Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÖBER 1974 Kaupmannasamtökin hefja útgáfu fræðslurita KAUPMANNASAMTÖK Islands eru um þessar mundir að hefja útgáfu fræðslubæklinga fyrir starfsfólk f smásöluverzlunum, og er kominn út fyrsti bæklingur- inn. Hann er gerður að nokkru leyti eftir norskri fyrirmynd, en Jðn I. Bjarnason hefur búið hann tíl prentunar. Bæklingurinn er 32 bls. að stærð, og er þar að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir fðlk, sem starfar f þessari starfsgrein. Þar er t.d. getið um framkomu, hreinlæti, klæðnað, flutninga og röðun á vörum, gluggaskreytingar og hvernig bregðast skuli við, sé viðskipta- vinurgrunaðurum hnupl. Starfsemi samtakanna miðast nú í auknum mæli við fræðslu þeirra, sem að smásöluverzlun starfa, og hafa þegar verið haldin tvö námskeið fyrir afgreiðslufólk. Nú er verið að undirbúa þriðja námskeiðið, sem verður fyrir kaupmenn og afgreiðslufólk í vefnaðarvöruverzlunum. Nám- skeið þessi eru haldin í samvinnu við Verzlunarmannafélag Reykja- vfkur. Kaupmannasamtökin hafa mik- inn áhuga á að auka fræðslu þeirra, sem að smásöluverzlun starfa, og vilja t.d., að tekin verði upp viðskiptafræðsla á fram- haldsskólastigi, og telja að áhugi hins opinbera hafi nær eingöngu beinzt að því að auka bóklega fræðslu í skólakerfinu, meðan verklegri fræðslu og fræðslu full- orðinna hafi ekki verið sinnt sem skyldi, eins og segir f fréttatil- kynningu frá samtökunum. Tveir af 10 steindum kirkju- gluggum, sem settir hafa verið f kirkjuna á Siglufirði. Þeir eru gerðir af þýzku listakonunni Katzgrau og hafa tveir menn frá framleiðanda, Oidtmans f Linnich, verið hér og gengið frá þeim. Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka tslands (t.h.), og Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri með fyrstu eintökin af fræðslubæklingnum. Nordisk kultur- tidskrift segir frá íslandi Út er komið 4.—5. tölu- blað tímaritsins Nordisk kulturtidskrift 1974. Tíma- ritið, sem er 64 síður, er vandað að öllu efni og í þessu tölublaði er nokkur stór hluti helgaður íslandi. Sagt er frá Tómasi Guðmundssyni skáldi í grein, sem Jóhann Hjálmarsson hefur skrifað. Þá er ennfremur grein eft- ir Jóhann, sem nefnist Ruglingur við pökkun? Kirkjumunir fyrir glugga Nordísk kulturtidskrift Nordisk kulturtídskrift Kulturinformation Island. Einnig eru birt þrjú ljóð eftir Matthías Johannes- sen, ritstjóra. Eru þau bæði birt á íslenzku og sænsku. Helmar Láng þýddi þau á sænsku. Fritz Oidtman, annar eigandi samnefnds fyrirtækis f Linnich f Þýzkalandi, hefur dvalizt á Siglu- firði, ásamt einum manna sinna, Hech, við að setja upp steinda glugga f kirkjunni þar, en þar þurfti að setja venjulegt gler f hluta af tveimur gluggum vegna þess, að f kirkjugluggasending- una vantaði 5 stykki f annan gluggann, en 4 í hinn, hvert um sig um 30—40 sm á hvorn veg. En alls voru settir 10 steindir glugg- ar f kirkjuna. Mbl. spurði dr. Oidtman um kirkjumuni þá, sem fundust i kössunum við tollskoðun i Reykjavik, en þar voru kassarnir teknir upp. Sagði hann, að þarna hlyti að hafa orðið einhver ruglingur við pökkun. Kirkju- munirnir hefðu ekki verið frá fyrirtæki hans og hefðu átt að fara í sérstökum kassa til Kirkju- muna í Reykjavfk. Eigandinn, Sigrún Jónsdóttir, sem var með manni sínum, er hafði með kirkjugluggana til Siglufjarðar að gera, var stödd í Linnich, þegar verið var að pakka kirkju- gluggunum, og bað þá um, að kirkjumununum yrði