Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1974
23
N-írland 3
r
— Island 1
Norður-trar sigruðu tslendinga
með þremur mörkum gegn einu i
unglingalandsleik I knattspyrnu,
sem fram fór í Belfast í gær-
kvöldi. Leikurinn var liður í
UEFA-Evrópubikarkeppninni f
knattspyrnu, og komast Irarnir i
lokakeppnina, sem fram fer í
Sviss næsta vor. Staðan i hálfleik
var 2—0 fyrir Ira og voru mörkin
skoruð í 19. min og 44. min. A 49.
mín bættu trar þriðja markinu
við, en Hálfdan örlygsson skoraði
mark Islendinganna á 67. mín.
Ensk útgáfa
Reykjavíkur-
myndarinnar
frumsýnd
Á MORGUN verður frumsýnd í
Stjörnubíói, ensk útgáfa kvik-
myndarinnar „Reykjavík — ung
borg á gömlum grunni“. Á ensku
nefnist kvikmyndin „On top of
the World". Það er kvikmynda-
gerðin Víðsjá sem gert hefur
myndina.
Gfsli Gestsson kvikmyndagerð-
armaður sagði í samtali við Morg-
unblaðið f gær, að enska útgáfan
væri svipuð þeirri íslenzku, sem
lokið var við í vor, en textinn væri
breyttur og ýmislegt væri í mynd-
inni, sem væri betur við hæfi út-
lendinga. Magnús Magnússon
samdi enska textann og les hann
einnig í myndinni, en tónlistina
samdi Magnús Blöndal Jóhanns-
son.
Hann sagði, að myndin væri
tekin á timabilinu 1970-1974 og
nokkur hluti myndarinnar beind-
ist að hitaveitunni og annar að
Elliðaánum, en útlendingar munu
eðlilega hafa mikinn áhuga á
þessum tveimur atriðum.
Lækkar olíuverð
á næsta áratug?
New York, 20. okt. Reuter.
TIME skýrir frá því í dag að í
óbirtri stjórnarskýrslu komi fram
sú skoðun að líklegt sé að verð á
olfu muni sennilega iækka í sjö
dollara hver tunna árið 1985. Seg-
ir Time að orkumálanefnd rikis-
ins hafi komizt að þessum niður-
stöðum og verði þær birtar í
næsta mánuði.
Þar kemur einnig fram sú skoð-
un að haldi olíuframleiðsluríki
því til streitu að hafa verðið á
olfutunnu ellefu dollara muni
neytendur draga stórkostlega úr
olíuinnflutningi og því sé trúlegt
að olíuframleiðslurfkin verði að
lækka veröið til að halda mörkuð-
um sínum.
— Skæruliðar
Framhald af bls. 1
fréttum, þar sem f ljós kom að
skilríki sumra voru fölsuð.
Fundurinn sjálfur hófst f Hilt-
on hótelinu í Rabat f morgun, en
þar hefst síðan toppfundur Ara-
baleiðtoganna á laugardaginn. Ut-
anríkisráðherra Marokko, dr.
Ahmed Laraki, setti fundinn, en
hannsitjafulltrúar tuttugu Araba-
ríkja og samtaka, og þar á meðal
eru fulltrúar PLO.
— Hallgríms-
hátíð
Framhald af bls. 3
urbyggða Rieger-Kloss orgel
kirkjunnar, m.a. verk eftir
Mozart, Baeh og Reger. Að lok-
um flytur sr. Ragnar Fjalar
lokaorð og bæn.
Dr. Jakob Jónsson bað á
fundinum fyrir þakkir til Is-
lendinga fyrir stuðning við
Hallgrímskirkju, og hvatti til
að þeir efldu hann nú á þessu
minningarári. Sr. Ragnar Fjal-
ar vakti athygli á að nú væri
þörf á sem víðtækustu kristi-
legu starfi í Hallgrfmskirkju.
Hefja rekneta
veiðar á ný
Höfn Hornafirði 22. október.
HORNAFJARÐARBÁTAR hafa
nú aftur tekið til við síldveiðar
með reknet og einn þeirra, Stein-
unn, lagði netin í fyrsta skipti í
nótt eftir að hlé hafði orðið á
veiðunum í nokkurn tfma. Stein-
unn kom úr slipp frá Neskaupstað
fyrir nokkrum dögum og urðu þá
skipverjar varir við lóðningar í
Lónsbugt. I gærkvöldi lögðu þeir
nokkur net þar, en útkoman var
lítil sem engin. Var þá siglt vestur
að Hrollaugseyjum og netin lögð
þar. Ekki var búið að leggja fyrr
en kl. 5 í morgun, en báturinn
fékk þó 650 kg af síld eftir
skamman tíma. Um það bil sem
skipverjar voru að enda við að
draga komu háhyrningar á miðin.
