Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
7
STRAUKAR
Morning og Narrow Road to the
Deep North — var komið annað
hljóð t strokkinn og leikdómarar
komu sér saman um að þarna
hefði mikill efnismaður sætt órétt-
mætri gagnrýni. Þetta endurmat
haslaði sér svo endanlega völl
þegar Lér konungur var frum-
sýndur árið 1971, máttugt til-
brigði við frásögn Shakespeare og
var hælt á hvert reipi sem
meistaraverki. En lof gagnrýnenda
hlaut ekki samsvörun áhorfenda
Royal Court. Lér var sýndur fyrir
tómu húsi kvöld eftir kvöld og
viðfeldinn gamanleikur hans með
melankólskum undirtóni — The
Sea — hlaut ekki nema miðlungi
BOND PLUS
SHAKESPEARE
= BINGO
eftir BJÖRN
VIGNI SIGURPÁLSSON
BINGO Edward Bonds er vafalttið
það leikrit er mesta athygli hefur
vakið f brezku leikhúslífi f haust.
Sýningum á því er nýlokið hjá
Royal Court leikhúsinu ! London
og hefur það sannast sagna verið
óvenju langlfft þar á sviði af leik-
ritum Bonds að vera. Undirtektir
gagnrýnenda við þessu verki hafa
verið ákaflega misjafnar og er það
Ifklega umdeildasta verk Bonds nú
f seinni tfð. Þótt sýningum á þvf
hafi nú verið hætt er ekki að efa
að leið þess eigi eftir að liggja á
svið vfðar á Vesturlöndum. Þess
vegna er vert að gera það hér að
umræðuefni, bæði vegna frum-
legra efnisaðfanga höfundar og
spurninga sem það hefur vakið um
framvindu þess fræga leikhúss —
Royal Court.
Royal Court leikhúsið hefur
verið vagga brezkrar nútfma leik-
ritunar allt frá þvf að þar var
frumsýnt Horfðu reiður um öxl
eftir Osborne árið 1 956. í sumar
stóð leikhúsið á krossgötum, þvf
að þá lét Oscar Lewenstein af
störfum sem leikhússtjóri og
örvæntingafull leit hófst að heppi-
legum eftirmanni hans. Ekki veit
ég hvernig þeirri leit lyktaði, en
sagt er að á meðan leitinni stóð
hafi farið fram heitar umræður um
það að tjaldabaki, hvers konar arf-
taka Lewensteins leikhúsið þarfn-
aðist, manns er mundi halda
áfram á sömu braut velgengni og
Lewenstein, sem byggði stefnu
sína á þvf að fá stórleikara f verk
helztu hirðskálda leikhússins, s.s.
David Storey. Christopher Hamp-
ton, Osborne, og flytja þau sfðan
áfram yfir f West End þar sem
peningavonin er meiri. Eða þarfn-
aðist það manns er tæki upp hina
upphaflega áhættustefnu leik-
hússins: ný nöfn, nýja leikkrafta
og leikskáld fremur en viður-
kennda leikara?
Þessi tvö andstæðu sjónarmið
voru mjög f brennidepli hjá Royal
Court nú sfðsumars vegna
sýningarinnar á Bingo og áttu
rætur sfnar f þvf hversu sérstæðan
feril Edward Bond á innan brezks
leikhússlffs. Virtust gagnrýnendur
Bretlands eru nú yfirleitt sam-
dóma um að Bond sé f fylkingar-
brjósti þess hóps brezkra leik-
skálda, er kom f kjölfar Osborne
og samtiðarmanna hans á sjöunda
áratugnum. Þegar leikrit hans
Hjálp (er Leikfélag Reykjavíkur
sýndi ekki alls fyrir löngu) kom
fyrst fram á sviði Royal Court árið
1965 var það nánast hrópað niður
vegna ofbeldisins er f þvf birtist.
Þremur árum sfðar, þegar það var
tekið upp að nýju ásamt tveimur
öðrum leikritum Bonds — Early
góða aðsókn f fjórar vikur á sfð-
asta ári.
I nýlegri blaðagrejn um Bingo
veltir Ronald Bryden,' leikritaráð
gjafi Royal Shakespeáre Comp-
any, vöngum yfir þessu sam-
bandsleysi milli Bonds og leikhús-
gesta. Hann segir, að enginn geti
álasað leikhúsinu fyrir þá tryggð,
sem það hefur sýnt Bond á liðnum
árum, en hitt sé jafn augljóst að
þvf hafi mistekizt að laða áhorf-
endur að þessu leikritaskáldi, sem
vlða erlendis sé talinn fremstur
þeirra er nú rita fyrir leikhús f
Bretlandi. Þess vegna vakni sú
spurning hvort Royal Court hafi
ekki um of látið stjórnast af tfzku-
viðhorfum f undangegnu verk-
efnavali sfnu og þar með gert
áhorfendur sfna ófæra um að með-
taka Bond, sem sé dýpri en svo f
þemum sfnum og að gæðum að
hann geti talizt aðgengilegur.
