Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1974 12 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson, Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6. sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 35,00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar W I Aundanförnum árum hafa menn í ríkari mæli en áður var gefið borgarsamfélaginu gaum og nýjum viðfangsefnum, sem fylgt hafa í kjölfar breyttra þjóðlífshátta. Fram hefur komið öflug viðleitni í þá átt að tryggja borgurunum heilbrigt og eðlilegt umhverfi samfara tæknivæðingu og ört vax- andi umferð og atvinnu- starfsemi. Um leið og fram- kvæmdir í anda nýs tíma setja svipmót á uppbygg- ingu borgarsamfélagsins hefur verið lögð áhersla á varðveislu þess gamla, sem í mörgum tilvikum hefur ríkt gildi enn í dag. Fram til þessa hafa fram- kvæmdir og skipulagsmál- efni í Reykjavík einkum miðast við uppbyggingu húsnæðis og gerð sam- göngukerfis. I þessum efn- um hefur þegar verið mik- ið unnið, og má í því sam- bandi nefna áætlun um varanlega gatnagerð, sem olli byltingu í umhverfis- og umferðarmálum borg- arinnar á sinni tíð. Nú hefur athyglin beinst að nýjum verkefnum, sem koma í beinu framhaldi af því sem áður hefur verið gert. Á sl. vetri beitti Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri sér fyrir nýrri stefnu í umhverfis- og úti- vistarmálum og var sam- þykkt sérstök fram- kvæmdaáætlun í því sam- bandi. Fyrir nokkrum árum lét borgarstjórn gera tillögur um varðveislu gamalla húsa og heilda í borginni. 1 framhaldi af því hefur verið stefnt að varð- veislu húsa, sem talið er að hafi sögulegt eða listrænt gildi. Búast má við, að á næst- unni verði skipulagsmál- efni Reykjavíkurborgar all mikið á döfinni. Borgar- stjóri hefur greint frá því, að á næsta ári megi búast við nýjum skipulagstil- lögum í framhaldi af þeirri endurskoðun aðalskipu- lagsins, sem fram hefur farið að undanförnu. Aðal- skipulag fyrir Reykjavík var staðfest á árinu 1967. Á árinu 1970 var hins vegar hafist handa um endur- skoðun þess og síðar var Þróunarstofnun Reykja- víkurborgar stofnuð til þess að hafa það verkefni með höndum. Brýnt er, að framkvæmd skipulags sé sveigjanleg þannig að unnt sé á hverjum tíma að taka tillit til breyttra aðstæðna og forsendna. Borgaryfir- völd í Reykjavík virðast hafa unnið í samræmi við þetta sjónarmið, þannig að skipulagið hefur ekki orðið framkvæmdum fjötur um fót, þó að aðstæður hafi breyst. Ljóst er nú, að ýmsar þær forsendur, sem aðal- skipulagið var reist á, hafa breyst. Nefna má sem dæmi, að íbúum í Reykja- vík hefur ekki fjölgað jafn mikið og ráðgert var, en á hinn bóginn eru færri um hverja íbúð, þannig að byggingarland samkvæmt aðalskipulaginu verður á þrotum talsvert fyrr en búist hafði verið við. Þá hefur komið í ljós, að versl- unarbyggð hefur þanist talsvert meir út en aðal- skipulagið gerði ráð fyrir. Loks má nefna, að mikil aukning bifreiða hlýtur að kalla á endurmat á fyrri forsendum, er lágu til grundvallar gatnagerðar- og umferðaráætlunum. Á árinu 1968 var strætis- vagnakerfinu gjörbylt og þjónusta við farþega stór- bætt. Alla tíð síðan hefur verið unnið að því að bæta strætisvagnakerfið. Á hinn bóginn hefur það gerst að stöðugt færri borgarbúar nota nú þjónustu strætis- vagnanna, þeir hafa kosið að nota sína eigin bíla. Eigi að síður er ljóst, að stór- aukinni umferð einkabfla fylgja ýmsir erfiðleikar og kostnaðarsamar fram- kvæmdir við umferðar- mannvirki og bifreiða- stæði. Hér er um erfitt úr- lausnarefni að ræða, og einmitt um þessar mundir hefur eitt vandamál af þessu tagi skotið upp kolli. Borgaryfirvöld í Reykja- vík hafa reynt að laga skipulagsmálefni borgar- innar að breyttum aðstæð- um, og segja má að vel hafi tekist til við að greiða úr Þriðja heims