Morgunblaðið - 27.10.1974, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
Fa
jl itii.iv
'AiAjm
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
f
CAR RENTAL
n 21190 21188
SERVERSLUN
MEÐ
SVÍNAKJÖT
SÍLD & FISKUR
Bergstoóastræti 37 sími 24447
margfaldor
markad vöar
Sr. BOLLI
GÚSTAFSSON
í Laufási:
ndinn
llfgar!
Hljómar sú fullyrðing ekki dálftið
ankannalega á yfirstandandi tímum, þegar
efnið virðist skipta þessa þjóð mestu máli.
Hvað varðar okkur um anda, þegar steypu-
vélarnar snúast nótt og nýtan dag, virka
daga sem helga. Nýir veggir rísa, hús af
húsi, nýtt byggðahverfi hér og annað hverfi
þar. Það er efnið sem blífur og naumur timi
fyrir andann. Ekki fyrr en þessari feikna-
miklu uppbyggingu landsins lýkur og allir
hafa hvílt sig eftir steypuveizluna miklu.
Kannske fer nú að styttast í það, segja þeir,
sem eru vantrúaðir á efnahagsleiðsögn
landsfeðranna. En þegar steypuvélarnar
þagna og kranarnir hætta að emja af
áreynslu við regintök og jarðýturnar stanza
og fella tennur; hvert hvarflar hugurinn
þá? Sagan hefur skýringu á reiðum
höndum, þegar þessi spurn er fram borin:
Hvers vegna hafa íslendingar farið sér
svona óðslega undanfarna áratugi? Hvers
vegna hefur allt snúizt um efnið, peninga,
bíla, dýrar byggingar og hvf þurfa þessar
framkvæmdir að gerast f einu vetfangi?
Um langan aldur höfðu staðið skelfileg
hús í þessu landi; lfk því dapurlega hreysi,
sem Laxness lýsir að verið hafi að Reyn á
Akranesi á ofanverðri 17. öld. Hreysið þar
sem snærisþjófurinn Jón Hreggviðsson bjó,
sá sem fyrst kom auga á samhengi hlut-
anna, þegar Jón nokkur Marteinsson sýndi
honum óhófsdýrð islandskaupmanna úti i
höfuðstað Danaveldis. Myndin er sönn, þótt
f skáldverki sé upp dregin, en ekki nákvæm
lýsing í þurru sagnfræðiriti. Aldalöng
niðurlæging, rótgróin fátækt og kúgun eru
helztar ástæður fyrir æðinu. Það verður lfkt
og þegar stórgripir komast óvænt í fóður-
blöndu og éta þar til þeir blása upp eins og
Steypu-
veizlan
mikla
loftbelgir með voveiflegum afleiðingum.
Þannig eru margir Islendingar á ofanverðri
20. öld. En þeir eru menn, yfirleitt vel
gerðir, og þeir finna oft til þessa taum-
leysis, minnast óhikað á það, átelja jafnvel
sjálfa sig, gera sér grein fyrir eigin tauga-
veiklun og spennunni margnefndu. En
kannske gera þeir sér sfður grein fyrir
vanrækslunni við andann og óhlýðninni við
konung konunganna, sem kallar okkur til
brúðkaups (sbr. guðspjall dagsins, sem er
dæmisaga Jesú um brúðkaup konungs-
sonarins, Matt. 22, 1—14). Það er ekki nóg
að slaka á. Þá finna margir til ónotalegrar
tómleikatilfinningar, verða hræddir við
kyrrðina, grípa til óyndisúrræðis, drekka
sig ölvaða, veikja og rugla siðgæðisskyn sitt.
Aðrir hætta sér út á þá flughálu braut, er
liggur inn í annarlega kynjaheima annarra
eiturefna og endar í flestum tilvikum með
ólýsanlegri skelfingu. — Stytting vinnu-
tfmans hefur einmitt valdið mörgum félags-
málafrömuðum þungum áhyggjum, vegna
þess að fjöldi manna sýnist alls ekki undir
það búinn að nota sér tómstundirnar á þann
veg, að þær verði ekki skaðvænlegar og
mönnum sé þá betra að vinna en hlaupa á
sig í hugsunarleysi, fremja mistök sér og
sínum til sárustu raunar. — Dæmisaga Jesú
um brúðkaup konungssonarins höfðar til
þess aldaranda, sem hér er við lýði, þegar
alltof margir telja sig ekki hafa tíma til að
ganga beint til móts við Krist. Þeim virðist
nóg að vera af honum í ákveðinni f jarlægð á
meðan þeir eru uppteknir við fjölbreytt
hugðarefni, til þess þá að geta gripið f
klæðafald hans, ef eitthvað alvarlegt ber að
höndum. En þá reka þeir sig á þann vanda,
að brúðkaupsklæðin eru ekki á vísum stað,
þegar til þeirra skal gripið og síðan haldið
til fundar við konunginn. Þá skortir þá
nauðsynlegu þekkingu, sem andinn veitir;
sá lífgefandi, heilagi andi, sem Jesús
Kristurgaf postulum sinum fyrirheit um og
veitti sfðar þeim og kirkjunni á stofndegi
hennar. Sá andi lifir enn í kirkjunni og
vegna hans er hún til. Þar sem tveir eða
þrír eru samankomnir í nafni Jesú Krists til
guðsþjónustu, þar er og heilagur andi. Já,
það skiptir raunar engu, hvort þar eru
hundrað eða presturinn og einn áheyrandi.