Búizt var við að þrír Horna-
fjarðarbátar myndu leggja netin í
kvöld.
Elfas
— 300.ártíðar
Framhald af bls. 2
blómsveig frá íslenzku þjóð-
inni á leiði skáldsins.
Að lokinn þessari athöfn
býður hreppsnefnd Hval-
fjarðarstrandarhrepps kirkju-
gestum til kaffidrykkju f
félagsheimilinu að Hlöðum, en
kl. 16.15 hefst hátiðarsamkoma
í Hallgrfmskirkju í Saurbæ.
Dagskrá samkomunnar er í
sjö liðum, þ. á m. verður kór-
söngur, einsöngur, upplestur
og ræða Halldórs E. Sigurðs-
sonar, ráðherra.
I tilefni 300. ártíðar séra
Hallgríms hefur skólum f
Borgarfjarðarhéraði verið
boðið að senda nemendur í
skoðunarferðir f Hallgríms-
kirkju í Saurbæ í vikunni eftir
hátíðina. Þar verða haldnar
helgistundir þar sem fjallað
verður um séra Hallgrím og
Passíusálmana, auk þess sem
nemendurnir verða fræddir
um sögu staðarins og sýnd
listaverk í kirkjunni. Hafa
nokkrir skólar í héraðinu sýnt
þessu áhuga og boðað komu
sína.
— Heinesen
Framhald af bls. 24
er annrfki hjá færeyskum
prentsmiðjum mjög mikið. Þær
fjórar bækur, sem koma því til
viðbótar út á færeysku á næstu
árum, eru „Den sorte Gryde“,
„De fortabte spillemænd“,
„Moder Syvsterne" og „Noa-
tun“.
Ég tel að bækurnar njóti sín
enn betur á færeyskunni en á
dönsku, ýmis tilsvör og
stemmningslýsingar komast
betur til skila. Mig langar í leið-
inni, sagði William Heinesen,
að geta um, að ég hef frétt, að
Móðir Sjöstjarna hafi verið að
koma út á íslenzku. Um það
vissi ég ekki, og hafði ekki ver-
ið til mfn leitað. En óneitanlega
leikur mér hugur á að sjá
íslenzku útgáfuna!
Aðspurður um hvort landar
hans væru ánægðir að fá bækur
hans nú á færeysku sagðist
Heinesen leyfa sér að vona það.
Bókagarður hefði unnið mjög
gott verk með útgáfum á verk-
um færeyskra höfunda og hann
hefði orðið þess var, að ánægja
væri með að verk hans kæmu á
færeysku til lesenda i Færéyj-
um.
— Er nýtt skáldverk í smíð-
um, Heinesen?
— Já. Sfðustu tvö, þrjú árin
hef ég unnið að skáldsögu, eins
konar mósaiksögu, því að hún
er sett saman úr mörgum smá-
um og stórum atriðum. Kannski
er hún eins konar prósaljóð.
Hún er sjálfsævisögulegs eðlis,
held ég að megi segja. Ég er
lfklega um það bil hálfnaður
með hana, því að ég vinn mjög
hægt og er ekki afkastamikill,
sagði Heinesen. Hann bað að
lokum fyrir kæra kveðju til
vina sinna og kunningja á Is-
landi.
— Jöklar í
jafnvægi
Framhald af bls. 2
og gossins f Heimaey, þar sem
sumir höfundar greina voru önn-
um kafnir við rannsóknastörf við
það. Greinar eru um gervitungla-
myndir og rannsóknir eftir
Sigurð Þórarinsson, Richard
Williams og Kristján Sæmunds-
son, 2 greinar eftir Gunnar
Böðvarsson og R. P. Lowell um
jarðeðlisfræðileg efni, grein um
boranir á jökli eftir Helga Björns-
son, Um Kötlu og öskju eftir
Guttorm Sigurbjarnarson, Djúp-
borun f Bárðarbungu eftir Pál
Theódórsson, Þyngdarmælinga-
stöðvar eftir Guðm. Pálmason,
Tor H. Nilsen og Gunnar Þor-
bergsson o.fl.
— Hagkaup
Framhald af bls. 24
þúsund, en þar af tilgreindi kon-
an vörur að upphæð 56 þúsund
krónur, sem hún hafði látið og
ekki var hægt að skila. Einnig
hafði nokkuð af þýfinu verið
notað og er það metið á samtals
um 70 þúsund krónur.
— Rætt við
Brynjólf
Framhald af bls. 13
utan af landi ætti auðveldara með
að sækja þau.