Bryden vildi jafnvel meina, að
Bingo væri prófsteinn á brezkt
leikhúslff. Nyti leikritið velgengni
mætti ef til vill líta svo á, að Royal
Court hefði nú loks uppskorið
árangur fyrir tryggð sfna við Bond
ellegar sem sigur fyrir sjónarmið
West End leikhúsin, að aðgöngu-
miðar seljist einungis út á nöfnin
yfir titlinum. Hið sfðarnefnda vfsar
til framlags John Gielgud f sýning-
leikari, sem farið hefur með aðal-
hlutverk f flestöllum leikritum
Shakespeare, fór þar með hlut-
verk Shakespeares sjálfs og fór á
kostum.
Sennilega er það ekki nema rök-
rétt afleiðing að eftir Lér skyldi
Bond litlu sfðar snúa sér að höf-
undi Lér konungs og leiða hugann
að þvi hvernig maðurinn sem reit
þessa vægðarlausu könnun á
mannlegri grimmd og óréttlæti,
gat sjálfur dregið sig í hlé og gerzt
góðborgari i Stratford, borið uppi
og verið borinn uppi af auðvalds-
þjóðfélagi, sem þá var i birtingu f
sinni gráðugustu mynd? Hvernig
gat skáldið, sem afhjúpaði svo
eftirminnilega misindi f hvers kyns
mynd, sjálfur gerzt „máttarstólpi"
f litlu sveitarsamfélagi, afskipta-
laus landeigandi er lifði á leigu-
liðum sfnum og stuðlaði með þögn
sinni að óréttlátri landskiptingu
og lélegri löggjöf, löggjöf sem olli
þvi að fjöldi almúgafólks fór á
vergang og mátti draga fram Iffið
á betli.
Bond svarar þvi til, að hann hafi
ekki getað það; að Shakespeare,
sá er átti hundruð ekra lands rétt
utan við Stratford, hafi þraukað
með þvf að deyða f sjálfum sér
hinn mikla mannlega Shakespeare
leikritanna. Bond bregður upp
hryggilegri mynd af manninum f
garði sfnum f Stratford, þar fer
magnþrota og þurrausinn vera
vegna ofbeldis þess er eðli hans
sætir í daglegri IFfsbreytni. Hann
er þjakaður af sektarkennd gagn-
vart konu og fjölskyldu er hann
hafði yfirgefið fyrir framavonina f
London og til að bæta fyrir van-
ræksluna verður hann þátttakandi
f áformum um að svipta leigulið-
ana rétti þeirra — af þeirri þörf að
sjá fjölskyldunni öruggan farborða
með eignum sfnum.
Þessi steinrunni maður er einn-
ig útbrunnið skáld. Örsjaldan ber
hann það við að koma f orð Ijóð-
rænum fmyndum, líkt og „Bells
love silence" eða „A swan flying
downstream like a woman in a
white dress running down an
empty street" — annars ræðir
hann aðeins viðskiptamál, með
þurru og andstyggilegu málfari
þess manns er notar merkingar-
laus orð yfir ógeðfellda hluti.
Ekki er honum þó alls varnað.
Eitt sinn heimsækir hann helzta
keppinaut sinn Ben Johnson f
London og hefur þaðan á brott
með sér flösku af eitri og fremur
sjálfsmorð með nokkrum tilþrifum
f svefnherbergi sfnu. Meðan þvf
fer fram hamrar dóttir hans Judith
á læstri hurðinni, skelfingu lostin
yfir tilhugsuninni að þessi óút-
reiknanlegi brjálæðingur, sem hún
á auð sinn undir, breyti erfða
skránni á sfðustu stundu og gefi
fátækum allar eigur sfnar. Sjálfur
getur Shakespeare ekki fyrirgefið
sér að leikrit hans skuli ekki hafa
breytt veröldinni á neinn hátt til
hins betra, hvað þá Iffi hans sjálfs
og hann tuldrar í sifellu: „Was
anything done . . . Was anything
done?"
Til sölu vörubifreið Ford D — 800 árg. '66 með 18 feta góðum palli og sturtum. Góð dekk. Uppl. ! sima 33551. SKODA S-110-LS 1974 til sölu. Grænn, ekinn 5 þús. km. nýr bill. Kostar 100 þús kr. minna en nýr Skoda. Skoðið bílinn hjá: Aðal Bilasölunni. • Skúlagötu 40. Sími 15014.