pakkað og þeir sendir sérstaklega til fyrir- tækis hennar, þar sem þeir væru of þungir fyrir hana til að taka með sér. Oidtman sagði, að þarna gæti hafa orðið ruglingur hjá pökkunarmanni og þeir farið í gluggakassana, en hluti af gluggunum í annan kassa, sem ekki virðist hafa komið fram ennþá. Gluggarnir eru allir farnir frá Linnich, en bróðir Fritz Oidt- mans, Ludovikus Oidtínan, er að kanna nánar hvernig geti á þess- um ruglingi staðið. „Skýrt og skorinort” Ritgerðasafn eftir Helga á Hrafnkelsstöðum Komin er út ný bók, ritgerða- safn, eftir Helga Haraldsson á Hrafnkelsstöðum, og nefnist hún „Skýrt og skorinort“. Er þetta önnur bók Helga, hin fyrri, ,JEng- um er Helgi lfkur“, kom út haust- ið 1972 og seldist þá strax upp. „Sfðan hafa margir hvatt til þess að Helgi efndi til annarrar bókar, sem nú er orðin að veruleika", segir f frétt frá útgefanda, sem er Bókaútgáfan örn og örlygur. Dr. Jónas Kristjánsson skrifar formála að bókinni og segir þar a Unun samleik var að hlýða þeirra „Týskvöldið 1. oktober hevur fslendski cellospælarin Gunnar Kvaran saman við landsmanni sfnum Gfsla Magnússon við klaverið konsert í kommunu- skúlahöllini. Spæld verða verk av Schubert, Schumann, Sigur- björnsson og Brahms. Atgongu- merki á kr. 10,— fáast við dyrnar. Tórshavnar Musikkskúli. Þannig var sagt frá tónleik- um þeirra Gunnars Kvarans, sellóleikara, og Gfsla Magnús- sonar, pfanóleikara, f Færeyj- um, sem voru fyrsti viðkomu- staður þeirra á tónleikaferð þeirra um Norðurlönd á dögun- um. Morgunblaðinu hafa borizt nokkrar umsagnir blaða um leik þeirra, sem virðist eftir þeim að dæma hafa fengið hin- ar ágætustu undirtektir. Eru dómar gagnrýnendanna allir á einn veg, að þar hafi verið á ferð miklir og góðir listamenn. Gunnar Kvaran. 1 Danmörku léku þeir Gunn- ar og Gfsli f Hövelsgaard f Ny Hammers holt, litlum hljóm- leikasal, þar sem, að sögn Frederiksborg Amts Avis, „návistin við hljómlistarmenn- ina gefur manni eitthvað, sem — segir Dagbladet í Osló, um hljómleika Gunnars Kvarans, sellóleikara og Gísla Magnússonar, píanóleikara aldrei fæst, þar sem er upp- hækkað svið og margar stóla- raðir“. Blaðið lætur f Ijós ótta um, að Danir fái ekki endurheimt Gunnar Kvaran, þar sem hann sé nú á leið til Basel f Sviss til átta mánaða námsdvalar, Danir séu seinir á sér að uppgötva, að þeir hafi verðandi heimsnöfn fyrir framaii nefið á sér en f landi, þar sem minni þröngsýni Gfsli Magnússon. rfki f tónlistarlffinu, hefðu menn vafalaust eignað slfkan hljómlistarmann fyrir löngu. Þar segir blaðið, að menn hefðu haft af þvf ómælda gleði að hlusta á ungan selló leikara flytja verk Schuberts, Schu- manns og Brahms með slfku valdi yfir hljóðfærinu og slfkri músfknæmi, sál og skaphita, sem fram hafi komið f leik Framhald á bls. 47 Helgi Haraldsson m.a.: „Helgi á Hrafnkelsstöðum er löngu þjóðkunnur maður, eink- um fyrir ritstörf sfn, og er raunar óþarfi að fara um hann mörgum orðum — því sfður þar sem hann birtist svo greinilega í ritgerðum sfnum, heilsteyptur og hreinskipt- inn. „Engum er Helgi líkur“ stendur þar, og mun þar ekki sfst átt við dirfsku hans, hvernig hann lætur allt fjúka. Þó verður alltaf eitthvað eftir sem aldrei sést í pappírsgögnum: fjör hans og glaðlyndi, mælska hans og frá- sagnargleði, auk margs annars." Alls eru 18 ritgerðir í bókinni, sem er 142 bls. að stærð. Kápu- teikningu gerði Hilmar Þ. Helga- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.