styrjöldin óumflýjanleg að mati kín- verskra for- ystumanna Kfnverskir forystumenn eru sagðir þeirrar skoðunar, að ekki verði hjá heimsstyrjöld komizt, þegar næsta kynslðð er úr grasi vaxin og vafalaust muni hún hef jast f Evrópu, þvf að Sovétmenn beini þangað öll- um sfnum hernaðarmætti. Sömuleiðis er eftir þeim haft, að hvorki vestræn iðnaðarrfki né hin vanþróuðu rfki þriðja heimsins þurfi að axla óbæri- legar byrðar vegna hækkunar á olíuverði, svo framarlega sem þau ræði málið ftarlega og af fullri hreinskilni við olfufram- leiðslurfkin. Brezka blaðið The Times hef- ur þetta eftir heimildum f Pek- ing, sem herma, að varafor- sætisráðherra Kína, Teng Hsiao-ping, hafi viðhaft um- mæli þessa efnisí samtali við vestur-þýzka þingmenn, sem þar voru í heimsókn á dögun- um. Er sagt, að nokkuð hafi kveðið við annan tón hjá Hsiao- ping en kínverska aðstoðar- utanríkisráðherranum, Chiao Kuan-hua, er hann hélt ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nýlega. Hann sagði, Rússneska kirkjan rétt- ir úr kútnum ALEXANDER Solzhenitsyn segir f bréfi f New York Times að áhrif grísk-kaþólsku rétt- trúnaðarkirkjunnar fari vax- andi f Sovétríkjunum. Hann telur að hvergi f heim- anum sé meiri kirkjusókn en f Sovétrfkjunum. Kirkjur séu fuilar út úr dyrum og varla sé rúm til að leggjast á bæn og krossa sig. Solzhenitsyn segir að söfn- uðirnir séu fjölmennari en þeir gætu virzt f fljótu bragði. Til dæmis segir hann að á Ryazan- svæðinu suðaustur af Moskvu séu um 70% barna skírð þrátt fyrir bönn og ofsóknir. 1 kirkjugörðum beri meira á krossum en minnismerkjum með stjörnum og Ijósmyndum. Bréf Solzhenitsyns er stflað til leiðtoga rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar utan Sovétrfkjanna. Kirkjuþing hennar var nýlega haldið f New York, hið fyrsta síðan á árun- um eftir 1920. Solzhenitsyn var boðið að mæta en hann sendi bréfið f staðinn. I bréfi sínu segir Solzhenit- syn að trúað fólk eigi ekki við eins mikla erfiðleika að stríða og á dögum Stalíns og að leyni- leg kirkjustarfsemi sé ekki lengur nauðsynleg, en þó neitar hann því ekki að starfsemi opinberu kirkjunnar hafi verið takmörkuð og að margir leið- togar hennar hafi sett blett á hana með tilhliðrunarsemi við stjórnvöld. Þar sem útlaga- kirkjan hefur gagnrýnt þetta er óvfst að bréf Solzhenitsyns hafi vakið óskiptan fögnuð á kirkju- þinginu. Hann segist þekkja konur sem földu presta á árunum eftir 1930 og skipulögðu leyni- legar guðsþjónustur á heim- ilum sínum. Nú orðið sæki þeir einfaldlega næstu kirkju. Ekki séu lengur til staðar herskáir guðleysingjar sem eyðileggi helgitákn í kirkjum eins og á Solzhenitsyn árunum eftir 1920 og stjórnin nenrii ekki að loka kirkjunum. Solzhenitsyn segir að þess séu dæmi að fólk safnist saman til að sýna eyðilögðum kirkjum, kirkjugörðum og öðrum trúar- legum stöðum lotningu sína. En hann telur ástæðuna ekki vera leynilega kirkjustarfsemi held- ur þá að þetta fólk geti hvergi annars staðar haldið guðsþjón- ustur. Niðurstaða Solzhenitsyns er á þá leið að þrátt fyrir galla leið- toga rétttrúnaðarkirkjunnar sé hún ekki „fallin" kirkja og hún sé ennþá kirkja grísk-kaþólskra manna f Sovétríkjunum. Hann bendir á mikinn fjölda presta sem hafi haldið tryggð við trú sína og á fólkið í kirkjunum og segir að kirkjan sjálf hafi lifað af. Hann bætir því við að yfir- stjórn kirkjunnar utan Rúss- lands geti ekki vænzt þess að verða yfirstjórn kirkjunnar í Rússlandi þegar það hafi verið frelsað. Kirkjan í Rússlandi verði að taka tillit til stjórn- valda og lifa í takt við líf óbreyttra borgara. Hún sé nú aftur að ná sér á strik en frem- ur í andlegum skilningi en skipulagslega séð. Kirkjan er fangelsuð og kúg- uð en ekki fallin, segir Solzhen- itsyn. Henni hafi tekizt að halda velli og endurvekja sig