Af einstökum sviöum, sem nám-
skeiðin ná til, nefndi Brynjólfur:
Sölusvið, stjórnunarsvið, fram-
leiðslusvið, fjármálasvið, skrif-
stofustjórn og bókhaldssvið.
námskeiðið um stjórnun hefst 28.
október n.k. Að sögn Brynjólfs á
það að auka möguleika þátttak-
enda á að líta á viðfangsefnin,
sem fjallað er um á öðrum svið-
um, frá sjönarhóli stjórnandans.
Næsta námskeið verður um frum-
atriði í rekstrarhagfræði og hefst
30. október. Brynjólfur segir, að
þar verði m.a. rætt um þær for-
sendur, sem leiða til niðurstöð-
unnar um, að verðið hljóti að vera
lægst og framleiðslumagnið mest,
þegar fullkomin samkeppni ríkir.
Að lokum lagði Brynjólfur
áherslu á, að þrátt fyrir hinn
mikla fjölda fólks, sem fengist við
fyrirtækjarekstur, hefði skóla-
kerfið að mestu leitt hjá sér
kennslu I þessum efnum. Menn
yrðu þó að gera sér ljóst, að
stjórnunarþekking hefði mikla
þýðingu fyrir öll fyrirtæki.
— Fischer ákafui
Framhald af bls. 1
um að gagna að kröfum Fisch-
ers. Sagði Cramer, að ýmsir að-
iljar hefðu nú sett f gang her-
ferð i þessu sambandi og t.d.
hefðu birtzt greinar í ýmsum
þekktum skáktimaritum und-
anfarið, þar sem FIDE er gagn-
rýnt fyrir samþykktir þingsins.
Cramer taldi að dr. Euwe hefðu
orðið á mistök í sambandi við
stjórn þingsins og að hann
hefði átt að fresta atkvæða-
greiðslu og reyna að ná sam-
komulagi við Fischer. Cramer
sagði að flestir væru sammála
um að það yrði hörmulegt, fyrjr
skákíþróttina, ef Fischer tefldi
ekki og hinn mikli skákáhugi f
heiminum hjaðnaði niður.
Við spurðum Cramer hvers-
vegna Fischer vildi endilega
hafa ótakmarkaðan skáka-
fjölda, er flestir væru sammála
um, að Fischer yrði búinn að
ganga frá áskoranda sfnum
löngu áður en 36 skákir hefðu
verið tefldar.
Cramer hló við og sagði að
rétt væri að margir væru sann-
færðir um slíkt, en Fischer
fyndist krafa sin réttlát og að
aðeins væri verið að endur-
vekja það kerfi, sem gilt hefði
um 60 ára skeið í skákheimin-
um. Að lokum báðum við Cram-
er fyrir kveðju til Fischer frá
vinum hans og aðdáendum á
Islandi og sagðist Cramer
skyldu skila því með ánægju,
slfkt mundi gleðja Fischer.
— Minning
Margrét
Framhald af bls. 15
milli meðan á máltíð stóð og oft
endranær, því að þrátt fyrir veik-
indi sín. hélt hún ávallt glaðlyndi
sínu og hugrekki. Þó vissi hún vel
hvert stefndi. Hún var svo oft
búin að liggja á sjúkrahúsi og
gangast undir marga stóra upp-
skurði.
Þegar hún var nú i hinzta sinn
lögð inn á sjúkrahús, huggaði hún
sig m.a. við það, að „mamma, hún
er sem hugur minn“ og hugsar
um heimilið, og maður hennar
vék ekki frá sjúkrabeði hennar
frá því hún var flutt á spítalann
og þar til yfir lauk. Þau voru svo
samrýnd og unnust svo heitt, að
engari tíma mátti missa af því,
sem eftir var.
Hún er nú í hendi Guðs. Ég bið
Guð að varðveita eiginmann
hennar, börn og foreldra og aðra
vini þeirra og vandamenn. Guð
blessi minningu hennar, og ég
vona, að birta sú og ylur, sem
ávallt fylgdi návist hennar, megi
verða þeim sem eftir lifa til friðar
og farsældar.
Ragna.
— Skyldu-
sparnaður
Framhald af bls. 24
upphæð hér er að ræða, en hún
skiptir hundruðum milljóna.
Haukur Vigfússon hjá Veðdeild
Landsbanka Islands sagði f sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
útreikningum mundi að lfkindum
ljúka í byrjun nóvember, en síðan
þyrfti að setja þá í tölvu. Enginn
vissi með vissu um hve miklar
f járhæðir væri að ræða og þar af
leiðandi vildi hann ekki láta hafa
neinar tölur eftir sér. Þaðan af
sfður vildi Haukur segja nokkuð
um hvenær þetta fé kæmi til út-
borgunar.
