Morgunblaðið - 27.10.1974, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.10.1974, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974 11 fólk — fólk — fólk — fóík VARLA TIMI TIL AÐ BYGGJA VEGNA VINNU — Rætt við Jens Mikaelsson á Hornafirði Jens Mikaelsson A UNDANFÖRNUM árum hefur margt ungt fólk flutst til Hafnar f Hornafirði og sezt þar að. Þetta fólk hefur komið vfðsvegar að af landinu, en það er þvf sammerkt, að yfirleitt kann það allt mjög vel við sig þar eystra. Einn þeirra ungu manna og kvenna sem þangað hafa flust eru hjónin Jens Mikaelsson og Sigrún Friðriks- dóttir. Jens starfar f frystihúsi Kaupfélagsins á Höfn. Við hittum hann að máli fyrir nokkru og spurðum hann fyrst hvaðan þau hefðu komið og hversvegna þau hefðu flutst til Ilornaf jarðar. „Við hjónin erum fædd og upp- alin á Siglufirði, en hingað komum við fyrir þremur árum. Atvinnumöguleikar á Siglufirði voru ekki mjög miklir á þeim tfma. Ástæðan fyrir að Horna- f jörður varð fyrir valinu, er sú, að hér var mér boðið starf sem mats- maður við frystihúsið, en áður var ég búinn að vera á námskeiði hjá fískmati rfkisins, segir Jens. „Hvernig kunnið þið svo við ykkur?“ „Ég verð að játa það, að hér kunnum við einstaklega vel við i okkur. Munurinn á þessum stöðum er fyrst og fremst sá, að hér sést svo til aldrei snjór. Það hefur bæði sína kosti og galla, því oft getur verið gaman að snjón- um. Á hinn bóginn eru atvinnu- möguleikar hér margfalt meiri en þeir voru heima. Hérna geta allir unnið eins og þeir mögulega geta, en á Siglufirði var ástandið þannig oft á tíðum, að maður náði ekki alltaf 8 tíma vinnudegi og stundum kom það fyrir, að fólkið var sent heim áður en 8 tfmunum varð náð.“ „Er kannski stundum of mikið að gera hér?“ „Ekki veit ég hvað ég á að segja um það, en vinnan er gffurleg í frystihúsinu. Það er yfirleitt unnið myrkrana á milli, jafnt virka daga sem um helgar. Að vísu þreytist maður á þessu til lengdar. En sá góði kostur er hér, að frystihúsinu er lokað um tíma á ári hverju og þá taka allir sumarfrí, jafnt sjómenn sem land- verkamenn." „Eruð þið kannski farin að byggja hérá Höfn.“ „Ekki er það nú enn, en við erum farin að hugsa til fram- kvæmda, enda erum við ákveðin á að setjast hér að fyrir fullt og allt. Þar sem vinnan er svo mikil, þá höfum við alveg eins hugsað okkur að reyna að kaupa tilbúið, ef tækifæri gefst.“ „Nú er þetta frystihús orðið nokkuð gamalt, verður ekki mikill munur við að flytja f nýja húsið?" „Jú því er ekki að neita. Flest fólk við frystihúsið er fastráðið og hyggur gott til bættra skilyrða." „Hvernig er félagslífið á Höfn?“ „Það situr því miður nokkuð á hakanum, fyrst og fremst vegna mikillar atvinnu, en þó eru nokkrar árlegar skemmtanir og þær reyna allir að sækja, eins og t.d. þorrablótin." „Er alltaf nægur starfskraftur í frystihúsinu?" „Vinnukraftur er oftast nægur yfir vetrartímann, nema á haustin þegar skólanir eru að byrja og slátrun stendur yfir. Þó má jafnvel segja, að fiskaðgerðar- menn vanti yfir veturinn." Þ.ó. Frá höfninni á Höfn. Ljósm. Mbl.:Þórleifur Ólafsson.- fólk — fólk — fólk — fólk Útboð Víkurbær, Keflavík, leitar tilboða í uppsteypu á verzlunarhúsi við Hafnargötu í Keflavík. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Víkurbæjar, Hafnargötu 26, Keflavík, eða til Jóns B. Stefánssonar, verkfræðings, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, gegn 10.000,- króna skilatrygg- ingu. Skilafrestur er til þriðjudags 5. nóvember. Bændur Með Bettinsson torfæruhjólunum komið þið dráttarvélinni meira t.d. bæði í mýrum og snjó. Við eigum einnig á lager: Amoksturstæki fyrir Ursus C-335 Ámoksturstæki fyrir Ursus C-355 Múgavélar (á góðu verði). Kerrur og grindur undir kerrur. Ursus dráttarvélar 40 og 60 ha til afgreiðslu aftur innan skamms. Vélaborg, Skeifan 8, sími 86680. ÁFANGASTAÐIR BROTTFÖR: TÚNIS: 23. NOV. 21 DES. (JÓLAFERO) 28. DES. (UPPSELT) GAMBIA: 30. NÓV. 14. DES. (JÓLAFERO) 28. DES. KANARÍ EYJAR VETRAR FERÐ1R MAROKKO: VÉTRARFEROIR LONDON: VIKUFERÐIR Á HAGSTÆÐU VERÐI GLASGOW: 4 DAGA FERÐIR ANNAN HVERN FÖSTUDAG. FLJÚGIÐ í FRÍIÐ MEÐ FLUGLEIÐUM OG BRITISH AIRWAYS Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.