Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÖBER 197$ Sagnarandinn eftir ÓSKAR KJARTANSSON purkuna, hvað sem tautaði. Æpti hann því með þrumuraust, að mál væri að vakna, en það heyrðist hvorki stunda né hósti úr skinnbelgnum. Þetta var þó merkilegt, fannst Gvendi. Nú, jæja, hann skyldi sýna andanum, hvað það gilti, að sofa fram eftir á Bakkabæ! Hann sparn við pokanum, nokkuð óþyrmilega, svo að hann lagðist saman, en ekkert heyrðist hljóðið. Þessu botnaði Gvendur ekkert í. En þá flaug honum skyndilega í hug, að Daði hefði prettað hann. Nei, það gat ekki verið. Hann hafði sjálfur talað við andann í gærkvöldi. En Gvendur var ekki í rónni. Það var sama, hvernig hann grenjaði og tróð á skinnbelginn, andinn gerði hvorki að æmta né skræmta. Þetta var í meira lagi dularfullt. Og Daði hafði fengið tvö hundruð krónur —. Skelfingin greip Gvend, þegar honum flaug þetta í hug. Ef þetta var nú samt sem áður prettir eftir allt saman! — Gvendi varð svo mikið um þetta, að hann steingleymdi því að Daði hafði varað hann við því að gá í pokann. Hann leysti bandið frá í hendingskasti. Belgurinn var galtómur. Gvendur fylltist ofsabræði. Hann óð út, froðufell- andi af vonzku, og hljóp eins og vitlaus maður út allan dal, og staðnæmdist ekki fyrr en í túninu á Kambi. Þar hitti hann Daða, sem var að brýna ljáinn sinn í ákafa. Daði hafði búizt við þessari heimsókn, og hann sá til ferða Gvendar, löngu áður en hann var kominn í túnið. Þóttist hann vita, að ekki mundi tjá, að reyna að koma vitinu fyrir Gvend með orðum tómum, því að auðséð var, að berserksgangur hafði runnið á hann. Daði fleygði því orfinu, þegar Gvendur var næstum kominn til hans. Það varð ekki af kveðjum. Gvendur hljóp undir Daða og tók hann hrygg- spennutökum. Hófst nú hin harðasta rimma, því að Gvendur var kraftamenni og jötunn að burðum, en Daði knár, og talinn bezti glímumaður sveitarinnar. Sviftust þeir á lengi og þótti Daða tvísýnt um sigurinn. Tók hann þá það bragð, að þreyta Gvend. Gerði hann því ekkert nema að verjast um hríð, en Gvendur sótti á af mikilli grimmd. Loks tók hann að lina sóknina. Svitinn lak af honum í stríðum straum- um og hann blés eins og hvalur. Þá smellti Daði á hann hælkrók og Gvendur lá eins og sveskja. Daði lagðist ofan á hann og hélt honum. „Hvaða læti eru þetta, kunningi?" spurði hann rólega. „Þú hefir svikið mig, fanturinn þinn!“ sagði Gvendur másandi og blásandi. „Þú hefir þá opnað pokann?“ spurði Daði. „Það var ekki nokkur andi í pokanum. Það er tóm lygi“, hvæsti Gvendur. „Þú hefir ekki verið nógu þolinmóður, Gvendur minn! Og svo hefirðu opnað belginn og hleypt hon- um út. Það var nú meira glappaskotið", sagði Daði. ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD eftir Jón Trausta kallað aftur. Hann fer út, gengur fram og aftur með fljót- inu, en sér engan. Fer svo inn aftur. I þriðja skipti er kall- að, og þegar hann kemur út, sér hann lítið bam standa á bakkanum hinum megin fljótsins. Hann tekur göngustaf sinn, veður yfir um og sækir barnið. En þegar hann kemur aftur út í fljótið, tekur það að vaxa og verður hálfu straum- þyngra en vanalega. Jafnframt verður barnið svo þungt á herðum hans, að hann þykist aldrei hafa borið jafnþunga manneskju. Honum finnst sem muni hann örmagnast og ekki ná landi. Nú kom hið mikla afl honum að góðu haldi, og þó fékk hann sig nú fullreyndan. Loks er hann komst yfir um, setur hann barnið á bakkann og segir við það: Ósköp varst þú þungur, drengur minn. Mér finnst sem ég hafi bori(Y himin og jörð á bakinu yfir fljótið. Sveinninn brosti og leit framan í hann skærum og bliðum augum. Það er von, mælti hann, því að þú hefir borið himins og jarðar skapaia. Og áður en hann fékk áttað sig, var barnið horfið. En hann varð heilagur maður, varði öllu lífi sínu guði til dýrðar og fékk nafnið sancte Christophorus, það þýðir þann, sem ferj- að hefir Krist . . . . “ „Við búum við beljandi fljót, vinur minn, og erum að vinna þrautir okkur til frelsis. Ef til vill eru það syndir of- metnaðarins og ofstopans, sem við gjöldum, eins og sancte Christophorus, en við megum umfram allt ekki missa þolin- mæðina. Enn eigum við eftir þyngstu þrautina, sjálft kær- leiksverkið, — aðalkærleiksverkið, sem kórónar allt og blessar allt líf okkar.“ ---------Skömmu seinna reið „maðurinn á svarta hestin- um“ vestur um byggðina. En i þetta skipti fór hann ekki einsamall. Sancte Christophorus var með honum. Hann gat ekki hrundið úr huga sínum þessu ævintýri, sem Anna hafði sagt honum. Það var svo ólíkt öllu því, sem hann hafði heyrt og lesið til þessa. Að riddari, mikill maður og hraustur, riddari, sem hvergi hitti sinn jafningja, skyldi gefa hest sinn og tygi til guðsþakka og gerast ferjumaður, — nei, ekki einu sinni ferjumaður, heldur aðeins burðarmaSur fátækl- inga og förumanna yfir straumharða á, og finna þar loksins þá hamingju, sem hann þráði. Hann settist að í helli sínum, og dagarnir urðu aftur hverjir öðrum líkir. Og þó var tilbreyting, sem hann tók varla eftir. Sólin hækkaði á braut sinni. Skuggakafli næturinnar varð styttri og dagarnir lengri og mildari. Grundirnar undir fjöll- unum dökknuðu og sandarnir urðu svartari. Markarfljót var búið að sópa af sér öllum ísnum, og það var talsverður móð- ur í því. Hann fór að heyra raddir, sem hann hafði saknað í lang- an tíma. Farfuglarnir voru að koma aftur. Og nú óx umferð um héraðið. Fólk var að flytja sig vistferlum. Það var kom- inn vinnuhjúaskildagi. Þá var það einn dag, að einkennilegt atvik kom fyrir hann. Hann sat uppi í helli sínum, framan við vaðmálstjaldið, ems og hann var vanur, og starði suður á grundimar og fljótið, sem svall a eyrmn rétt undir brekkunum. \ (ncÖmorgunkdífinu Ég þarf aldrei að hafa áhyggjur af uppvaskinu, Júlli er svo ólatur við það að hjálpa. Við höfum ákveðið að trúlofa okkur. Hvað hefur hann hátt útsvar. Kosturinn við brauðrist- ar er að hægt er að rista og þurrka sokkana sína samtímis. Ég ætla að biðja þig um að hætta að vera „hús- legur“ þegar ég bregð mér á fundina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.