 Segir Friðrik um Karpov og Kortsnoj „SKÁKIR þeirra Karpovs og Kortsnojs fram til þessa hafa verið tefldar til þrautar og jafnteflin engin venjuleg Rússajafntefli“ sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari, er við spjölluðum stuttlega við hann f gær um einvfgið f Moskvu, en nú hafa verið tefldar 14 skákir af 24. Karpov hefur sem kunnugt er unnið tvær skákir, en tólf hafa orðið jafntefli og nægja þessir tveir vinningar Karpov, þótt allar skákirnar, sem eftir eru, verði jafntefli. „Mér fannst Karpov vera snarpari framan af einvfginu og eins og Kortsnoj fyndi sig ekki, en hann hefur sótt sig f veðrið undanfarið og tel ég lfk- legt, að það sé ástæðan fyrir þvf, að Karpov boðaði forföll f 15. skákina, til að geta hvílt sig fyrir lokasprettinn. Við spurðum Friðrik hvað hefði helzt einkennt stfl Karpovs undanfarið, og sagði hann, að Karpov tefldi ákaflega markvisst og kerfisbundið og forðaðist flækjur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.