— Trúarlíf manna krefst tfma og alúðar.
Það má ekki vera hornreka i dagsins önn.
Trú, sem ekki tekst á við efasemdir og
hvers kyns vandamál, er til lítils nýt og sjái
hún ekki sífellda nauðsyn guðsþjón-
ustunnar, bæði í einrúmi og f samfélagi
kristinnar kirkju, einmitt til þess að safna
kröftum til þeirra átaka, þá bilar hún og
visnar. Orð Guðs, bænin, lofgjörðin, hin
heilögu sakramenti. Ekkert þessara dýr-
legu mæta megum við vanrækja, þótt há-
reysti steypuveizlunnar miklu sé magn-
þrungin og kref jandi. Minnum hvert annað
á, að eitt er nauðsynlegt. Guði séu þakkir
fyrir heilagan anda, sem býrí kirkju Krists.
Göngum til fundar við hann f Jesú nafni.
Amen.
Frá Bridgefélagi Akureyrar.
Nú er lokið þremur umferð-
um af fjórum f tvfmennings-
keppninni. Alfreð Pálsson og
Guðmundur Þorsteinsson hafa
nú tekið forystu í keppninni
með 704 stig — en mörg pör
koma ennþá sterklega til greina
með að vinna keppnina.
Staða efstu para er annars
þessi:
Dísa Pétursdóttir — Rósa
Sigurðardóttir 695
Grettir Frfmannsson — Ævar
Karlesson 687
Soffía Guðmundsdóttir —
Páll Pálsson 681
Ármann Helgason — Jóhann
Helgason 678
Magnús Aðalbjörnsson —
Gunnl. Guðmundsson 670
Sveinbjörn Sigurðsson —
Stefán Ragnarsson 665
Angantýr Jóhannsson —
Friðfinnur Gfslason 641
Meðalskor er 216.
Næsta keppni félagsins verð-
ur sveitakeppni.
XXX
Frá Bridgefélaginu Asarnir f
Kópavogi.
Þegar tveimur umferðum af
þremur er lokið í tvímennings-
para
270
252
252
246
234
231
230
224
keppninni er staða efstu
þessi:
Lúðvfk og Sigursteinn
Haukur og Valdimar
Helgi og Ragnar
Gestur og Vilhjálmur
Garðar og Jón
Þorlákur og örn
Ölafur og Lárus
Sæmundur og Trausti
Meðalskor er 216.
Næsta keppni félagsins verð-
ur sveitakeppni. Spilað er I
Félagsheimili Kópavogs á
mánudögum kl. 20.
XXX
Bridgefélag kvenna:
Eftir 3 umferðir f
tvímenningskeppni félagsins
eru eftirtalin pör efst:
Júlfana Isebarn — Margrét
Margeirsdóttir 616
Helga Bachmann — Ragn-
heiður Einarsdóttir 596
Halla Bergþórsdóttir —
Kristjana Steingrímsdóttir 567
Laufey Arnalds — Ása Jó-
hannsdéttir 551
Ingunn Hoffmann — Ólaffa
lónsdóttir 548
Guðríður Guðmundsdóttir —
Kristín Þórðardóttir 534
Rósa ívars — Sigriður Sig-
geirsdóttir 530
Ingibjörg Halldórsdóttir —
Ósk Kristjánsdóttir 527
Meðalskor: 495 stig.
XXX
Knattspyrnufélagið Vfkingur
hefur ákveðið að starfrækja
bridge í félagsheimilinu við
Hæðargarð í vetur. Spilað verð-
ur einu sinni f viku, á mánu-
dagskvöldum. N.k. mánudag,
28. október, hefst tveggja
kvölda tvfmenningskeppni
klukkan 19,30 stundvíslega.
Þátttökutilkynningar eiga að
berast i sfma 72449, 86029 eða
71438. Allir eru velkomnir.
Stjórnin.
XXX
Frá Bridgefélagi Hveragerðis.
Aðalfundur Bridgefélags
Hveragerðis var haldinn þriðju-
daginn 1. okt. 1974.
1 stjórn voru körin: For-
maður Kjartan Kjartansson,
gjaldkeri Lfney Kristinsdóttir
og ritari Svavar Hauksson.
Vetrarstarfið hófst síðan með
bæjarhlutakeppni milli austur
og vesturbæjar miðvikudaginn
9. okt. og lauk henni með sigri
vesturbæjar.
Miðvikudaginn 16. okt. hófst
sfðan 5 kvölda tvímennings-
keppni með þátttöku 16 para.
Röð 8 efstu para eftir 1. um-
ferð:
Svavar Hauksson og Haukur
Baldvins 118
Sigurjón Skúlason og Jón
Guðmundsson 108
Kristófer Þorvarðarson
Dagbjartur Gfslason 104
Þórður Snæbjörnsson
Kjartan Kjartansson 100
Tómas Antonsson og Niels
Busk 93
Oddgeir Ottesen og Páll Þor-
geirsson 92
Sigmundur Guðmundsson og
Jytte Michelsen 89
Birgir Pálsson og Bjarni
Kristinsson 88
A.G.R.
og
og
t » é • « f mm»