— Kissinger
Framhald af bls. 1
þeir sóttu um leyfi til að flytjast
frá Sovétríkjunum til Israel. Þre-
menningarnir hafa verið í
hungurverkfalli síðan 16. október
í mótmælaskyni. Þeir sögðu f
bréfinu, að sfmasamband hafi
verið rofið við þá, er þeir reyndu
að skýra erlendum fréttamönnum
í Moskvu frá fyrirhuguðu hungur-
verkfalli þeirra. Hvetja þeir Kiss-
inger til að beita áhrifum sínum
°g segja í lok bréfsins: „Fögur orð
duga okkur ekki nú. Hið eina sem
við getum sætt okkur við eru
þrjár vegabréfsáritanir.
Að lokinni dvöl sinni i Sovét-
ríkjunum tekur við mikið ferða-
lag hjá Kissinger, til alls sextán
annarra landa. Hann mun fara til
Indlands og ræða matvælaskort-
inn, tala um olíumál við Irans-
keisara, fara til Pakistan,
Rúmeníu, flytja ræðu á þingi Mat-
vælastofnunar f Rómaborg og
síðan koma við í öllum Miðaustur-
löndunum til að falla um friðar-
og samningahorfur þar. Sögu-
sagnir herma að hann muni etv.
fara til Tyrklands að ræða Kýpur-
málið. Hann verður um það bil
þrjár vikur f ferðalagi þessu.
— EBE undirbýr
Framhald af bls. 1
sem þurfa á lánsfé að halda til að
standa undir halla á olíuviðskipt-
um, leggi fram tillögur sínar um
lán á næsta fundi fjármálaráð-
herranna er haldinn verður í
Brflssel 18. nóvember nk. Fjár-
málaráðherra Italfu, Emilio
Colombo, hefur þegar tjáð frétta-
mönnum, að stjórn hans muni
notfæra sér þessa möguleika eins
fljótt og auðið er. Tæpast getur
það þó orðið fyrr en á næsta ári,
m.a. vegna þess að þessar fyrir-
ætlanir eru háðar samþykki þjóð-
þinga aðildarríkjanna og má bú-
ast við, að umræður um þær og
afgreiðslataki nokkurn tíma.
Samkvæmt ákvæðum þessa
nýja lántökukerfis verða þau ríki,
sem notfæra sér möguleika þess
að fylgja ákveðnum reglum sem
bandalagið setur með það fyrir
augum að draga úr óhagstæðum
greiðslujöfnuði.
Framan af voru menn ekki á
eitt sáttir um hversu hátt þak
skyldi setja á lánin. Hans Apel
fjármálaráðherra V-Þýzkalands
vildi takmarka lántökur á árinu
1975 við þá upphæð, sem að fram-
an var getið, (350 milljarðar kr.),
en hann féllst loks á, að byrjað
yrði með ekki hærri fjárhæð, en
reynslan skyldi siðan látin skera
úr um það, hvort lántökuþakið á
árinu yrði hækkað. Vextir og
hverskonar afgreiðslugjöld eru
með í þessari upphæð, svo að láns-
féð sjálft verður heldur minna.
Ekki er vitað hvar EBE leitar
fyrst fyrir sér um lán, en haft
fyrir satt, að fyrir nokkrum vik-
um hafi stjórn Saudi-Arabíu boð-
ið bandalaginu lán að upphæð, er
nemur 180 milliörðnm fci v-
UNICOM 202/sr
Rafeindareiknivélin með
aðgerðum reiknistokksins
og meiru til.
Auk hinna venjulegu +,
x, +, aðgerða hefur vélin
eftirfarandi:
Hornaföll: Gráður/radi-
anar Sin X, cos X, tan X,
arc sin X, arc cos X, arc
tan X.
Logarithmar Ln X, log X,
ex 10X
Aðrar aðgerðir:
Xy , \ x, ’TT, Vx' + / -
<-> , M 1 , M , X<~»M
X-»M X«—M , m ; X2
Stórir og greinilegir Ijósa-
gluggar. Handhæg og fyr-
irferðalítil, en þó með
rúmgóðu ásláttarborði.
Sendum í póstkröfu.
Eigin varahluta-
og viðgerðarþjónusta.
Verð kr. 26.900,- EINS ÁRS ÁBYRGÐ
Einar J. Skúlason,
Hverfisgötu 89, Rvík.
S: 24130 — Póstbox 1427.
Akureyri: Jón Bjarnason
ÚRSMIÐUR
PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR STRAX