þrátt fyrir tilslakanir patriark- ans f Moskvu, þrátt fyrir það að leiðtogar hennar hafi borið „tákn andkrists" (sovézk heiðursmerki) og þrátt fyrir ill- virki á borð við þau að ginna fólk sem hafi flutzt úr landi til að snúa aftur þar sem fangavist og dauði hafi beðið þeirra. Solzhenitsyn telur mikinn mun á viðhorfum ungs fólks nú og fyrir 60—80 árum. Þá hafi menntamenn og ungt fólk hæðzt að kirkjunni og hann vitnar f mann nokkurn sem hann þekkti og sagðist hafa haft það fyrir sið að stinga vindlingastubbum í samskots- bauka í staðinn fyrir peninga og að bekkjarbræður hans hafi hlegið að þessu. Nú orðið virði hins vegar menntamennirnir og unga fólk- ið kirkjuna þótt ekki þurfi endilega að vera um samúð að ræða og hæðnisathugasemdir þeirra og hlátur beinist að ein- ræðislegri hugsjónafræði kommúnismans. BORGARSAMFÉLAG OG SKIPULAG þeim vandamálum, sem ný viðhorf óneitanlega hafa haft I för með sér. Hitt er ljóst, að nú er full þörf á að fastmótaðar tillögur komi fram í samræmi við þá endurskoðun aðalskipu- lagsins, sem unnið hefur verið að. Greint hefur ver- ið frá því, að búast megi við, að breytingar verði á framtiðarbyggð borgarinn- ar frá því sem áður var áætlað. Aðalskipulagið gerði ráð fyrir að borgin byggðist að mestu til suð- urs. Nú eru á hinn bóginn uppi hugmyndir um, að framtíðarbyggðin verði í norð-austur og settar hafa verið fram hugmyndir um ný byggingarsvæði í því sambandi, þar sem áætlað er að verði um 45 þúsund manna byggð. Þá hefur borgarstjóri greint frá því, að í tillögum Þróunarstofn- unarinnar sé gert ráð fyrir meiri dreifingu iðnaðar- húsnæðis við og á milli íbúðarsvæða en áður var gert ráð fyrir. Af þessu má sjá, að unnið hefur verið að endurskoð- un þessara mikilvægu mála í fullu samræmi við breytt- ar aðstæður og kröfur nýs tíma. Skipulagsmálefni þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og á borgar- yfirvöldum hvílir sú skylda að sjá um, að skipulagið verði aldrei þrándur í götu, þegar ný sjónarmið koma fram og fyrri forsendur hafa brugðist. Þannig á að byggja upp heilbrigt borgarsamfélag. að komast mætti hjá heims- styrjöld, ef þjóðir heimsins risu upp í byltingu. Á síðasta ári létu forystu- menn Kínverja þá skoðun I ljós, að Sovétstjórnin legði alla áherzlu á að byggja upp hernaðarmátt Sovétríkjanna gagnvart Evrópu og tilburðir þeirra á því sviði í landamæra- héruðunum við Kfna og hótanir í garð Kínverja væru einungis látalæti til þess ætluð að slá ryki í augu Evrópumanna og draga athyglina frá hinu raun- verulega markmiði þeirra. Teng á að hafa sagt, að sakir vopnaskaks Sovétmanna við landamærin hafi Kínverjar hvað eftir annað talið sér trú um, að árás af þeirra hálfu væri yfirvofandi, en úr henni hafi aldrei orðið og þeir því sann- færzt um, að Evrópa væri fram- tíðarskotmark Sovétmanna. Vestrænir fréttamenn líta svo á, að yfirlýsing Hsiao-pings um afleiðingar oliuhækkunar- innar spegli annarsvegar van- mat á áhrifum hennar á efna- hagslíf umræddra rikja en hinsvegar séu Kfnverjar með þessu að reyna að samræma þá stefnu sina að koma fram sem nokkurskonar siðferðilegur leiðtogi þriðja heimsins þeirri afstöðu að hvetja til öflugrar sameiningar Evrópuríkja undir forystu og verndarhendi Bandaríkjanna vegna ótta þeirra við Sovétríkin. Opinber andstaða Kinverja við stórveldi tvö, Sovétríkin og Bandaríkin hefur neytt þá til að styðja skilyrðislaust þær ráð- stafanir olíuframleiðsluríkj- anna að hækka olíuverðið. Verði þessar ráðstafanir á hinn bóginn til að veikja um of efna- hagslif og varnarmátt Vestur- veldanna gegn Sovétrikjunum og draga að marki úr þróunar- möguleikum þriðja heimsins óttast Kínverjar, að þær muni flýta fyrir þriðju heimsstyrjöld- inni, sem þeir þó telja óum- flýjanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.