Óska að ráða stúlku frá 1. nóvember. Veitingastofa Nonna, Stykkishólmi. Simi 93-8355. fbúð í sérflokki Til sölu i norðurbænum i Hafnar- firði 76 fm 2ja herb. endaibúð á efstu hæð. Þvottaherbergi á hæð- inni. Suðursvalir. Upplýsingar i sima 53097 eftir kl. 7 e.h.
Hálfir grísaskrokkar Nýslátraðir grisaskrokkar, skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, simi 35020. Keflavík Ung hjón með eitt barn, óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð á leigu frá mán. mótum. nóv.—des. Vinsamlegast hringið i síma 1 542 eftir kl. 5 e. h.
Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt í hálfum skrokk- um tilbúið i frystikistuna. 397 kr. k9 . Kjötmiðstöðin, simi 35020. Teppahreinsun — Þurrhreinsun Látið hreinsa teppin. Þau endast lengur. Fullkomnar vélar. Vanir menn. Kr. 75.00 hver fm. Uppl. i sima 71072 — 72398.
Hús til sölu Húseignin Miðtún 25, Höfn Hornafirði er til sölu. Nánari upplýsingar veitir Þórir Jónsson, í sima 81 47 eftir kl. 1 9.30. Stúlka vön afgreiðslu- störfum óskast i marvöruverzlun. Tilboð sendist Mbl. fyrir 30. þ.m. merkt: ..Áreiðanleg 4640"
Skrifstofuhúsnæði 2 skrifstofuherbergi við Hafnar- stræti til leigu nú þegar. Leigjast sameiginlega eða sitt i hvoru lagi. Tilboð leggist inn á Mbl. 30. okt. merkt: Hafnarstræti — 5358. Brotamálum Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27. sími 25891.
Gullarmband tapaðist 13. þ.m. sennilega á Flóa- markaðnum i Landakoti. Skilvis finnandi hringi i sima 38933. Vantar vinnu Reglusamur miðaldra maður. sem er ný kominn heim til íslands. vantar góða vinnu Tilboð leggist á afgr. blaðsins fyrir 30. okt. merkt: ,,Öllu svarað 6538 '.
Hafnarfjörður Einbýlishús til leigu. Upplýsingar i sima 51341. Moskvich '71 til sölu með nýrri vél, i góðu standi. Skipti á sendiferðabil koma til greina. Simi 1 6289.
Kaupi frímerki islenzk og frá öðrum löndum, bréf- spjöld og bréf, háu verði. F. rektor R. Rosén, 87030 Nodingrá, SVERIGE. Fiat 127 1972 mjög góður og litið keyrður bill til sölu. Samkomulag með greiðslu. 1 —2ja ára fasteignatryggt skulda- bréf kemur til greina. Simi 16289.
Hestamenn ath: Bleik hryssa 6 vetra, tamin til sölu. Uppl. i sima 32694 milli kl. 6—8 á kvöldin. Tapast hefur seðlaveski með ávisunarhefti frá Verzlunarbankanum, pening- um og skilrikjum sennilega við Bílanaust, Bolholti. Finnandi hringi i sima 16819. Fundarlaun.
Merzedes Benz 250 Ný innfluttur Benz 250 árg. '71. til sölu. Litað gler og fl. aukahlutir. Uppl. i sima 30877. Til sölu kvíga sem á að bera i febrúar. Upplýs- ingar i sima 66111 milli kl. 1 6 og 1 9 i dag.
Sauðárkrókur Hjón með eitt barn óska eftir ibúð Upplýsingar i síma 91.28967 kl. 1 9.00 á kvöldin. 3ja herb. vönduð teppalögð ibúð til leigu, strax. Reglusemi áskilin. Upplýs- ingar i sima 51 1 64.
Sauðárkrókur Hjón með eitt barn óska eftir ibúð. Upplýsingar i sima 91-28967 eft- ir kl. 1 9.00 á kvöldin. 9 —10 ára gömul telpa óskast til að gæta 2ja ára telpu ca 1 Vi tíma á dag við Nýbýlaveg. Uppl. í síma 43063.
CITROEN GS —1220 Club Station 1974 Nýr bíll til sölu. Grænn. Ekinn 3 þús. km. Skoðið bilinn. Aðal Bilasalan Skúlagötu 40. Simi 15-0-14. 2W0r0tmt>Iafci& mnRCFRLDRR mÖGULEIKR VORR
Vinnuvélaleiga!
Til allra jarðvegsframkvæmda nýjar, afkasta-
miklar Broyt Z28 gröfur, jarðýtur og traktors-
gröfur.
iZiarðvinnslan sf
Síðumúli 25,
símar32480 — 31080.